Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2001, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MARS 2001 11 Motion segir fyrirkomulag námsins vera þannig að einu sinni í viku hittist allir nem- endur í hverri grein, skáldsagna- eða smá- sagnagerð, ljóðagerð og handritagerð, og þá er rætt um verk þriggja nemanda sem allir eru búnir að lesa vandlega fyrirfram. „Það sem venjulega gerist,“ segir hann, „er að fólk bend- ir á þá hluta sem þeim líka ekki, velta fyrir sér öðrum lausnum og spyrja höfundana hvaða forsendur séu fyrir hinu og þessu í handritinu. Einhverjum finnst samtölin ómöguleg, annar segir lýsingarnar frábærar og þar fram eftir götunum. Oft leiða slíkar athugasemdir til víð- ari og huglægari umræðu um frásagnarmáta, samtöl í texta eða mannlýsingar. Þannig hefst hin eiginlega umræða um sköpunina sjálfa. Mitt hlutverk er að halda utan um þá umræðu þegar hún kemst á rekspöl og fylgja henni eft- ir þannig að allir hafi gagn af. Nemendur koma einnig mikið til mín, ýmist til að ræða verk sem búið er að fjalla um í tíma eða til að sýna mér eitthvað annað sem þeir eru að vinna að. Ljóðahópurinn vinnur á líkum nótum, þótt hann sé að öllu jöfnu minni. Þegar farið er yfir ljóð má segja að fjallað sé ítarlega um nánast hvert einasta orð. Einhverjum finnst ákveðið orð frekar kraftlaust, annað er álitið fara langt yfir markið, kannski er spurt hvað skáldið eigi við með þriðja orðinu og þar fram eftir göt- unum. Þegar á heildina er litið hitti ég hvern nemenda að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum á hverri tíu vikna önn auk þess að hitta alla saman einu sinni í viku. Samstarfið er því mjög náið enda finnst mér afar mik- ilvægt að hver og einn upplifi sig sem hluta af samhentum hópi.“ Áherslubreytingar felast í persónuleika stjórnandans Varðandi þær breytingar sem hafa átt sér stað síðan Malcolm Bradbury lét af störfum segir Motion að þær felist fyrst og fremst í tvennu: „Annars vegar er sem sagt um þetta nýja sjónarhorn sem fylgir ljóðagerðinni að ræða. Hins vegar er atriði sem er mun þoku- kenndara og erfiðara að skilgreina, en það er einfaldlega sú staðreynd að ég er að gera þetta en ekki Malcolm,“ segir hann og hlær. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum bæði sem rithöfundi og kennara. Hann áorkaði stórkost- legum hlutum þegar hann kom þessu öllu af stað. En þegar allt kemur til alls þá er ég rúmum tuttugu árum yngri en hann, ég er ljóðskáld en ekki skáldsagnahöfundur, minn pólitíski bakgrunnur er ólíkur hans. Ég eyði t.d. töluverðum tíma í að ræða við nemendur um þá félagslegu þætti sem koma fram í verk- um þeirra og hvaða viðbrögð það sem þau segja kunni að vekja í samfélaginu – þetta er eitt af því sem ég hef mikinn áhuga á og teng- ist hlutverki skáldskaparins. Tengingar mínar við það þjóðfélagslega samhengi sem við búum við er óhjákvæmilega gjörólíkt því sem Mal- colm og Angus lögðu áherslu á, þó ekki sé nema vegna aldursmunarins. Auðvitað verða aðrir en ég að dæma um áherslubreyting- arnar, en í rauninni má segja að munurinn á því sem hann var að gera á árum áður og því sem ég er að gera nú sé sá sami og munurinn á persónuleika hans og mínum – svo einfalt er það. Það sem ég á við með því er tvíþætt; í fyrst lagi liggur það í hlutarins eðli, en í öðru lagi vil ég hafa þetta þannig. Ég held að námið standi og falli með vilja stjórnandans til að láta til sín taka af fullri alvöru. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis og það munu allt- af verða einhverjir nemendur sem segja sem svo; mér líkar ekki við hann, mér líkar ekki það sem hann stendur fyrir og trúir á. Þegar maður verður var við slíkt verður auðvitað að hafa á því gætur svo það fari ekki út í neinar öfgar. En að öllu jöfnu vona ég að hlutirnir þróist í hina áttina, að nemendum falli við mig og það sem ég er að reyna að koma á framfæri og finnist við öll standa saman í því sem við erum að gera, í það minnsta svo lengi sem það varir.