Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 13 öðru sjónarhorni. Nú er það maður að nafni Moran sem talar. Í ljós kemur að Moran er út- sendari manns að nafni Youdi, sem kemur þó aldrei fram í eigin persónu heldur kemur boð- um til Morans í gegnum sendisvein sinn Gab- er. Það er Gaber sem kemur til Morans með boð frá Youdi um að fara strax af stað og finna Molloy. Engin skýring er gefin á því hvers vegna Moran á að leita Molloy, enda krefst hann engra skýringa en heldur umsvifalaust af stað í ferðina og tekur son sinn með. Moran er í flesta staði algjör and-stæða Molloys, viljasterkur maðursem þó er þrælbundinn á klafavanans og kúgar af list þá sem næst honum standa, soninn sem er á unglings- aldri og aldraða vinnukonu sína. Moran er haldinn ofsóknaræði, stjórnsemisáráttu og kvalalosta, en heldur fast í borgaralegar sið- venjur, sækir kirkju og heimtar röð og reglu á heimilinu. Hann virðist þó bera „sannar til- finningar“ í garð hæsnanna og býflugnanna sem hann ræktar heima í garði. Frásögn Mor- ans er skýr, hröð og skipuleg og fer fram í rök- legu samhengi. En hann er þó ekki fyrr lagður af stað í ferð sína þegar smám saman fer að molna úr hinni regluföstu sjálfsmynd hans. Líkt og hjá Molloy lýsir ferðalag hans því hvernig sjálfið leysist hægt og hægt upp um leið og líkaminn bregst honum. Fætur hans hætta að gagnast honum, hann verður að dragnast áfram líkt og Molloy – og líkt og Molloy ræðst hann á ókunnugan mann í skóg- inum og að lokum liggur hann hjálparlaus og niðurlægður í skurði – það eina sem eftir lifir er rödd hans skýr og há og óbugandi viljinn. Sonurinn yfirgefur hann, en Gaber birtist og skipar honum að boði Youdi að fara heim. Þeg- ar þangað er komið er heimili hans í rústum, garðurinn eyðilagður, hænurnar og býflug- urnar dauðar. Hann endar einn, staulast um á hækjum, talar við fugla og hlustar á rödd í höfði sínu sem talar tungumál sem hann skilur ekki en lærir smátt og smátt. Líkt og Molloy eyðir hann deginum við að skrifa niður frá- sögn sína. Örlög Molloy og Moran eru svipuð en fundum þeirra hefur aldrei borið saman. Vafalaust má leggja út af þessum tveimur frásögnum á ýmiss konar táknlegan máta. Það verður þó ekki gert hér að öðru leyti en því að nefna athyglisverða tilgátu Hugh Kenners að Molloy og Moran séu tákngervingar hins írska og hins franska sjálfs höfundar. En vert er líka að minnast lokaorða fyrri skáldsögu Beck- etts, Watt (skrifuð á árunum 1942-45, gefin út á ensku 1953): „No symbols where none inten- ded.“ Eftir stendur að í Molloy er lýst ferða- lagi tveggja ólíkra manna sem bæði lýsa and- legri og líkamlegri upplausn. Alvarez hefur lýst því sem svo að það ferðalag sem skiptir mestu máli eigi sér stað í vitund höfundarins sjálfs, frásagnir Molloys og Morans séu aðeins tvær mismunandi leiðir að sama ástandi hins fullkomna hruns. Verkinu mætti allt eins lýsa sem aðskildum aríum tveggja radda sem undir lokin sameinast í ómstríðum, sjúklegum hljómi. Miðverkið í þríleiknum, Dauði Malones, er enn róttækara í upplausn forms og efnis. Hér höfum við eina rödd karlmanns á níræðisaldri sem er karlægur og bíður dauðans. Malone er skapstirður, sífellt tuðandi um eigið getuleysi (hreykir sér