Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 17
S
EX nemendur útskrifast úr tón-
fræðideild Tónlistarskólans í
Reykjavík á þessu vori og efna í
tilefni af því til tvennra tónleika
þar sem þeir kynna lokaverk-
efni sín. Á fyrri tónleikunum í
Háskólabíói sunnudaginn 4.
mars verða flutt verk sem sam-
in eru með hljóðfærahópa í huga og mun Sin-
fóníuhljómsveit Tónlistarskólans flytja verkin
undir stjórn Kjartans Óskarssonar. Verkin eru
Frymi eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Brio
eftir Davíð Brynjar Franzson, Eldskírn eftir
Huga Guðmundsson og Homeostasis eftir
Harald Vigni Sveinbjörnsson.
Nýtt upphaf og ljóðrænar
stemmningar
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson segir um
verk sitt Homeostasis að það eigi sér langan
aðdraganda. Verkið sé uppgjör en jafnframt
upphaf að spennandi tímabili.
„Homeostasis er í þremur köflum,“ segir
Haraldur Vignir, „og hver kafli er ansi ólíkur
hinum. Ég hef fengist við tónsmíðar frá barn-
æsku, var alltaf glamrandi hér áður fyrr og
þetta er spennandi viðfangsefni, dálítið öðru-
vísi en maður hefur verið að gera.“
Þú segir að verkið sé uppgjör?
„Þetta er uppgjör við fortíð mína, sem að
mörgu leyti liggur í poppheiminum. Ég er bú-
inn að spila með rokk- og popphljómsveitum
síðan ég var tólf ára, þannig að þetta er smá-
uppgjör við þær stefnur og strauma sem tíð-
kast þar og í leiðinni vonandi upphaf á nýjum
og athyglisverðum hlutum sem geta gerst í
framtíðinni.“
Hver er munurinn á því að flytja sígilda tón-
list og popptónlist, ef hann er þá nokkur að
þínu mati?
„Munurinn liggur aðallega í áheyrendunum,
þetta eru ólíkir áheyrendahópar og það er
mjög oft sem leiðir þessara hópa ligga ekki
saman. Það liggur líka í augum uppi að popp-
tónskáld eru að semja fyrir fjöldann en klass-
ísku tónskáldin reyna meira að halda hlutun-
um út af fyrir sig og þá er það ekki eins mikið
undir áheyrendum komið hvernig til tekst.
Sköpunin er að einhverju leyti hliðstæð og ég
myndi ekki leyfa mér að setja neitt út á popp-
tónlistarmenn í þeim efnum.“
Davíð Brynjar Franzson segir um verk sitt
Brio að það sé bernskuminning um haustið og
lýsir því á eftirfarandi hátt: Sólin er nýkomin
upp, fuglarnir drukknir af berjaofáti og ég á
leið í skólann. Laufin klístrast við skóna mína
og skórnir við götuna. Allt tindrar í frostmóð-
unni.
„Verkið er góð og falleg minning,“ segir
Davíð Brynjar, „svolítil sjálfskoðun í bland. Ég
hef fengist við tónsmíðar undanfarin tíu ár,
framan af var þetta bara föndur en nú er ég bú-
inn að vera að læra þetta í nokkur ár.“
Er það áhugaverð framtíðarsýn að vera
ungt tónskáld á Íslandi í dag? Er mikið um að
vera fyrir þannig fólk?
„Ég held að það sé alltaf mikið um að vera
fyrir ung tónskáld, spurningin er bara sú
hversu mikið maður leggur sig eftir því að hafa
líf og fjör í kringum sig. Maður getur alveg lok-
að sig af og verið bara einn einhvers staðar og
ekki tekið eftir neinu sem gengur á í kringum
sig eða á hinn bóginn verið í hringiðunni þar
sem hlutirnir gerast. Það fer eftir því hversu
vel menn njörva sig niður í stefnur og stíla.“
Það er á þér að heyra að tónlistin þín sé ljóð-
ræn, myndi ljóðrænar stemmningar?
