Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 7
áhugafólk um bókmenntir, ekki aðeins sér-
fræðinga, enda má segja að á þinginu tali les-
endur um reynslu sína við aðra lesendur,“
segir Matthías.
Fyrirlestrarnir eru fluttir hver á eftir öðr-
um í samfelldri dagskrá, með reglulegum há-
degis- og kaffihléum. Þannig bendir Ástráður
á að áheyrendur geti valið úr hvað þeir vilji
heyra og setið þann fjölda fyrirlestra sem þeir
vilji. „Um er að ræða knöpp erindi sem fela í
sér aðgengilegar en um leið áhugaverðar um-
fjallanir um merk skáldverk.“
Í kjölfar þingsins verður fyrirlestrunum
safnað saman í allmikla bók um skáldsöguna
sem gefin verður út í fyrrnefndri ritröð.
„Þetta verður um 400 síðna bók, með fjölda
stuttra greina. Hún á algerlega eftir að mótast
af þeirri mynd sem þingið tekur á sig og er
spennandi að sjá hvað verður úr. Þess má
vænta að bókin verði aðgengileg og áhugaverð
fyrir bæði fræðimenn og hinn almenna les-
anda,“ segir Ástráður.
Glímt við bókmenntalífið
Skáldsagnaþingið hefur nokkra sérstöðu að
því leyti að þar er þýðingum á erlendum bók-
menntaverkum gefið jafn mikið vægi og frum-
sömdum bókmenntum. Ástráður bendir á að
með þessari nálgunarleið sé leitast við að
víkka sjónarhornið á íslenskar bókmenntir,
sem gjarnan séu afmarkaðar við frumsamin
verk á íslensku. „Á þinginu er frekar verið að
glíma við bókmenntalífið, eða raunveruleika
bókmenntanna í þjóðfélaginu, sem er blanda
af frumsömdum og þýddum verkum sem fólk
les jöfnum höndum án þess að draga einhver
stíf mörk þar á milli. Fyrirkomulagið sem haft
er á þinginu brýtur niður slík mörk og hlýtur
þannig að höfða til hins almenna lesanda sem
lifir í slíkum bókmenntaheimi.“
Matthías tekur undir þetta og bendir jafn-
framt á að með þessu fyrirkomulagi hafi náðst
fram mikil breidd hvað varðar viðfangsefni,
tímabil og fræðilegar aðferðir í þeirri bók-
menntaumfjöllun sem á sér stað á þinginu.
„Það má í raun líkja þinginu við mósaíkmynd.
Íslensk skáldsagnahefð er sett undir sama
ljós og merkisverk á borð við Satýrkon,
Ódysseif, Moby Dick, Don Kíkóta, Gargantúa
og Pantagrúl og Nafn rósarinnar - bók-
menntaleg stórvirki frá ýmsum tímabilum.
Þessi verk eru að okkar dómi hluti af bók-
menntakviku samtímans, ekki síður en verk
sem skrifuð voru á síðasta ári.
Innlent og erlent rennur saman
Þannig beinist umræðan ekki síst að mik-
ilvægi þýðinga í íslensku bókmenntalífi. „Þýð-
ingar hafa alltaf verið mikilvægur hluti af ís-
lenskum bókmenntaheimi öldum saman, hvort
sem litið er til miðalda eða tuttugustu aldar.
Það verður ekki gerður skarpur greinarmun-
ur á þýddum bókmenntum og frumsömdum.
Þetta er einn heimur en ekki tveir,“ segir
Matthías.
Ástráður tekur undir þetta og bendir á
hversu mikilvægan sess þýðingar hafi skipað í
skáldsagnalestri af ólíku tagi á liðinni öld. „Þá
er sama hvort við lítum á afþreyingarbók-
menntirnar, sem hafa verið mikið lesnar í þýð-
ingum, eða verk eins og Hundrað ára einsemd
og Glæp og refsingu sem náð hafa miklum vin-
sældum hérlendis. Auk þess getum við bent á
verk sem ekki hafa eins mikið verið lesin, en
hafa eigi að síður mikið vægi, eins og t.d.
Ódysseifur, þýðing Sigurðar A. Magnússonar
á Ulysses eftir James Joyce.“
„Með því að líta á bókmenntirnar með þess-
um hætti er ekki síst verið að benda á að ís-
lensk menning er mjög samsettur heimur.
Það er svo margt sem berst okkur með er-
lendum straumum, og þá ekki síst í gegnum
bókmenntirnar,“ segir Ástráður.
