Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 S ÖNGLEIKURINN Singin’ in the Rain er að því leyti til óvenjulegur sviðssöngleikur, að hann er byggður á kvik- mynd. Oftast er það þannig með söngleiki sem til eru á báð- um formunum, að þeir hafa upphaflega verið samdir fyrir leiksvið og síðan verið kvikmyndaðir. Þannig er það t.d. með My Fair Lady, West Side Story og Sound of Music. Það liðu 30 ár þar til Singin’ in the Rain komst á leiksvið eftir að kvikmynd- in kom fram. Það var breski poppsöngvarinn Tommy Steele, sem sá um það. Hvers vegna tók það svona langan tíma að koma þessum söngleik á svið og hvers vegna gerðist það í Englandi en ekki í heimalandi söngleiksins, Bandaríkjunum? Jú, það var vegna þess að stjarnan í kvik- myndasöngleiknum Singin’ in the Rain, með- leikstjóri, dansahöfundur, aðalleikarinn og að- aldansarinn, sem allt var sami maðurinn, það er að segja Gene Kelly, sagði: „Það er ekki hægt að setja þennan kvikmyndasöngleik, Singin’ in the Rain, upp á leiksviði vegna þess að í aðalatriðinu í verkinu, „Singin’ in the Rain“ verður leikarinn (söngvarinn, dansarinn) hold- votur og hann getur ekki mætt þannig í næsta atriði verksins.“ Bandaríkjamenn trúðu sínum manni, og það þurfti Breta til að efast um rétt- mæti þessarar fullyrðingar. Gene Kelly var eitt sinn spurður að því hvort það hefði ekki verið erfitt að dansa þetta titilatriði. Hann sagði að svo hefði ekki verið. Erfiðið hefði allt verið hjá pípulagningamönnunum sem þurftu að útvega rigningu á afar langa götu. Framleiðandi kvikmyndasöngleiksins Sing- in’ in the Rain var Arthur Freed. Hann er mik- ilvægasti framleiðandi söngleikja sem uppi hefur verið. Það var Metro Goldwyn Mayer kvikmyndaverið, MGM, sem framleiddi Sing- in’ in the Rain og hjá þessu ríka kvikmyndaveri vann Arthur Freed í tvo áratugi (1939–1958) og framleiddi flesta bestu söngleikina sem komu frá Hollywood. Og það var einmitt hann sem samdi megnið af tónlist og textum í þenn- an fræga söngleik; árið 1929 samdi hann, ásamt Nacio Herb Brown, titillagið „Singin’ in the Rain“ fyrir mynd sem heitir Hollywood- revían árið 1929. Þetta lag hafði verið notað í fjórum kvikmyndum, áður en það kom fram í samnefndri kvikmynd árið 1952. En hvers vegna var verið að nota 23 ára gamalt lag í þetta verk? Það var vegna þess að handritshöf- undarnir fengu þá skipun að búa til söngleiks- handrit þar sem notuð væru lög úr gömlum MGM-söngleikjum. Söngleikir skiptast í sviðssöngleiki annars vegar og kvikmyndasöngleiki hins vegar. Sviðssöngleikir voru framan af, fyrst og fremst Broadway-söngleikir, en eins og flestir vita er Broadway í New York borg. Þegar talað er um tónlistarsögu sviðssöngleikjanna er átt við Broadway-söngleiki. Fyrstu mikilvægu laga- höfundarnir í tónasögu Broadway-söngleikj- anna, eru gjarnan kallaðir „Hinir fimm stóru“. Þeir voru: Jerome Kern, Richard Rogers, Cole Porter, George Gershwin og Irving Berlin. Jerome Kern Jerome Kern (1885–1945) var elstur þessara fimm stóru. Hann fæddist í New York, og dó þar, sextugur að aldri, úr heilablæðingu sem hann fékk er hann var í göngutúr á götum New York-borgar. Hann telst faðir söngleikjanna, leiddi þá út úr revíum, óperettum og einhliða persónulýsingum. Fyrsta þekkta lagið eftir hann er frá árinu 1914, „They Didn’t Believe in Me“. Það var með lögum sínum í söngleiknum Showboat árið 1927, sem hann og Oscar Hammerstein II bjuggu til fyrsta heildræna söngleikinn, þar sem lög og textar leiddu verk- ið áfram, en stöðvuðu það ekki eins og gerist með leikrit eða kvikmyndir þar sem lögum er skotið inn í atburðarásina til skrauts. Einn mikilvægasti listamaður söngleikjasögunnar, gerði handrit og ljóð í