Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 S KEMMTANAGILDI myndlist- ar er mismikið enda leggja listamenn afar ólíkar áherslur á þann þátt í myndlistinni. Það hefur hinsvegar verið fullyrt að yngsta kynslóð myndlistar- manna leggi ofuráherslu á skemmtanaþáttinn í verkum sínum og ekki aðeins í þeim heldur að öll um- gjörð verkanna snúist um að skemmta sjálfum sér og öðrum. Nú stendur yfir í einu af ungu en stóru lista- söfnum Þýskalands, Kunstmuseum Wolfs- burg, sýning sem kemur frá Walker Art Cent- er í Minneapolis og Geoorges Pompidou listasafninu í París sem tekur einmitt fyrir skemmtun í myndlist nútímans og heitir ein- faldlega „Let́s Entertain“. Skemmtanir eru stór þáttur í lífi okkar og sennilega mun stærri en við gerum okkur grein fyrir. Hvort sem um er að ræða sjónvarp, leikhús, kvikmyndir, tímarit, bækur, tölvur, tónlist, auglýsingar, íþróttir, Netið eða dag- blöð, allir þessir þættir tengja á einn eða annan hátt upplýsingar, afþreyingu og skemmtun. Og þetta eru um leið hlutir sem yngsta kynslóð myndlistarmanna á það sammerkt að hafa alist upp við allt frá barnæsku og í sífellt meira mæli til dagsins í dag. Það þarf því engan að undra þó að þetta séu oftar en ekki mikilvægur efniviður í myndlist þessarar kynslóðar lista- manna. Rífum niður listasöfn Skemmtanir hafa sennilega verið umfjöllun- arefni listamanna frá örófi alda en ef til vill má segja að dadaistarnir í upphafi síðustu aldar og svo fluxuslistamenn hafi verið þeir fyrstu sem unnu meðvitað út frá skemmtanagildi mynd- listar með alls konar uppákomum og gjörn- ingum. Listamennirnir sem oft voru afar rót- tækir í skoðunum hikuðu ekki við að blanda saman stjórnmálum, myndlist og þjóðfélags- gagnrýni við skemmtun eða absúrdleikhús. Takmarkið var samt sem áður sjaldnast bara að skemmta áhorfendum heldur þvert á móti að ganga fram af þeim. Oft voru gerðar til- raunir til að afhjúpa hina „alvarlegu og leið- inlegu“ myndlist og gera grín að öllu saman. Árið 1963 stóðu nokkrir listamenn fyrir mót- mælum fyrir framan Metropolitan Museum of Art í New York, gegn „alvarlegum listum“. Þeir félagar Tony Conrad, Jack Smith og Henry Flynt gengu með borða sem á stóð: „Brjótum niður alvarlega menningu! Eyði- leggjum listir! Rífum niður listasöfn“, og á fyr- irlestri sem sá síðastnefndi hélt við sama tæki- færi „um snobb í listum“, þurftu gestirnir að ganga ofan á og þurrka sér á gólfmottu sem var eftirprentun af málverkinu af Monu Lísu. Mona Lísa hefur reyndar alloft verið skotskífa þegar listamenn hafa ráðist á hinar æðri listir. Á hana hefur verið málað skegg eða verkið af- skræmt á einhvern hátt af mörgum snillingum eins og Marcel Duschamp, Salvador Dali og Andy Warhol svo einhver dæmi séu nefnd. Listamaðurinn var þá gjarnan í hlutverki skemmtikrafts sem fór stundum yfir strikið en það var allt í lagi því þetta var jú listamaður og gamla klisjan um að þá þurfi nú ekki að taka al- varlega lifir enn góðu lífi. Margir listamenn eins og Dali og Warhol spiluðu með þessa ímynd og þóttust vera full- komin fífl, svöruðu út í hött í viðtölum eða bull- uðu bara eitthvað og allir höfðu gaman af. Til að nefna fleiri dæmi um uppreisn gegn þessum æðri, upphöfnu eða heilögu listum má nefna ýmsa „tónlistarmenn“ sem auglýstu gjarnan tónleika en skvettu svo vatni eða öðru slíku á tónleikagestina, eyðilögðu hljóðfærin eða misþyrmdu þeim á einhvern hátt. Þessir „tónleikar“ urðu svo að ákveðnum skemmtun- um en auðvitað af allt öðrum toga en hefð- bundnir tónleikar. Þeir félagar Dick Higgins og Ben Vautier voru ef til vill meðal frum- kvöðla þessarar tegundar gjörninga og til að nefna nærtækt dæmi af allt öðrum toga má benda á kvikmynd Friðriks Þórs Friðriksson- ar „Brennunjálssögu“ þar sem frumsýningar- gestir gátu séð eintak af bókinni brenna upp til agna á hvíta tjaldinu. Þessar tilraunir lista- manna til að eyðileggja staðnað form listarinn- ar með beinum mótmælum eða uppákomum og ganga fram af fólki má telja til breytinganna sem síðar urðu og allsherjar uppreisnar ungs fólks sem oft er kennt við 6́8 kynslóðina. Öldum saman hafði listin alltaf orðið upp- hafnari og heilagari svo að framsæknum lista- mönnum þótti kominn tími til að breyta þessu viðhorfi. Ekki endilega til að gera listina aftur að handverki eins og fyrr á öldum heldur til að skapa nýtt form og brjóta af sér gamla hlekki. Og ef til vill er myndlistin ennþá að fást á ein- hvern hátt við þetta breytta hlutverk því nýjar kynslóðir koma með nýjar stefnur og líta gjarnan á myndlist fyrirrennara sinna sem gamla og úr sér gengna. Þannig endurtekur sagan sig að einhverju leyti en flestir geta ver- ið sammála um að ákveðnar stefnur í myndlist jafnt og tónlist hafa haft afdrifaríkar breyt- ingar í för með sér og þar á meðal má telja dadaistana og fluxuslistamennina sem ruddu brautina fyrir aðrar stefnur sem síðar komu. GAMAN AÐ ÞESSU „Það hvort myndlist sé skemmtileg eða ekki er hins- vegar fullkomið smekksatriði því það sem einum finnst fyndið finnst öðrum leiðinlegt á sama hátt og fegurð er og verður afstæð. En flestir geta verið sammála um að góð myndlist taki mið af því þjóðfélagi sem við lif- um og hrærumst í og ef svo er þá hlýtur skemmtana- þátturinn að skipa þar veglegan sess.“ E F T I R H LY N H A L L S S O N Verkið „Leikvangur“, 1991, eftir Ítalann Maurizio Cattelan er dæmi um listaverk sem sýning- argestir geta leikið sér með, og það raunar margir í einu. „Dansgólf“, 1996, eftir Piotr Uklanski með blikkandi ljósum og danstónlist. Ljósmynd/Hlynur Hallsson Verkið „Þrír tengdir kassar/Innanhússhönnun fyrir rými til að sýna myndbönd“ frá 1986 eftir Dan Graham er notað til að sýna ólík myndbönd eftir Stan Douglas, Andy Warhol, Dara Birn- baum, Mike Kelly og fleiri sem þó öll fjalla á einn eða annan hátt um skemmtanaiðnaðinn. „Spectacular Experimental Art by Older People“, 2001, eftir Lily van der Stokker.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.