Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 13 EITT af leikverkum breska leikritaskáldsins Williams Shakespeares, Draumur á Jóns- messunótt, hefur nú verið kvik- myndað og eru öll hlutverk í höndum barna á aldrinum 8-12 ára. Hugmyndin er komin frá leikstjóranum Christine Edzard sem segist hafa fengið hug- myndina út frá sakleysinu og grimmdinni sem einkennir text- ann. „Hver er betur til þess fallinn en barn að koma slíkum texta til skila,“ segir Edzard í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph og kveður ósjálfráð viðbrögð barnanna henta vel leikverki, sem fjallar um ímyndaða veröld með grímuklæddum verum. Þessi útfærsla af Draumi á Jónsmessunótt hefur fengið þó nokkra umfjöllun í breskum fjölmiðlum sökum þess að börn- in, sem koma öll frá skóla ein- um í suðurhluta London, hafa mjög fjölbreytilegan bakgrunn. Enska er ekki móðurmál þeirra allra, sum koma frá vandræða- heimilum og þó nokkur þeirra höfðu aldrei heyrt minnst á Shakespeare. Að mati Edzard gerir þetta börnin þó hæfari til að leika hlutverk sín, en ef kennarar leiklistarskóla hefðu þjálfað þau. Tökur á myndinni tóku sex mánuði og verður hún frum- sýnd í heimabæ Shakespeares, Stratford-upon-Avon, á Jóns- messunótt. Hip-hop áhrif í ballettdansi DANSLEIKHÚS Harlem hefur að mati dagblaðsins New York Times leitað skemmtilegra leiða við að færa ballettdans til nútímans. Dansflokkurinn, sem eingöngu er skipaður svörtum dönsurum, hefur jafnan gefið sig út fyrir að leita innblásturs fyrir verk sín heima fyrir og segir blaðið áhrifa hip-hop tón- listar nú verða vart í dans- verkum flokksins. Ólíkt hefð- bundnari dansflokkum sem leitað hafi á náðir nútímadans, þá hafi Dansleikhús Harlem, sem stofnað var í lok sjöunda áratugarins, þess í stað orðið fyrir áhrifum af menningu blökkumanna. Tónlist James Brown og Arethu Franklin eigi þannig vel við verkin sem þessa dagana eru sýnd í Appollo leik- húsinu í New York og flokk- urinn nái að skapa skemmtileg tengsl milli klassískrar dans- hefðar og nútímalistar. Deilur um Listaháskóla Óslóar STJÓRNENDUR Listaháskóla Óslóborgar vilja brjóta skólann upp í sínar fyrri einingar, að því er dagblaðið Aftenposten greindi frá á dögunum. Listaháskólinn, þar sem m.a. er kenndur dans, leiklist, söngur og hönnun, varð til við samein- ingu minni skóla árið 1996. Sú sameining átti sér þó stað gegn vilja stjórnenda og hafa nú þrjár deilda skólans óskað eftir að slíta tengsl sín við Listahá- skólann og telur hönn- unardeildin til að mynda, að loforð um aðbúnað deildarinnar hafi verið svikin. Töluverðar deilur eru nú um framtíð skól- ans og menn ekki á eitt sáttir um það, hvort brjóta eigi hann upp í sínar fyrri einingar eða ekki. Listakademía Óslóborgar er til að mynda ósátt við að skólanum verði skipt upp og hefur lýst yfir vantrausti á stjórn skólans, á meðan aðrir segja deilur innan Listaháskól- ans óleysanlegar. Shakespeare leikinn af börnum ERLENT MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er þessa dag- ana á tónleikaferð um Kanada. Kórinn lagði af stað 6. júní og snýr heim á leið aftur 20. júní. Þá verða afstaðnir sex tónleikar á jafn mörgum stöðum allt frá austurströnd til vesturstrandar Kanada. Ferðin hófst á Prince Edward Island, aust- asta fylki Kanada, þar sem haldnir voru tvennir tónleikar. 7. júní söng kórinn í Kirk of St. Jam- es í höfuðborginni Charlottetown. Þrátt fyrir að hljómburður kirkjunnar sé lítill og aðstæður af- ar frábrugðnar því sem söngvarar Mótettukórs- ins eiga að venjast, tókust tónleikarnir vel og gerður var góður rómur að söng kórsins, að sögn Halldórs Haukssonar, eins kórfélaga. „Daginn eftir var sungið í St. Mary’s Church, fallegri kaþólskri kirkju í 70 kílómetra fjarlægð frá Charlottetown. Þar er reglulegt tónleika- hald á sumrin og höfðu umsjónarmenn kirkj- unnar á orði að sjaldan hefði aðsókn verið jafn góð og að tónleikum Mótettukórsins,“ segir Halldór. Efnisskrá fyrri tónleikanna var sú sama og flutt var á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju á öðrum í hvítasunnu, en í Maríukirkjunni söng kórinn hluta þess efnis og bætti við nokkrum vel völdum íslenskum lögum af veraldlegum toga. Dvöl kórsins á Eyju Játvarðs prins var ánægjuleg, að sögn Halldórs. Milli tónleika var frægasta dóttir eyjarinnar heimsótt, Anna í Grænuhlíð. Styttra til Tókýó en til Halifax Frá Prince Edward Island var haldið til millj- ónaborgarinnar Toronto í Ontariofylki. „Þar var byrjað á því að snæða í hæstu hæðum á veitingastað í hinum fræga CN-turni, sem er einhver hæsta bygging í heimi. Eftir göngutúr á glergólfi rúmlega 