Nýr samræðuvettvangur
Ástráður og Matthías benda á að þingið sé
ekki síður mikilvægur vettvangur til að tengja
saman þá fræðimennn sem kenna bókmenntir
í Háskólanum. „Það var ekki fyrr en eftir að
við fórum af stað með þetta sem við áttuðum
okkur á hversu gríðarlega stór hópur það er
sem er að kenna bókmenntir nokkuð reglu-
lega innan heimspekideildar. Alls eru þetta
hátt í fimmtíu manns, sem er ótrúlegur fjöldi.
Það er ljóst að þetta er stærsta og fjölmenn-
asta greinin innan deildarinnar. En ástæðan
fyrir því að þetta hefur ekki komið í ljós fyrr
en nú er sú að við höfum hugsað mikið í skor-
um og greinum. En þegar farið er að tala um
bókmenntirnar sem slíkar má sjá hversu víða
þær er að finna. Það hefur skort vettvang sem
tengir saman fólk úr hinum ýmsu greinum, til
dæmis hinum ýmsu tungumálum, og er að fást
við bókmenntir. Ég held að þetta gæti orðið
einn stærsti ávinningurinn fyrir okkur innan-
húss,“ segir Ástráður. Matthías bætir því við
að sú hugmynd sé jafnframt uppi að halda
fleiri þing af þessu tagi, ef vel gengur, og taka
þá fyrir fleiri bókmenntagreinar.
Óljós mörk
Umræðuformið sem lagt er upp með á
þinginu er ekki síst tímanna tákn, þar sem
menningarumræða síðari ára hefur beinst
mjög að upplausn landamæra milli bók-
menntaforma og menningarmiðla. Skáldsagan
hefur ekki síst verið í deiglu þeirrar umræðu,
og bendir Ástráður í því sambandi á að sé litið
á efnisval fyrirlesara á þinginu vakni þegar í
stað ákveðnar spurningar um mörk skáldsög-
unnar sem bókmenntaforms. „Í erindunum
eru tekin fyrir verk á borð við Bréfbátarign-
inguna eftir Gyrði Elíasson og Íslenzkan aðal
eftir Þórberg Þórðarson. Hér mætti staldra
við og spyrja hvort um skáldsögur sé að ræða.
Sama er að segja um Gullasnann, verk sem
ritað var í Róm til forna,“ segir Ástráður og
skýtur því inn að sú bók sé eina undantekn-
ingin sem leyfð hafi verið á þinginu, þar sem
hún kemur út á íslensku síðar á þessu ári, og
hún komi því inn sem eins konar framtíðar-
verk úr fortíðinni í tuttugustu aldar rammann
á þinginu. „Hér áður fyrr hefðu menn ekki tal-
ið þetta skáldsögu en nú fellur hún innan þess
ramma.“
Matthías áréttar það hversu mikil umskipti
hafi átt sér stað á síðustu árum hvað varðar
skilgreiningar á skáldsögunni. „Þau mörk sem
við Ástráður kynntumst í námi eru löngu rof-
in,“ segir hann. „Enda tekur saga íslenskrar
skáldsagnaritunar stöðugum breytingum frá
ári til árs, samhliða rannsóknum á handrita-
arfi þjóðarinnar. „Fyrsta skáldsagan“ verður
stöðugt eldri!“ Þeir Ástráður eru sammála um
að áhugavert verði að heyra framlag þeirra
sem tala á þinginu til umræðunnar um mörk
skáldsögunnar. „Því þótt landamærin milli
bókmenntaforma séu orðin mjög óljós nú á
dögum getum við ekki án þeirra verið. Það er
nauðsynlegt að endurskoða þau mörk, en um
leið eru þau ákaflega nauðsynleg allri hugs-
un,“ bætir Ástráður við.
Örlög skáldsögunnar
Í kjölfar umræðunnar um upplausn marka í
menningarformum nútímans liggur e.t.v.
beinast við að spyrja þá Ástráð og Matthías
hvernig ætla megi að bókmenntunum, og ekki
síst skáldsögunni, reiði af á þeirri öld sem nú
er að hefjast. Viðmælendurnir eru tregir til að
setja sig í spámannsstellingar varðandi þá
spurningu, en eru fyrr en varir komnir á flug í
vangaveltum um hlutverk bókmennta í tilvist
mannsins.
