Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 ÁSTRÁÐUR Eysteinsson og MatthíasViðar Sæmundsson hafa starfað umárabil við bókmenntakennslu í Há-skóla Íslands en þeir þróuðu hug- myndina að þinginu, sem haldið er á vegum Hugvísindastofnunar og Bókmenntafræði- stofnunar HÍ. Blaðamaður hitti þá að máli á kaffistofu Hugvísindastofnunar þar sem þeir sátu fyrir svörum um þær margvíslegu spurn- ingar varðandi íslenskt bókmenntalíf sem tek- ist er á við á umræðuvettvangi af þessu tagi. Þingið stendur alla helgina og þar munu yf- ir þrjátíu kennarar í bókmenntum innan heim- spekideildar Háskólans halda stutt erindi um valdar skáldsögur. Þingið er ætlað áhuga- mönnum um bókmenntir og er þar fjallað um skáldsögur sem hafa annaðhvort verið frum- samdar eða þýddar á íslensku á tuttugustu öld en að öðru leyti hafa fyrirlesarar frjálsar hendur um efnistök og fræðilegt sjónarhorn. Í erindum sínum koma fyrirlesarar víða við. Þar ægir saman skáldsögum eftir íslenska og er- lenda höfunda. Fjallað er um verk úr ítölsk- um, rússneskum, finnskum og suður-afrískum veruleika jafnframt því sem íslenskar nútíma- skáldsögur eru túlkaðar í tengslum við stór- virki úr bókmenntasögunni. Að sögn aðstand- enda þingsins er þannig leitast við að skapa eins konar margradda samræðu bókmennta- fræðinga Háskólans við heim skáldsögunnar á liðinni öld. Lesendur ræða við lesendur Ástráður og Matthías eru í fyrstu spurðir hver sé grunnhugmyndin að baki þingi sem þessu. Ástráður verður fyrri til svara og segir hug- myndina upphaflega hafa orðið til í kringum fyrirætlanir um að gefa út fræðirit um skáld- söguna. „Við Matthías höfum um árabil verið ritstjórar Fræðirita sem gefin eru út á vegum Bókmenntafræðistofnunar, og skiptumst við á að sjá um það rit. Nú var komið að mér og fór ég að velta fyrir mér hvernig hægt væri að virkja þá sem starfa við bókmenntakennslu í heimspekideild og gera jafnframt eitthvað sem væri spennandi fyrir almenning. Þá kviknaði þessi hugmynd, þ.e. að fá stóran hóp fræðimanna til að halda stutta fyrirlestra um eina skáldsögu hver, og búa þannig til form sem gæti höfðað til fræðimanna og almenn- ings.“ Ástráður bar hugmyndina undir Matth- ías sem fannst hún góð og þróuðu þeir hana frekar í kjölfarið. „Víð ímyndum okkur nefni- lega að fræðileg gagnrýni komi öllum við, ekki aðeins sérvitringum í fílabeinsturnum Háskól- ans,“ segir Matthías. „Þannig er þingið byggt upp á stuttum fimmtán mínútna fyrirlestrum. Reynt er að tryggja fjölbreytni og hraða, flæði fram og aftur um bókmenntasöguna, sem verður vonandi skemmtilegt áheyrnar. Fram- setningin er með öðrum orðum miðuð við „ÍSLENSK MENNING ER SAMSETTUR HEIMUR“ Heimur skáldsögunnar er yfirskrift viðamikils þings sem haldið er nú um helgina í stofu 101 í Odda. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi af því tilefni við tvo skipu- leggjendur þingsins, þá Ástráð Eysteinsson pró- fessor og Matthías Viðar Sæmundsson dósent, um þingið og viðfangsefni þess, bókmenntirnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ástráður Eysteinsson og Matthías Viðar Sæmundsson skeggræða um viðfangsefni skáldsagnaþings sem haldið er nú um helgina. LAUGARDAGUR 24. MARS 9.30 Þingsetning 9.40 Álfrún Gunnlaugsdóttir: Undra- borgin eftir Eduardo Mendoza 10.00 Úlfhildur Dagsdóttir: Augu þín sáu mig eftir Sjón 10.20 Svavar Hrafn Svavarsson: Ódysseif- ur eftir James Joyce 10.40 Ármann Jakobsson: Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness 11.00 Hlé 11.15 Viola Miglio: Nafn Rósarinnar eftir Umberto Eco 11.35 Árni Bergmann: Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov 11.55 Lise Hvarregaard: Gestaboð Ba- bette eftir Karen Blixen 12.15 Hádegishlé 13.30 Svanhildur Óskarsdóttir: Bréfbáta- rigningin eftir Gyrði Elíasson 13.50 Ásdís Egilsdóttir: Morgunþula í stráum eftir Thor Vilhjálmsson 14.10 Geir Svansson: Björn og Sveinn eft- ir Magnús Þór Jónsson 14.30 Sari Päivärinne: Manillareipið eftir Veijo Meri 14.50 Ásdís R. Magnúsdóttir: Gargantúi og Pantagrúll eftir Rabelais 15.10 Hlé 15.30 Baldur Gunnarsson: Moby Dick eft- ir Herman Melville 15.50 Matthías Viðar Sæmundsson: Djúp- ið eftir Steinar Sigurjónsson 16.10 Kristján Árnason: Gullasninn eftir Apuleius 16.30 Gro Tove Sandsmark: Ofurnæfur eftir Erlend Loe 16.50 Gottskálk Þór Jensson: Satýríkon eftir Petróníus SUNNUDAGUR 25. MARS 10.00 Rúnar Helgi Vignisson: Vansæmd eftir J.M. Coetzee 10.20 Sveinn Yngvi Egilsson: Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson 10.40 Jens Lohfert Jörgensen: Frú María Grubbe eftir J.P. Jacobsen 11.00 Hlé 11.15 Gauti Kristmannsson: Vörnin eftir Vladimir Nabokov 11.35 Birna Bjarnadóttir: Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guð- berg Bergsson 11.55 Margrét Jónsdóttir: Don Kíkóti eft- ir Cervantes 12.15 Hádegishlé 13.30 Guðni Elísson: Vængjasláttur í þak- rennum eftir Einar Má Guðmunds- son 13.50 Oddný Sverrisdóttir: Blikktromman eftir Günter Grass 14.10 Ástráður Eysteinsson: Ameríka eft- ir Frans Kafka 14.30 Garðar Baldvinsson: Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur 14.50 Njörður P. Narðvík: Ragnar Finns- son eftir Guðmund Kamban 15.10 Hlé 15.30 Soffía Auður Birgisdóttir: Íslensk- ur aðall eftir Þórberg Þórðarson 15.50 Irma Erlingsdóttir: Í leit að glöt- uðum tíma eftir Marcel Proust 16.10 Guðrún Nordal: Innansveitarkron- ika eftir Halldór Laxness 16.30 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir: Stúlkan með Botticelliandlitið eftir W.D. Valgardssson 16.50 Þingslit Fyrirlestrar sem verða ekki fluttir á þinginu en verða með í ritinu sem gefið verður út með öllum fyrirlestrum þingsins: Bergljót Kristjánsdóttir: Gerpla eft- ir Halldór Laxness Torfi Tulinius: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness Vefslóð þingsins er: http:// www.skaldsagnathing.hi.is DAGSKRÁ ÞINGSINS HEIM- UR SKÁLDSÖGUNNAR STOFA 101 Í ODDA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.