Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 T ALSVERT var fjallað um styrki til þýðinga og hlutverk bók- menntakynningarsjóða á mál- þinginu Literature Across Fron- tiers (Bókmenntir yfir mærin) í Prag fyrir skömmu. Rætt var um ferlið sem liggur að baki út- gáfu bókar á öðru tungumáli og þátt opinberra sjóða í því ferli. Greinilegt var óþol gesta gagnvart skrifræði og seinagangi í afgreiðslu umsókna og niðurstaðan virtist sú að minni stofnanir og sjóðir væru að jafnaði betri kostur en styrkjakerfi Evrópusam- bandsins eða aðrar stórar einingar, jafnvel þótt þar kunni að vera meiri peningar í um- ferð. Lise Vandborg frá Nordbok, ráðgjafaskrif- stofu undir hatti Norrænu ráðherranefnd- arinnar, lýsti jákvæðum árangri af samvinnu Norðurlandanna til tuttugu ára við kynningu á bókmenntum sínum. Til skrifstofunnar er bæði hægt að sækja um þýðingarstyrki og út- gáfustyrki og er ekki farið eftir höfðatölu þjóðanna við úthlutun, heldur fyrirhugaðri dreifingu bókanna. „Þegar Skandinavar hitt- ast, tala þeir yfirleitt ekki saman á ensku eins og við gerum á þessu málþingi, heldur á skandinavísku,“ minnti Lise á. „Þegar fólk áttar sig á þessu, spyr það gjarnan hvort það sé þá ekki óþarfi fyrir okkur að vera að þýða bókmenntir hvert annars. Sannleikurinn er hins vegar sá að mikill minnihluti fólks les og skilur vel bækur á öðrum Norðurlandamál- um. Á svæðinu eru töluð átta tungumál og því eru þýðingar okkur lífsnauðsynlegar.“ Hún bætti við að Nordbok styrkti einnig þýðingar bóka frá Eystrasaltslöndunum, bæði yfir á norrænu málin og öfugt. „Við lát- um einnig þýða vinningshafa Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs og höfum í hyggju í framtíðinni að gera meira fyrir þær bækur sem tilnefndar eru til verðlaunanna en vinna ekki.“ Útrétt hönd til A-Evrópu Upplýsingar Lise um norræna styrki til Eystrasaltslandanna vöktu athygli gesta, en í ljós kom að fleiri lönd veita nábúum sínum hjálparhönd við að breiða út boðskap fag- urbókmennta. Austurríkismenn reka um þessar mundir átaksverkefnið „In Transit- um“ sem miðar að því að hvetja þjóðir Balk- anskagans til þess að koma bókmenntum sín- um á framfæri. „Hugmyndin er sú að þýðingar eigi fyrst og fremst að gefa okkur aðgang að okkar nánustu grönnum,“ útskýrði Sandra Sperlich, sem stýrir bókmenntadeild menningarstofnunarinnar KulturKontakt Austria. „Eftir áratug pólitísks og efnahags- legs ístöðuleysis á Balkanskaga þótti okkur nauðsynlegt að hefja til vegs á ný þýðingar úr austur-evrópskum málum yfir á þýsku og öfugt. Við vildum hjálpa þýðendum í þessum löndum af stað og gerum það meðal annars með beinum fjárframlögum. Við auðveldum þýðendum líka að dvelja um tíma við rann- sóknir í landi frumtextans með því að bjóða húsnæði, vasapeninga og jafnvel aðstoð við að ná fundum útgefenda. Einnig vinnum við að skipulagi vinnusmiðja, þar sem þýðendur sem vinna í sömu málum hittast og bera saman bækur sínar.“ Löndin sem eiga kost á að sækja um styrki undir merkjum „In Transitum“ eru Albanía, Slóvenía, Króatía, Makedónía, Júgóslavía, Bosnía, Búlgaría, Rúmenía, Grikkland og Tyrkland. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að Austurríki komi við sögu í ferlinu. Þannig eru veittir styrkir til þýðinga úr makedónísku yf- ir á þýsku, eða úr þýsku yfir á slóvensku, en ekki til þess að þýða milli slóvensku og make- dónísku. Spurt var úr sal hvort skrifræði tefði verk- efnið, eins og títt muni með slíka sjóði. Sper- lich kvað svo ekki vera, styrkumsóknir væru afgreiddar ár þremur mánuðum og það bæri að þakka því að bókmenntadeild KulturKon- takt væri fremur lítil og hæfilega þekkt. „Ef fleiri vissu af okkur og umsóknir tækju að flæða inn, myndi afgreiðslutíminn óneitanlega lengjast,“ játaði hún. Culture 2000 leynir á sér Fulltrúa Evrópusambandsins, Britt Holte- bekk, lánaðist ekki eins vel að svara áleitnum spurningum um skrifræði. Hún hljóp í skarð- ið fyrir yfirmann sinn, Antonios Kosmopoul- os, formann verkefnis sem nefnist Culture, Policy and Framework Programme Unit í Menningar- og menntanefnd Evrópusam- bandsins, en hann gat ekki mætt til mál- þingsins. Hið langa starfsheiti yfirmannsins gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom; langa upptalningu á umfangi Culture 2000, menn- ingarverkefnis sem sameinar áætlanir sem áður nefndust Ariane, Kalédoscope og Raphaël. Culture 2000 stendur m.a. að styrkveit- ingum til útgefenda til þýðinga á fagurbók- menntum og hægt er að sækja um styrki til þýðinga milli Evrópumála. Kom fram í máli Holtebekk að ekki skipti máli hvaðan höf- undar eða þýðendur væru, þeir gætu allt eins verið Kúrdar búsettir í Svíþjóð eða Norður- Afríkanar í Frakklandi, en styrkir til þýðinga á kúrdískum eða arabískum textum kæmu þó ekki til álita. Einungis væri miðað við evr- ópsk mál. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki ársins 2001 og sagði Holtebekk að um- sóknarferlið hefði verið einfaldað frá fyrra ári. Það hefði reynst talsvert þungt í vöfum í fyrra, en ekki mætti gleyma því að þá hefði verkefnið verið nýtt. Nú hefðu ýmsir agnúar verið sniðnir af. „En við verðum samt sem áður að hlíta ýmsum reglugerðum og römm- um – það er einfaldlega veruleiki sem við verðum að sætta okkur við,“ sagði Holtebekk þegar ítrekað var kvartað yfir því úr salnum hversu umsóknarfrestur væri stuttur miðað við umfang umsóknanna. Einn áheyrenda spurði hvers vegna Evr- ópusambandið styrkti einungis útgefendur en ekki þýðendur. „Það er til þess að tryggja að bókin verði gefin út,“ svaraði Holtebekk, en þá benti spyrjandi á að á umsóknareyðublöð- um væri þess krafist að útgáfusamningur lægi fyrir. „Það ætti að tryggja að bókin kæmi út, þó svo fénu sé veitt beint til þýð- andans,“ hélt spyrjandinn áfram. „Með þeim hætti gæti þýðandinn einbeitt sér strax að verkinu, í stað þess að draga það úr hófi, eins og oft vill verða þegar þýðendur eru að hlaupa í önnur störf á milli – störf sem þeir verða að sinna til þess að framfleyta sér þar sem ekki er von á greiðslu fyrir styrktu þýð- inguna fyrr en á útgáfudegi.“ Umræðurnar héldu áfram á næsta pall- borði og þar sat meðal annarra Richard Zen- ith, rithöfundur og mikilvirkur þýðandi milli portúgölsku og ensku. „Styrkir til útgefenda frá evrópskum stofnunum gera að verkum að útgefendur ráða því hvaða bækur eru þýdd- ar,“ sagði hann og bætti við að þar með næði forgangsröðun þýðendanna sjálfra ekki í gegn, hvað þá að tekið væri mið af eftirspurn lesenda. „Þetta kerfi er að vísu heiðarlegt gagnvart þeim höfundum sem þýddir eru, þeir eru sælir með sitt og fá höfundarlaun greidd. Hins vegar er spurning hversu heið- arlegt það er gagnvart þýðendum – þeir fá aðeins laun ef þeir eru heppnir,“ sagði hann og benti á að styrkurinn kæmist ekki alltaf óskertur í vasa þýðandans. „Stundum er það þannig að útgefendur nota hluta af styrkfénu til að greiða fyrir prentun bókarinnar. Þýðandinn fær þá ekki nema eins konar afgang af styrknum.