jafnvel af því), notar staf til að kraka til sín hluti sem eru innan seilingar við rúmið, því hann er gjörsamlega ófær um að hreyfa sig. Hann hefur enga hugmynd um hvernig hann lenti þar sem hann liggur en rámar óljóst í að hafa fengið höfuðhögg í skógi (er þetta e.t.v. annar þeirra náunga sem urðu fyrir barðinu á Molloy og Moran?) og við hlið hans liggur blóðugur lurkur. Einhver óskil- greind manneskja sér honum fyrir mat og þrífur í kringum hann og líf hans snýst um að „éta og skíta“ – og deyja. Malone bíður dauð- ans og drepur tímann með því að skrifa (að sjálfsögðu) og sögunni vindur áfram á aðskilj- anlegum frásögnum sem hann færir í letur. Stíll bókarinnar (ef manni leyfist að tala um stíl) er í fullkomnu samræmi við andlegt ástand þeirrar vitundar sem textinn flæðir úr: sundurlaus, hikandi, sífellt byrjandi upp á nýtt en dettur niður í uppgjöf og leysist smám sam- an upp. Hér er lýst eyðingu sjálfsins allt til endaloka þess: frásögninni lýkur að sjálfsögðu með dauða Malones. Hið ónefnanlega er titillinn á lokaverkiþríleiksins og sú rödd sem hér talarkemur handan grafarinnar, úr undir-heimum, frá vitund sem er á mörk- um þess að vera mennsk þótt hún hafi útlimi og augu, en er hárlaus, kynlaus og ófær um að hreyfa sig. Þetta er vera án fortíðar, föst í tímaleysi á óskilgreindum stað en úr vitund hennar streyma sögur, þó ekki átakalaust og án allrar sannfæringar. Bölvunin sem hvílir á þessari veru er tungumálið, kvöðin að segja sögur í þeirri von að geta hætt að segja sögur, í þeirri von að geta útrýmt þörfinni fyrir að segja sögur – takmarkið er þögnin. Ef hægt er að tala um viðfangsefni þessa verks þá er það tungumálið sjálft og hin óþolandi þörf að tjá sig með því. En þegar líður á verkið byrjar tungumálið að leysast upp, setningar brotna upp og hætta í miðjum klíðum, án þess þó að hverfa endanlega og þögnin geti ríkt. Lokaorð bókarinnar eru þessi (í þýðingu Árna Ibsen): „… ég veit það vel, ég finn það, þau ætla að yfirgefa mig, það verður þögnin, eitt andartak, all nokkur andartök, eða mín þögn, sú end- anlega, sem entist ekki, sem endist enn, það verð ég, þú verður að halda áfram, ég get ekki haldið áfram, þú verður að halda áfram, ég ætla að halda áfram, þú verður að segja orð, meðan þau endast, uns þau finna mig, uns þau segja mig, undarleg pína, undarleg synd, þú verður að halda áfram, ef til vill er því þegar lokið, ef til vill hafa þau þegar sagt mig, ef til vill hafa þau borið mig að þröskuldi sögu minnar, að dyrunum sem opnast inn í sögu mína, það þætti mér furðu gegna, ef þær opn- uðust, það verð ég, það verður þögnin, þar sem ég er, ég veit ekki, fæ aldrei að vita það, í þögninni veit maður ekkert, þú verður að halda áfram, ég get ekki haldið áfram, ég ætla að halda áfram.