Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 11 þetta síðasta lag Rogers og Hart í söngleikn- um á Broadway. Hún dáðist að ljóðskáldinu Lorenz Hart en hún hafði hafnað bónorði hans. Daginn eftir að Hart dó var sýning á verkinu og Vivienne byrjaði að syngja þennan síðasta texta Harts, „To Keep My Love Alive“. Þegar hún var hálfnuð með lagið, lokaðist hún allt í einu og mundi ekki hvað kom næst í textanum. Hún sagði þá við áhorfendur „I’m so sorry“, mér þykir ákaflega fyrir þessu; hún labbaði af sviðinu, rifjaði upp textann hjá hvíslaranum, kom aftur inn á svið og söng lagið til enda. Þeg- ar hún lauk laginu, stóðu allir áhorfendur upp úr sætum sínum og klöppuðu ákaft. Vivien sagði síðar: „Áhorfendur hljóta að hafa gert sér grein fyrir í gegnum hvað ég var að ganga.“ Sama árið og Hart dó, árið 1943, var fyrsti söngleikur Rogers og Hammersteins frum- sýndur. Það var Oklahoma! Margt er frumlegt í þeim söngleik á þeirra tíma vísu, ekki síst það að hann byrjar á rólegu lagi „Oh, What a Beautiful Morning“. Á þessum tíma byrjuðu söngleikir yfirleitt á hópatriði sem smám sam- an byggðist upp í mikinn hasar. Frumleikinn í Oklahoma felst líka meðal annars í því að í verkinu er klassískur ballett; hann gerist í draumi. Það var ballettmeistarinn Agnes de Mille sem samdi dansana í frumuppfærslunni á verkinu. Eftir þetta urðu ballettar nokkuð fyr- irferðarmiklir í söngleikjum. Það er stundum talað um kvartettinn í verk- um Rogers og Hammersteins, fjögur verk eftir þá, sem gerðu þá að sjálfstæðri bandarískri stofnun. Þessir fjórir söngleikir eru Oklahoma! (1943) – sýndur samfellt í 2.212 skipti á Broadway, Carousel (1945) – 890 skipti, South Pacific (1949) – 1.925 skipti og The King and I (1951) – 1.246 skipti. Eitt mest sungna lag Rogers og Hammersteins kemur fyrir í söng- leiknum Carousel. Það er einkennislag breska fótboltaliðsins Liverpool og heitir „You’ll Nev- er Walk Alone“. Þegar Hammerstein dó var Richard Rogers 58 ára. Hann hafði ekki áhuga á að koma sér upp öðrum samstarfsmanni, samdi ljóðin sjálf- ur í næsta söngleik, og vann svo með hinum og þessum. En hann náði sér ekki á strik enda hafði hann aðeins unnið með tveimur ljóð- skáldum á 40 árum. Og ekki þurfti hann á pen- ingunum að halda því hann var ríkasta tón- skáld sem uppi hefur verið, að frátöldum samtímamanni okkar Andrew Lloyd Webber. Söngleikir Rogers og Hammersteins réðu lofum og lögum á Broadway í heil 16 ár, og nöfn þeirra voru mikilvægari fyrir leikhúsgesti en nöfn stjarnanna sem léku í hinum ýmsu verkum á Broadway. Niðurstaðan í sambandi við Bandaríkjamanninn Richard Rogers er sú að hann er mikilvægasti einstaklingurinn sem komið hefur nálægt söngleikjum. Spurningin er einungis hvort Bretinn Andrew Lloyd Webber muni skáka honum, eða hafi ef til vill þegar gert það. Cole Porter Cole Porter (1891–1964) var ekki eins af- kastamikill og Richard Rogers og hann hafði ekki eins mikinn tónlistarlegan metnað og George Gershwin. En hann hafði einn stóran kost, sem prýddi reyndar líka forvera hans Irving Berlin: hann orti ljóðin sjálfur við lögin sem hann bjó til; og hann var betra ljóðskáld en Irving Berlin. Dæmi um það hvernig ljóð og lag vinna með hvort öðru í verkum hans, má til dæmis finna í sýnishorni úr textanum „Any- thing Goes“, úr samnefndum söngleik. Enda- orðið er sama orðið í sex