Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 3
V
ARLA er til nokkuð erf-
iðara fyrir son en að fyr-
irgefa móðurbana sínum.
Um það þekkja landsmenn
þó nýlegt dæmi. Hvílíkur
himinhrópandi munur er á
afstöðu þessa manns og
þeirra manna og þeirra
ríkja sem lögleiða líflátshegningu fyrir
áþekka glæpi.
Þó að það hljómi undarlega verður í raun-
inni að ætla að í báðum tilfellum, með
dauðarefsingu og fyrirgefningu, sé ætlunin
að gera eins gott úr málunum og mögulegt
er. Því er ómaksins vert að reyna að gera
sér grein fyrir rökstuðningnum fyrir svo
gerólíkum lausnum á miklum vanda.
Nú veit ég ekki hvort ég met rétt hugs-
anagang hins göfuglynda sonar sem taldi
rétt að fyrirgefa misgerðarmanninum. Ég
tel þó víst að hann álíti nauðsynlegt að fleiri
ráðstafanir fylgi. Tvenns þarf þá að gæta.
Það er í samræmi við fyrirgefninguna að
leita afbrotamanninum allra þeirra lækn-
inga sem tiltækar eru, en um leið þarf að
tryggja sem best að hann haldi ekki upp-
teknum hætti. Þegar betur er að gáð fara
þessar ráðstafanir vel saman. Hvort sem af-
brotið stafar af tímabundinni vímu eða öðr-
um truflunum á lundarfari, meðfæddum
eða áunnum, ætti lækningin, ef möguleg er,
að draga úr þeirri hættu að hann haldi
áfram á sömu óheillabraut. Auðvitað er
æskilegast að hann gangist sjálfviljugur
undir þessa meðferð, en líka getur verið
nauðsynlegt að fylgja málinu eftir með að-
haldi, jafnvel eins konar frelsissviptingu.
Fangelsi, eins og þau tíðkast hér á landi og
annars staðar, ættu þó að vera allra síðasta
neyðarúrræðið sem ekki yrði gripið til
nema til að afstýra hættu sem af afbrota-
manninum stafaði að öðrum kosti.
En nú munu menn spyrja: Hvað um for-
dæmið sem er gefið með því að miklar sakir
séu svo að segja gefnar upp? Verður það
ekki til þess að ýta undir að sams konar af-
brot verði framin? Fyrirfram er erfitt að
dæma um það. En úr því vandamáli ætti að
mega skera með víðtækum samanburði á
mismunandi réttarfari, ströngum og væg-
um refsingum, og að því verður vikið á eftir.
Dauðarefsing tíðkast enn í mörgum lönd-
um þó að flestar siðmenntaðar þjóðir hafi
útrýmt henni hjá sér með því að samþykkja
mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna án skilyrða. Varla er hægt að líta á
slíka hegningu öðruvísi en eins konar hefnd,
blóðhefnd. Þessari tilhögun fylgir þó sá
kostur, ef kost skyldi kalla, að tryggt er að
brotamaðurinn muni ekki halda áfram af-
brotum. En það eru augljós mótrök að með
lífláti er í rauninni verið að fremja grimmi-
legan glæp, sem er því verri sem fórnar-
lambið er gersamlega varnarlaust, en það
er einmitt ódrengilegur verknaður af versta
tagi. Önnur veigamikil andmæli eru þau að
ekkert réttarfar í heiminum er eða hefur
verið óskeikult. Því getur vel til þess komið,
og það gerist hvað eftir annað, að eftir að
líflátshegningu hefur verið framfylgt komi í
ljós að hinn ákærði var saklaus. Þriðja og
kannski þýðingarmesta röksemdin er sú að
ýmsar athuganir hafa bent til þess að
strangar refsingar dragi ekki úr glæpum.
Um þetta má vitna til ritsins Afbrot og Ís-
lendingar eftir Helga Gunnlaugssson kenn-
ara í afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Hann segir að rannsóknir fræðimanna bæði
vestan hafs og austan sýni að jafnvel stór-
hertar refsingar hafi almennt ekki meir en
tímabundin áhrif í mesta lagi á tíðni afbrota.
Sérstaklega segir hann að þetta eigi við um
ofbeldisbrot fremur en fjármunabrot, enda
séu mörg ofbeldisbrotin persónulegir
harmleikir, framin í hita augnabliksins án
mikillar fyrirhyggju. Þá kemur kalt mat
gerandans á þyngd refsinga lítið við sögu og
hefur þar af leiðandi ekki sýnt sig að vera
fælandi frá slíkum afbrotum. Í þessu riti
bendir Helgi á ýmis manneskjuleg viðurlög.
Þar á meðal telur hann samfélagsþjónustu,
að láta menn vinna ýmis þjóðþrifaverk, svo
sem í tengslum við afleiðingu brota sinna
eða umhverfisvernd í stað þess láta þá dúsa
meira og minna iðjulausa bak við lás og slá
sér til mannskemmda, en ársfangelsi kostar
reyndar samfélagið þrjár milljónir króna á
ári. Afplánun í heimahúsum með vissum
skilyrðum hefur sums staðar borið góðan
árangur. Og ekki er kannski þýðingar-
minnst að draga úr pólitískri og efnalegri
mismunun í þjóðfélaginu því að hún eykur
líkur á auðgunar- og ofbeldisbrotum.
En ég tel líka umhugsunarvert hvort
strangar refsingar eins og líflát geti ekki
haft aðrar óhugnanlegar keðjuverkanir.
