Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 3 SÓLARLJÓÐ (BROT) Rík þau urðu Ráðný og Véboði og hugðust gott eitt gjöra. Nú þau sitja og sárum snúa ýmsum eldi til. Á sig þau trúðu og þóttust ein vera allri þjóð yfir, en þó leist þeirra hagur annan veg almáttkum guði. Munað þau drýgðu á marga vegu og höfðu gull fyrir gaman. Nú er þeim goldið, er þau ganga skulu milli frosts og funa. Sólarljóð er íslenskt helgikvæði, talið frá þrettándu öld en varðveitt í handritum frá sautjándu öld. S AGNFRÆÐINGUM og stjórnmálafræðingum tutt- ugustu og fyrstu aldar verður ekki verkefna vant, þegar þeir skyggnast til baka og rýna í atburði og þróun mála á Íslandi á tuttugustu öldinni, viðburðaríkustu öld í sögu ís- lenskrar þjóðar. Sá sem þessar línur ritar hefur ekki lengra pólitískt minni en öldina hálfa og kannski illa það. En á því tímabili eða frá stofnun lýðveldisins á Þingvelli 1944 er sannarlega af nógu að taka. Forvitnilegt rannsóknarefni hlýtur það til dæmis að verða hvernig hér á Íslandi þreifst og dafnaði stjórnmálahreyfing sem var á móti næstum öllu sem til heilla og framfara horfði, sá drauga í hverju horni og formælti öllum verkum andstæðinga sinna sem voru óalandi og óferjandi – kallaðir öllum illum nöfnum svo sem föðurlandssvikarar og landssölumenn. Morgunblaðið var eina blaðið sem keypt var á bernskuheimilinu. Sjálfsagt hafa við- horfin mótast nokkuð af því, enda þótt póli- tík bæri aldrei á góma. Maðurinn sem bjó uppi á lofti keypti hins- vegar Þjóðviljann og eftir að lestrarkunn- áttan kom til sögunnar sat sveinstauli gjarn- an í stiganum á morgnana og las þetta blað, sem hafði nokkuð aðra sýn á þjóðmálin en Morgunblaðið. Í Þjóðviljanum las ég að ver- ið væri að selja landið og þótti að vonum heldur váleg tíðindi. Ég sá líka að Þjóðvilj- inn birti allt öðru vísi myndir af sjálfstæð- ismönnum en Morgunblaðið gerði. Mér er í minni mynd sem Þjóðviljinni birti reglulega af Bjarna Benediktssyni. Myndin var vond. Þessvegna var hún birt aftur og aftur. Til- gangurinn var auðvitað að reyna að gera lít- ið úr Bjarna Benediktssyni. Þessari mynd- birtingarstefnu fylgdi Þjóðviljinn raunar talsvert fram eftir öldinni. Annað tíðkaðist mjög á þeim bæ og var einnig gert andstæðingunum til háðungar að mati gjörningsmannanna, sem sé að nota miðnöfn manna þegar nokkuð þótti liggja við að koma á þá höggi. Þannig var Guð- mundur Í. Guðmundsson nefndur fullu nafni Guðmundur Ívarsson Guðmundsson ef Þjóðviljamenn töldu sig þurfa að koma á hann höggi. Það eimdi býsna lengi eftir af þessu. Menn voru líka uppnefndir ef það var talið þjóna málstaðnum. Matthías Johann- essen, skáld og ritstjóri, var kallaður „sálmaskáldið á Morgunblaðinu“. Það átti ekki að vera hrós. Höfundur þessara lína fékk sinn skammt og sannfærðist þá æv- inlega um að hann væri á réttri braut. En ósköp var þetta nú barnalegt allt saman. Sú blaðamennska, ef blaðamennsku skyldi kalla, sem iðkuð var á Þjóðviljanum sáluga verður rannsóknarefni fjölmiðlafræðingum framtíðarinnar. Það gæti orðið fróðlegur lestur. Við stigalesturinn á Þjóðviljanum frædd- ist maður líka um það hversu stórhættulegt fyrirbæri áburðarverksmiðjan sem var að rísa í Gufunesi væri. Málið var nefnilega þannig vaxið að verksmiðjunni var á einum sólarhring hægt að breyta í sprengiefna- verksmiðju fyrir Atlantshafsbandalagið! Enginn skyldi velkjast í vafa um að það yrði gert ef á þyrfti að halda og sprengjurnar færu að velta fram færiböndin í stað áburð- arpoka til íslenskra bænda. Sjálfsagt hafa einhverjir lagt trúnað á þetta bull, en and- staðan gegn áburðarverksmiðjunni, þessu þjóðþrifafyrirtæki, byggðist líklega einna helst á því að hún var að hluta byggð fyrir bandarískt lánsfé. Þetta minnir raunar svo- lítið á áróðurinn gegn Sementsverksmiðj- unni á Akranesi. Ekki aðeins átti tilkoma hennar að hafa í för með sér að fiskveiðar legðust að mestu af í Faxaflóa vegna skelja- sandsdælingar af hafsbotni heldur átti fisk- vinnsla á Akranesi einnig að leggjast af því sementsryk mundi smjúga um allt og fisk- urinn ekki verða markaðsvara. Hvorugt gekk þetta eftir enda reginbull. Sjómenn sóttust eftir að vera að veiðum í grennd við sanddæluskipin og fiskvinnslan blómstraði sem aldrei fyrr. Hitt er svo annað mál að engum mundi detta í hug í dag að reisa sem- entsverksmiðju í miðbæ vaxandi byggðar. En verksmiðjan er barn síns tíma og hefur gert Akurnesingum og þjóðarbúinu ómet- anlegt gagn. Allt verður þetta óneitanlega svolítið kyndugt frá sjónarhóli nýrrar aldar. En það er fleira sem verður skrítið þegar horft er um öxl. Það er sérkennilegt að heill stjórnmálaflokkur eða hreyfing skuli hafa lifað og þrifist á því að vera á móti flestu því sem til heilla horfði fyrir land og lýð. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna mætavel herferðina gegn aðild Ís- lands að Atlantshafsbandalaginu sem stóð í áratugi og okkur sem studdum aðild Íslands að varnarsamstarfi vestrænna þjóða voru ekki alltaf valin sérstök virðingarheiti, sam- anber vísuna sem rataði inn í Alþingistíðindi um okkur Árna Gunnarsson, sem nú stýrir Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði: Út úr neyð er engin leið, sem oss er greið að rata, í samvinnu við Árna og Eið úrbeinaða Natókrata! Það var svo eftirminnilegt nokkrum árum síðar að hlusta á þrábeiðnir forvígismanna fyrrverandi kommúnistaríkja í Austur- Evrópu um stuðning Íslands við aðild þeirra að NATO. Þeim hefur nú velflestum orðið að ósk sinni. En enn eru til íslenskir stjórn- málamenn sem berjast gegn aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu, svo ótrúlegt sem það raunar er. Þá er líka sérkennilegt að minnast barátt- unnar gegn álverinu í Straumsvík. Hafnfirð- ingar áttu að verða í bráðri lífshættu, gróður í grennd við álverið átti að visna og gott ef ekki verða baneitraður. Ekki hefur þetta gengið eftir fremur en aðrar hrakspár. Muna menn skrifin um Búrfellsvirkjun sem var forsenda álversins og malað hefur þjóðinni gull í áratugi? Virkjunin átti að verða óstarfhæf og lömuð lungann úr vetr- inum vegna ísingarvandamála. Á þessu var klifað dag eftir dag. Gekk þetta eftir? Öld- ungis ekki. Eða andstöðuna við aðild okkar að EFTA? Baráttuna gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem sam- þykktur var eftir margra vikna málþóf á Al- þingi? Nú vildu margir þá Lilju kveðið hafa. Það mætti halda þessu Rabbi lengi áfram í sama dúr en hér verður látið staðar numið að sinni. Fræðimenn framtíðar verða sem sé ekki í vandræðum með að velja sér áhuga- verð rannsóknarefni úr stjórnmálasögunni á ofanverðri tuttugustu öld. Þar er úr miklu að moða. En kannski kemur sú tíð, að þeir sem þessum sjónarmiðum héldu harðast fram og enn eru á dögum gangi nú fram fyrir skjöldu og viðurkenni að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er þó líkast til borin von og til of mikils mælst. VERÐUG VERKEFNI RABB E I Ð U R G U Ð N A S O N LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Mies van der Rohe var einn helsti áhrifavaldurinn í þróun byggingarlistar á síðustu öld. Hönnun hans er til umfjöllunar á tveimur sýningum í New York um þessar mundir, eins og fram kemur í grein Huldu Stefánsdóttur; í MoMA er fjallað um feril Mies í Berlín og í Whitney-safninu er varpað ljósi á störf hans eftir að hann settist að í Bandaríkjunum. Árholt er næstelsta hús á Húsavík og stendur fag- urrautt með hvítum gluggum neðst í skrúð- garði bæjarins. Freysteinn Jóhannsson rek- ur sögu hússins en það hefur alla tíð verið í eigu sömu ættarinnar en í dag eru 110 ár síðan frumbyggjarnir fluttu inn. Framtíðarborgin sprettur upp í Málmey að mati Braga Ásgeirssonar sem skoðaði risastóra alþjóðlega húsakaupstefnu í borginni nýlega er nefnist BOO1. „Húsagerð er mikil list,“ segir Bragi, „hvernig sem á málið er litið, einkum þegar búa skal manneskjunni lífrænt umhverfi í yfirþyrmandi og mengandi stór- borgum nútímans.“ Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í dag. Naumhyggja – hið knappa form, er heiti sýningar í 1. og 2. sal, en þar verða sýnd verk í eigu safnsins eftir nokkra fulltrúa naumhyggjunnar í íslenskri myndlist. Í sal 3 verður sýning á verkum Þorvalds Skúla- sonar og í 4. sal verður svo sýning á verkum Magnúsar Tómassonar. FORSÍÐUMYNDIN er málverk eftir Þorvald Skúlason, Komposition (1964, 1965).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.