Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001
neskjulegt götulíf og grófur lífsmáti endur-
spegluðu oft hið frumstæða í mannseðlinu.
Þegar hér var komið sögu var hann byrjaður
að taka ljósmyndir. Cartier-Bresson hafði séð
ljósmynd eftir Martin Munkasci af þremur
drengjum að leik í flæðarmáli; hann heillaðist
þá af möguleikum miðilsins. „Þessi mynd fang-
aði mannlífið og sýndi mér að ljósmyndun væri
aðferð til að fanga líf, það sem ekki væri hægt
að teikna á hefðbundinn hátt,“ segir hann.
Cartier-Bresson átti gamla og klunnalega
myndavél sem ljós lak inní og á hana eru tekn-
ar elstu myndirnar sem til eru eftir hann, frá
1931. Um haustið sama ár var hann í verslun í
Marseilles og keypti myndavél sem var ný-
komin á markað. Það var þýsk Leica. Þótt
þetta væri ekki fyrsta vélin sem var hönnuð
fyrir 35mm filmur, þá var hún mun fullkomnari
en aðrar myndavélar þess tíma; létt og sterk-
byggð, hljóðlát og linsan ákaflega skörp og
vönduð. Þarna má segja að ferill þessa mikla
ljósmyndara hafi hafist. Leican varð óaðskilj-
anlegur hluti af Cartier-Bresson og segja má
að afköst hans við myndatökur og gæði mynda
áranna sem fóru í hönd, séu með ólíkindum.
Fáar ljósmyndir hafa varðveist frá 1931 en
eitthvað um 30 frá 1932. Þær sýna hversu góðu
valdi hann náði strax á tækninni og ekki síður
hæfileika hans við að nýta myndflötinn. Inn-
römmunin, hreyfingin og síðan svipbrigði fólks
á myndunum; allt er þetta í samræmi. Frá
þessum tíma hefur Cartier-Bresson einbeitt
sér að fólki; sýnir það í umhverfi sínu.
Súrrealistinn
Í fyrstu var hann hvað hrifnastur af ljós-
myndaranum Eugéne Atget og vildi mynda
götuuppstillingar, vinna í svipuðum stíl og
hann. En með Leica-vélinni tóku áherslurnar
að breytast. Hann fór að skoða heiminn á nýj-
an hátt, og að hans sögn var myndavélin ein-
ungis framlenging augans. Hann varð fyrir
áhrifum frá Man Ray, Brassai, en þó sérstak-
lega André Kertész, sem hann sagði hafa verið
Henri Cartier-Bresson var áhrifamesti ljósmyndari tuttugustu ald-
arinnar. Hann hafði ómetanleg áhrif á þróun frétta- og heimilda-
ljósmyndunar og það hvernig ljósmyndarar hafa túlkað hversdags-
lífið. Meistari í myndbyggingu sem sýndi fólki hvernig ætti að
fanga augnablikið. Í dag verður opnuð í Listasafni Akureyrar sýn-
ing á myndum Cartier-Bressons frá París; sýning sem er viðburður í
íslensku listalífi. Í júní verður hún sett upp í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur. EINAR FALUR INGÓLFSSON fjallar hér um ljósmyndarann.
Ile de France, París. 1956.
LJÓSMYNDARI
Sjaldgæf sjón; ljósmynd af Henri
Cartier-Bresson, tekin í sýning-
arsal í París fyrir rúmu ári. Þá var
ljósmyndarinn sem vill ekki láta
mynda sig 91 árs gamall.
Associated Press
T
UTTUGUSTA öldin var öld ljós-
myndunar. Þessi miðill sem sleit
barnsskónum á þeirri nítjándu og
ógnaði þá hefðbundnum listform-
um, varð að almenningseign þar
sem ljósmyndir skrásettu jafnt
hversdagslegt einkalífs fólks sem
fjarlægar deildir jarðar. Ljós-
myndin varð um leið áhald fyrir lista- og
fréttamenn. Þessi tvö svið, persónuleg túlkun
atburða og hlutlæg lýsing þeirra, birtast bæði í
höfundarverki þess manns sem fullyrða má að
sé áhrifamesti ljósmyndari aldarinnar sem er
nýliðin. Þar á ég við þau áhrif sem Henri Cart-
ier-Bresson hafði á sviði listrænnar og mann-
lífsljósmyndunar, og á fréttaljósmyndun. Svo
hefur einfaldlega enginn ljósmyndari tekið
jafn mikið af framúrskarandi góðum og hríf-
andi ljósmyndum og hann.
Það er mikið fagnaðarefni, og stórviðburður
í íslensku listalífi, að loksins skuli verða opnuð
á Íslandi einkasýning með úrvali mynda þessa
franska meistara. Á sýningunni, sem Listasafn
Akureyrar og Ljósmyndasafn Reykjavíkur
höfðu samstarf um að fá til landsins, gefur að
líta myndir sem Cartier-Bresson tók á hálfrar
aldar tímabili í heimaborg sinni, París. Cart-
ier-Bresson flakkaði víða á ferli sínum en ætíð
sneri hann aftur heim og myndaði í borginni
við Signu. Og líklega á hann stóran þátt í að
skapa þá ímynd sem Frakkar og Frakkland
hafa í hugum manna í dag.