300 metrum yfir iðandi næt- urlífi borgarinnar var snúið heim á hótel, þar sem kórinn lenti í smávægilegum hrakningum,“ segir Halldór, en eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær fór brunavarnakerfi í gang um nóttina. Engan sakaði þó í minniháttar bruna. „Kórfélagar létu þetta óskemmtilega nætur- brölt ekki á sig fá og skiluðu sínu með sóma á tónleikunum í St. James Cathedral daginn eft- ir,“ segir Halldór. Snemma morguninn eftir var lagt af stað til Vancouver í Bresku Kolumbíu á Kyrrahafs- strönd Kanada. Þegar þangað var komið var orðið mun styttra til Tókýó en til Halifax. Veðr- ið sem tók á móti hópnum var þó kunnuglegt: 12 gráða hiti og rigningarsuddi. „Tónleikarnir í Vancouver voru haldnir 12. júní í Christ Church Cathedral, anglikanskri kirkju sem virtist ósköp lítil í miðri skýjakljúfa- þyrpingu. Að venju fór aðsókn fram úr björt- ustu vonum og var til marks um að þeir ein- staklingar og Vestur-Íslendingafélög sem lagt hafa hönd á plóginn við að skipuleggja og kynna tónleikaferðina hér vestra hafa unnið frábært starf. Ferðin hefur bæði verið kynnt meðal fólks af íslenskum ættum og í almennum fjöl- miðlum, sem hefur gert það að verkum að áheyrendaskararnir hafa verið skemmtilega blandaðir.“ Framundan eru tvennir tónleikar í viðbót, í Calgary í Albertafylki og í Winnipeg í Mani- toba. Kórinn mun einnig syngja við óformlegri tækifæri á þessum Vestur-Íslendingaslóðum, meðal annars við bæ Stephans G. Stephans- sonar í Markerville og við styttu Jóns Sigurðs- sonar, sem stendur við þinghús Manitobafylkis. Aðsókn fram úr björtustu vonum Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni, áður en haldið var til Kanada. ÍSLENSKAR þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opnuð hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni eru margar af kunnustu þjóðsagnamyndum lista- mannsins. Þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. „Ásgrímur Jónsson lagði ásamt öðrum grunninn að íslenskri nútímalist í byrjun 20. aldar. Hann var fyrsti íslenski málarinn sem gerði myndlistina að aðalstarfi og íslenskt landslag var meginviðfangsefnið,“ segir Ólafur Kvaran safnstjóri. „En Ásgrímur var líka fyrsti íslenski myndlistarmaðurinn sem sótti efni- við í þjóðsögur og ævintýri og var einkar afkastamikill á því sviði. Í safni hans eru um 1.500 myndir sem tengjast efni þjóðsagna og ævintýra en í teiknibókum hans á þriðja þúsund teikninga og stór hluti þeirra er úr þjóð- sögum.“ Ásgrímur Jónsson og þjóðsögurnar „Í þjóðsagnamyndunum sem Ásgrímur Jónsson gerði mest allan feril sinn lét hann hugann reika og tjáði tilfinningar á opinskárri hátt en í lands- lagsmyndunum,“ heldur Ólafur áfram. „Þjóðsagnamyndirnar birtust aðallega í bókum, þar sem bæði börn og fullorðnir kynntust þeim vel.Ýmsar skýringar eru á því að Ásgrímur leitaði snemma hugmynda í þjóðsögum. Hann ólst upp í sveit og hefur þar eflaust kynnst gömlum sögnum og munnmælum. Bókmenntaleg táknhyggja hafði verið ríkjandi í danskri myndlist þegar hann kom til starfa og náms í Kaup- mannahöfn 1897 og efni þjóðsagnanna hentaði verkum í þeim anda. Sam- tímis var þjóðlegur arfur í sífellt meiri hávegum hafður á Íslandi þar sem sterk þjóðernishyggja litaði samfélagið,“ segir Ólafur. Skarpar andstæður eru áberandi í fjölda þjóðsagnamynda Ásgríms, að dómi Ólafs, þar sem skessur eða þursar reyna að gera fólki mein. „Mað- urinn stendur andspænis hinu ægilega sem er stærra og sterkara en hann sjálfur, en einnig sakleysið og fegurðin andspænis svikum og ljótleika. Þessar andstæður voru þekkt minni í táknsærri myndlist og virðist sem Ás- grímur hafi meðvitað eða ómeðvitað vísað til þess í túlkun sinni á ævintýr- unum. Þetta á einkum við myndir hans úr sögunni af Mjaðveigu Mánadótt- ur. Sagan af Mjaðveigu var Ásgrími einkar hugstæð. Úr henni er á annað hundrað teikninga í safni hans og sýna þær nánast allar sama atriðið, Mjað- veigu sem fanga í klóm risans. Hvítklædd stúlkan stendur sem tákn um sakleysi og hreinleika andspænis hinum grófa og gráðuga risa sem ágirnist mjúkan líkama hennar.“ Safn Ásgríms Jónssonar er deild í Listasafni Íslands. Það er opið daglega kl.13.30-16 en lokað á mánudögum. Ókeypis aðgangur er þar á miðvikudögum eins og á aðrar sýningar á veg- um Listasafnsins. Sýningin stendur til 1. september. Þjóðsögur í myndum Ásgríms Jónssonar Ásgrímur Jónsson gerði á annað hundrað mynda um Mjaðveigu Mánadótt- ur og grófa og gráðuga risann sem girnist hana, tákn hreinleikans og sak- leysisins. Þessi mynd er frá árunum 1957–’58.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.