Ástráður bendir í fyrstu á að tvennt blasi
við okkur í núverandi samhengi. Annars vegar
sjáum við hversu lifandi þáttur bókmenntirn-
ar eru innan Háskólans, en hins vegar heyrum
við sífellt háværari raddir um að bókmennt-
irnar fari halloka fyrir öðrum menningargeir-
um. Þetta lítur Ástráður á sem einkar spenn-
andi tímamót, sem kalli á mjög krefjandi
umræðu um það hversu lífvænlegar bók-
menntirnar og þar með skáldsagan séu.
Matthías segist mjög vantrúaður á að
skáldsagan verði jafn ríkjandi bókmennta-
form og hún hefur verið á liðinni öld og býst
við mikilli blöndun hinna hefðbundnu bók-
menntaforma við önnur miðlunarform á kom-
andi árum. „Kannski skiptir ekki máli hvort
skáldsagan sem slík haldist óbreytt, því þótt
eitt form láti undan síga þá lifir þörf og nauð-
syn skáldskaparins áfram. Kjarni sagnanna
mun haldast þótt form þeirra lagi sig að nýj-
um aðstæðum. Fagurbókmenntir fást við
reynslu sem nýir miðlar túlka með sínum
hætti, frumöfl sálarlífsins, ævintýr þess að
vera til, vilja og vonir, - eldgamla reynslu sem
tekur á sig stöðugt nýjar mynd; sagan um
Öskubusku birtist okkur í keppninni um
Ungfrú Ísland.is; sjónvarpið er sagnafabrikka
og munur nútímalegra fréttaþula og fornra
sagnaþula er minni en margur hyggur,“ segir
Matthías.
Ástráður tekur undir það að líta megi á þá
miðla sem mjög sækja á í nútímanum sem
vissa tegund af bókmenntaformi. „Kvikmynd-
in er bókmenntaform í vissum skilningi. Þar
er mikið unnið með tungumálið, auk þess sem
hún er skrifuð saman í fleiri en einum skiln-
ingi og byggir mjög á frásagnarformum.
Sú spurning sem hins vegar er mest aðkall-
andi að mínu mati er hvort einhvers konar
tengsl milli lesmáls og skapandi hugsunar
haldi áfram að vera til. Ef þau tengsl slitna, þá
held ég að við komum að verulega drama-
tískum skilum,“ segir Ástráður og verður
þungur á brún um stund. „Því fylgist maður
með afdrifum lesmálsins sem slíks en ekki ein-
göngu birtingu þess í einstökum bókmennta-
formum. Ef við glötum þeim tengslum er hætt
við að við glötum um leið tengslum við menn-
ingarhefðina sem miðlað er, t.d. í skáldsög-
unni.“
Við látum hér staðar numið í vangaveltum
um heim skáldsögunnar, enda mun þeim hald-
ið áfram á skáldsagnaþinginu sem nú er að
hefjast. Þar munu Ástráður og Matthías flytja
erindi ásamt hinum fjölmörgu fyrirlesurum úr
röðum fastráðinna kennara, stunda- og sendi-
kennara í bókmenntum við Háskóla Íslands.
Þeim sem hafa áhuga á að ígrunda viðfangs-
efni fyrirlestranna er bent á vefsíðu þingsins á
slóðinni http://www.skaldsagnathing.hi.is.
Í EINHLIÐA umræðu undanfarinna vikna
um stefgjöld á skrifanlega geisladiska hafa
tölvuhákarlar og svokallaðir „netverjar farið
mikinn og hrópað hátt um óréttlæti, heftingu á
frelsi einstaklingsins, skattpíningu og fleira
ljótt. Því nú þarf að greiða örlítið meira fyrir
hina hræódýru skrifan-
legu geisladiska sem
m.a. eru notaður til að
afrita tónlist af geisla-
diskum og af netinu.
Þúsundir hafa nú mót-
mælt – og að sjálfsögðu
fengið áheyrn hjá við-
komandi yfirvöldum og
fengið lækkun á skatt-
inum. En dettur nokkr-
um þeirra í hug réttur
þess sem semur og flyt-
ur tónlistina? Finnst
svona fólki ekkert at-
hugavert við það að
stela frá listamönnum
því sem sannarlega er
þeirra eign?
Þessar umræður
stóðu sem hæst dagana
sem ég byrjaði að
hlusta á efnið sem fjallað er um í dag. Að baki
tónlistarflutnings sem þessa liggur langt tón-
listarnám, rannsóknarvinna, stöðug þjálfun,
þrotlausar æfingar - sviti og tár. Hvernig get-
ur nokkrum heilvita manni dottið í hug að
vinnu við undirbúning og flutning efnisskrár
eins og t.d. þeirrar sem heyra má á diski Il
Giardino Armonico eigi listamenn að inna af
hendi án endurgjalds?