“ Fræðilegi þátturinn vegur ekki síður þungt en í öðru námi Hluti af þeirri ímyndarmótun sem felst í því að hafa skapandi skrif í öndvegi í bókmennta- deild skólans leiddi til þess að farið var að bjóða upp á doktorsnám á þessu sviði. Það nám hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að vera ekki nægilega vel grundvallað í rannsókn- arvinnu á borð við þá sem liggur að baki hefð- bundnu doktorsnámi. Andrew Motion vísar þessari gagnrýni á bug: „Fræðilegi þátturinn vegur ekkert síður þungt í því námi en öðru doktorsnámi. Það er ekki eins og nemendur geti orðið sér út um æðri prófgráðu, vinnufrið og námsstyrk fyrir það eitt að skrifa skáld- sögu, smásagnasafn eða ljóðabók í vernduðu umhverfi háskólans,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Að mínu mati er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þetta nám hentar ekki öllum rithöfundum. Ég tók við nokkrum nemendum sem voru mislangt á veg komnir í þessu námi þegar ég hóf störf, en hef hins vegar ekki tek- ið við neinum nýjum nemendum ennþá. Ásókn- in er samt mikil og ég hef vísað ótal mörgum frá. Ekki vegna þess að þeir væru vonlausir rithöfundar, því það voru einn eða tveir sem komu til greina. Ég vísaði þeim frá vegna þess að mér fannst námið ekki hæfa persónuleika þeirra. Það hentar hreint ekki öllum að vinna við þær óvenjulegu og einstöku aðstæður sem stjórna hverjum þeim sem kýs að stunda dokt- orsnám í skapandi skrifum við menntastofnun á borð við þessa. Flestir rithöfundar eru mun betur settir með því að fara sína leið út í sam- félagið, fá sér hlutastarf, beina sinni skapandi tilveru inn í ófyrirsjáanlegan hversdagsleikann og skrifa sínar bækur þegar færi gefst. Það breytir ekki því að auðvitað eru alltaf ein- hverjir sem eiga fullt erindi í doktorsnám af þessum toga, t.d. vegna þess hve verk þeirra eru víðfeðm eða metnaðarfull. Námið á því fullan rétt á sér. En jafnvel einhver á borð við mig sem á þá einlægu ósk að skapandi skrif verði sett í öndvegi í bókmenntakennslu há- skólasamfélagsins, neyðist til að nálgast þenn- an hluta námsins með vel ígrunduðum efa- semdum. Það er ekki vegna þess að ég hafi ekki trú á náminu sem slíku, heldur vegna þess að ég held að það sé einungis við hæfi ákveðinnar tegundar rithöfunda.“ Sú arfleifð sem skapast sýnir árangur nemendanna Motion segir umræðuna um doktorsnámið tengjast sjónarmiðum þeirra sem eru andvígir skapandi skrifum til að byrja með. „Sú and- staða á m.a. rætur sínar að rekja til þess að fólk getur ekki séð fyrir sér hvernig hægt er að mæla árangurinn af náminu. Vissulega get- ur verið erfitt að nota hefðbundnar aðferðir til þess, þ.e.a.s. venjulegar háskólaeiningar. Mín skoðun á þessu er sú að háskólinn geti metið árangurinn af náminu eftir því hversu margir fá verkin sín gefin út. Það er mjög skýr leið því þannig skila verkin sér út í samfélagið, þar eru þau vegin og metin. Verkin skilja því eftir sig ákveðna arfleifð sem hefur ætíð verið skól- anum til sóma. UEA hefur frá upphafi skilað afburðafólki úr þessu námi en þeir þekktustu eru auðvitað Ian McEwan og Kazuo Ishiguru. Ishiguru vann Bookerverðlaunin og í rauninni er ekki hægt að sanna sig á áhrifameiri hátt en það [McEwan fékk einnig Bookerverðlaun- in eftir að þetta viðtal var tekið]. McEwan hef- ur á síðustu tuttugu og fimm árum verið einn áhugaverðasti og áhrifamesti skáldsagnahöf- undur í Bretlandi, honum fylgir ótvíræður kraftur. En svo má ekki gleyma mörgum öðr- um höfundum sem eiga stóran stað í hjarta okkar hér, þó þeir séu ef til vill minna þekktir á Íslandi. Af þeim fimmtán nemendum sem hér voru á síðasta ári, hefur einum tekist að fá bók gefna út, fimm til viðbótar eru komnir með umboðsmann og af þeim fimm eru tveir með loforð frá útgefanda. Hér er því greinileg hreyfing á hlutunum og ég þarf ekki að heita Malcolm Bradbury til þess að þetta gangi upp. Það er auðvitað stórkostlegur léttir,“ segir Andrew Motion og hlær. Ekki leið til að koma sér á framfæri heldur leit að innsta kjarna „Samt sem áður er ákaflega mikilvægt fyrir mig persónulega að námið standi og falli með því sem gerist hér í sjálfum skólanum. Ég hef enga löngun til að stýra námskeiðinu þannig