Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2001, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. MAÍ 2001 9 bein, úr dökkum viði. „Stílbrot,“ kynni einhver að segja, „póstmódernísk mannúð“ segja aðrir. Öryggisglerið sem skilur að brautarpallinn og brautarteinana hefur afgerandi áhrif á andrúms- loftið á stöðinni. Það getur verið mjög þrúgandi að vera fastur í lest djúpt niðri í iðrum jarðar vegna þess að einhver óhamingjusöm sál hefur kastað sér fyrir lestina á Montgallet-stöðinni eða einhverri annarri stöð sem ekki er eins mettuð af öryggisatriðum og Cour St.-Emilion. Þess vegna þarf það ekki að vera svo mikið undrunarefni að allar stöðvarnar á línu 14 voru hannaðar með það í huga hvernig koma mætti í veg fyrir sjálfsvíg á lestarstöðvum. Þegar maður stendur fyrir fram- an þetta þykka öryggisgler er erfitt að verjast hugsuninni um allt það fólk sem hefur framið sjálfsvíg með því að kasta sér fyrir lestir á neð- anjarðarlestarstöðvum Parísar, og um leið allt það fólk sem kemur ekki til með að fremja sjálfs- víg á stöðvunum á línu 14. Franska hugtakið point de folie lýsir Cour St.-Emilion-stöðinni ágætlega en það getur bæði vísað til svæðis þar sem tryll- ingurinn hefur verið gerður útlægur og til staðar þar sem tryllingurinn er allsráðandi. Og þessi staður tryllingsins er aldrei sá sami, fólk kemur og fer, hver einstaklingur er aldrei sá sami og hann var í gær, og þess vegna viðheldur trylling- urinn stöðugt sjálfum sér á þessum stað sem ein- kennist öðru fremur af því hvernig hægt er að loka tryllinginn og hið óvænta úti og tryggja þannig stöðugleika og öryggi. Einn liðurinn í því að gera línu 14 sem örugg- asta er að setja alla stjórn í hendur tækninnar í því skyni að koma í veg fyrir allar óvæntar upp- ákomur og ófyrirsjáanlear aðstæður. Lestirnar á línu 14 hafa engan lestarstjóra. Þeim er stjórnað af tækninni einni saman. Þær eru alltaf á áætlun. Þegar þær hafa stöðvast inni á stöðinni opnast dyrnar á öryggisglerinu og farþegum er frjálst að ganga inn í lestina. Köld og glymjandi kven- mannsrödd ómar í kallkerfinu og ýtir undir kuldalega stemmninguna þar sem hún tilkynnir farþegum (á frönsku, ensku og spænsku) á mjög formlegan hátt hvert ferðinni sé heitið. Þessi kuldalega og stífa rödd minnir farþegana óneit- anlega á að með því að stíga um borð í lestina hafa þeir tekið ákvörðun um að treysta tækninni í blindni. Lína 14 stoppar á lestarstöðinni Gare de Lyon. Fjöldi manns kemur inn í lestina. Sumir farþeganna búa fyrir utan París og einhverjir þeirra koma aðeins til borgarinnar til að fara á fundi eða í viðskiptaerindum. Flestir þeirra sem vinna í París búa ekki í miðborginni, þeir búa utan við Hringveginn, í úthverfi eða jafnvel í einhverj- um þeirra bæja sem liggja umhverfis París, til dæmis Amiens, Fontainebleau eða Rouen. Í sam- tímanum þarf fólk ekki nauðsynlega að búa ná- lægt vinnustað sínum. Það getur unnið sitt starf á sínu eigin heimili og notað tölvuna sem aðgang að vinnustaðnum, eða jafnvel sem aðgang að heim- inum utan heimilisins almennt talað. En flest þetta fólk þarf samt sem áður, eða finnur jafnvel til löngunar til, að koma til borgarinnar öðru hverju. Og flest þetta fólk tekur lestina inn til stórborgarinnar. Þess vegna eru lestarstöðvar borgarhlið samtímans. Leit að hinu sanna andliti stórborgarinnar Hvert er upphaf og hver endir nútímaborg- arinnar sem á sér engin hefðbundin borgarhlið? Þessu hefur Paul Virilio svarað: „Hún á upptök sín í þörfinni fyrir að flýja eitt augnablik hið yf- irgengilega tæknilega umhverfi til þess að öðlast á ný tilfinningu fyrir eigin skynjunum og því að skynja sjálfan sig. Þrátt fyrir að flóttaleiðin sé ef til vill möguleg í rúmfræðilegu tilliti er hún ekki möguleg í tímalegu tilliti.