Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 S ÝNINGIN „Samræmd heildar- mynd, kirkja, arkitektúr, gler- list, skrúði“ verður opnuð í Fella- og Hólakirkju, Hóla- bergi, í dag. Efnt er til sýning- arinnar í tilefni af því, að ný- lega luku Sigríður Jóhanns- dóttir og Leifur Breiðfjörð við að fullvinna allan skrúða fyrir kirkjuna, en 20 ár eru liðin frá því að fyrst voru lögð drög að byggingu hennar. Sigríður og Leifur hafa unn- ið skrúða og listskreytingar í náinni samvinnu við sóknarnefndir og arkitekta kirkjunnar, enda hefur markmiðið frá upphafi verið það að skapa kirkjunni samræmt heildaryfirbragð. Gefst gestum nú kostur á að skoða fullbúna kirkjuna og skrúða hennar, en í safnaðarsaln- um verða auk þess sýnd frumdrög, vinnu- teikningar og ljósmyndir af vinnuferli gler- listaverkanna og skrúðans, ásamt teikningum frá arkitektunum. Sigríður segir að markmiðið með sýning- unni hafi ekki síst verið það að gefa sýningar- og kirkjugestum kost á að upplifa samræmt heildaryfirbragð kirkjubyggingarinnar, list- skreytinganna og skrúðans, sem lögð hafi ver- ið áhersla á að skapa frá upphafi. „Frá því að ég lauk við að vinna skrúðann, hefur sókn- arnefnd kirkjunnar dálítið verið að ýta á okkur um að sýna hann og ætluðum við í fyrstu að sýna hann í sérstökum sýningarsal. Við sáum þó fljótt að það gekk ekki, því þannig hefði skrúðinn verið færður úr samhengi við kirkj- una. Þá kom upp sú hugmynd að halda sýn- ingu í sjálfri kirkjunni, en þannig geta gestir séð þá heildarmynd sem arkitektúrinn, gler- listin og skrúðinn mynda, auk þess sem lögð er áhersla á að gefa sýningargestinum innsýn í það vinnuferli sem að baki liggur,“ segir Sig- ríður. Litir og form kallast á Lögð hefur verið mikil rækt við uppbygg- ingu kirkjunnar á öllum stigum. Árið 1981 efndi sóknarnefndin til lokaðrar samkeppni um hönnun kirkjunnar og unnu hana arkitekt- arnir Gylfi Guðjónsson og Ingimundur Sveins- son. Kirkjan var vígð árið 1988 og var Leifi Breiðfjörð falið að vinna glerlistaverk í kirkj- una, sem voru sett upp í tveimur áföngum, ár- in 1997 og 1998. Á sama tíma var Sigríði falið að vinna kirkjuskrúðann, en Leifur vann auk þess muni á borð við kertastjaka og blóma- vasa. „Þetta fyrirkomulag gaf okkur einstakt tækifæri til að skapa litræna og formræna heild innan kirkjurýmisins, enda unnum við verkefnið saman frá upphafi,“ segir Sigríður. Meðan Leifur vann að glerlistaverkunum, gaf Sigríður sér góðan tíma til að viða að sér efni og hugmyndum fyrir skrúðann. Silkiefnið í höklana fann hún til dæmis þegar hún var stödd í Ástralíu, en þar er um að ræða gyllt kín- verskt silki. Í skrúðan- um sem Sigríður hefur unnið eru alls 45 stykki. Gerðir voru fimm hökl- ar og tvær stólur með hverjum hökli. Þá hann- aði Sigríður svokallaðan yfirhökul, auk þess sem gerð voru klæði á pred- ikunarstól, kaleiks- klæði, korporalhús, korporalsdúkar og þurrkur. „Við teiknuð- um allan skrúðann á sama tíma og tókum mið af arkitektúr kirkj- unnar, formum og litum í glerlistaverkunum. Við lögðum upp með einfalda drætti, þar sem við létum bogaformið í höklunum kallast á við samskonar form í altar- istöflunni.