“ Hann tók dæmi um hvernig útgefendur geta misnotað styrkjakerfið, fái þeir styrki greidda áður en bækur koma út. „Ég veit til dæmis um útgefanda sem safnaði það miklum styrkjum áður en bókin var gerð, að hann sá strax fram á hagnað. Og til þess að hámarka hagnaðinn ákvað hann að minnka bókina úr 450 blaðsíðum í 300. Þannig lækkaði fram- leiðslukostnaður bókarinnar. Að auki minnk- aði hann upplagið niður í eitt þúsund eintök og „græddi“ þar með talsvert fé í eigin vasa. Þýðandinn fékk hins vegar ekki greitt nema fyrir þær síður sem notaðar voru, í stað doðr- antsins sem hann hafði upphaflega þýtt.“ Hann nefndi og dæmi um útgefendur sem hættu við kostnaðarsama dreifingu bóka sinna þegar styrkir væru í höfn. „Þeir láta duga að prenta fáein eintök til þess að senda styrktarsjóðunum, svona rétt til staðfestingar á því að bókin hafi komið út.“ Zenith hafði þó engar handbærar lausnir á þessum spillingarvanda í útgáfugeiranum. „Það eru og verða alltaf viðhafðir klækir þar sem peningar eru í spilinu. Við því er lítið hægt að gera. En ég legg til að meiri beinum styrkjum verði varið til þýðenda. Þeirra sýn ætti að fá að vera meira ráðandi og þýð- endum ætti að vera treyst betur en verið hef- ur.“ Sjálfur hefur Zenith hlotið ýmsa beina styrki til þýðinga á bókum portúgalskra höf- unda, og telur það hafa veitt sér ómissandi svigrúm. Reyndar hefur honum að sögn aldr- ei tekist að klára einstaka bækur innan þeirra þröngu tímamarka sem kveðið er á um í úthlutunarreglum. „Styrkirnir hafa engu að síður nýst til góðra verka. Ég hef í millitíð- inni birt hluta þýðinganna í tímaritum, flutt fyrirlestra, skrifað lærðar greinar og þannig byggt upp feril sem virkur þýðandi. Mér hef- ur með ýmsum hætti lánast að kynna Fern- ardo Pessoa og aðra portúgalska höfunda fyrir hinum enskumælandi heimi með leiðum sem hefðu verið ófærar án styrkja.“ Þýðingar eru illa launað starf Esther Kinsky hefur þýtt yfir fjörtíu bæk- ur úr pólsku á þýsku og kvað fremur sterkt styrkjakerfi við lýði í Þýskalandi. Af 60–70 þúsund titlum sem þar kæmu út á ári væru 10–12% þýddar bækur. „Þýðingar eru þó fremur illa launað starf, þrátt fyrir styrkja- kerfið,“ sagði hún og kvartaði einnig yfir því að áhugi útgefanda á enskum texta væri yf- irþyrmandi, á kostnað bókmennta frá öðrum málsvæðum. „Þekktum pólskum höfundi eru kannski boðin aum 3000 mörk [rúml. 130 þús. kr.] fyrir útgáfuréttinn að skáldsögu, og hon- um er sagt að taka boðinu eða gleyma því ella. Á hinn bóginn slást forlögin um að yf- irbjóða hvert annað, jafnvel allt upp að 300 ÞÝÐINGAR VEITA AÐGANG AÐ V Þýðendur fagurbók- mennta eru undrandi þegar styrkir til þýðinga eru fremur veittir útgef- endum en þýðendum sjálfum. Skrifræðið í kringum styrkina þykir líka til trafala. SIGUR- BJÖRG ÞRASTARDÓTTIR hlýddi á frásagnir af skil- virkari leiðum sem sann- að hafa gildi sitt. Ljósmynd/Martin Civín Sandra Sperlich frá KulturKontakt Austria og Lise Vandborg frá Nordbok á pallborði í Prag. Áheyrendur á málþinginu í Archa-leikhúsinu í Prag tóku virkan þátt í umræðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.