„Ég myndi segja að hún væri ljóðræn, hvað
sem aðrir segja. Brio er ljóðræn stemmning út
í gegn. Verkin mín eru alltaf einhver tjáning á
því sem mér finnst ég þurfa að koma til skila en
það er misskýrt í verkunum hvað ég er að fara.
Ég er ekki að reyna að troða neinu upp á
áheyrandann, það er ekki markmiðið. Vilji
menn kafa dýpra í verkin kemur ef til vill í ljós
hvernig mér líður í það sinnið, en það liggur
ekki á yfirborðinu.“
Leitað í Liljulagið og í Biblíuna
Í Frymi, verki Gunnars Andreasar Krist-
inssonar, er rakið lífshlaup íslensks þjóðlags
(Liljulagsins) sem fæðist eins og upp úr engu.
Gunnar Andreas segir að upphafstónar lagsins
skýrist smám saman en taki síðan á sig ótal
myndir þar til lagið birtist í heild sinni í eins
konar kóral málmblásaranna um miðbik verks-
ins. Miðjan er í raun spegilás og tónefnið í síð-
ari hluta verksins er samhverft um hann, þó
ekki strangt til tekið. Það sem áður var er nú
sveipað hulu, hið lagræna og hljómræna hefur
skolast örlítið til í minningunni. Undir lokin
fjarlægist þjóðlagið eigið sjálf og deyr út á
sama hátt og það fæddist.
„Verkið er að mestu leyti byggt á þjóðlagi og
er eins konar tilbrigði við þjóðlag,“ segir Gunn-
ar Andreas. ,,Ég vinn með þjóðlagastefið á
ólíka vegu og nota sem minnstan efnivið til að
vinna úr en vinn jafnframt úr honum á fjöl-
breyttan hátt.“
Hefur þú mikinn áhuga á gömlu íslensku
þjóðlögunum?
„Já, undanfarið ár hef ég verið svolítið veik-
ur fyrir þeim. Það er ágætt að hafa eitthvað til
að ganga út frá, hvort sem það er lag eða ein-
hver önnur hugmynd sem maður getur fylgt
eftir út verkið og gefur því heilstæða mynd.“
Hvað liggur þér á hjarta þegar þú ert að
skapa tónlist? Hvað finnst þér þú vera að segja
með tónlistinni?
„Ég er mjög hrifnæmur þegar tónlist er
annars vegar, hlusta mikið og hef einhverja
þörf fyrir að tjá tilfinningar mínar í þessu
formi. Þetta er kannski það form sem hentar
mér best í rauninni.“
Og allar dyr standa opnar ungum tónskáld-
um í dag?
„Að minnsta kosti fær maður tækifæri á
námsárunum til að fá verkin flutt. Ég er líka
þátttakandi í tónlistarhópi sem hefur starfað á
sumrin og hefur flutt verk eftir mig og önnur
tónskáld. Þannig að þetta snýst líka um það að
skapa sér sjálfur vettvang og tækifæri.“
Hugi Guðmundsson nefnir verk sitt Eld-
skírn og segist við samningu verksins hafa not-
að aðferðir sem hann hefur verið að þróa þau
þrjú ár sem hann hefur verið í tónfræðideild-
inni. Þær aðferðir byggist á þriggja tóna
hljómum þar sem ferundir og tvíundir eru ráð-
andi. Úr þessum hljómum eru svo unnir skalar
sem eru notaðir í lagrænt efni.
„Ég valdi fimm ritningargreinar úr Biblí-
unni og lét þær setja sérstaka stemmningu
fyrir fimm hluta verksins þótt allt sé það sam-
hangandi,“ segir Hugi. „Hver þessi textabrot
eru og hvað þau þýða hefur kannski ekki mikla
merkingu fyrir aðra svo ég hef ekkert verið að
láta það uppi. Miðpunkturinn er skírnin og
skírnarathöfnin og textinn sem ég nota undir
miðbikið fjallar einmitt um það þegar Jóhann-
es skírir Jesú.“
Eldskírn er dálítið sterkt orð?
