Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Side 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 V ERMEER höfðar til okkar tíma. Á því leikur enginn vafi. Það er hvíld í yfirvegun og rósemi andlita kvenna í Delftborg á 17. öld. Í ein- faldlega búnum herbergum þar sem mjólkurhvít og mjúk dagsbirta streymir inn um steinda glugga. Birta sem leikur um fell- ingar á bláum kjól fyrirsætunnar, fellur á sterkjaða hvíta hettuna, á veggi og gólf, borð og stól, – og kannski silfraða vatnskönnu á fati. Og í þögn þessara litlu augnablika spinn- um við ósjálfrátt sögur af hulinni atburðarás. Í Metropolitan-safninu í New York stendur yfir sýning á verkum Johannesar Vermeers og annarra málara sem störfuðu í borginni Delft í Hollandi um miðja 17. öld. Sýningunni er ætlað að tengja verk Ver- meers við umhverfi hans og þann blómatíma sem þá ríkti í Delft. Sýna fram á að Vermeer hafi ekki verið einangraður snillingur, eins og gjarnan hefur verið haldið fram, heldur lista- maður sem kunni vel skil á helstu straumum og stefnum í málaralist, bæði þessa og fyrri tíma. Að í félagi við nokkra samborgara sína og kollega, málara eins og Pieter de Hooch, hafi hann fetað nýjar leiðir. Þessi samanburður og sögulega sýn á verk Vermeers draga þó ekki úr heldur undirstrika enn frekar þá dularfullu töfra sem málverk hans búa yfir. Aðeins hefur verið efnt til einnar yfirlitssýn- ingar á verkum Vermeers hingað til. Sú var sett upp í Washington og í Haag á árunum 1995–6. Á þessari sýningu Metropolitan-safns- ins nú er að finna 15 málverk eftir Vermeer, sem er nærri helmingur þeirra verka sem hon- um eru eignuð, auk 70 málverka eftir 29 aðra listamenn í Delft á 17. öld. Reyndar má finna þrjú önnur verka Vermeers í borginni og það aðeins steinsnar frá Metropolitan-safninu. Þau eru í safni kenndu við auðjöfurinn Henry Frick á fyrrum heimili hans á 70. stræti og 5 th avenue en reglur einkasafnsins kveða á um að verk úr því megi ekki lána. Á sýningunni er einnig að finna skissur og teikningar, auk vefnaðar, silfurmuna og keramikur frá Delft en á þessum tíma voru handverksmenn borgarinnar frægir fyrir framleiðslu slíks munaðarvarnings. Sérstök áhersla er lögð á árabilið 1650 til 1660. Þar ber helst á málverkum samtíma- manna Vermeers, Emanuel de Witte og Ger- ard Houckgeest, og tilraunum með hverfi- punkta, fjarvíddarskynjun og framsetningu á innviðum og hvelfingum kirkjunnar í Delft. Hafa þessar tilraunir augljóslega haft mikil áhrif á verk Vermeers þar sem þreifingar í þessa átt náðu fullkomnun, m.a.með hjálp nýs tækis, Cameru Obscuru, sem listamaðurinn notaði við vinnu sína. Sagt er að með flutningi konungshirðarinn- ar frá Delft til Haag seint á 16. öld hafi listmál- arar í borginni verið leystir undan skylduiðju á borð við konungleg portrettmálverk og frels- inu fegnir tekið til við að lýsa hversdagslegum götumyndum í borginni; byggingum og borg- arbúum við leik og störf. Að sama skapi hafi bein trúarleg myndefni vikið fyrir raunsærri verkum sem sýni venjulegt fólk í kirkju. En þó að myndefnið sé allt orðið jarðbundnara er ekki laust við að birtan í kyrrlátum stofu- myndum Vermeers hafi kalvinískan undirtón; að húsmæður, dætur og heimilisþernur hafi þar tekið yfir hlutverk heilagrar Maríu. Konur Vermeers Konurnar í verkum