að hér skapist tækifæri til að fylgja stefnu- mörkun útgefenda eða fínpússa eitthvað á þann hátt að það falli að kröfum þeirra. Ég vil heldur ekki reyna að móta hugmyndir um hvað útgefendum þóknast eða að verkum sé ritstýrt í þeim tilgangi. Þetta ár sem nem- endur eiga hér saman undir minni leiðsögn á að vera einstakt að því leyti að hér ríki af- slappað andrúmsloft og andlegt svigrúm. Frelsi til þess að skapa í félagsskap fólks sem hugsar á svipuðum nótum. Nemendur mínir leggja allt undir, þeir vinna af mikilli alvöru, reyna að komast að sínum innsta kjarna um leið og þeir kanna hvar takmörk þeirra liggja. Fólk gerir tilraunir og mistök. Þó auðvitað sé ekki hægt að tala um mistök í skáldskap á sama hátt og mistök í kjarneðlisfræði, þá kem- ur það auðvitað fyrir að nemendur feta stíga sem leiða ekki til neins. En þegar allt kemur til alls læra flestir að víkka sjóndeildarhring sinn, gera meiri kröfur til sjálfs sín og nýta vitsmuni sína betur í sköpunarferlinu. Ef svo vill til að nemendur hafi skrifað eitthvað sem útgefendur hafa áhuga á að loknu þessu frjálsa ferli, þá óska ég þeim að sjálfsögðu alls hins best. En það verkefni sem nemendur eru að kljást við þetta ár felst í því að skrifa, ekki í því að koma sér á framfæri við útgefendur,“ segir Motion ákveðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvers konar rithöfunda UEA hefur sent frá sér og hvaða áhrif þeir hafa haft á skynjun okkar á heim- inum. McEwan og Ishiguru eru að sjálfsögðu góður vitnisburður um slík áhrif, en það sama má segja um fleiri góða höfunda frá okkur sem hafa verið málsvarar ólíkrar reynslu og mis- munandi hugsunarháttar. Ef UEA tekst með sínum hætti að verða til þess að heimurinn kynnist nýjum straumum í skáldskap, þá er ég meira en sáttur.“ Norwich er gamall bær og víða má finna minjar um veru Rómverja á svæðinu. Gamlar byggingar setja einnig svip sinn á markaðstorgið sem sést á þessari mynd. Heimamönnum þykir sambýlið við háskólasvæðið hafa tekist einstaklega vel og hafa verið samfélaginu töluverð lyftistöng. meira spennandi og við Angus vorum sann- færðir um að það væri þess virði að halda þessu áfram. „Allan áttunda áratuginn komust samt mjög fáir að og stundum féll námskeiðið niður af því að okkur fannst enginn þeirra sem sóttu um nógu efnilegur. En eftir því sem leið á áttunda áratuginn – að hluta til vegna þess hve Ian McEwan naut mikilla vinsælda – urðu umsækj- endurnir stöðugt áhugaverðari og meira ögr- andi. Meðal þeirra var Kazuo Ishiguru. Á þess- um tíma var Angus í þann veginn að láta af störfum svo það féll í minn hlut og Angelu Carter að leiðbeina Ish, eins og við kölluðum hann,“ segir Malcolm og brosir. „Hann var sömuleiðis framúrskarandi, en þótt við höfum haft marga góða höfunda aðra en þá Ian og Ish í gegnum árin, þá eru þeir augljóslega þær stjörnur sem skína skærast. Hæfileikar þeirra voru augljósir allt frá því við lásum fyrstu sög- urnar frá þeim.“ „Í byrjun níunda áratugarins var námið orð- ið formlegra og gerði hvað það varðaði mun meiri kröfur til nemendanna, sem voru þó ekki nema um 6 á ári,“ heldur hann áfram. „Undir það síðasta, þegar ég hætti, voru þeir orðnir 12, og allt í allt hef ég útskrifað rúmlega 200 manns á þessum 25 árum. Um 60 þeirra hafa fengið verk eftir sig gefin út og sumir hafa unnið til verðlauna á borð við Booker- og Whit- bread-verðlaunin. „Undir minni stjórn var bætt við námsbraut í handritaskrifum en margir nemendanna höfðu fengist við að skrifa sjónvarps- og kvikmynda- handrit og hefur þeim gengið mjög vel að koma sér á framfæri. Ljóðakennslan hófst ekki fyrr en Andrew Motion tók við, því okkur fannst við aldrei nægilega vel í stakk búnir til þess að takast á við það. Hann er auðvitað meistari á því sviði,“ segir Bradbury og er greinilega stoltur af arftaka sínum, sem þykir hafa tekist að kynna nýtt sjónarhorn í kennsl- unni án þess að kasta þeirri reynslu sem búið var að afla fyrir róða. Malcolm Bradbury, á þeim árum sem hann var sem virkastur í breskum bókmenntaheimi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.