„Já, verkið fjallar um trúarþroska fólks,
annars vegar barnatrúna sem margir alast upp
við og hins vegar um það þegar fram í sækir og
ákveðið uppgjör á sér stað þegar vitsmunirnir
fara allt í einu að efast um allt og maður sér
ekki lengur Guð sem maður fann svo skýrt fyr-
ir þegar maður var yngri. Ég lít á þetta seinna
uppgjör sem einhvers konar sjálfsskírn eða
eldskírn.“
Þannig að verkið er semsagt þín eigin eld-
skírn í leiðinni?
„Já, það má túlka það þannig. Það eru ýmis
átök í verkinu og eiginlega eini staðurinn þeg-
ar um hægist er við skírn Jesú, en þar er svona
hægur kórall í blásturshljóðfærum.“
Verður tónlistarsköpun þín þess valdandi að
þú skoðar stöðu sjálfs þín í heiminum? Horf-
irðu mikið í eigin barm þegar þú semur tónlist?
„Já, ég held að það gerist svona ósjálfrátt.
Maður er að eiga við hluti sem standa manni
nærri svo ef til vill er alveg rétt að orða þetta
þannig.“
Semur þú tónlist þína mikið við texta úr sí-
gildum ritum? Leitarðu mikið þangað eftir
efniviði?
„Trúin hefur mikið gildi fyrir mig og mína
tónlist. Ég leita ekki endilega alltaf í Biblíuna,
stundum sem ég við trúarleg ljóð og stundum
ekki einu sinni trúarleg ljóð sem ég upplifi á
einhvern trúarlegan hátt fyrir mig svona per-
sónulega.“
Stjörnubjart á leiðinni í 10–11
En tónlistin er eingöngu leikin, textarnir eru
ekki sungnir?
„Í þessu verki styðja textarnir einungis við
tónlistina og eru ekki sungnir.“
Eruð þið útskriftarnemar ángæðir nú að
lokinni skólavistinni?
„Já, yfirhöfuð erum við öll ánægð með okkar
hlut og kennsluna. Sérstaklega hefur aðal-
kennari minn, Úlfar Ingi Haraldsson, reynst
mér vel og verið mér ráðagóður þegar á hefur
þurft að halda.“
Verk þeirra Stefáns Arasonar og Þóru Mar-
teinsdóttur krefjast annars hljómburðar og
umgjarðar en Háskólabíó býður upp á og
verða flutt í Neskirkju laugardaginn 21. apríl í
tengslum við viðamikla Tónlistarskólatónleika
sem þar verða haldnir.
Verk Þóru Marteinsdóttur ber nafnið
Stjörnubjart og er samið fyrir hljómsveit og
tvær sópransöngkonur við ljóð eftir skáldið
Valgerði Benediktsdóttur. Á tónleikunum
munu einsöngvarar úr söngdeild Tónlistar-
skólans, þær Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og
Sigrún Ólafsdóttir, syngja ljóðið.
„Verkið er fyrir hálfa hljómsveit, ekki heila,“
segir Þóra. „Það er í tveimur köflum og tvær
sópransöngkonur flytja ljóðið Stjörnubjart eft-
ir Valgerði Benediktsdóttur. Ég var búin að
skoða fimmtíu ljóðabækur til að leita að ljóði
sem næði réttu stemmningunni og fann þetta
ljóð eftir Valgerði, sem nær alveg stemmning-
unni sem ég var að leita eftir.“
Gerir þú mikið af því að semja tónlist til
söngs?
„Já, ég hef gert mikið af því að semja söng-
lög og kórverk og fleira af því taginu en það er
samt alls ekki stefnan að sérhæfa sig bara í því.
Ég er opin fyrir ýmsum tónlistarformum.
Framtíðaráform mín eru að mennta mig enn
frekar á þessu sviði.“
Stjörnubjart er býsna fagurt heiti. Gætirðu
lýst verkinu fyrir okkur í fáum orðum?