Vermeers hafa verið uppspretta mikilla vangaveltna. Sagt hefur verið að Vermeer hafi fest á striga fyrstu nú- tímakonuna, slík sé virðing höfundar fyrir fyr- irsætum sínum. Innhverft og íhugult augna- ráð þeirra segir okkur að þær séu sjálfum sér nægar og niðursokknar í eigin hugsanir. Það er rétt eins og listamaðurinn hafi óvænt komið að þeim við iðju sína og beðið þær að staldra við um stund. Lítið er vitað um ævi Johannesar Vermeers. Hann fæddist árið 1632 í Delft, eignaðist 10 börn með konu sinni Catharine, áður en hann lést 43 ára gamall og stórskuldugur árið 1675. Þessi litla vitneskja um persónu Vermeers, og það hversu fá verk hann lét eftir sig, hefur haft sterkt aðdráttarafl fyrir sagnfræðinga og rit- höfunda. Var það andleysi listamannsins eða fullkomnunarárátta sem dró svo úr afköstum hans síðari hluta ferilsins? Vermeer var aftur dreginn fram á sjónarsviðið fyrir um 200 árum þegar franski listfræðingurinn og sósíalistinn Theodore Thore þóttist sjá í hversdagslegum myndefnum hans merki verkalýðssinna. Og vísun Prousts til Vermeers í Í leit að glötuðum tíma bendir til þess að listamaður- inn hafi verið vel kunnur um síðustu aldamót. Verk Vermeers höfðu enda mikil áhrif á im- pressjónistana og reyndar listamenn allar göt- ur síðan. Virðist sem hver ný stefna hafi fund- ið þar eitthvað við sitt hæfi. Módernistar kusu t.d. að líta framhjá frásögn verkanna og ein- blína á formbyggingu og litanotkun, sögðu þannig abstraksjónir Mondrians í beinu fram- haldi af málverkum Vermeers. Skáldað í eyður Á síðustu árum virðist svo sem áhugi á verk- um Vermeers hafi endurvaknað. Að þessu sinni er það óræð frásögn verkanna sem heillar. Hefur fyrirsætum Vermeers verið ljáð rödd í a.m.k. þremur nýlegum skáldsögum, meðal þeirra er metsölubókin „Stúlka með perlu í eyra“ eftir Tracy Chevalier. Á listahá- tíð Lincoln Center í New York síðasta sumar var flutt óperan „Vermeer skrifað“, Writing to Vermeer, eftir hollenska tónskáldið Louis Andriessen í leikgerð breska kvikmyndagerð- armannsins Peters Greenaways. Einföld en áhrifamikil sviðsmynd, ásamt búningum og lýsingu minntu á áhrif málverka Vermeers á kvikmyndagerð. Leikgerðin byggðist á því sem talið er vera eina ferðalag Vermeers frá heimaborg sinni árið 1653. Heima sitja konurnar þrjár í lífi Vermeers, móðir, eiginkona og fyrirsæta, auk barna. Annað er skáldskapur en í söknuði sín- um keppast konurnar þrjár við að skrifa og greina frá væntingum og viðburðum daglegs lífs í fjarveru listamannsins. Sýningunni í Metropolitan-safninu lýkur 27. maí nk. Þá fer hún til Lundúna þar sem hún verður uppi í National Gallery frá 20. júní til 16. september. Ljósmynd/Metropolitan Museum of Art Einn hápunktur sýningarinnar er verkið Málaralistin eftir Vermeer frá 1667. Verkið er í eigu Listasögusafnsins í Vín og sést sjaldan utan þess. TÖFRAR VERMEERS Um helming þeirra fáu verka sem flæmski 17. ald- ar málarinn Johannes Vermeer lét eftir sig er nú að finna á sýningu í Metropolitan-safninu í New York. HULDA STEFÁNSDÓTTIR skoðaði sýninguna og segir frá verkum listamannsins sem virðist farinn að njóta vinsælda á við landa sinn van Gogh. Kona með vogarskálar eftir Vermeer frá 1664. Verkið kemurfrá Listasafninu í Washington.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.