“ Litirnir í kirkjunni, glerlistaverk- unum og skrúðanum eru einnig samræmdir, en þau Sigríður og Leifur tóku snemma þá ákvörðun að nota sterka liti, sem kallast hver á við annan. „Glerlistaverk Leifs eru sérstak- lega unnin með þetta litasamspil í huga. Lá- réttu gluggarnir sem liggja um kirkjuna, eru unnir í tveimur lögum, þar sem ytra lagið er steint gler, en fyrir innan sandblásið spegilgler, sem varpar mismunandi endur- varpi eftir birtu og af- stöðu kirkjugestsins,“ segir Sigríður. Skrúð- inn er jafnframt lits- terkur og íburðarmik- ill og bendir Sigríður á að sú ákvörðun hafi verið tekin með rýmið í huga. „Kirkjurýmið er mjög stórt og kalla list- skreytingarnar því á mjög sterka og afgerandi drætti“. Sigríður segir að lokum að þeim Leifi hafa þótt einkar vænt um þetta verkefni. „Samstarf okkar við prestana og sóknarnefndina var ein- staklega gott og náið, og að öðrum ólöstuðum getur maður ekki annað en dáðst að því hversu vel hefur verið staðið að því að byggja kirkj- una og skrýða hana. Áhersla kirkusóknanna á það að gera skrúðann með svo vönduðum hætti, sýnir hversu næm hún er fyrir þeirri menningarlegu arfleifð og þeirri táknfræði sem liggur í kirkjuskrúðanum. Fyrir okkur Leif var hér um algert draumaverkefni að ræða og einstakt tækifæri sem listamenn fá ef til vill í mesta lagi einu sinni á ævinni,“ segir Sigríður að lokum. Sýningin í Fella- og Hólakirkju stendur til 8. júlí næstkomandi, en hún verður jafnframt kynnt á Kirkjudögum um Jónsmessu í Vörðu- skóla. Kirkjan og sýningin eru opin virka daga frá kl. 10-16 og um helgar frá kl. 13-18. Sunnu- dagana 24. júní, 1. og 8. júlí er guðsþjónusta kl. 20. HIN SAM- RÆMDA HEILD Ljósmynd/Leifur Breiðfjörð Altari Fella- og Hólakirkju. Glerlistaverkin vann Leifur Breiðfjörð. Hvítur hátíðarhökull, unninn af Sigríði Jó- hannsdóttur fyrir Fella- og Hólakirkju. FRÍSTUNDAMÁLARINN Don Martiner sjálfmenntaður í listinni en hann býrí Íslendingabænum Gimli í Kanada.Foreldrar hans, Guðrún Sigmundson og Gunnlaugur Sigurður Martin, fæddust á Hnausa, en foreldrar þeirra fluttu til Manitoba frá Eyjafirði, Seyðisfirði og Snæfellsnesi. Don Martin á fjögur börn með Bennu, eig- inkonu sinni, og þau eiga 10 barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Byrjaði að mála fyrir um 20 árum Hann hefur gert ýmislegt um dagana, var lögreglumaður, keypti og rak hótel á Gimli í þrjú og hálft ár og fyrir um 20 árum opnaði hann verslun með myndlistarvörur á Gimli. Um sama leyti tók hann upp penslana og byrj- aði að mála, einkum með akríllitum. Hann hélt upp á 69 ára afmælið á Hofsósi 2. júní sl. Viku síðar varð stóri draumurinn að veruleika, og „það er heiður fyrir Vesturfara- setrið að fá að láta þann draum rætast“, stend- ur meðal annars í sýningarskrá. „Þegar ég byrjaði að mála átti ég mér þann draum að opna sýningu á Íslandi, en ég var sannfærður um að hann myndi ekki rætast,“ segir Don Martin. „Þegar ég heimsótti Ísland 1998 ræddi ég við konu í listasafni í Reykjavík og hún sagði að ég gæti komist að eftir tvö ár. Hins vegar þyrfti ég að borga mikið fyrir að- stöðuna, meira en ég hafði ráð á, og því hætti ég að hugsa um þetta. Í sömu ferð hitti ég Val- geir Þorvaldsson, framkvæmdastjóra Vestur- farasetursins, og hann var mér mjög hjálpleg- ur. Eftir að ég kom heim málaði ég litla mynd af Hofsósi og sendi honum sem þakklæti fyrir aðstoðina. Ég átti nokkrar myndir á sýningu sem var sett upp á Gimli í tilefni 125 ára land- náms Íslendinga við Winnipegvatn í október í fyrra og þar hitti ég Valgeir aftur. „Gaman að sjá þig,“ sagði hann. „Nú get ég loks þakkað þér fyrir myndina.