Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. MARS 2002
S
EGJA má að hægt sé að meta
vinsældir tónskálda liðinna
alda, og þá sér í lagi hinnar
átjándu, út frá fjölda þeirra
verka sem voru ranglega eign-
uð þeim. Óprúttnir nótnaútgef-
endur hikuðu ekki við að setja
verk minni spámanna á sölu-
lista undir söluvænlegri nöfnum og misskiln-
ingur af þessu og ýmsu öðru tagi hefur skapað
tónlistarfræðingum verkefni allt fram á þenn-
an dag. Þegar Ígor Stravinskí tók að sér að út-
setja ítalska átjándu aldar tónlist fyrir ballett-
inn Pulcinella í lok annars áratugar síðustu
aldar stóð hann í þeirri trú að um væri að ræða
verk eftir Giovanni Battista Pergolesi. Tón-
verkaskrá þess vinsæla meistara hafði hins
vegar verið margfölduð af útgefendum eftir að
hann hvarf af sjónarsviðinu árið 1736, aðeins
26 ára að aldri, enda kom á daginn við nánari
athugun að tónlistin í Pulcinella var runnin
undan rifjum ýmissa ítalskra tónskálda.
Verkaskrá Josephs Haydns er einhver sú
lengsta og glæsilegasta í tónlistarsögunni, en í
hana hafa þó í gegnum tíðina slæðst verk sem
fræðimenn hafa átt fullt í fangi með að tína út.
Þekkt er dæmið um Leikfangasinfóníuna sem
lengi vel var talin verk Haydns en er í raun úr
smiðju Leopolds Mozarts. Nú á dögum er
Haydns helst minnst sem lykilmanns í sögu
hljóðfæratónlistar og þá sér í lagi hvað sinfón-
íuna og strengjakvartettinn varðar. Á meðan
hann var sjálfur uppi var söngtónlist hans ekki
síður í hávegum höfð og kirkjuverk hans þóttu
mikið afbragð. Það sést best á því að yfir
hundrað messur annarra höfunda voru um
lengri eða skemmri tíma skrifuð á hann!
Haydn þurfti þó engan veginn á þessari hjálp
að halda. Þær 13 messur sem varðveist hafa og
eru sannanlega frá honum komnar fleyta hon-
um hátt á lista yfir messumeistara aldanna.
Flestar bera þessar messur titil, sem sjaldnast
er frá höfundinum kominn, heldur ber að líta á
sem einhvers konar gælunafn og er einatt til
marks um vinsældir verkanna. Litla og Stóra
orgelmessan, Pákumessan, Nelsonmessan og
Sköpunarmessan eru allt þekktir titlar í tón-
listarsögunni og þá ekki síður Sesseljumessan
eða Missa Sanctae Caeciliae.
Það er rétt að skýra hvað átt er við með orð-
inu messa í tónlistarsamhengi. Íslendingar nú-
tímans leggja líklega flestir svipaða merkingu
í orðin messa og guðsþjónusta, en upphaflega
átti messa einungis við þegar um var að ræða
kirkjulega athöfn með altarisgöngu. Í hverri
messu er að finna nokkra fasta liði (ordin-
arium missae) sem halda sæti sínu allt kirkju-
árið. Þetta eru Miskunnarbæn (Kyrie), Dýrð-
arsöngur (Gloria) sem fellur reyndar niður á
föstum, Trúarjátning (Credo), Heilagur
(Sanctus) og Guðs lamb (Agnus dei). Þessir
textar voru og eru oftast sungnir einradda, en
allt síðan á fjórtándu öld hafa tónskáld verið
iðin við að semja fjölradda tónlist við þá. Á
fimmtándu og sextándu öld sömdu hundruð
tónskálda tónlist af þessu tagi sem flutt var í
messum. Smám saman fóru menn að bæta
hljóðfærum við söngraddirnar og þegar komið
var fram á tíma Haydns skiptust gjarna á kafl-
ar fyrir kór og einn eða fleiri einsöngvara við
undirleik hljómsveitar.
Messur Haydns dreifast yfir allan feril hans
og meðal þeirra eru bæði elsta varðveitta verk
hans og og hið síðasta sem hann lauk við.
Hann kynntist arfleifð messutónlistarinnar á
unga aldri og segir sjálfur svo frá í sjálfævi-
söguskissu sem hann skrifaði árið 1776, 44 ára
gamall: „Guð allsherjar (sem ég á svo stóra
skuld að gjalda) veitti mér í vöggugjöf miklar
gáfur á sviði tónlistarinnar og því gat ég þegar
á sjöunda ári sungið af öryggi með kórnum í
messum, og spilað aðeins á klaver og fiðlu.“
Það er gaman en um leið dálítið erfitt að reyna
að sjá fyrir sér hinn barnunga Joseph í kórn-
um, því myndin sem þekktust er af tónskáld-
inu er af virðulegum eldri herramanni, sem
kollegarnir kölluðu Papa Haydn í virðingar-
skyni.