Aftan á umslagi þessarar plötu stendur í
lauslegri þýðingu: „Í Viaggio Musicale er farið
í tónlistarreisu um Norður-Ítalíu, allt frá Míl-
anó til Feneyja. Menningarlíf 17. aldar stóð í
miklum blóma: verið var að reisa Santa Maria
della Salute í Feneyjum, Galilei kynnti sjón-
aukann sem hann hafði þá nýverið smíðað uppi
í turni Markúsarkirkjunnar og Nicola Amati
var að hefja víðfræga fiðlusmíði sína í Crem-
ona og síðast en ekki síst voru tónskáld eins og
Monteverdi, Rossi, Castello og margir aðrir að
þróa nýstárleg form hljóðfæratónlistar sem
krafðist afburða hljóðfæraleikara.“ Hugmynd-
in að þessari efnisskrá er athyglisverð. Hins
vegar er erfitt að átta sig á ferðaáætluninni.
Texti í bæklingi segir ferðalagið vera í réttri
tímaröð og hefjast í Mantua með verki sem
Salomone Rossi gaf út árið 1607 en síðan kem-
ur í ljós að diskurinn hefst á forspilinu að Il ri-
torno d’Ulisse in Patria sem Monteverdi samdi
í Feneyjum 1640! Ég hef kosið að láta þetta
ekki fara í taugarnar á mér því spilamennska
þessa fjörmikla hljóðfærahóps, Il Giardino
Armonico frá Mílanó, er svo framúrskarandi
að öll gagnrýni virðist ósanngjörn. Hérna eru á
ferðinni sannkallaðir virtúósar og þeir spila
tónlist sem er við þeirra hæfi. Leikni þessara
tónlistarmanna virðast fá takmörk sett. Þeir
megna að túlka trega og sorg jafnt sem taum-
lausa kátínu og fjörleika í þessu afar fjöl-
breytta safni stuttra hljóðfæraverka. Sérstaka
athygli vekur Ciacconan eftir Tarquino Mer-
ula, sérkennilega nútímaleg Aria sopra „la
Bergamasca“ eftir Marco Uccellini, skemmti-
legt smástykki eftir Francesco Rononi, Vest-
iva i colli, fyrir fiðlu og lútu og síðast en ekki
síst vægast sagt einkennilegar sónötur Fen-
eyjatónskáldsins Dario Castello. Ekki er getið
um það hverjir leika hvert verk fyrir sig en hér
heyrist hvarvetna hljóðfæraleikur sem er í al-
gjörum sérflokki.
Upptalning á dásemdum þessa disks verður
auðveldlega of einhæf svo að hér skal staðar
numið. Ferðalag þeirra félaga í Il Giardino
Armonico er ólíkt öðrum að því leyti að hér er
lítið gagn að því að líta á kortið og best er að
gleyma hefðbundnum skilningi á tímaröð. Tón-
listin verður því ein að standa fyrir sínu. Og
það gerir hún í ríkum mæli.
EINS og mörgum er eflaust kunnugt markar
árið 2001 hundruðustu ártíð (FEITT) Giu-
seppe Verdi (1813 – 1901) og útgáfufyrirtækin
farin að huga að allskyns Verdi-útgáfum. Ekki
er þar ýkja margt sem
kemur á óvart, enda er
löngu búið að hljóðrita
allt sem Verdi samdi -
hélt maður. En fyrir
stuttu kom út geisla-
diskur þar sem frum-
flutt eru nokkur kór-
verk Verdis. Og þá er
ekki að furða að menn
reki upp stór augu. Um
það verður ekki deilt
að sérhvert verk,
hversu lítið og óburð-
ugt sem það kann að
vera, fyllir upp í mynd
þá sem menn hafa af
tónskáldinu og hlýtur
því að vekja áhuga og
eiga erindi til hlust-
enda.
Á þessum nýja diski
má heyra trúarverk hins unga Verdis. Það
verður að segjast eins og er að þetta er tónlist
sem á fátt skylt við meistaraverk tónskáldsins.