“ Í kjölfarið sagðist hann ætla að bjóða mér að vera með sýningu í Vest- urfarasetrinu á Hofsósi sumarið 2001 og ég starði á hann undrunaraugum. „Hvað sagðir þú, góði minn?“ spurði ég því ég trúði ekki því sem ég heyrði. Hann endurtók boðið, en ég bauð honum að koma heim og líta á fleiri verk áður en hann tæki svona stóra ákvörðun. Hann kom heim til mín daginn eftir og leit á fleiri verk mín. „Við gerum þetta,“ sagði hann og þar með hófst undirbúningur sýningarinnar.“ Don Martin kemur frá Nýja Íslandi og hann segir að þeir Valgeir hafi rætt um að mynd- irnar endurspegluðu Nýja Ísland og lífið þar undanfarin 125 ár, en sýningin heitir einmitt Spegilmynd Nýja Íslands. „Ég hófst þegar handa við að mála í vetur og á hverjum morgni vaknaði ég og taldi að mig hefði verið að dreyma þetta en hér er ég, með 40 nýlegar myndir á sýningu á Hofsósi,“ segir Don Martin. „Þetta hefur verið ótrúleg reynsla og upplifun og móttökurnar hérna á Hofsósi eru ólýsanlegar. Allt fólkið ber mig á höndum sér og ég hlakka til að segja frá ævintýrinu.“ Þessi sjálfmenntaði málari hefur fengið við- urkenningar vestra fyrir myndir sínar, en hann hefur t.d. sýnt myndir sínar á sýningu í tengslum við Íslendingadaginn á Gimli á hverju ári í mörg ár. Hann málar fyrst og fremst það sem fyrir augu ber á heimaslóðum; atvinnulífið, byggingar og báta, en á sýning- unni eru einnig nokkrar myndir frá Íslandi. Don Martin segir að hann hafi alltaf haft gaman af því að teikna og mála. „Þegar ég opn- aði Harbour Hobbies 1982 byrjaði ég að mála fyrir alvöru en þegar ég var í skóla gleymdi ég mér oft í tímum við teikningar. En það var sem sagt einn kaldan dag í janúar sem ég byrjaði. Það voru engir viðskiptavinir og ég ákvað að nota tímann og fara að mála, eitthvað sem ég hafði ekki gert síðan ég var 16 ára. Ég heill- aðist af þessu og hef ekki stoppað síðan.“ Loksins kominn heim Hann hefur komið tvisvar til Íslands, 1983 og 1998. „Þegar ég kom fyrst til Íslands og horfði á hraunið úr rútunni frá Keflavík til Reykjavíkur fannst mér það ekki sérstaklega spennandi en þegar ég leit upp opnaðist sýn til fjalla í fjarlægð. Það var fögur sjón og þá sagði ég: „Nú finnst mér ég loksins vera kominn heim.“ Þetta var tilfinningaþrungin stund.“ Þegar hann opnaði sýninguna á Hofsósi var ritlistarnámskeiði rithöfundanna Davids Arna- sonar og Bills Holms að ljúka, en hann fylgdist með því allan tímann. „Þetta námskeið er frá- bært og einn morguninn datt mér í hug að sniðugt væri að halda svona námskeið fyrir myndlistarmenn í Bandaríkjunum og Kanada. Ef þetta gengur eftir þá byrjum við þegar næsta sumar en Valgeir hefur líka látið sér detta í hug að vera með svona námskeið fyrir fólk í nágrenninu. En tíminn leiðir í ljós hvað verður og það er allt í lagi að láta sig dreyma.“ DRAUMURINN VARÐ AÐ VERULEIKA Kanadamaðurinn Don Martin, sem er af íslenskum ættum, opnaði málverkasýningu, sem hann nefnir Spegilmynd Nýja Íslands, í Vesturfarasetrinu á Hofs- ósi fyrir viku og seldi um helming myndanna strax fyrstu sýningarhelgina. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON gekk með listamanninum um sýninguna. Morgunblaðið/Steinþór Don Martin við eitt verka sinna sem sýnir fiskibáta við Gimli. steg@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.