Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001
Þ
AÐ er komið fram á haust, ég er á
göngu um borg æsku minnar. Ég
kem að neðanjarðarbrautinni þar
sem heitir Rauða Présnja, hér var
einu sinni verksmiðjuhverfi og þar
börðust verkamenn við lögreglu og
kósakka árið 1905. Á aðaltorginu
rís stórt minnismerki um þá at-
burði: verkamenn standa með hetjulegu látbragði
undir baráttufánum. Og þaðan sem ég stend sé ég
að þessar koparhetjur fyrstu rússnesku bylting-
arinnar eru að steyta hnefana framan í stórt nýtt
hús hinum megin við torgið og á því stendur
stórum stöfum: MacDonalds.
Amrískur skyndibitastaður og rússnesk bylt-
ingarrómantík hlið við hlið. Slík dæmi er að finna
um alla borg. Enda eru borgir undarlega þolin-
móðar, í þeim standa margir tímar hlið við hlið og
enginn getur séð fyrir hvað úr þeirri blöndu verð-
ur. Á Rauða torginu er á sínum stað kirkjan und-
ursamlega með mörgum laukturnum sem Ívan
grimmi lét byggja, þar hefur hún alltaf verið þótt
á sovéttímanum hafi komið fram tillögur um að
fjarlægja hana. Grafhýsi Leníns er líka á sínum
stað fyrir miðju torginu, þótt mikið hafi verið um
það rætt á valdadögum Jeltsíns að fjarlægja Len-
ín sjálfan úr því húsi. Götunni sem skrúðgöngur
fóru áður eftir inn á Rauða torgið á byltingaraf-
mælum hefur verið lokað með því að endurreisa
yfir hana borgarhlið frá keisaratímanum og kap-
ellu þar sem geymd er Guðs móðir frá Íversk,
helgimynd sem allt frá sautjándu öld var verndari
borgarinnar. Sumt hverfur, annað kemur aftur.
Og hver nýr höfðingi vill setja sinn eigin svip á
höfuðborgina, það er líka gömul saga og ný. Borg-
arstjórinn Lúzhkov á sér eftirlætis höggmynda-
smið sem heitir Tsereteli og hefur leyft honum að
reisa út um allt stórar og fáránlegar styttur, til
dæmis af bjarndýrum, hestum og þjóðsagnaper-
sónum sem stungið er ofan í gosbrunnaröð þarna
rétt hjá, undir Kremlarmúrum. Undir þessum
þjóðlegu steinkvikindum eru lúxusverslanir fyrir
ríka fólkið grafnar þrjár hæðir niður í jörðu, flott-
ar, alþjóðlegar og leiðinlegar.
Óvissa, ótti
Ég gæti vissulega haldið lengi áfram að segja
frá því sem augað sér, frá gömlum og þó nýopn-
uðum kirkjum, frá endalausum söluskálum um
allan bæ sem gera Moskvu alla að stóru Kola-
porti, frá glæsihúsum nýríkra Rússa sem rísa bak
við háa múra og harðlæst hlið, frá betlandi börn-
um og gömlum konum allslausum. En það sem
fyrir augu ber vekur spurningar, bæði um liðna
tíma og nýja, sem ég verð að láta gamla vini og
kunningja um að svara, og það eru þau svör sem
skipta máli í slíkri kynnisferð. Margt af því sem
fyrir eyru ber gat ég búist við að heyra: Það er
hægt að kaupa allt, en ekki hefi ég aura nema fyr-
ir nauðþurftum. Lítil klíka hefur stolið þjóð-
arauðnum og komið miklu af honum úr landi.
Spillingin er gífurleg. Glundroðinn afskaplegur.
Menningin í molum. Lög og réttur nafnið tómt.
Enginn hjálpar okkur, öðru nær. En samt lifum
við. Kannski höfum við orðið fyrir svo mörgum og
djúpum vonbrigðum að vonin blíð hljóti að bíða
okkar við næstu vegamót?
Menn eigra í óvissu um samtíðina og óttast
framtíðina: kannski eigum við von á hækkaðri
húsaleigu, kannski þurfum við bráðum að borga
meira í strætó og metró? – og öngvir peningar til.
Og ekki er óvissan minni þegar talið berst að for-
tíðinni. Hvað finnst rússneskum vinum mínum og
kunningjum um þau Sovétríki sem nú eru liðin
tíð? Hvað finnst þeim til dæmis um grimmasta
hluta sovéskrar sögu, Stalíntímann?
