Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 19 Verðlaun hljóta: Kr. 25.000: Laufey Bjarkardótt- ir, Hafnafellstungu, 671 Kópa- skeri. – Kr. 18.000: Helgi Pálsson, Njálsgötu 80, 101 Reykjavík. – Kr. 12.000: Cecil Haraldsson, Öldu- götu 2, 710 Seyðisfirði. Myndagáta Lausnin er: Kristnitakan á Al- þingi markaði djúp spor hér á landi. Úrskurður Þorgeirs á Ljósavatni setti mark sitt á þjóð- lífið. Eldur brann og hraun rann árið 1000, en á þessu ári skalf jörðin. Kr. 25.000: Guðrún H. Guð- brandsdóttir, Eikjuvogi 5, 105 Reykjavík. – Kr. 18.000: Ólöf Sveinsdóttir, Beykilundi 2, 600 Akureyri. – Kr. 12.000: Gísli Ólaf- ur Pétursson, Grenigrund 2B, 200 Kópavogi. VERÐLAUNAGÁTUR – LAUSNIR Í grein Gerðar Steinþórsdótt- ur, „Þú getur komist það sem þú ætlar þjer“, í Lesbók Mbl. 13. jan., bls. 12, misritaðist föð- urnafn Hermanns bónda og al- þingismanns á Þingeyrum, sem um er kveðið í Alþingisrímum. Hann var Jónasson, ekki Jóns- son. LEIÐRÉTTING einungis um að ræða litlu sætu kók-glerflöskurnar. Einstöku sinn- um keyptum við eina og eina kók- flösku og skiptum henni milli dætra okkar sem þá voru tvær og mjög ungar að árum. Svo var það ein jól að við erum í jólaboði þar sem húsfreyjan gefur þeim sína kókflöskuna hvorri. Hví- lík hrifning! Þær voru lengi eftir þetta að rifja upp þennan merk- isatburð. Ekki þykir tiltökumál nú þótt börn borði í einum rykk „bland“ úr poka eða aðra fulla sælgæt- ispoka. Svo langt man ég að brjóstsykurspokarnir entust svo dögum skipti og þótti þó sjálfsagt og næstum skylda að bjóða úr þeim öllum sem nærstaddir voru. Að ekki sé minnst á það ef manni var gefinn heill súkkulaðipakki. Hann var þá brotinn niður smátt og smátt og auðvitað gefið að smakka vinum og kunningjum sem viðstaddir voru. Ég gleymi aldrei 13 ára afmæl- isdeginum mínum þegar við mamma urðum hríðtepptar á Fosshóli við Skjálfandafljót á leið frá Akureyri til Húsavíkur. Við fengum gistingu þarna um nóttina og þegar unglingspiltur sem var þar í e.k. vist frétti að ég ætti af- mæli keypti hann heilan súkkul- aðipakka af veitingakonunni og gaf mér. Hvílíkur höfðingsskapur! Á alllangri ævi hef ég náttúrlega oft borðað góðan mat, bæði hér- lendis og erlendis. Ég hef borðað humar á Solmar í Lissabon, kjúk- ling á Fouque’s í París, nautasteik hjá Il Paoli í Flórens og innbak- aðan ís á einu fínasta veitingahús- inu við Markúsartorgið í Feneyj- um. Flest af þessu gleymdist fljótt þá gleypt var. Aftur á móti finn ég enn í hug- anum bragðið af ýmsu sem ég É G VAR að búa til rækjusalat handa okkur hjónum í all- sæmilega stóra skál þótt við séum aðeins tvö í heimili. Við er- um sólgin í rækju- salat og þetta myndi endast okkur í tvo til þrjá daga og vonandi kæmu líka einhverjir úr fjölskyldunni sem öll er sólgin í rækjusalat og hjálpaði okkur að ljúka þessu. Þá varð mér allt í einu hugsað til litlu salatplastdósanna sem seldar voru í matvörudeild SÍS í Austurstræti fyrir rúmum 40 ár- um. Ég man eftir tveim tegundum allra fyrstu árin, ítölsku salati og einhverskonar rauðrófusalati – áreiðanlega ekki rækjusalati allra fyrstu árin. Þetta keypti ég ein- stöku sinnum til hátíðabrigða og bar gestum stoltslega. Ætli hafi verið nema svona 4–5 teskeiðar í þessum litlu dósum? Ekki hikaði maður við að bera þetta fram fyrir 4–6 manns. Í Nýkaupum í Kringlunni er nú allstór salur sem hefði þótt víð- áttumikill danssalur fyrrum. Þar eru nú fullar hillur frá gólfi til lofts af kóki og gosdrykkjum. Mér flýgur í hug búrhillan heima rétt fyrir jólin endur fyrir löngu þegar pabbi hafði keypt jóladrykkina og komið þeim þar fyrir: a.m.k. þremur appelsínflösk- um, tveim maltflöskum og einni hvítölsflösku. Þetta var fyrir 6 manna fjölskyldu. Ég læddist nið- ur í búr nokkrum sinnum fyrir jól- in til að líta dýrðina. Á fyrstu búskaparárum mínum var kókið að komast í algleyming. Við hjónin höfðum vanist pilsn- erdrykkju á Kaupmannahafnarár- um okkar og gerðumst aldrei kók- drykkjumenn. Þegar þetta var var borðaði í æsku. Móðir mín var af- burðagóð matreiðslukona. Hvers- dagslegasta hráefni varð að veislu- mat í höndum hennar. Einhverra hluta vegna man ég alveg sér- staklega vel eina máltíð, líklega fyrir um 60 árum. Hnísu- eða hrefnukjöt var á borðum og mömmu tókst alveg einstaklega vel að búa til úr því konunglega máltíð. Enn finn ég bragðið af dökku, nærri svörtu, meyru og safaríku kjötinu og bragðmikilli sósu og eilítið sætri kartöflustöppu með. Þegar ég var hjá ömmu minni í sveitinni naut ég þess að borða hænueggin hennar með alveg sér- staklega dökkri og bragðmikilli rauðu. Rabarbarasúpan hennar var ekkert slor heldur, jafnvel þótt hún ætti engan eða lítinn súpulit og aðeins grænan rabarbara. Aldr- ei gleymi ég því þegar amma færði mér flatbrauðssneið með reyktum silungi út á hlaðvarpann þar sem ég sat og hvíldi mig og horfði á kvöldsólina lita fjöllin í austri fag- urbleik. Þetta var eftir annasaman dag í heyskapnum. Ég var nú ekki nema átta ára en þóttist dugleg við að raka dreif, hafði keppst við allan síðari hluta dagsins og fann til sætrar þreytu í öllum limum. Þetta var sú allra besta flatbrauðs- sneið sem ég hef bragðað um æv- ina. En kannski var þó allra besta máltíðin þurri franskbrauðsbitinn sem pabbi færði mér eftir tíu daga svelti í botnlangabólgukasti. Hann borðaði ég með mikilli nautn krjúpandi uppi í rúminu og horf- andi út um svefnherbergisglugg- ann á sumarið sem hafði komið til Húsavíkur meðan ég lá veik. Morgunblaðið/Þorkell „Við hjónin höfðum vanist pilsnerdrykkju á Kaupmannahafnarárum okkar og gerðumst aldrei kókdrykkjumenn. Þegar þetta var var einungis um að ræða litlu sætu kók-glerflöskurnar.“ „...MEÐ HÁLFUM HLEIF OG MEÐ HÖLLU KERI ...“ E F T I R Ö N N U M A R Í U Þ Ó R I S D Ó T T U R Höfundur er húsmóðir í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.