Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 A LLS eru til sýnis 74 verk eftir 45 listamenn en sýn- ingin er fengin að láni hjá Borgarlistasafni Parísar, Petit Palais. Héðan fer hún svo til Listasafnsins í Bergen og Ordrupgaard í Kaupmannahöfn. Um þessar mundir standa yfir umfangsmiklar endurbætur á húsnæði safnsins og er það lok- að meðan á framkvæmdunum stendur. Í stað þess að loka listina inni í geymslum á meðan hefur safnið hefur nú sent til útlanda ýmsar sýningar með franskri list sem settar eru sam- an í kringum mismunandi þemu. Yfirskrift þessarar sýningastefnu er „Sendifulltrúar Petit Palais“. Gífurlegur kostnaður fylgir því að flytja slíka sýningu hingað til lands. „Hvert og eitt verk er flutt í sérsmíðuðum umbúðum í sér- stökum bílum frá París til Lúxemborgar og þaðan með flugvél Cargolux. Reynt er að búa þannig um hnúta að sem minnst röskun verði á hita- og rakastigi verkanna. Öryggisverðir fylgja svo sýningunni alla leið,“ segir Ólafur. Sýningin er tryggð fyrir rúma sex milljarða króna, enda um þjóðardýrgripi að ræða. Þar af er eitt verkanna, Sólarlag við Signu hjá Lava- court að vetrarlagi eftir Claude Monet, tryggt fyrir einn milljarð. Öryggisgæsla safnsins hef- ur af þessum sökum verið efld til muna. Sýningin verður opnuð boðsgestum á morg- un, sunnudag, kl. 16 og á þriðjudag verður hún svo opnuð almenningi. „Heiti sýningarinnar, Náttúrusýnir, skír- skotar til þess að hún fjallar um franska nítj- ándu aldar landslagslist. Ennfremur eru á sýningunni verk eftir hollenska og flæmska listamenn frá sautjándu öld sem voru um margt boðberar þess sem átti eftir að setja svip sinn á þróun landslagsmálverksins í Evr- ópu á þeirri nítjándu. Sýningin er byggð upp á ákveðnum þemum, allt frá rómantíkinni í upp- hafi nítjándu aldar, þar sem menn sjá náttúr- „SENDIFULLTRÚAR PETIT PALAIS“ Claude Monet: Sólarlag við Signu hjá Lavacourt að vetrarlagi, 1880. Myndina málaði Monet á fyrstu mánuðum ársins 1880 eftir að ísinn á Signu fór að þiðna en veturinn sá var einstaklega harður og lamaðist allt athafnalíf í París og nágrenni vegna kuldans. Um myndina segir í sýning- arskrá: „Fjárskortur og hvatningarorð Renoirs ollu því að hann sótti um að taka þátt í Salon- sýningu en hann hafði ekki hirt um það eftir að verkum hans var hafnað 1870 og hafði þess í stað tekið þátt í sýningum impressjónistanna. Monet sendi tvær myndir inn til Salon-dómnefnd- arinnar árið 1880; stóra mynd frá Lavacourt sem hann málaði viljandi á nokkuð hefðbundinn hátt og hlaut náð fyrir augum dómnefndar og aðra, sem er trúlega þessi mynd í eigu Petit Palais, en henni var hafnað. Þar tók hann sér meira frelsi til myndlistarlegra tilrauna. Þorpið sjálft er dregið nokkrum grófum dráttum en lit- og ljósaspilið leggur höfuðáherslu á vatnið og loftið. Kaldri þokunni er komið til skila með fínlegum strokum og mjúkri pensilskrift í efri hluta verks- ins. Vatnið og árbakkarnir eru málaðir með breiðari strokum og þykkari áferð á köflum. Appels- ínugul sólin í miðri byggingu myndarinnar og endurskinið í vatninu minnir á hið fræga málverk frá 1872, Hughrif við sólarupprás (Impression, soleil levant), en impressjónisminn dregur nafn sitt af heiti þeirrar myndar. Málunaraðferðin miðlar hraða, óstöðugleika og hverfulleika sem hæfir ágætlega stund sólarlagsins.“ Morgunblaðið/Golli Paul Cézanne: Sumarið, Haustið, Veturinn og Vorið, um 1860. Þetta verk á fjórum flekum sem ætlað var til skreytingar á herbergi í Jas de Bouffan er fyrsta æskuverk Cézannes sem vitað er um, að því er fram kemur í sýningarskrá. Hann hófst handa við verkið skömmu eftir að faðir hans festi kaup á húsinu árið 1859. Þarna gefur að líta fjórar allegórískar myndir, málaðar fremur stirðlega í akademískum stíl. Myndirnar eru málaðar beint á veggi svefnherbergisins og eru undir áhrifum ýmissa skreytinga eftir myndlistarmenn fyrri tíðar, svo sem Botticelli. Neðst á myndunum stendur áletrunin „Ingres 1811“ og minnir hún á hin yfirþyrmandi áhrif sem mynd Ingres, Júpíter og Þetís, hafði á Cézanne á þessum tíma en hún er í listasafninu í Aix og er einmitt merkt 1811. „Togstreit- unni milli Cézanne og föður hans má eflaust líkja við spennuna milli listrænnar skynjunar byrjandans og hinnar akademísku fullkomnunar meistarans frá Montauban, Ingres. Að mála til heiðurs fimmtíu ára mynd sem hann hafði óbeit á kann að virðast þverstæðukennt en Cézanne tókst með þessu að telja föður sinn á að leyfa sér að fara til listnáms í París.“ SÝNING FRÁ BORGARLISTASAFNI PARÍSAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS Íslenskum myndlistarunnendum gefst í fyrsta sinn færi á að sjá verk eftir franska meistara á borð við Monet, Cézanne, Sisley og Pissarro þegar franska sýningin Náttúrusýnir verður opnuð í öllum sölum Listasafns Íslands á morgun. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR slapp í gegnum nálarauga öryggisvörslu safnsins og gekk um sýninguna í fylgd með Ólafi Kvaran safnstjóra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.