Fortíðin og Stalín sjálfur
Ég fór að finna gamlan vin, sagnfræðinginn
Marlen Korallov. Foreldrar hans voru í bylting-
unni og gáfu honum nafn sem er sett saman úr
nöfnum Marx og Leníns, Mar+Len. Þau fórust
bæði í fangabúðum Stalíns. Sjálfur var hann
handtekinn ungur stúdent og sat í fangabúðum
fimm síðustu æviár Stalíns. Hann tók þátt í
merkilegri uppreisn pólitískra fanga í nokkrum
illræmdum fangabúðum. Þeir tóku sig saman um
að steypa af stóli glæpamannaforingjum sem
kúguðu og misþyrmdu pólitísku föngum og
rændu þá – og það varð ekki gert nema með
manndrápum. Sem ég tók þátt í, sagði Marlen.
Hann er að skrifa minningar sínar um fangabúð-
irnar. Um það hvernig tvítugum pilti verður við
þegar hann fær 25 ára dóm vegna þess að kunn-
ingi hans hefur kjaftað frá meinlegri athugasemd
um Stalín. („Það er eins og að hrapa ofan í botn-
lausa tunnu.“) Um kynni af skáldum og herfor-
ingjum og litháískum skæruliðum og uppreisn
hinna pólitísku gegn glæpalýð og svo gegn yf-
irstjórn Kengaz-fangabúðanna. Öll erum við hé-
gómleg, segir hann, öll teljum við að okkar
reynsla sé merkilegust og mér, sem er orðinn 75
ára, finnst synd að fara úr heiminum án þess að
opna kjaftinn um allt sem ég vissi best.
(Vinkona okkar Lara segir mér að Marlen líti
niður á alla sem ekki hafi setið í fangabúðum, hon-
um finnist að enginn skilji mannlífið nema þeir.)
Nokkuð til í því, segir Marlen og hlær þegar ég
minni hann á þetta. Svo mikið er víst að Gúlagið
er óendanlegt frásagnarefni og rannsóknarefni.
Marlen talar um þessa tíma frá sjónarmiði
manns sem ber virðingu fyrir kommúnistum bylt-
ingartímanna (kynslóð foreldra sinna) en hatast
við stalínistana „sem stálu hugmyndum frá fyrri
kynslóð og fóru með þær að eigin geðþótta og í
anda þeirrar einu dyggðar sem þeir þekktu – auð-
sveipni við leiðtogann“. Og hann er varaforseti í
samtökum fyrrverandi pólitískra fanga, Memori-
al, sem vinna gegn því að þessir ógnartímar falli í
gleymsku.
En það gengur ekki of vel, segir hann. Þeim
fækkar ört sem vilja á okkur hlusta. Fyrir tíu ár-
um voru allir svo vonglaðir. Menn ætluðu að segja
skilið við alræðisfortíð, kasta öllu sovésku fyrir
borð og taka upp vestræna hætti og þóttust vissir
um að þá yrði allt gott. En síðan hafa menn orðið
fyrir svo miklum vonbrigðum, að harmleikir eins
og pólitíska galdraæðið 1937 eða blóðug sam-
yrkjuvæðing í sveitum Rússlands hlýtur að víkja
fyrir öðrum áhyggjum. Og við fáum að heyra nýj-
an söng: æ er ekki búið að skrifa meira en nóg um
þessar fangabúðir?
Það er rétt, segir Lara: ungt fólk veit ekkert
um fortíðina og vill ekki vita.
Gleymdu því ekki heldur, segir Nína, að
kannski hugsa fleiri með söknuði til tíma Stalíns
en byltingarára Leníns!
Hvernig getur staðið á því? Ég rekst á grein-
argerð um könnun félagsfræðinga á því, hvað
Rússar telja að hafi verið jákvætt í sögu þeirra á
tuttugustu öld. Þeir nefna fátt annað en sigurinn
yfir Hitler í heimsstyrjöldinni síðari. Þessi styrj-
öld er næstum því hið eina sem sameinar minn-
ingar Rússa með jákvæðum hætti. Þá vorum við í
sameiginlegum lífsháska, þá unnum við mikil af-
rek saman, upp úr þeirri raun risum við sem vold-
ugt ríki sem allir báru óttablandna virðingu fyrir.
Stalín græðir mikið á þessum viðhorfum. Stríðs-
árin voru líka hans tími. Þegar spurt er sérstak-
lega um afstöðu Rússa til Stalíns svarar um þriðj-
ungur því til að hann hafi verið skelfilegur
harðstjóri, sem bar ábyrgð á dauða fjölda sak-
lausra manna. Annar þriðjungur segir: hvað sem
öðru líður unnum við okkar sigur á Þýzkalandi
Hitlers undir hans forystu. Og enn einn þriðj-
ungur segir: við vitum enn ekki allan sannleikann
um Stalín – hvað sem þeir nú meina með því.
Hvers sakna menn?