“4) Við getum flúið stórborgina og flutt út í sveit en við getum ekki flúið hraða nútímasamfélagsins. Hraðinn er mælikvarði alls og það er vegna hrað- ans sem hugtök á borð við „nálægð“ og „fjarlægð“ eru smám saman að glata merkingu sinni. Þetta hefur einnig í för með sér að hin gamla aðgreining á einkalífi og opinberu lífi er ekki lengur til stað- ar. Í samtímanum nálgast fólk svæði hins al- menna, það er hið opinbera líf, einkum í gegnum tölvur og sjónvarp. Þetta hefur haft töluverðar af- leiðingar fyrir arkitektúr samtímans. Arktitektar þurfa að hugsa um rýmið á nýjan hátt. Byggingar samtímans eru ekki aðeins byggðar með athafnir og líkamlega nærveru mannsins í huga. Í dag þurfa arkitektar ekki aðeins að velta því fyrir sér hvernig opinberar byggingar komi til með að falla að umhverfi sínu heldur einnig hvernig þær líti út á sjónvarpsskjánum. Það er ef til vill í gegnum sjónvarpið sem fólk upplifir byggingarlist öðru fremur. Margir upplifa stórborgina í fyrsta skipti í gegnum sjónvarpsskjáinn. Ef þeir seinna meir ákveða að ferðast og upplifa stórborgina í eigin persónu koma þeir væntanlega til með að leita þeirra bygginga sem þeir telja sig þegar þekkja úr sjónvarpinu. En kannski mun sú reynsla valda þeim vonbrigðum og gera þá óörugga, jafnvel ör- væntingarfulla. Eiffelturninn lítur sannarlega öðruvísi út í raunveruleikanum heldur en á sjón- varpsskjánum, það sama má segja um Sigurbog- ann og allar aðrar sögufrægar byggingar. Þess vegna á fólk í raun og sanni í mestu erfiðleikum með að finna hið rétta andlit stórborgarinnar. Það þarf meira að koma til en skoðunarferð um helstu „merkisstaði“ hennar. Þegar ég hef gengið sem leið liggur frá heimili mínu í Charenton-le-Pont, rétt utan við Hring- veginn sem liggur í kringum þau 20 hverfi sem mynda kjarna Parísar, og þjónar enn hlutverki einskonar borgarmarka, niður Rue de Charenton og inn í göngin sem leiða mig yfir í Bercy þar sem ég finn eina af þeim sex neðanjarðarlestarstöðv- um í París sem eru búnar lyftum sem gera mér kleift að fara með skandinavískan barnavagn nið- ur í gamla miðbæinn, inn í hina klassísku París rithöfundanna, myndlistarmannanna og ljós- myndaranna finnst mér sem ég hafi loksins upp- lifað hina sönnu París. París í allri nekt sinni, í ljótleika sínum, firringu og fáránleika, og þess vegna finnst mér ég eiga hér heima. Þetta er ekki sú París sem helgarferðalangarnir þekkja. En þetta er sú París sem mætir milljónum borgarbúa á degi hverjum. Þess vegna finnst mér sem ég hafi loksins upplifað það augnablik að sjá glitta í hið sanna andlit borgarinnar. Þegar ég hugsa um þessa París sem einu sinni var hluti af veruleika mínum sakna ég hennar, en um leið fagna ég því að vera laus við hana. Ég vona, eða öllu heldur, ég þrái að hið sanna andlit Parísar birtist mér einhvern tímann í nýrri mynd. Eina leiðin til þess að halda þránni lifandi er að upplifa það sem maður getur ekki ímyndað sér og ímynda sér það sem maður veit að maður kemur aldrei til með að upplifa. Heimildir: 1) Árið 1968 var Virilio skipaður prófessor við Arkitektaskól- ann í París (École Spéciale d́Architecture). Í stað þess að beina sjónum sínum að tæknilegum hliðum arkitektúrsins hefur Virilio lagt áherslu á að kanna hugmyndirnar á bakvið hann. Út frá þessum hugleiðingum sínum hefur hann þróað kenningar um tímann og hraðann í nútímasamfélögum – og þannig lagt grunn að nýrri fræðigrein sem á frönsku hefur verið kölluð dromologie og á ensku dromology. 2) Jacques Derrida: „Architecture where the desire may live.“ Rethinking Architecture: A reader in cultural theory. Neil Leach ritstýrði. Routledge, 1997, bls. 319. 3) Hélène Cixous: „Attacks of the castle.“ Rethinking Archi- tecture: A reader in cultural theory. Neil Leach ritstýrði. Routledge, 1997, bls. 303. 4) Paul Virilio: „The Overexposed city.“ Rethinking Architect- ure: A reader in cultural theory. Neil Leach ritstýrði. Rout- ledge, 1997, bls. 386. Höfundur er sagnfræðingur. NA ANDLITI PARÍSAR Morgunblaðið/Einar Falur hverfið.“ „Fjölbýlishús sem falla betur að hugmyndum um fátækar iðnaðarborgir í fyrrum Austur-Evrópu en að þeirri ímynd sem París hefur skapað sér.“ „Ég er að leita að stað í París þar sem hægt er að rækta þrána sjálfa.“ „Tækniframfarir á sviði rafrænna fjarskipta og samgangna hafa orðið þess valdandi að hið áþreif- anlega rými er á undanhaldi. ann hulinn gulleitu skýi vissi ég að það kostaði 2. hverfi.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.