línum, það er að segja orðið „today“ eða í dag, og lagið leggur áherslu á þessa endurtekningu með því að fara alltaf niður á sömu nótuna þegar þetta sama orð kemur fyrir. Næstsíðasta orð hverrar ljóðlínu inniheldur innrímið; rímorðin eru „mad“ – „bad“, „white“ – „night“ og „guys“ – „prize“. Til að leggja áherslu á innrímið breytist laglín- an í hvert sinn sem innrímsorð kemur fyrir í laginu og þung áhersla er á þessum orðum. Ljóðið fjallar um ruglið í heiminum þegar öll- um góðum gildum er snúið á haus, dagurinn er orðinn að nótt, og karlarnir sem konurnar lað- ast að eru leigukroppar. The world has gone mad today, And good’s bad today, And black’s white today, And day’s night today, When most guys today, That woman prize today, Are just silly gigolos... Tómas Guðmundsson orti ljóðið „Hótel jörð“, þar sem hann notaði svipaða tækni í næstsíðasta erindinu. Lokaorðið í þremur lín- um er „oss“, en innrímið er „frá“ og „hjá“: „frá oss“, „hjá oss“. Við þetta ljóð hefur verið samið lag, þar sem lokaorðið en ekki það næstsíðasta, er með áherslu sem hljómar þá: foss, oss, oss, oss og auk þess eru þessi orð tónsett á þremur mismunandi tónum. Þettar er verulega hjákát- legt og skemmir ljóðið ekki lítið. Þarna hefði maður eins og Cole Porter haft áhersluna á innrímið en ekki lokaorðið og hjálpað þannig ljóðinu en ekki gert lítið úr því. Cole Porter hafði þann háttinn á þegar hann samdi lög og ljóð að hann hugsaði fyrst upp tit- il og samdi síðan lagið. Síðast kom svo textinn. Það var sem sé sama formúla og Rogers og Hart notuðu, og raunar einnig Irving Berlin. Það var þessi formúla sem Andrew Lloyd Webber var orðinn leiður á, þegar hann hætti samstarfi við Tim Rice. Tim beið alltaf eftir því að Webber byggi til lag og síðan gerði Rice textann. Þegar Webber hætti samstarfi við Tim Rice, samdi hann lög við þann söngleik sem hefur orðið langlífastur allra söngleikja og á heimsmet í aðsókn. Þetta er söngleikurinn Cats sem sýndur var í London yfir 6.000 sinn- um samfellt. Ljóðin sem notuð voru í þessum söngleik hafði T.S. Eliot gefið út árið 1939. Cole Porter fæddist árið 1891 í Indiana og var því ellefu árum eldri en Richard Rogers. Þegar hann var ellefu ára samdi hann sitt fyrsta lag og gaf það út. Af hinum fimm stóru, var Cole Poter sá eini sem ekki var gyðingur og ekki frá New York. Hann var kominn af auðmönnum, afi hans var milljónamæringur, sem hafði auðgast á timbursölu. Cole Porter menntaðist í Yale og Harvard, eins og núver- andi forseti Bandaríkjanna. Afi hans vildi að hann yrði lögfræðingur og Cole Porter byrjaði í lagadeildum þessara skóla, en svo flutti hann sig úr lagadeildinni í Harvard yfir í tónlist- ardeildina þar, gegn vilja fjölskyldunnar. Þarna hlaut hann tónlistarmenntun sem fæstir lagahöfundar í Broadway-söngleikjum hafa fengið. Einnig var hann í framhaldsnámi í Par- ís hjá tónlistarmanninum Vincent d’Indy. Porter lifði því ljúfu lífi í ríkidæmi, – þar til hann datt af hestbaki árið 1937, en þá var hann 46 ára. Hann fótbrotnaði á báðum, fór í margar aðgerðir og að síðustu var hluti af öðrum fæt- inum numinn brott. Hann kvaldist mjög, það sem eftir var ævinnar, vegna þessa og það er ótrúlegt að honum skyldi takast að semja jafn hressileg lög og raun ber vitni, miðað við þetta mótlæti. Cole Porter skrifaði lög í 23 Broadway-söng- leiki og tólf