Tökum annað dæmi: fortíð og nútíð menning-
arinnar. Svotil allir sem ég tala við sakna þess
menningarástands sem ríkti á Sovétrímanum.
Auðvitað sakna þeir ekki ritskoðunar sem stöðv-
aði margar merkar bækur, greinar og leiksýn-
ingar. En margir Rússar sakna þeirrar stöðu sem
listir og bókmenntir áður höfðu í samfélagi
þeirra, stöðu einskonar veraldlegrar kirkju sem
leitast, þrátt fyrir ýmsar þrengingar, við að vera
gagnrýnið og mannbætandi afl. Við lifðum á
helgisögnum um list og listamenn, sgir Marlen, á
trúnni á það að við gætum fundið okkur athvarf
og björgun í listum og bókmenntum.
Þegar á heildina er litið eru rússneskir vinir og
kunningjar fegnir því að vera lausir við smá-
smugulegt pólitískt eftirlit, ritskoðun, skort á
ferðafrelsi og vöruskort sovéttímans. En þeir sjá
um leið eftir starfsöryggi, félagslegu öryggisneti
og mörgu í menningarlífi þess sama tíma. Margir
hefðu helst viljað blanda saman því skásta í sov-
ésku kerfi og markaðskerfi. En í hvaða hlutföllum
og hvernig væri það hægt? – Það vita menn ekki.
Þessar þversagnir komu vel fram í skoðanakönn-
un um það hvað Rússar vildu helst í pólitík og
efnahagsmálum. 35% skiluðu auðu og töldu sig
ekki vita hvað þeir vildu. Samtals um 19% studdu
hugmyndafræði kommúnista og sósíalista. Jafn-
margir vildu blöndu af ýmsum hugmyndum og
stefnum. Og um 20% mæltu með „þjóðlegri rúss-
neskri endurreisn“ í staðinn fyrir að skipa sér til
vinstri eða hægri í pólitík.
Reyndar varð það niðurstaðan af mörgu sem
ég heyrði og sá í Moskvu í vetur leið, að mjög
margir Rússar, hvort sem þeir að öðru leyti telja
sig til vinstri eða hægri í tilverunni, væru á hraðri
leið inn í þjóðernishyggju. Við eigum ekki samleið
með Vesturlöndum, segja menn. Við hugsum
öðruvísi og erum öðruvísi en Þjóðverjar og Am-
ríkanar. Við þurfum á vissum skammti af þjóð-
ernishyggju að halda til að lifa af, sagði vinur
minn Júra Alexandrovitsj.
En þá er að spyrja: hvernig þjóðernishyggju?
Og hvað eiga menn við þegar þeir ætla að sækja
styrk í hugmyndir sínar um að Rússar séu öðru-
vísi en aðrir?
Sérstaða menntamanna
Lítum til menntamanna, sem löngum hafa sem
álitsgjafar haft drjúg áhrif á það hvernig Rússar
skilja hlutskipti sitt í heiminum. Það er hefð fyrir
því í Rússlandi, að menntamenn séu ekki fyrst og
fremst langskólagengið fólk heldur þeir sem telja
sér skylt að skipta sér af málum sem varða al-
mannaheill. Nota þekkingu sína til að gera gagn.
Ekki síst með því að uppfræða alþýðu og segja
sannleikann um fólsku valdhafa. Þessari afstöðu
fylgdi svo einatt ofmat á vísindum og skynsemi og
á því að menntamenn hefðu höndlað sannleikann:
ef á þá væri hlustað mundi vel fara.
HEYRT OG SÉÐ Í MOSKVU
VIÐ RÚSSAR ER-
UM ÖÐRUVÍSI…
E F T I R Á R N A B E R G M A N N
Verkalýðshetjur úr ko
Stytta af Stalín í geymslu með öðrum sovétminni
isvarði um Pétur mikla: þessa tvo menn tengja R
mest til um: Rússland verður stórveldi á 18. öld o
Viktor Rozov leikrita-
skáld: Það er búið að
eyðileggja meira en
Hitler tókst í stríðinu.
Marlen, fyrrverandi
pólitískur fangi, gefur
öllum helstu stjórn-
málahreyfingum fall-
einkunn.
„Ég gæti vissulega haldið lengi áfram að segja frá því
sem augað sér, frá gömlum og þó nýopnuðum
kirkjum, frá endalausum söluskálum um allan bæ sem
gera Moskvu alla að stóru Kolaporti, frá glæsihúsum
nýríkra Rússa sem rísa bak við háa múra og harðlæst
hlið, frá betlandi börnum og gömlum konum alls-
lausum. En það sem fyrir augu ber vekur spurningar,
bæði um liðna tíma og nýja, sem ég verð að láta
gamla vini og kunningja um að svara, og það eru
þau svör sem skipta máli í slíkri kynnisferð.“