Þessi fyrstu skref sín á kirkjutónlistar-
brautinni steig Haydn á meðan hann var í
skóla í Hainburg. Nokkru síðar fékk hann inn-
göngu í kór Stefánsdómkirkjunnar í Vínar-
borg, þar sem hann söng frá átta ára aldri og
þar til hann fór í mútur og var kastað á dyr um
tíu árum síðar. Næstu ár lifði Haydn við sult
og seyru í Vín, allt þangað til hann var ráðinn
tónlistarstjóri hjá Morzin greifa árið 1759. Sú
sæla stóð ekki lengi yfir, því greifinn lenti í
fjárhagskröggum og varð að leggja hljómsveit
sína niður skömmu síðar. Næstu stöðu gegndi
Haydn öllu lengur. Árið 1761 varð hann að-
stoðartónlistarstjóri hjá hinni valdamiklu Est-
erházy-ætt og var í raun í þjónustu hennar allt
til dauðadags, þótt hann hafi notið töluverðs
frelsis á seinni árunum og meðal annars farið í
langar og frægar ferðir til Lundúna.
Árið 1766 lést tónlistarstjóri Esterházys,
Gregorius Werner, og Haydn var umsvifalaust
hækkaður í tign. Hann var nú ekki einungis
ábyrgur fyrir kammertónlistarflutningi og óp-
erusýningum við hirðina, heldur hafði hann
kirkjutónlistina einnig á sínum herðum. Vísast
hefur hann viljað sannfæra Nikolaus fursta,
sem varð höfuð Esterházyættarinnar að eldri
bróður sínum látnum árið 1762, um að hann
gæti samið kirkjutónlist sem verulegt bragð
væri að og þar má kannski finna skýringu á
óvenjulegu umfangi messunnar sem hann
hófst handa við að skrifa árið 1766. Fleira
kemur þó til.
„Missa Cellensis – In honorem Beatissimae
Virginis Mariae – del Giuseppe Haydn mpria
(1)766“ stendur skrifað á titilsíðu eiginhand-
rits („mpria“ stendur fyrir “manu propria“,
„með eigin hendi“) sem varðveitt er í Búk-
arest. Hér er um að ræða hluta af því verki
sem síðar hefur verið kallað Sesseljumessa,
þótt höfundurinn hafi semsé upphaflega til-
einkað það Maríu guðsmóður. Ekki er vitað
hvenær Haydn lauk við þetta mikla verk, en
líkur benda til að það hafi ekki verið fyrr en ár-
ið 1773, einum sjö árum eftir að smíði þess
hófst. Þetta er langviðamesta messa tón-
skáldsins og í raun einhver sú lengsta í tónlist-
arsögunni. Verkið hefur greinilega ekki verið
ætlað til flutnings í messu, því það sprengir öll
mörk venjulegs helgihalds kirkjunnar, á sama
hátt og h-moll messa Bachs. Líklegra er að
messan hafi verið flutt á einhvers konar tón-
leikum og telja fræðimenn að Haydn hafi
skrifað hana fyrir hið virta félag „Bruder-
schaft zur Pflege der Tonkunst“. Þetta
Bræðralag tónlistarunnenda átti það sameig-
inlegt með fjölmörgum svipuðum félögum í
gegnum aldirnar að hafa valið sér 22. nóv-
ember sem sérstakan hátíðisdag til heiðurs
heilagri Sesselju, verndardýrlings tónlistar-
innar. Ekki er vitað hvort messa Haydns var
nokkurn tíma flutt á vegum bræðralagsins á
degi dýrlingsins, en nafn Sesselju hefur fest
við hana.
Örlög og uppruni Sesselju sjálfrar er hulin
jafnmiklu mistri og tilurðarsaga messunnar.
Hún er talin hafa verið uppi á 3. öld, þótt sumir
hafi reyndar haldið því fram að tilvist hennar
og saga sé uppspuni frá rótum. Hvernig sem
það nú var, er hún ein af kunnustu rómversku
píslarvottum frumkristninnar. Í sögnum segir
að hún hafi ung heitið Guði meydómi sínum og
að henni hafi tekist að fá manninn, sem hún
var neydd til að giftast, til að virða heit sitt og
snúið honum og bróður hans til kristinnar trú-
ar. Báðir liðu þeir píslarvættisdauða á undan
henni. Sesselja gaf eigur sínar fátækum en það
gramdist háttsettum embættismanni, Almach-
iusi, mjög og fyrirskipaði hann að hún skyldi
líflátin, brennd á báli segja sumar sagnir, sett í
sjóðandi heitt rómverskt bað segja aðrar sagn-
ir. Þegar ljóst varð að logarnir eða hitinn sök-
uðu hana ekki var hún hálshöggvin. Í byrjun 9.