þeirra voru kvikmyndaðir. Ekkert þessara verka er þó sérstaklega frægt ef und- an eru skilin tvö: Annars vegar er það Any- thing Goes frá árinu 1934, en þessi söngleikur var kvikmyndaður tveimur árum síðar, og svo aftur 1956, með Bing Crosby í aðalhlutverki í bæði skiptin; það var Paramount-kvikmynda- verið sem framleiddi báðar útgáfurnar af Anything Goes. Seinni útgáfan var síðasta kvikmyndin sem Bing Crosby lék í hjá Para- mount, en þá hafði hann uppfyllt þau skilyrði að syngja og leika hjá þessu fyrirtæki í 23 ár. Hitt fræga verkið eftir Porter er meistaraverk hans Kiss Me Kate, en sá söngleikur byggist á leikriti Shakespeares Snegla tamin. Söngleik- urinn Kysstu mig Kata var frumsýndur árið 1948 og gekk samfellt á Broadway í 1,077 skipti. Þessi söngleikur var kvikmyndaður í þrívídd fimm árum síðar. Kvikmyndin Night and Day byggir á ævi Cole Porters. Hún var gerð árið 1947, Porter var þá 56 ára gamall og átti 17 ár eftir ólifuð. Sá sem lék Porter í myndinni var Cary Grant. Þessi kvikmynd er ekki mikils virði, þótt sami leikstjórinn, Michael Curtiz, hafi leikstýrt henni og hinni frægu og virtu mynd Casa- blanca með Humphrey Bogart og Ingrid Berg- man í aðalhlutverkunum. Það eina sem er mik- ils virði í kvikmyndinni Night and Day er tónlist Cole Porters. Lög hans lifa góðu lífi enn þann dag í dag og í nýlegri kvikmynd, What Women Want sem sýnd er um þessar mundir í Reykjavík, með Mel Gibson í aðalhlutverki, eru tvö lög eftir Cole Porter. George Gershwin George Gershwin (1898–1937) er merkasta tónskáldið sem samdi tónlist við Broadway- söngleiki. Og það voru ekki bara tónlistarhæfi- leikar hans sem gera hann svo mikilvægan í söngleikjasögunni, heldur einnig tilfinning hans fyrir dramatískum möguleikum leikhúss- ins og þá fyrst og fremst söngvaleikhússins. Til vitnis um þetta er söngleikur hans, eða kannski öllu heldur ópera: Porgy and Bess. Leonard Bernstein sagði um Gershwin að hann hefði verið „einn af þessum sönnu snill- ingum sem Amerísk tónlist hefur alið af sér“. Árið 1937, rétt áður en Gershwin hefði orðið 39 ára, dó hann úr heilablóðfalli. Þetta var mik- ið áfall fyrir bandarísku þjóðina. Gershwin var afar krafmikill maður og tónlistin hans geislar frá sér mikilli orku. Hann samdi tónlist í 24 söngleiki á 17 árum og samdi auk þess nokkra konserta, til dæmis Rhapsody in Blue og Am- eríkumaður í París. Ira bróðir George var afar vandað ljóðskáld og samdi texta við lög bróður síns í fjórtán söngleiki. Fyrsti söngleikurinn sem fékk hinn virtu Pulitzer-bókmenntaverð- laun var eftir þá bræður George og Ira Gershwin. Það var söngleikurinn Of Thee I Sing frá árinu 1932. Og þetta var sá söngleikur þeirra sem gekk hvað lengst á Broadway eða í 441 skipti. George Gershwin var fæddur árið 1898 og var því sex árum yngri en Jerome Kern, sem hann tók sér til fyrirmyndar. Innan við tvítugt var hann farinn að vinna með Jerome Kern sem æfinga píanóleikari. Árið 1924 breytti George Gershwin tónlistarlegri ásýnd Broadway söngleikjanna með laginu „Fasc- inating Rhythm“. Þetta lag er að finna í söng- leiknum Lady Be Good! eftir þá bræður George og Ira Gershwin. „Fascinating Rythm“ ber í sér djasseinkenni og flóknar áherslu- breytingar í takti, sem enginn hvítur maður hafði fengist við að búa til; slíkt tilheyrði hinum þeldökku. Aðalhlutverkin í þessum söngleik, Lady