Enda samin löngu áður er Verdi náði fullum
þroska sem tónskáld. Helst gæti t.d. Messa
solenne (1833–1835) minnt á Donizetti eða
jafnvel óupplagðan Rossini. Tónmálið er afar
einfalt og hljómsetningin nánast frumstæð og
engin tengsl eru merkjanleg milli innihalds
texta og tónlistar. Sama marki eru brennd
fjögur stutt trúarleg verk frá 1832: Tantum
ergo í G-dúr og F-dúr, Laudate pueri og Qui
tollis. Allt mjög fróðlegt en ekki að sama skapi
listrænt fullnægjandi. Hins vegar er manni í
ríkum mæli launuð þolinmæðin, því þegar
komið er að þriðja síðasta verkinu á diskinum
hljómar „alvöru“ Verdi. Fyrst ber að nefna tvö
glæsileg en sjaldheyrð verk frá ca. 1880: Pater
noster fyrir a cappella kór og Ave Maria fyrir
stóran fimmraddaðan kór og strengjasveit.
Sérstaklega eftirtektarverður er magnaður
ritháttur strengjasveitarinnar í hinu síðar-
talda. Það má teljast merkilegt að þessi verk
skuli ekki vera þekktari en raun ber vitni. En
það er lokaverkið, Libera me úr Messa per
Rossini, sem gerir þennan disk ómótstæðileg-
an. Hér er um að ræða kafla úr sálumessu
þeirri sem Verdi lagði til að ítölsk tónskáld
sameinuðust um að semja til minningar um
Rossini og skyldi hver semja einn kafla. Verdi
valdi að semja Libera me-kaflann en ellefu
önnur tónskáld tóku þátt í verkefninu. Ekkert
varð úr því að messan yrði flutt og upphafs-
maðurinn Verdi uppskar ekki annað en nið-
urlægingu og vonbrigði þrátt fyrir göfugan
ásetning. Hann gat hins vegar notað breytta
mynd af Libera me í lokakaflann í Requiem
(1874). Þetta Libera me frá 1869 er glæsileg og
áhrifarík tónsmíð og í raun er einkennilegt að
Verdi skyldi vilja breyta honum fyrir Sálu-
messuna, því frumgerðin er jafnvel enn áhrifa-
ríkari en sú gerð sem flestir þekkja. Og þá er
nú mikið sagt.
Decca flaggar hér einni skærustu hljóm-
sveitarstjórastjörnu sinni, Riccardo Chailly.
Hann, prýðilegur hópur einsöngvara þar sem
Cristina Gallardo-Domâs skarar fram úr í Li-
bera me og Ave Maria, stórgóður Giuseppe
Verdi-kórinn í Mílanó og samnefnd sinfóníu-
hljómsveit, skila góðu verki og það ekki síst
undir lokin þegar menn virðast allir færast
mjög í aukana.
Þetta er áhugaverður diskur og nauðsynleg
viðbót við það sem þegar hefur verið hljóð-
ritað. Skyldi allur Verdi nú hafa litið dagsins
ljós?
FERÐALAG
Giuseppe Verdi: Messa solenne (Messa di
Gloria), Qui tollis, Tantum ergo í F-dúr, Lau-
date pueri, Tantum ergo í G-dúr, Pater nos-
ter, Ave Maria, Libera me (úr Messa per
Rossini 1869). Einsöngur: Elisabetta Scano
og Cristina Gallardo-Domâs (sópransöng-
konur), Juan Diego Flórez og Kenneth Tar-
ver (tenórar), Eldar Aliev og Michele Pertusi
(bassar). Kórsöngur og hljóðfæraleikur: Giu-
seppe Verdi-sinfóníuhljómsveitin og -kórinn í
Mílanó. Stjórnandi: Riccardo Chailly. Útgáfa:
Decca 467 280-2. Heildartími: 69’09. Verð:
2.199 kr. Dreifing: Skífan.
Giuseppe Verdi
FÁGÆTI
EFTIR VERDI
TÓNLIST
S í g i l d i r d i s k a r
Viaggio Musicale: Verk eftir Claudio Monte-
verdi, Tarquinio Merula, Dario Castello,
Giovanni Battista Spadi, Giovanni Battista
Riccio, Biagio Marini, Marco Uccellini, Sal-
omone Rossi, Giovanni Battista Fontana,
Alessandro Piccini, Francesco Rognoni og
Giovanni Paoli Cima. Flytjendur: Il Giardino
Armonico, Milano. Útgáfa: Teldec – Das Alte
Werk 8573-82536-2. Heildartími: 74’45. Verð:
2.199 kr. Dreifing: Skífan.
VIAGGIO MUSICALE
VA L D E M A R PÁ L S S O N