Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 17 NÆSTU tónleikar á afmælisári íGarðabæ verða haldnir í Tónlistar-skóla Garðabæjar á morgun,sunnudag, kl. 17. Tónleikar voru áður auglýstir í Kirkjuhvoli 21. apríl en flytj- ast til. Á tónleikunum koma fram tveir rússneskir listamenn, fiðluleikarinn Elena Denisova og píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Alexei Kornienko, en þau eru nú bæði búsett í Aust- urríki og hafa austurrískt ríkisfang. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Hel- muth Neumann, Johannes Brahms, Heifetz, J.S. Bach, K.M. Weber, J. Brahms, I. Albeniz, G. Dinicu, M. Ponce Estrellita og D. Milhoud. Elena Denisova er fædd í Moskvu og hóf nám í fiðluleik við Tónlistarháskólann þar í borg fimm ára gömul. Kennarar hennar voru m.a. Valerij Klimov og Oleg Kagan. Hún hefur unnið til verðlauna í alþjóðleg- um fiðlukeppnum svo sem í Prag (1976) og Zagreb (1985). Denisova hefur getið sér góðan orðstír fyr- ir leik sinn bæði hjá áheyrendum og gagnrýn- endum hvort heldur sem einleikari með hljómsveit eða með eiginmanni sínum, píanó- leikaranum Alexei Kornienko. Þá hefur hún hlotið alþjóðlegt lof fyrir leik sinn með kamm- erhópum Gustav Mahler Ensamble svo og „Þjóðarkvartett Moskvu“. Alexei Kornienko, sem fæddur er í Novo- sibrisk, hóf kornungur píanónám við Tónlist- arháskólann í Moskvu og síðar hljómsveit- arstjórn við sama skóla. Hann hlaut fyrstu verðlaun í 1. píanó- keppninni sem haldin var í Los Angeles í Bandaríkjunum og kennd er við Rachman- inoff. Síðan hefur hann leikið í öllum helstu tónleikasölum bæði austanhafs og vestan. Hann hefur vakið athygli, ekki eingöngu með rússneskri píanótónlist og Chopin heldur og Beethoven en píanósónötur hans allar 32 hefur hann leikið víða og fengið lof fyrir. Alexei er einnig eftirsóttur hljómsveitar- stjóri bæði í óperum og á hljómleikum. Hann er listrænn stjórnandi hinnar nýstofnuðu listahátíðar í Austurríki „Wörthersee Clas- sic“. Í júní 2002 stjórnar hann „The Royal Philharmonic Orchestra“ í London. Alexei KornienkoElena Denisova Rússnesk- ir tónlist- armenn í Garða- bæ YFIRGRIPSMIKIL sýning á verkum nor- rænna ljósmyndara hefur verið opnuð í Norræna húsinu í New York. Þar er að finna um 50 verk 12 ljósmyndara undir yf- irskriftinni Svipir og ásýnd; Samtímaljós- myndun á Norðurlöndum. Meðal þeirra eru verk íslensku ljósmyndaranna Spessa, Ein- ars Fals Ingólfssonar og Ragnars Axels- sonar. Verkin á sýningunni spanna síðari hluta 20. aldar og fara þar saman verk vel þekktra og áhrifamikilla ljósmyndara á borð við Christer Strömholm og Sune Jonsson frá Svíþjóð og Kare Kivijarvi frá Noregi, yngri ljósmyndara sem skapað hafa sér nafn auk síður kynntra norrænna ljósmyndara. Manneskjan í miðið Þetta er í þriðja sinn sem Norrænu sam- tökin í New York efna til sýningar á verkum norrænna ljósmyndara. Sú fyrsta var haldin í Walker-listamiðstöðinni í Minneapolis árið 1982 og önnur í Alþjóðlegu ljósmyndamið- stöðinni í New York árið 1994 þar sem hald- ið var áfram að rekja sögu ljósmyndunar á Norðurlöndum. Að þessu sinni er sjónum beint að verkum ljósmyndara þar sem meg- inviðfangsefnið er manneskjan. Umsjón með sýningunni höfðu þau Oivind Storm Bjerke, yfirmaður Norska ljós- myndasafnsins í Horten, og Ann Sass, sýn- ingarstjóri Norræna hússins í New York, sem stýrði vali íslensku þátttakendanna. Sass segir markmiðið með vali á verk- unum ekki síst það að sýna fram á al- þjóðlegt samhengi norrænnar ljósmyndun- ar. „Því er gjarnan ranglega haldið fram að norræn ljósmyndun sé köld, slétt og felld og oftar en ekki bundin við landslagsljósmynd- un. Sannleikurinn er hins vegar sá að þó að umhverfið hafi áhrif á stemmingu verkanna er nærvera manneskjunnar öðru yfirsterk- ari,“ segir Sass. „Hvað þetta varðar eru við- fangsefni norrænna ljósmyndara í engu frá- brugðin og ekki síður eftirtektarverð en það sem hæst ber í ljósmyndun annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum um þessar mundir.