Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 15 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar. Til 31.8. Sýningin er í húsinu Lækjargötu 4. Saga borgar- innar er rakin frá landnámi til nú- tímans. Handverksfólk er í húsum safnsins flesta daga. Árnastofnun: Handritasýning opin 11–16 mánudaga–laugardaga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1.10. Fella- og Hólakirkja: Sigríður Jó- hannsdóttir og Leifur Breiðfjörð. Til 8.7. Galleri@hlemmur.is: Birgir Snæ- björn Birgisson. Til 17.6. Gallerí Reykjavík: Olga Pálsdóttir. Til 30.6. Gallerí Sævars Karls: Bragi Ásgeirs- son. Til 26.6. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema. Til 17.8. Hafnarborg: Werner Möll og Andr- eas Green. Til 2.7. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Til 31.8. Handverk og hönnun: Djásn og dýrð- leg sjöl. Til 8. júlí. Hulduhólar, Mosfellsbæ: Steinunn Marteinsdóttir. Til 24.6. i8, Klapparstíg 33: Hrafnkell Sig- urðsson. Til 16.6. Íslensk grafík: Valgerður Björnsdótt- ir. Til 17.6. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist.Til 29.7. Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til 12.8. Listasafn Borgarness: Bjarni Þór. Til 18.6. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2.9. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Þróun í list Ásmundar. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Norskir teiknarar. John Baldessari. Til 17.6. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Flogið yfir Heklu. Miðrými: Gretar Reynisson. Til 19.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 30.9. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Philippe Ricart. Til 1.7. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Margrét Magnúsdóttir. Til 23.6. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi.: Franski ljósmyndarinn Henri Cartier-Bresson. Til 29.7. MAN-sýningarsalur, Skólavörðustíg 14: Arnar Herbertsson. Til 20.6. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Silfurtún, Garðabæ: Skúlptúr á Silf- urtúni. Til 14.10. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Ásgeir Guðbjartsson. Til 22.7. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31.12. Slunkaríki, Ísafirði: Hjörtur Mar- teinsson. Til 1.7. Stöðlakot: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Til 24.6. Þjóðmenningarhúsið við Hverfis- götu.: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Crown College kór- inn frá Minneapolis. Kl. 17. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Gerður Bolladóttir sópr- an og Júlíana Rún Indriðadóttir pí- anó. Kl. 20:30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, fös. 22. júní. Syngjandi í rign- ingunni, lau. 16., mið. 20. júní. Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkun- um, lau. 16., fös. 22. júní. Píkusögur, lau. 16. júní. Iðnó: Rúm fyrir einn, fim. 21. júní. Feðgar á ferð, mið. 20. júní. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U þúsund mörkum [rúml. 13 millj. kr.], fyrir fyrstu skáldsögu ungskálds frá Bandaríkj- unum.“ Kinsky kvað þýska útgefendur einnig sorg- lega veika fyrir bókum sem auðveldlega má fella í svokölluð slot, eða söluflokka. „Gríska bók um gyðingasamfélag í Þessalóniku vildu þeir um daginn setja í flokk með bókum um helförina, með tilheyrandi auglýsingaslagorð- um. Þessi saga hafði samt ekkert með helför- ina að gera, eina tengingin var gyðingamenn- ing.