„Mig langaði til að semja verk sem væri ein-
falt og dulúðugt í senn og mér finnst ljóðið hafa
hjálpað mér til að ná fram þessari stemmn-
ingu. Mér finnst verkið hafa lukkast vel þótt ég
segi sjálf frá. Ég er búin að vera að gutla við að
semja litil sæt popplög á píanóið frá því ég var
lítil, en var farið að langa til að semja flóknari
tónlist sem næði út fyrir mig og píanóið, og þá
ákvað ég að koma hingað í Tónlistarskólann og
þetta hefur verið alveg stórskemmtilegt.“
Þú ert sumsé búin að finna þinn stað í tilver-
unni?
„Já. Ef ég er ekki búin að semja neitt lengi
eða það gengur illa verð ég skapvond þannig
að ég virðist þurfa á þessu að halda til að líða
vel.“
Verk Stefáns Arasonar heitir 10–11 og er
samið fyrir strengjasveit og píanó, einleikari á
píanó verður Eva Þyri Hilmarsdóttir en á tón-
leikunum í Neskirkju hinn 21. næsta mánaðar
mun Gunnsteinn Ólafsson stjórna flutningi
beggja verkanna.
,,Ég bý í næsta nágrenni við 10–11 í Lág-
múla sem er opin allan sólarhringinn, sem er
algjör snilld,“ segir Stefán Arason. ,,Ég kem
þar oft við á leiðinni heim úr skólanum og svo
er það líka lengdin á stykkinu, en það er svona
um það bil tíu–ellefu mínútur. Þannig að mér
fannst heitið tilvalið.“
Þannig að verkið er öðrum þræði um búð-
arferðir þínar?
„Já, en það eru kannski ekki beinar tilvitn-
anir í þær heldur fjallar verkið meira um það
sem ég vil koma á framfæri í tónlist. Þetta eru
stutt skilaboð. Alveg eins og fólk vill hafa þetta
í dag; í stuttum harðsoðnum neytendavænum
pakkningum.“
Má skilja þetta sem svo að þetta sé einhvers
konar uppreisn gegn neytendamenningunni?
„Já, á vissan hátt, og ef til vill er eilítið verið
að gera grín að henni líka.“
Er tónlist ekki prýðilega til þess fallin að
koma meiningum sínum á framfæri?
„Jú, vissulega. Annars væri maður ekki að
þessu ef maður hefði engar meiningar á bak
við hlutina. Tónlistin hefur fylgt mér alla tíð og
er mikill hluti af mér. Framtíðin er alveg óráð-
in en ég ætla að helga mig tónsmíðum að ein-
hverju leyti. Maður veit aldrei hvar maður
endar en ég hugsa að það séu fáir sem geta
helgað sig tónsmíðum einvörðungu og ég geri
mér alveg grein fyrir því. En vissulega vill
maður gera það sem manni finnst skemmtilegt
að gera.“
Er ungt fólk í dag hrifið af sígildri tónlist?
„Já, það er alltaf að aukast. Kannski gengur
það allra nýjasta ekki í alla. En það er alltaf
ákveðinn kjarni fyrir hendi sem stækkar held
ég. Það er líka fólk sem hlustar mikið á gömlu
klassíkina, þannig að „klassík“ er mjög stórt
orð. Unga fólkið er farið að láta í sér heyra.
Það eru að koma fram betri og betri hljóðfæra-
leikarar og fólk er farið að horfa meira á hvað
unga fólkið er að gera. Það er mikið líf í tónlist í
dag, ágætis blanda af mörgum og ólíkum tón-
listarstefnum.“
UNG TÓNSKÁLD
HLJÓTA ELDSKÍRN
Á þessu ári útskrifast sex upprennandi tónskáld úr
tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík og efna til
tvennra tónleika í tilefni af því. Fyrri tónleikarnir verða
í Háskólabíói á morgun kl. 14 og er aðgangur að
tónleikunum ókeypis. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON
spjallaði við tónskáldin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónskáldin ungu: Hugi Guðmundsson, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Davíð Brynjar Franzson,
Gunnar Andreas Kristinsson, Þóra Marteinsdóttir og Stefán Arason.