Be Good! voru leikin, sungin en þó að- allega dönsuð af þeim systkinum Fred og Adele Astaire. Verkið var sýnt yfir 300 sinnum bæði í New York og London. Síðasta verk Gershwins fyrir leikhús var hið snjalla verk Porgy and Bess frá árinu 1935. Ekkert annað tónskáld, sem skrifað hefur verk fyrir bandarískt leikhús, hefur skapað neitt í líkingu við það að gæðum, enda eru margir sem vilja kalla verkið óperu frekar en söngleik. Sumir kalla það alþýðuóperu, sem er reyndar undirtitill í verkinu. Hin sígrænu lög í Porgy og Bess eru t.d. „Summertime“, „I Got Plenty o’ Nuttin’“ og „It Ain’t Necessarily So“. Frum- uppfærsla verksins árið 1935 kostaði $50.000 og tókst ekki að hala inn þann kostnað á sýn- ingartímanum. 24 árum seinna, eða árið 1959 var verkið kvikmyndað og kostaði það $6.500.000. Átta árum eftir að George Gershwin dó, eða árið 1945 var ævi hans uppistaðan í kvikmynd- inni Rhapsody in Blue með Robert Alda í aðal- hlutverki. Nánast öll hin bláa rapsódía Gershwins er leikin í verkinu og þó ekki sé fylgt nákvæmlega ævi Gershwins og sums sé staðar sé um skáldskap að ræða, þá er þetta nokkuð góð mynd, ekki síst vegna stórkost- legrar tónlistar. Irving Berlin Irving Berlin (1888–1989) var sá hinna fimm stóru sönglagahöfunda á Broadway, sem lengst lifði. Hann fæddist árið 1888 og hélt áfram að lifa þar til hann varð 101 árs, dó sem sé fyrir 11 árum. Hann samdi um 1.500 lög, og eins og fram hefur komið þá samdi hann text- ana við þau sjálfur, eins og Cole Porter. Irving Berlin var ekki mikill píanóleikari, samdi flest af sínum lögum í fís dúr, það er að segja hann spilaði fyrst og fremst á svörtu nóturnar á pí- anóinu. Lag hans „Always“ byrjar til dæmis eingöngu á svörtum nótum. Ef svo vildi til að Irving Berlin þyrfti að spila í öðrum dúr vegna þess að raddsvið þess sem hann var að spila undir hjá krafðist þess, þá var úr vöndu að ráða fyrir hann. En snillingur sem hann var, þá dó hann ekki ráðalaus. Hann lét útbúa sérstakt píanó með stórri stöng á og þegar hann hreyfði stöngina, færðist lyklaborðið til, svo fram kom önnur hljómtegund; en hann hélt áfram að spila á svörtu nóturnar. Hann kunni hvorki að lesa nótur né skrifa þær og þegar hann samdi lag fékk hann einhvern sem kunni að nótna- skrift til að koma þessari nýju hugmynd á blað. Irving Berlin var gyðingur, fæddur hjá fátæku fólki í Rússlandi nánar tiltekið í Síberíu; hann var því innflytjandi í Bandaríkjunum, flutti þangað fimm ára gamall. Í laginu „Always“, sem Irving Berlin gaf konunni sinni í brúðkaupsafmælisgjöf, er ágætt dæmi um það hvernig Irving Berlin lét tónlist og texta spila saman. Hann undirstrikar titil lagsins með því að ríma saman þrjú orð í þrískiptum takti, orðin „planned“, „hand“ og „stand“ eða „understand“; síðan er smáþögn áður en titill lagisins er nefndur, svo önnur smápása áður en hann nefnir titilinn aftur á öðrum nótum. Þetta er svona: When the things you’ve planned, Need a helping hand, I will understand, Always, always. Lagið „Always“ kom fyrst fram árið 1946 í kvikmyndasöngleiknum Blue Skies með Fred Astaire og Bing Crosby. Þetta var vinsæl mynd og gróðinn af henni $3.000.000. 