Henri Cartier-Bresson fæddist árið 1908 og
býr enn við ágæta heilsu í nágrenni við
Louvre-safnið í París, kominn á nítugasta og
þriðja aldursár. Það er þó ólíklegt að hann birt-
ist hér í tilefni sýningarinnar, þar sem hann er
hættur að fljúga; hefur um sína daga séð meira
af heiminum en flestir aðrir. Hann er af auð-
ugu fólki kominn og hneigðist ungur að listum.
Á unglingsárum hlaut hann tilsögn í málun,
meðal annars hjá J-B Blance, en nokkur mál-
verka hans eru á frönsku sýningunni Náttúru-
sýnir sem hefur staðið yfir í Listasafni Íslands
síðustu vikurnar. Blance tók unglinginn undir
sinn verndarvæng og fór með hann að hitta
skáldkonuna Gertrude Stein. Þegar Stein sá
myndir unga mannsins ráðlagði hún honum að
halda sig við vefnaðariðnað fjölskyldunnar.
Framlenging
augans
Cartier-Bresson var sautján ára er hann
kynntist nýstofnaðri hreyfingu súrrealistanna
í París og hugmyndafræði þeirra átti eftir að
hafa varanleg áhrif á unga manninn. Auk þess
gleypti hann í sig skrif um heimspeki og fram-
úrstefnubókmenntir þess tíma; hann var kom-
inn í uppreisn gegn borgaralegum bakgrunni
sínum. Hann dvaldist um tíma í Cambridge og
var að teikna, en var kallaður til að gegna her-
þjónustu í eitt ár þegar heim kom. Hann fyr-
irleit hermennskuna og fór ekki dult með það.
Hann átti að standa á verði á herflugvelli við
París og hefur sagt frá því að hafa mætt á vakt
með riffil á öxlinni og eintak af Ódysseifi eftir
Joyce undir hinum handleggnum. Næturvökt-
um var eytt í veislum á nálægu vændishúsi.
1930 hélt Cartier-Bresson til Afríku og
dvaldist í eitt ár á Fílabeinsströndinni; veiddi
dýr á næturna og seldi. Þar gerði hann sam-
klippur í anda vinar síns Max Ernst og límdi á
póstkort með safa úr gúmmítré.
Þegar hann sneri aftur til Parísar hélt hann
sig með hópum sem kenndu sig við nýstefnu í
listum. Hann ferðaðist einnig mikið, til Austur-
Evrópu, Ítalíu og Spánar. Enginn af þessum
stöðum var eins framandi og Afríka en Henri
gerði sér far um að leita uppi dularfyllstu stað-
ina og verstu hverfi borganna, þar sem harð-
sér sem „ljóðræn uppspretta“. Rétt eins og
Kertész var hann ástfanginn af augnablikinu
en formgerð mynda Cartier-Bressons er þó
iðulega sterkari. Hann útskýrði hvað skipti
máli í því sambandi: „Að taka ljósmynd er að
veita athygli – samtímis og á sekúndubroti –
bæði sjálfri staðreyndinni sem ber fyrir augun
og hárnákvæmri niðurskipan sjónrænna for-
ma sem gefa henni merkingu. Til þess þurfa
höfuð, auga og hjarta að vinna saman og bein-
ast í sömu átt.“
Myndir áranna 1932 til 35 bera aðdáun Cart-
ier-Bressons á súrrealismanum skýrt vitni og
einnig þeirri trú hans að listina mætti greina
frá daglega lífinu. Ljósmyndin átti að sýna ein-
hverjar aðstæður sem yrðu að list í sjálfu sér,
myndin yrði listræn eining sem áhorfandinn
þyrfi ekki að vita neitt meira um, úr henni
mætti í senn lesa allt og ekkert. Honum fannst
að hlutverk súrrealismans væri að taka brot úr
hversdagslegum aðstæðum og skapa úr því list
– og ef til vill auðnaðist honum það betur en
nokkrum öðrum.
Haustið 1933 var fyrsta sýningin á myndum
Cartier-Bressons haldin. Sýningarsalurinn var
í New York og gagnrýnendur voru hrifnir. Í
kjölfarið fór ljósmyndarinn til Mexíkó þar sem
hann dvaldist um hríð og hélt síðan sýningar
þar og í Bandaríkjunum með Manuel Alvares
Bravo og Walker Evans. En hugur Cartier-
Bresson var farinn að hneigjast að kvikmynda-
gerð og við tók tímabil þar sem hann starfaði
meðal annars sem aðstoðarleikstjóri hjá Buñ-
uel og Jean Renoir. En 1937 urðu enn á ný um-
skipti í lífi hans, þegar hann gekk að eiga dans-
ara frá Balí. Þá dugði honum ekki lengur til
viðurværis peningarnir sem hann fékk frá fjöl-
skyldunni og hann réð sig sem ljósmyndara á
Ce Soir, vinstrisinnuðu síðdegisblaði sem Lou-
is Aragon ritstýrði. Í fyrsta sinn var Cartier-
Bresson að ljósmynda eftir óskum annarra.
Við blaðið störfuðu samtímis honum ljósmynd-
ararnir Robert Capa, sem oft hefur verið kall-
aður mesti stríðsljósmyndari allra tíma, og
Chim. Með þeim tókst vinátta; þeir nutu meira