“ Verk Spessa á sýningunni eru úr mynda- röðinni Hetjur frá 1998. Þetta eru portrett- myndir af hversdagshetjum Spessa heima á Ísafirði. Einar Falur Ingólfsson sýnir hluta stærra verks, röð dags- og staðsettra sjálfs- mynda sem teknar eru víða um heim og hann hefur unnið að allt frá árinu 1992. Ljósmyndir Ragnars Axelssonar eru mynd- röð úr verkefni sem sýnir lífshætti á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Sýningin stend- ur til 29. júlí. Ásýnd nor- rænnar samtímaljós- myndunar í New York Gestir á opnun norrænu ljósmyndasýningarinnar Faces and Figures í Scandinavia House í New York, skoða tuttugu sjálfsmyndir eftir Einar Fal Ingólfsson. Morgunblaðið/Einar Falur Gestir skoða fjórar af tíu myndum Ragnars Axelssonar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. New York. Morgunblaðið. FRANSKA ríkið ætti að koma á stofn ríkishappdrætti til að viðhalda listaarfi landsins að mati Pierre Rosenberg, fyrrum forstöðumanns Louvre safns- ins. Rosenberg sem lét nýlega af emb- ætti hefur að sögn bandaríska dag- blaðsins New York Times lýst yfir áhyggjum sínum af því að frönsk lista- verk séu oft á tíðum seld úr landi þar sem ekki séu nægir fjármunir ætlaðir söfnum til listaverkakaupa. Vikulegt happdrætti á borð við breska lotteríið telur Rosenberg hins vegar geta gagnast listaverkaeign Frakklands, en Bretar hafa frá því á miðjum tíunda áratugnum notað hluta vikulegs happdrættis síns til viðgerða og uppbyggingar á listasöfnum, leik- húsum og tónleikasölum. Í Frakklandi hefur hins vegar jafnan verið litið svo á að ríkisstjórnin beri fulla ábyrgð á menningararfleifð lands- ins þó að mati Rosenbergs séu fjárveit- ingar ríkisins til menningarmála engan veginn fullnægjandi. En söfnin deila nú með sér rúmlega tveggja milljarða króna fjárveitingu á ári. Kaup á verki eftir listamann á borð við Cézanne kann því að reynast safni of þungur baggi að bera, segir Rosenberg sem kveður vá- leg teikn á lofti því verk eftir meistara á borð við Degas, Rubens, Modigliani séu meðal þeirra sem seld hafi verið úr landi á undanförnum árum. Kleópatra í nærmynd Egypska drottningin Kleópatra er viðfangsefni nýrrar sýningar sem opn- uð var í British Museum í London um páskana. Kleópatra sem heillað hefur margan í gegnum aldirnar, m.a. rithöf- undinn og leikritaskáldið William Shakespeare og endurreisnarlista- manninn Michaelangelo, er þar skoðuð með augum fornleifafræðinga sem leit- ast við að draga fram sem réttasta mynd af drottningunni. Sýningin nefn- ist Kleópatra frá Egyptalandi: Frá sögu til goðsagnar og eru forleifafundir tengdir drottningunni þar notaðir til að sýna persónu hennar með augum sam- tíðarmanna hennar. Danskur Hamlet með bosnískum augum Leikstjórinn Jasenko Selimovic, sem fyrir átta árum kom til Svíþjóðar sem bosnískur flóttamaður, frumsýndi í gær nýja uppsetningu á Hamlet í Mungo Park leikhúsinu í Danmörku. Þetta þekkta verk breska leikskáldsins Willi- am Shakespeares um danska prinsinn Hamlet fær þó nokkuð sérstaka með- höndlun hjá Selimovic, einum virtasta leikstjóra Svía um þessar mundir. En með uppsetningunni beinir Selimovic sjónum sínum einkum að yfirvofandi styrjöld Noregs og Danmerkur. Leik- stjórar hafa til þessa gjarnan litið fram hjá styrjaldarhluta verksins og segir Selimovic ástæðu þess þá að enginn trúi því að stríð sé mögulegt. „Þegar maður byrjar að tala um stríðið þá horf- ir fólk á mann undrunaraugum líkt og maður sé ofstækissinni,“ segir Selim- ovic í viðtali við danska dagblaðið Berl- ingske Tidende og viðurkennir að bak- grunnur hans frá átakasvæðum fyrrum Júgóslavíu eigi sinn þátt í uppsetning- unni. ERLENT Happdrætti bjargi franskri menningu Pierre Rosenberg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.