Showboat, Oscar Ham- merstein II. Sígild lög eins og „Ol’ Man River“, „Make Believe“ og „Can’t Help Lovin’ That Man“ lyfta Showboat í hæstu hæðir, sem söng- leik. Jerome Kern samdi lög í 36 söngleiki. Árið 1933 samdi hann lög í söngleikinn Roberta, sem fjallar um ástir bandarískrar fótbolta- hetju og rússneskrar prinsessu. Í þessum söngleik er ballaða eftir Jerome Kern sem margir kannast við: „Smoke Gets in your Eyes“. Richard Rogers Richard Rogers (1902–1979) var 17 árum yngri en Jerome Kern, og eins og hann einnig fæddur í New York. Hann samdi lög í yfir 40 söngleiki og flestir þeirra voru afar vinsæl verk. Hann vann nær eingöngu með tveimur textagerðarmönnum: Lorenz Hart fram að 1942 og svo með Oscar Hammerstein II. Rog- ers og Hammerstein sömdu fyrsta söngleikinn sem var sýndur oftar en 1.000 sinnum samfellt á Broadway, en það var Oklahoma! Þrír aðrir söngleikir eftir þá náðu þessu 1.000 sýninga marki: South Pacific, The King and I og The Sound of Music. Richard Rogers er sá söng- leikjatónsmiður sem á flest lög í söngleikjum, sem orðið hafa vinsæl. Þegar Richard Rogers vann með Lorenz Hart, samdi hann lögin á undan textunum; en því var öfugt farið þegar hann fór að vinna með Hammerstein, enda eru fyrri verk hans gjör- ólík þeim síðari. Ein ástæðan fyrir því að Rog- ers samdi lög sín áður en Hart gerði textana gæti verið sú að Hart var svoddan slarkari að hann hefur sjálfsagt ekki haft í sér aga til að semja texta að fyrra bragði. Lorenz Hart var New York-búi eins og Richard Rogers; hann var gáfnafarslegt undrabarn fæddur árið 1895 og var því sjö ár- um eldri en Rogers. Þeir voru mjög ólíkir per- sónuleikar, Hart lifði hátt og sveiflaðist mikið til í skapi, en Rogers var jafnlyndur og fremur þurr á manninn. Þegar þeir kynntust fékkst Hart við leikritaþýðingar. Hart var með alls konar tilfinningaflækjur í farteskinu, drykk- felldur mjög, en eitt allra besta, ef ekki albesta ljóðskáld sem komið hefur fram í söngleikj- unum. Söngleikurinn Pal Joey (1940) eða Félagi Jói er einn af fáum þekktum söngleikjum sem Rogers skrifaði með Hart. Þetta er mikilvægt verk í söngleikjasögunni, ekkert léttmeti held- ur djúp karakterstúdía sem fjallar um átök fullorðins fólks í ástamálum. Það var einmitt þessi söngleikur, Pal Joey, sem skaut Gene Kelly upp á stjörnuhimininn, en hann lék aðal- hlutverkið í frumuppfærslunni á Broadway ár- ið 1940. Kvikmyndaframleiðandinn David O. Selznick sá Kelly í þessu hlutverki á Broadway og bauð honum að koma til Hollywood í kvik- myndirnar, sem hann og gerði. Lorenz Hart vann einungis með Richard Rogers að söngleikjum. Hann var 48 ára þegar hann dó árið 1943. Þá var verið að endursýna verk þeirra A Connecticut Yankee á Broadway. Verkið var frumsýnt árið 1927 en í uppfærslunni á Broadway árið 1943 bættu þeir einu lagi við verkið „To Keep My Love Alive“. Þetta var síðasti textinn sem Hart samdi og hann dó meðan enn var verið að sýna verkið. Það var leikkonan Vivienne Segal sem söng SAGA SÖNGLEIKJANNA FRAM TIL 1952 „HINIR FIMM STÓRU“ Í þessari grein er fjallað um tónlistina í Broadway- söngleikjum fram að 1952, en þá kom kvikmynda- söngleikurinn Singin’ in the Rain fram, en þessi söng- leikur hefur nú verið tekinn til sýninga í Þjóðleikhúsinu. Morgunblaðið/Jim Smart Arthur Freed (1939–1958) framleiddi flesta bestu söngleikina sem komu frá Hollywood. Og það var einmitt hann sem samdi megnið af tónlist og textum í Singin’ in the Rain. Hér sjást Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson í uppfærslu leiksins sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins. E F T I R Á R N A B L A N D O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.