20 lög eftir Irving Berlin voru í þessari mynd, þar af voru fjögur samin sérstaklega fyrir myndina. Í þessari mynd kemur einnig fyrir hið þekkta lag Berlins White Christmas. Berlin fékk ósk- arinn fyrir þetta lag fjórum árum áður, en hann samdi það fyrir kvikmyndina Holiday Inn. Irving Berlin átti hugmyndina að kvik- myndinni Holiday Inn, svo hann varð að sjálf- sögðu að vanda sig við samningu á aðallagi myndarinnar. Bing Crosby söng „White Christmas“ í myndinni og lagið var að sjálf- sögðu gefið út á plötu og malaði mikil gull fyrir Decca-útgáfufyrirtækið, seldist sem sé í 25 milljónum eintaka. Irving Berlin hafði gott nef fyrir viðskiptum og hann sagði að formúlan fyrir góðu lagi fæl- ist í því að finna góðan titil og endurtaka hann svo nokkrum sinnum í laginu, til þess að fólk myndi eftir laginu þegar það ætlaði að kaupa plötu eða nótur með laginu. Berlin var líka slyngur samningamaður. Ef Björk okkar hefði notið leiðsagnar hans, hefði hún ef til vill ekki lent í hinum miklu hremmingum þegar hún lék í og samdi tónlistina fyrir Dancer in the Dark. Einn framleiðandinn í Hollywood orðaði það svo að samningar Berlins væru svo flóknir og langir að þeir væru lengri en kvikmyndahand- ritið sem hann ætlaði að semja tónlist við. Eitt af því sem hann hafði í samningum sínum, sem Björk vantaði greinilega í samning sinn við Lars von Trier, var það að ekki mætti hreyfa við einni einustu nótu sem hann hafði samið, eftir að kvikmyndataka hófst. Ef Björk hefði haft slíka málsgrein í samningi sínum, hefði hún væntanlega ekki þurft að fara í verkfall meðan á kvikmyndatöku Myrkradansarans stóð. Irving Berlin var einn áhrifamesti lagahöf- undur í kvikmyndasöngleikjum á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Mörg af lögum hans voru frumflutt af Fred Astaire eins og til dæm- is lagið „Cheek to Cheek“ úr hinni sígildu kvik- mynd Top Hat frá árinu 1935, en þar dansaði Fred Astaire við Ginger Rogers. Þetta lag var útnefnt til óskarsverðlauna. Dansar Hermesar Pans í þessari mynd voru einnig útnefndir til óskarsverðlauna. Þessi deild í óskarsverð- launaúthlutunum er ekki lengur til. Top Hat er einn allra besti kvikmyndasöngleikur sem gerður hefur verið og rís þar tónlist Irving Berlins hvað hæst. Heimildir: Bordman, Gerald: American Musical Theatre. Oxford UP, New York. 1986. Gottfried, Martin: Broadway Musicals. Abradale Press, New York. 1984. Hirschhorn, Clive: The Hollywood Musical. Crown Publishing Inc., New York. 1981. Jackson, Arthur: The Book of Musicals. Mitchell Beaz- ley, London. 1979. Lloyd, Ann: Song and Dance Spectaculars. Orbis Publishing, London. 1983. Siegel, Scott og Barbara: The Encyclopedia of Holly- wood. Avon Books, New York. 1990. Thomas, Bob: Astaire. St. Martin’s Press, New York. 1984. Thomas, Tony: The Films of Gene Kelly. The Citadel Press, N.J. 1974. Warner, Alan: Who Sang What – on the screen. Angus and Robertson Publishers. 1984. Greinin er stytt útgáfa af erindi sem samið var fyrir End- urmenntunarstofnun Háskóla Íslands og flutt í febrúar sl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngleikurinn Kysstu mig Kata eftir Cole Porter var frumsýndur árið 1948 og gekk samfellt á Broadway í 1.077 skipti. Þessi söngleikur var kvikmyndaður í þrívídd fimm árum síðar. Hér eru Jó- hanna Vigdís Arnardóttir og Egill Ólafsson í aðalhlutverkunum sem Kata og Petrúsíó í uppfærslu Borgarleikhússins 2000. Höfundur er bókmenntafræðingur og kennir m.a. leiklist og kvikmyndasögu við Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.