“ Árni Ibsen segir að í þessari sögu hafi „Beckett hugsanlega náð lengst í lýsingu á mannlegri niðurlægingu, mannlegri örbirgð, þar sem sögupersónan hefur meira að segja glatað mannsmynd sinni og er nánast aðeins hugurinn, sálin, sektin, kvölin, eða hvað sem hægt væri að nefna það annað en Hið ónefn- anlega“. Leikritið sem færði Beckett heimsfrægð-ina, Beðið eftir Godot, var skrifað á milliannarrar og þriðju bókar þríleiksins, eftil vill sem „hvíld“ frá þeirri iðju Beck- etts að murka lífið úr skáldsögunni, eins og Alvarez kemst að orði um ritun þríleiksins. Þótt skáldsögur Becketts séu allrar athygli verðar þá eru það engu að síður leikritin sem halda nafni hans enn á lofti því þau ganga stöð- ugt í endurnýjun lífdaga í ótal sviðsetningum (kvikmyndum og sjónvarpsmyndum) á meðan óljóst er hversu margir leggja út í lestur á skáldsögunum. Beckett hreifst af leikhúsi strax sem ungur maður og áður er getið um hrifningu hans á flökkurum hvíta tjaldsins. Hinir heimilislausu flakkarar ganga aftur í verkum hans á ýmsan máta og tákngera það hlutskipti mannsins sem Beckett var svo hugleikið að koma á fram- færi í skrifum sínum. Flakkararnir Estragon og Vladimar hafa oft verið túlkaðir sem tákn- gervingar fyrir manneskjuna: líkamann (Estragon: maðurinn með skóinn) og sálina (Vladimar: maðurinn með hattinn) og ýmislegt í verkinu rennir stoðum undir slíkan táknræn- an skilning. Verkið lýsir þá hlutskipti manns- ins í endalausri bið eftir því sem getur fært þeim merkingu, skilning, sannleika – eða hvað það nú er sem maðurinn þráir meðan hann þreyir tilvistina. Kannski er það smækkandi að reyna að lesa í verkið á slíkan allegórískan hátt, en þessi skilningur er ekki verri en hver annar og rímar ágætlega við það inntak í verk- um Becketts sem ég hef reynt að draga fram í ofansögðu. Beðið eftir Godot var ekki fyrsta leikritiðsem Beckett skrifaði, hann hafði áðurskrifað a.m.k. tvö sviðsverk sem ekkivoru gefin út. Leikverkum Becketts er hægt að skipta gróflega í fjóra flokka: í fyrsta lagi eru sviðsverk í fullri lengd (Beðið eftir Godot, Endatafl, Síðasta segulband Krapps, Ljúfir dagar og fleiri), í öðru lagi eru stutt leikverk eða einþáttungar (sem oft eru svið- settir nokkrir saman), í þriðja lagi eru út- varpsleikrit og í fjórða lagi eru verk sem hann samdi sérstaklega fyrir sjónvarp. Í öllum verkum hans má sjá sömu viðfangsefnin út- færð aftur og aftur. Árni Ibsen segir getuleysi vera „það meginstef sem gengur í gegnum öll verk hans, hvort heldur eru skáldsögur, leikrit eða ljóð“. Og hér er átt við getuleysi í víðasta skilningi orðsins: „málleysi, skilningsleysi og bjargarleysi“. En vert er að taka fram að þótt að höfundarverk Beckett einkennist þannig öðru fremur af svartnætti, geðveiki og nið- urlægingu mannsins þá er einnig að finna mik- inn húmor í verkum hans – og í öllu vonleysinu og niðurlægingunni verður þörfin fyrir mann- lega reisn og þörfin fyrir vonina áleitin. Á næstu vikum gefst íslenskum sjónvarps- áhorfendum einstakt tækifæri til að kynnast leikverkum Samuel Becketts af eigin raun. Á tímabilinu 22. apríl til 13. maí verða 19 verka hans, lengri og styttri, sýnd í ríkissjónvarpinu og jafnframt munu tvö útvarpsleikrita hans verða flutt á rás 1 (21. apríl og 28. apríl). Þetta einstaka tækifæri ætti enginn áhugamaður um leiklist og bókmenntir að láta fram hjá sér fara. Aðalheimildir: Alvares. Beckett. London: Fontana/Collins 1973. Árni Ibsen. Samuel Beckett. Sögur, leikrit, ljóð. Reykjavík: Svart á hvítu 1989. Árni Tryggvason og Brynjólfur Jóhannesson í hlutverkum sínum í sýningu Leikfélags Reykjavíkur 1959 á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.