“ Þótti henni synd hversu markaðssinnaðir stóru útgefendurnir væru í hugsun, en af fer- ilsskrá hennar má sjá að hún hefur þó ekki látið deigan síga við þýðingar utan af kanti. „Ég hef reyndar ekki praktíska lausn á þess- um vanda, en ég held að hugarfarsbreytingar sé þörf. Allir þeir sem starfa við bókaútgáfu og markað verða að endurhugsa afstöðu sína gagnvart þýðingum. Sem stendur er þýð- endum einfaldlega úthlutað of litlum tíma og of litlum launum og það getur ekki gengið þannig lengur.“ Gæðabækur og/eða sölubækur? Fundarstjóri, bandaríski þýðandinn Mich- ael Henry Heim, tók Kinsky á orðinu og kvaðst vera með praktíska lausn. „Hvernig væri að búa til eins konar kvarða sem skiptir bókmenntum í flokka; gæðabókmenntir og sölubókmenntir? Svipað og þegar matur er flokkaður sem ruslfæði og matur,“ sagði hann og áréttaði hugmyndina með tilvísun í kvik- myndaiðnaðinn. „Ég er frá kvikmyndaborg- inni Los Angeles og þar eru myndir gjarnan flokkaðar þannig: movie er mynd sem fyrst og fremst er ætlað að hala inn fé, en film er aftur á móti mynd sem á að svara ákveðnum listrænum kröfum. Gætum við ekki beitt svipaðri flokkun á bókmenntir?“ sagði hann og auglýsti eftir öðru hugtaki á móti orðinu bók. Einhver benti á að til væri hugtakið pulp en svo voru fleiri sem töldu að skipting sem þessi myndi fleyta fólki skammt. „Hver á til dæmis að ákveða hvað er bók og hvað ekki?“ spurði einn og annar sagði ótækt að koma á slíku flokkunarkerfi – það væri ekk- ert annað en vanvirðing við lesendur að ákveða að sumir hefðu „gæðasmekk“ en aðrir ekki. Malcolm Imrie, breskur umboðsmaður og fyrrum ritstjóri, átti lokaorðin: „Af þessum umræðum mætti ráða að nú um stundir ríkti algert einræði risaforlaga og sölubókasam- steypna. Ég vona að fólk hafi ekki gleymt því að það eru margir fleiri að gera góða hluti á bókamarkaði og því ber að fagna.“ Útlendingar geta líka orðið metsöluhöfundar Englendingar eiga enga stofnun sem sér sérstaklega um að koma enskum bókmennt- um á framfæri erlendis, sagði þýðandinn Ew- ard Osers í næstu pallborðsumræðum. Á Ír- landi og í Wales eru hins vegar starfandi slíkir sjóðir. „Þetta er ekki vegna hroka Eng- lendinga, skýringin er sú að útgefendur í öðr- um löndum hafa alltaf verið viljugir að gefa út bækur enskra höfunda. Það virðist ekki þörf á sérstakri hvatningu í þeim efnum.“ Aftur á móti eru í Englandi til sjóðir sem styrkja þýðingar erlendra bókmennta yfir á ensku, svo sem Arts Council, sem veitir and- virði 14 milljóna króna árlega, og Minning- arsjóður Stevens Spender, en í stjórn hans sitja m.a. Seamus Heaney, Harold Pinter og ekkja T.S. Eliots. „Minningarsjóður Spend- ers er tiltölulega nýr og hefur það göfuga markmið að finna verk sem gæðanna vegna eru þess virði að vera þýdd á ensku. Bók- menntir Austur-Evrópu hafa verið settar á oddinn og styrktar hafa verið þýðingar á bók- um frá Eistlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Rúmeníu, svo dæmi séu nefnd,“ sagði Osers sem sjálfur hefur þýtt úr tékknesku, m.a. verk eftir Ivan Klíma. „Höfundar eins og Marquez, Klíma og Eco hafa sýnt fram á að útlenskar bækur geta orðið metsölubækur í Englandi. En gleymum því ekki að útgáfa þýddrar bókar kostar enskt forlag um sjö þúsund pundum [1 millj. kr.] meira en útgáfa sambærilegrar bókar á ensku,“ sagði hann og kvað kostnaðinn skýra að hluta tregðu enskra forlaga við að gefa út þýddar bækur. Af 110 þúsund bókatitlum sem árlega koma út í Englandi eru aðeins um 2,5% þýðingar, sem er afar lágt hlutfall mið- að við önnur Evrópulönd. Var forseti Íslands ekki þýðandi? Bjørg Hedelykke, yfirmaður Dönsku bók- menntamiðstöðvarinnar, greindi frá starfsemi bókmenntakynningarsjóða á Norðurlöndum. Hún hafði verið beðin að fjalla um „norræna módelið“ en upplýsti að ekkert slíkt væri í raun fyrir hendi. „Það sem nær allar nor- rænu bókmenntakynningarmiðstöðvarnar eiga sameiginlegt er að þær eru litlar, með aðeins einn til fimm starfsmenn. Þær starfa hins vegar hver er með sínum hætti. Til dæmis eru aðeins tvö ár síðan íslenski bók- menntakynningarsjóðurinn, Bok.is, opnaði skrifstofu. Hann er rekinn af einum starfs- manni og fór starfsemin af stað á sínum tíma í heimahúsi,“ sagði hún og vöktu þær upplýs- ingar greinilega athygli áheyrenda. Rétt er að taka fram að Bok.is sér um samskipti við sambærilegar stofnanir erlend- is og veitir styrki til þýðinga á önnur tungu- mál, sem og til kynningar á íslenskum bók- menntum erlendis. Það er aftur Þýðingasjóður sem sinnir styrkveitingum til þýðinga yfir á íslensku. Til samanburðar má nefna að í Danmörku sér ein og sama stofn- unin um að styrkja þýðingar á og af dönsku, það er einmitt Danska bókmenntakynning- armiðstöðin sem Hedelykke stýrir. Í máli sínu undirstrikaði Hedelykke að skilvirkni norrænu kynningarmiðstöðvanna byggðist ekki síst á smæðinni. „Til þess að stofnanir sem þessar virki vel er líka nauð- synlegt að starfsmenn þeirra séu ekki sendi- ráðsstarfsmenn eða skrifstofublækur, heldur fólk sem hefur menntun eða virkan áhuga á bókmenntum, skriftum og þýðingum. Síðast en ekki síst þurfa þeir að vera opnir fyrir menningu annarra þjóða og lausir við for- dóma.“ Þegar hér var komið sögu greip fund- arstjórinn, Eward Osers, inn í og sagði að sér þætti afar merkilegt að heyra um eins- manns-skrifstofuna á Íslandi. „Er það ekki líka rétt að fyrrum forseti Íslands hafi verið þýðandi úr frönsku, áður en hún gerðist for- seti?“ spurði hann og fékk jákvæða staðfest- ingu úr salnum frá Jónínu Michaelsdóttur, formanni Bókmenntakynningarsjóðs, sem sat málþingið fyrir hönd Bok.is. Þá sjaldan þeir sýna okkur áhuga Pólska er meðal þeirra tungumála sem falla undir skilgreininguna „tungumál með takmarkaða útbreiðslu“. Pólland var „land ársins “ á Bókamessunni í Frankfurt í fyrra og upp úr því var stofnaður Pólski bók- menntasjóðurinn sem vinnur að útbreiðslu pólskra bókmennta. „Rithöfundurinn Stan- islaw Lem skrifaði fljótlega blaðagrein gegn stofnun sjóðsins og sagði að hann væri fátt annað en sóun á fé skattborgara. Tveimur vikum síðar lá á borði sjóðsins umsókn frá út- gefanda Lem um styrk til þýðinga á verkum hans,“ sagði Albrecht Lempp, sem var í for- svari fyrir verkefnið Polska2000, heiðursþátt- töku Póllands á messunni í Frankfurt. Með þessu átti hann við að sjóðurinn hefði hlotið blendnar viðtökur hjá fólki, en það sæi samt sem áður ávinninginn af því að hafa slíkan sjóð. „Sjóðurinn styrkir ekki bara þýðingar, heldur er hann um leið upplýsingamiðstöð um pólskar bókmenntir fyrir erlenda útgef- endur. Á síðustu árum hefur sprottið upp fjöldi nýrra forlaga í Póllandi og það er ekki fyrir hvern sem er að átta sig á landslaginu. Einfaldir hlutir eins og að finna símanúmer hjá litlu forlagi geta orðið útlendingum of- viða, og þá kemur sjóðurinn til aðstoðar. Það er nefnilega þannig að mörgum erlendum út- gáfufyrirtækjum þykir mikil fyrirhöfn að ráð- ast í þýðingar á bókmenntum minni mál- svæða, eins og Póllands. Þess vegna er nauðsynlegt að greiða götu þeirra sem skjót- ast, þá sjaldan þeir sýna okkur áhuga,“ sagði Lempp. VERÖLD NÁGRANNANS Britt Holtebekk sagði frá Culture 2000 og lýsti starfsemi Mercator Centre í Wales. Með heyrnartækjum gátu heimamenn hlýtt á túlkun erinda og upplestra sem fram fóru á ensku. sith@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.