Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 Þau samfélög þar sem réttindi (manna) eru ekki tryggð né aðskilnaður valdsins ákveðinn, hafa alls enga stjórnarskrá. 16. grein frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar, samþykkt 26. ágúst 1789. I. F YRIR réttum 57 árum voru Ís- lendingar enn þegnar Danakon- ungs og bjuggu við stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá árinu 1920. 17. júní árið 1944 tilkynnti Gísli Sveinsson, þáverandi forseti sameinaðs þings, að lýðveldið Ís- land hefði litið dagsins ljós. Grundvöllur lýðveldisins var og er stjórnarskrá sú sem Íslendingar greiddu atkvæði sitt dag- ana 20.–23. maí sama ár. Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar var nær einróma. Rúm 95% þeirra sem atkvæði greiddu (98,6% atkvæða- bærra Íslendinga tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni) lýstu sig samþykk stjórnarskránni sem Alþingi lagði til að yrði kjölfesta lýðveldisins. Þegar umræða hófst fyrir alvöru á hinu háa Alþingi um stofnun lýðveldis (1941) kom fljót- lega í ljós að litlar líkur voru á að samkomulag næðist um nýja stjórnarskrá í bráð og lengd. Ásteytingarsteinninn var skipting landsins í kjördæmi. Til að koma í veg fyrir að innbyrðis ósamkomulag Íslendinga yrði til að hindra eða seinka stofnun lýðveldisins urðu þingmenn sammála um að gera aðeins þær breytingar á stjórnarskránni sem nauðsynlegar væru. Segja má að þær hafi falist í því að skipta út konungi fyrir forseta. Þegar farið var að huga að endurskoðun stjórnarskrárinnar á bernskudögum lýðveldis- ins varð kjördæmamálið á nýjan leik svo fyr- irferðamikið að umræðan um hvert stefna skyldi í stjórnskipunarmálum náði sér aldrei al- mennilega á strik. Nú þegar nokkur lausn hef- ur náðst í kjördæmamálinu er ekki annars að vænta en að farið verði í alvöru að huga að heildarendurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. II. Umræður um stjórnarskrár, endurskoðun þeirra og gerð nýrra hafa á liðnum árum sett mark sitt á stjórnmálalíf víða um heim. Stjórn- arskráin, í því formi sem við Íslendingar þekkj- um hana sem afmarkaðan lagabálk æðri lög- gjafar, hefur á undanförnum árum notið sívaxandi vinsælda svo vart er við annað líkj- andi en tímabilið þegar hin ritaða stjórnarskrá nútímaríkisins kom fyrst fram á sjónarsviðið við lok átjándu aldar. Eins og gefur að skilja hefur hlutverk hennar og umhverfi breyst mik- ið á þessum tvö hundruð árum enda á stjórn- skipan hins lýðræðislega velferðarríkis nú- tímans ekki margt sameiginlegt með stjórnskipun hins frumbernska þjóðríkis. Stjórnarskrá átjándu og nítjándu aldarinnar var fyrst og fremst pólitískt tæki til að renna stoðum undir lögmæti valdakröfu borgarastétt- arinnar í átökum hennar við einvaldskonunga og forréttindaaðal (þetta átti einnig við í megin atriðum þar sem stjórnarskráin var tæki í sjálf- stæðisbaráttu þjóðar gegn erlendum yfirráðum sbr. sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna og Íslendinga). Henni var ætlað að þrengja svig- rúm framkvæmdavaldsins (konungs) með því að styrkja löggjafarvald þjóðþinga viðkomandi ríkja. Þannig stuðlaði hún að auknum völdum lýð- ræðislega kjörinna fulltrúa borgarastéttarinn- ar. Stjórnarskrá nútímans er aftur á móti rétt- arlegur grundvöllur lýðræðislegrar stjórnskip- unar og mannréttinda. Undanfarið hefur í sí- auknum mæli verið litið svo á að stjórnarskráin sé eins konar samfélagslegt gildaviðmið. Hún hefur þannig orðið að mikilvægu sameiningar- tákni hins fjölmenningarlega samfélags nú- tímans (þ.Verfassungspatriotismus) og grunn- ur að frekari félagslegri og stjórnmálalegri samþættingu (þ. Intigration) þess. Það virðist sama hvert litið er stjórnarskrár eru víðast hvar umræðuefni áhugasams almennings og viðfangsefni stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla. Á liðnum áratugum hafa æ fleiri ríki nýtt sér hugmyndafræði stjórnarskrárfestunnar í við- leitni sinni til að skapa samfélaginu viðunandi umgjörð þannig að það fái þrifist og þróast inn- an veggja réttarríkisins án óþarfa afskipta rík- isvaldsins. Ríki sem búið hafa við einræði og harðstjórn af ýmsu tagi hafa tekið upp lýðræðislega stjórnarhætti á grundvelli skjalfestra stjórnar- skráa. Nægir þar að nefna Spán, Portúgal og Grikkland svo dæmi séu tekin frá Vestu-Evr- ópu; Argentínu, Brasilíu, Chile, Parauay og Uruguay í Suður-Ameríku svo og Suður-Afr- íka, Rússland, Pólland, Ungverjaland og flest önnur ríki Mið- og Austur-Evrópu. Að undanförnu hafa nokkur eldri lýðræðis- ríki Vestur-Evrópu endurskoðað stjórnarskrár sínar að hluta eða öllu leyti (Finnland, Sviss, Ís- land). Annars staðar hefur umræða og tilraunir til stjórnarskrárbreytinga sett svip sinn á stjórn- málaumræðuna bæði innan þings sem utan (Ítalía, Holland, Noregur). Í Bretlandi, sem eitt örfárra ríkja veraldar býr ekki við nútíma stjórnarskrá, hafa stjórn- málamenn lýst sig reiðubúna til að kanna kosti stjórnarskrárfestunnar. Það hefur og varla far- ið fram hjá þeim sem fylgjast með fréttum og fréttaskýringum fjölmiðla að margir af leiðtog- um aðildarríkja Evrópusambandsins telja framtíð sambandsins velta á því hvort takist á næstunni að semja því stjórnarskrá að hætti þjóðríkja. AF HVERJU STJÓRNARSKRÁ? „Það getur verið álitamál hversu þröngan stakk stjórnarskráin sníður stjórnvöldum en viðmiðunar- reglan hlýtur að vera sú að ríkisvaldið takmarkist af frelsisréttindum einstaklingsins og möguleikum hans til þroska og sjálfstjórnar. Um frelsisréttindin gildir að þau eru jöfn og söm fyrir alla. Lykilspurningin er þá hvort stjórnarskránni sé ætlað frekara hlutverk en að tryggja þessi réttindi.“ Morgunblaðið/Jón Sen Á Þingvöllum 17. júní árið 1944 tilkynnti Gísli Sveinsson, þáverandi forseti sameinaðs þings, að lýðveldið Ísland hefði litið dagsins ljós. Grundvöllur lýðveldisins var og er stjórnarskrá sú sem Ís- lendingar greiddu atkvæði sitt dagana 20.–23. maí sama ár. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var nær einróma. Á myndinni má auk Gísla í pontu sjá frá vinstri Jörund Brynjólfsson, Björn Þórðarson, Vilhjálm Þór, Einar Arnórsson, Björn Ólafsson og Sveinn Björnsson situr álengdar með regnhlíf en hann var kjörinn forseti á fundinum. E F T I R Á G Ú S T Þ Ó R Á R N A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.