aldar varð Sesselja verndarengill tónlistar-
manna og tónlistar og í myndverkum er hún
oft sýnd leika á orgel. Tengsl hennar við tón-
listina eru afar óljós og ef til vill byggð á mis-
skilningi, en það breytir ekki þeirri staðreynd
að hún hefur verið tilbeðin af tónlistarmönnum
um aldir og fjölmörg tónskáld hafa sungið
henni dýrð. Nægir þar að nefna þá Purcell,
Händel og Britten.
Sesseljumessa Haydns er ekki bara gríð-
arlega umfangsmikið verk heldur í alla staði
afar glæsilegt. Haydn sýnir þar fram á hversu
staðgóða þekkingu hann hafði til að bera á tón-
list samtímans, án þess að nokkurs staðar
verði vart við eftiröpun. Greina má áhrif úr óp-
erunni og góð og gegn, gamaldags pólýfónía er
í hávegum höfð í kröftugum kórfúgum mess-
unnar. Þótt verkið sé barmafullt af mögnuðum
kórköflum er hlutur einsöngvaranna ekki síð-
ur veigamikill og að því leyti svipar messunni
meira til seinni verka Haydns af þessu tagi,
sem hann samdi á árunum 1796–1802, en
þeirra sem nær eru í tíma.
Í Sesseljumessunni koma fram tvær hliðar
persónuleika Haydns, sem vinur hans, F.S.
Silverstolpe, lýsti, þ.e. annars vegar hinn al-
varlegi og einbeitti Haydn, sem hefst á loft í
umræðum um hið upphafna, og hins vegar
hinn létti og fjörugi Haydn, sem hefur barna-
lega gaman af saklausum hrekkjum. Þessir
tveir eiginleikar takast ekki beinlínis á í verk-
inu heldur spila saman á einstaklega ljúfan
hátt og hjálpast að við að undirstrika og færa
boðskapinn fram. Ævisagnaritari Haydns,
Georg August Griesinger, segir (árið 1809, að
tónskáldinu látnu) að Haydn hafi verið afar
trúaður maður. Guðrækni hans hafi einkennst
af glaðværð, sáttfýsi og trúnaðartrausti og
þetta viðhorf hans til Guðs endurspeglist í
trúartónlist hans. Þetta er ekki tónlist þess
sem gruflar eða efast, heldur fremur þess sem
var ævinlega staðfastur í trú sinni á „eina, heil-
aga, kaþólska, postullega kirkju“.
Einsöngvarar á tónleikunum á morgun og
þriðjudaginn verða þau Hulda Björk Garðars-
dóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Þorbjörn
Rúnarsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Þau Hulda Björk, Sesselja og Ólafur voru ný-
verið fastráðin við Íslensku óperuna. Kamm-
ersveit skipuð 23 hljóðfæraleikurum tekur
þátt í flutningnum, konsertmeistari er Zbign-
iew Dubik, en stjórnandi tónleikanna er Bern-
harður Wilkinson, söngstjóri Söngsveitarinn-
ar.
Flutningur messunnar er aðalverkefni
Söngsveitarinnar á þessu starfsári en aðventu-
tónleikar hennar í Langholtskirkju í byrjun
desember voru fjölsóttir. Bernharður Wilkin-
son, aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, er stjórnandi kórsins, Guðríð-
ur St. Sigurðardóttir er píanóleikari og radd-
þjálfun annast Elísabet Erlingsdóttir.
TIL HEIÐURS VERNDARDÝR-
LINGI TÓNLISTARINNAR
Joseph Haydn
Morgunblaðið/Sverrir
Söngsveitin Fílharmónía á æfingu í Langholtskirkju, stjórnandi er Bernharður Wilkinson.
Söngsveitin Fílharmónía flytur ásamt kammersveit og
einsöngvurum Messu heilagrar Sesselju eftir Joseph
Haydn í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, og
þriðjudaginn 19. mars og hefjast tónleikarnir kl.
20.30 báða dagana. Hér er fjallað um verkið, sögu
þess og einkenni en í því koma fram tvær hliðar per-
sónuleika Haydns, annars vegar hinn alvarlegi og
einbeitti Haydn, sem hefst á loft í umræðum um hið
upphafna, og hins vegar hinn létti og fjörugi Haydn,
sem hefur barnalega gaman af saklausum hrekkjum.
E F T I R H A L L D Ó R H A U K S S O N
Höfundur er útvarpsmaður.