Það er áberandi í fréttum frá sumum lönd-
um að óbreyttir þegnar geri háværar kröf-
ur um að afbrotamenn verði dæmdir til
dauða. Þessu fylgja oft tilfinningaþrungnar
yfirlýsingar um hvílíkur léttir og fróun það
yrði fyrir þá sem brotið hefur verið á eða
vandamenn þeirra. Í kjölfarið kemur svo
stundum magnað almenningsálit sem tekur
undir kröfurnar. Kannanir sýna að veruleg-
ur meirihluti sumra þjóða er hlynntur
dauðarefsingu.. Og til samræmis við þessa
afstöðu verður það gjarnan afstaða almenn-
ings að ætlast til álíka hörku á öðrum svið-
um, ekki síst í deilum við önnur ríki. Þessa
afstöðu fjöldans til refsinga og styrjalda
gera ráðamennirnir svo að sinni og telja
vænlegt til fylgis í kosningum að mæla fyrir
ómannúðlegum hegningum innan lands og
níðingsverkum gagnvart öðrum þjóðum.Til
þessa má jafnvel rekja ýmsar árásarstyrj-
aldir og viðskiptabönn sem hafa valdið
ómældum þjáningum og fjöldadauða. Þann-
ig hefur líflátshegningin ef til vill alvarlegri
afleiðingar fyrir friðinn í heiminum en
flesta grunar. Og það er sorglegt að íslensk
stjórnvöld hafa látið hafa sig til þess að
fylgja öðrum voldugri og refsiglaðari þjóð-
um í svo miskunnarlausum aðgerðum gagn-
vart saklausum almenningi hjá framandi
þjóðum. Meiri ástæða væri til að krefjast
þess á alþjóðavettvangi að allar þjóðir und-
irriti skilyrðislaust mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna og útrými þar með líf-
látshegningunni, einni af orsökum kúgunar
og styrjalda. Markmið viðurlaga við af-
brotum ætti að vera betrun í eiginlegri og
góðri merkingu, en ekki hefnd, og þaðan af
síður blóðhefnd.
VIÐURLÖG VIÐ AF-
BROTUM: HEFND
EÐA BETRUN?
RABB
P Á L L B E R G Þ Ó R S S O N
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
REYKJAVÍK
Við sævarljómans silfurskrúð
þú situr, flóans drottning prúð
með lýsigull um ljósan fald
við loftsins heiðblátt sumartjald.
Í ljóði’ og söng þjer lútum vjer,
líf vort og starf skal dáðríkt helgað þjer!
Þín framtíð Íslands örlög ber
um aldir fram í skauti sjer, –
ef heilnæmt er þitt hjartablóð,
skal hraust í landi ríkja þjóð.
Mót heiðum degi hreinan skjöld
hef þú og kveð til dáða nýja öld!
Og mun þú, mun þú umfram alt,
að íslenzk móðir vera skalt,
og ger þú útlægt glys og prjál,
sem glatar þinna barna sál:
Við arineld þinn stöndumk
vjer, unga tímans dís,
með lyftum hug og höndum, –
á himin dagur rís!
Vjer bindumst traustum tengslum
að tryggja hjer vort ból,
í djúpum dagaþrengslum,
þótt dragi fyrir sól!
Guðmundur Guðmundsson (1874–1919), sem hafði auknefnið skólaskáld, orti
í anda nýrómantíkur. Af ljóðabókum hans má nefna Ljóðmæli (1900). Hann er
talinn aðalhöfundur Alþingisrímna (1902).FORSÍÐUMYNDIN
Place de l’Europe, París, 1932, eftir Henri Cartier-Bresson. Sýning á verkum
ljósmyndarans verður opnuð í Listasafni Akureyrar í dag.
Vampýran,
vinir hennar og ættingjar eru umfjöllunar-
efni Úlfhildar Dagsdóttur í grein sem hún
kallar Blóðþyrstir berserkir. Úlfhildur seg-
ir að vampýran sé ekki endilega sú sem við
höldum, það er Drakúla greifi, heldur birt-
ist hún í ýmsum gervum og hlutverkum.
Halldór Laxness
er ekki höfundur sem menn herma auðveld-
lega eftir,“ segir Einar Már Guðmundsson í
grein um skáldið sem hefði orðið 99 ára á
mánudaginn kemur, Degi bókarinnar, „og
slíkt er í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert,“
heldur Einar Már áfram. „Slíkt væri eins og
falsað málverk. Hver höfundur finnur sinn
tón sjálfur en það gerir hann með hjálp
annarra höfunda. Á þann hátt verða bók-
menntirnar til.“
Beckett-hátíð
verður haldin í Borgarleikhúsinu á morgun
kl. 14.30 og annað kvöld hefjast í Sjónvarp-
inu sýningar á nýjum kvikmyndum sem
gerðar hafa verið eftir öllum 19 leikritum
Samuels Beckett. Af því tilefni fjallar Soffía
Auður Birgisdóttir um írska Nóbelsskáldið
og nokkur verka þess og Árni Þórarinsson
um kvikmyndirnar sem sýndar verða.
Hans Werner Henze
verður 75 ára á árinu. Sigrún Davíðsdóttir
sá nýja uppsetningu á fyrstu óperu þýska
tónskáldsins, Boulevard Solitude, í Covent
Garden og rennir yfir feril Henzes.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI