Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. MARS 2002 13
VICTORIA og Albert-safnið í
London, oftast nefnt V&A, hýsir
þessa dagana sýningu leir-
skúlptúra frá
ítalska end-
urreisn-
artímabilinu.
Sýningin
nefnist Earth
and Fire:
Italian Terra-
cotta Sculpt-
ure from
Donatello to
Canova og
byggist jafnt
á munum í eigu safnsins sem og
lánsmunum sem fengnir hafa
verið víða að.
Að þessu sinni er það efnivið-
urinn sjálfur, leirinn, sem er
samnefnari sýningarinnar en
ekki listrænir straumar og
stefnur. Verkin eru því fjöl-
breytt á að líta, en þar má finna
allt frá vandlega mótuðum lág-
myndum Luca Della Robbia að
leirskissum þeirra Giambologna
og Bernini, sem bera hraðann í
útfærslu verksins utan á sér.
Að mati breska dagblaðsins
Daily Telegraph nær sýningin
að leggja út fyrir sýningargesti
sögu ítalsks skúlptúrs í heild
sinni – allt frá snemm-
endurreisn að upphafi ný-
klassíkurinnar. Á leirinn þannig
ekki bara þátt í sköpunarferl-
inu, heldur er einnig öflugur
miðill í höndum listamannanna.
Liszt-keppnin
í Hollandi
Á HUNDRAÐ ára dánarafmæli
Franz Liszt, 1986, efndu Hol-
lendingar til keppni í píanóleik
tónskáldinu til heiðurs. Keppn-
in, sem haldin er í Utrecht,
vakti slíka lukku meðal ungra
píanóleikara, áheyrenda og fjöl-
miðla að ákveðið var að eft-
irleiðis færi keppnin fram á
þriggja ára fresti.
Í lok marsmánaðar fer Franz
Liszt-píanókeppnin fram í 6.
skipti og eru þátttakendur 56
talsins í þetta skipti. Að þessu
sinni koma þeir frá 20 löndum,
m.a. Albaníu, Japan og Banda-
ríkjunum. Er keppnin talin
veita þátttakendum færi á að
sýna fram á hæfni sína við tón-
smíðar, ekki síður en fingrafimi
við píanóið og nema verðlaunin
15.000 evrum, eða rúmlega 1,3
milljónum króna.
Safnaborgin Berlín
BORGIN Berlín í Þýskalandi
virðist vera að öðlast nýtt hlut-
verk, en svo virðist sem borgin
muni á næsta áratug ná að
verða safnaborg Þýskalands.
Eins konar safnaeyja er þannig
að myndast á ánni Spree, í aust-
urhluta borgarinnar, og við
Kulturforum í nágrenni Vestur-
Berlínar. Ný söfn og nýuppgerð
söfn þykja bjóða svipað úrval og
finna má í borgum á borð við
París, London og New York.
„Ég tel að Þjóðverjar geri sér
fulla grein fyrir að Berlín er
sýningarsalur þjóðarinnar,“
sagði Peter-Klaus Schuster yf-
irmaður hinna 17 ríkisreknu
safna borgarinnar í viðtali við
New York Times. „Óperuhús
eru viss lúxus, en söfn eru þjóð-
ararfur,“ segir Schuster sem
þessa stundina berst fyrir því
að endurgerð fimm safna á
safnaeyjunni verði lokið fyrir
2009. Hefur hann m.a. komið
því áleiðis að náist þetta mark-
mið muni ríkissjóður greiða 100
milljóna króna kostnað vegna
endurbótanna að stærstum
hluta, í stað helmings eins og
áður var ætlað.
Leirskúlptúrar
í V&A
ERLENT
Höfuð engils (1668)
eftir Antonio
Giorgetti.
M
AGNÚS V. Guðlaugsson opn-
ar sýninguna Fólk og fuglar í
Galleríi Sævars Karls í
Bankastræti kl. 14 í dag.
Á sýningunni teflir lista-
maðurinn saman búningum
farfuglanna og klæðnaði
mannfólksins en hann klæðir
gínur í fatnað úr verslun Sævars Karls og hefur að
fyrirmyndum íslenska fugla.
„Undanfarin ár hef ég m.a. unnið töluvert að hug-
myndum um nýstárleg tengsl eða sameiginlega eig-
inleika að því er virðist ólíkra fyrirbæra. Samstilling
eða uppstokkun á hlutum og fyrirbærum sem leiðir
til þess að mér tekst, þegar vel lætur, að uppgötva
nýja sýn á viðfangsefnið. Þessi hugmynd hefur
sprottið úr þeirri vinnu.
Síðastliðið sumar skissaði ég þetta niður og hafði
svo í framhaldi af því samband við Sævar Karl og Jó-
hann Óla Hilmarsson fuglaljósmyndara. Þeir voru
báðir spenntir fyrir þessu verkefni og tóku þessu vel.
Mig langaði til að sjá þetta gerast að vori þegar stutt
er í fyrstu farfugla til landsins og því hentar þessi
tími vel. Framkvæmdin hefur síðan ekki tekið langan
tíma,“ segir Magnús.
„Þetta eru allt fuglar sem teljast íslenskir þó þeir
séu auðvitað flestir flökkudýr eins og svo margir aðr-
ir Íslendingar. Í þessari samstillingu er leitast við að
velja föt og stilla þeim upp með fuglamyndum í takt
við lit í ham og karakter hvers fugls.“
Sýningin stendur til 4. apríl.
Fuglar
og föt
Morgunblaðið/Jim Smart
Magnús V. Guðlaugsson stillir saman
fötum og fuglum á sýningu sinni hjá
Sævari Karli í Bankastræti.
EINS og Gvendur á Eyrinni á hún í kinda-kofa á Vatnsleysuströndinni sautjángamlar ær, í það minnsta, en ólíkt eyr-arkarlinum er hún hjarðpípuleikari eins
og við á með slíkan bústofn, en hjarðpípan er
auðvitað óbóið, sem tónskáldin hafa svo oft notað
til að laða fram ljóðræna sveitastemmningu
hjarðljóðsins allt frá óminnistíð.
Eydís Franzdóttir óbóleikari mundar hjarð-
pípuna á tónleikum í Borgarleikhúsinu í dag í
tónleikaröð Caput og Ferðalaga, 15:15. Það er
tímanna tákn að á tónleikum Eydísar sameinast
hjarðpípan og raftæknin í verkum sem hafa verið
samin fyrir óbó og segulband, óbó og tölvuhljóð
og óbó og tölvu. Tvö verkanna eru einleiksverk
fyrir óbóið.
„Eitt af verkunum á efnisskránni er Skuggar
smalanna eftir Bent Sørensen. Mér fannst það
skemmtilegt að finna þetta verk, af því að þú
veist kannski að ég er hjarðpípuleikari og nafn
verksins hentaði mér vel með kindahjörðina
hérna fyrir utan gluggann minn. Þetta er ein-
leiksverk, en af því að flest hin verkin eru svo
rafmögnuð ákvað ég að hafa yfirskrift tón-
leikanna Rafskugga hjarðpípuleikarans, þannig
er þetta nú til komið.“
Eitthvað sem ég þyrfti
að spila heima
Það var þó annað verk sem kveikti í Eydísi að
efna til einleikstónleika. „Ég heyrði verkið Sum-
mer Islands eftir Roger Reynolds á ráðstefnu
tvíblöðunga í Madison í Bandaríkjunum sumarið
1999. Um leið og ég heyrði verkið sagði ég við
sjálfa mig að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að
spila heima. Ég pantaði nótur að verkinu strax
og fór að hugsa um það í hvaða samhengi ég ætl-
aði að flytja verkið. Ég fór að spá og spekúlera
og skoða heimasíður ýmissa tónverkamiðstöðva
á Netinu í leit að fleiri verkum fyrir óbó og raf-
hljóð. Það tók mig dágóðan tíma að safna saman
verkum í þessa efnisskrá, verkum sem mér
fannst spennandi. Ég held að þessi verk sýni
þróun raftónlistar frá tímabilinu frá því um 1976
til okkar daga.“
Eydís segir að margt hafi gerst í raftónlist á
þessum aldarfjórðungi ekki síst vegna tækniþró-
unarinnar sem hefur opnað nýja möguleika fyrir
tónskáld. „Efnisskráin er vitnisburður um það
sem gerst hefur í tölvutónlist. Árið 1976 þegar
elsta verkið var samið var tæknin allt önnur en í
dag; þá var ekki samið beint á tölvuna eins og
gert er í dag, og allt þyngra í vöfum. Verkin eru
hvert öðru ólíkt. Concerto ópus 131 nr. 4 fyrir
óbó og segulband eftir Björn Fongaard er mjög
tilviljanakennt. Maður getur ímyndað sér að
hann hafi byrjað á því að semja rafpartinn og
samið sólópartinn ofan á hann. Það eru engin
lengdargildi á nótunum, þannig að maður þarf að
áætla hvernig þetta á að vera, ekki ósvipað og í
nótnaskrift gregorssöngsins. Verkið Voitures
eftir Írann Donnacha Dennehy er hins vegar
þannig að ég þarf að vera með klikktrakk í eyr-
unum til þess að allt falli rétt saman. Þannig eru
verkin samin með mjög ólíkum aðferðum.“
Það er ekki á hverjum degi að tækifæri gefst
til að heyra jafn mörg erlend samtímaverk í einu
og á tónleikum Eydísar. Á efnisskránni eru með-
al annars verk eftir tvö írsk tónskáld. „Donal
Hurley fæddist 1950. Hann hefur unnið mikið
fyrir írska tónskáldafélagið og hefur verið leið-
andi í hópi írskra tónskálda. Hann leitast við að
semja tónlist sem byggð er á írskum grunni.
Verk hans er byggt á írsku þjóðlagi, það má
segja að það séu tilbrigði við þjóðlagið, þar sem
hann notar bæði rafhljóðin og óbóið og tvinnar
saman gamla og nýja tíma í verki sem er mjög
skemmtilegt. Donnacha Dennehy er hins vegar
fæddur 1970 og er að gera það rosalega gott
núna. Verk eftir hann hafa verið flutt víða. Hann
er að gera allt öðru vísi hluti en landi hans, hann
er af annarri kynslóð og maður heyrir til dæmis
allt að því teknótónlist inn á milli í verki hans.
Þetta er mjög rytmískt verk. Thea Musgrave frá
Skotlandi er kannski þekktust af þeim tónskáld-
um sem ég er með. Hún er núna að semja tíundu
óperu sína, en óperur hennar hafa verið settar
upp hjá stóru óperuhúsunum. Verk hennar er
byggt á grísku goðsögninni um Niobe sem syrgði
börn sín sem Appollon og Artemis myrtu. Guð-
irnir breyttu henni í klett en hún hélt samt áfram
að gráta. Þetta er ótrúlega fallegt verk og ólíkt
hinum. Verk Hilmars Þórðarsonar er svo samið
fyrir mig árið 1998, og það sýnir tæknina eins og
hún er í dag. Þar spila ég með tölvu sem tengd er
við fótpedal og ég get gefið henni inn allar inn-
komur og tempó sem hún á að spila hverja lotu í.
Þetta gefur mér meira frelsi, því tölvan fylgir
manni alveg eftir. Það er mjög gaman að spila
þetta og mikill munur á því að spila með tölvu
heldur en með segulbandi þar sem búið er að
festa allt niður fyrirfram. Tónleikunum lýkur svo
með verki Rogers Reynolds, Summer Islands
sem ég nefndi áðan og var kveikjan að því að ég
held þessa tónleika nú.“
Tónleikar Eydísar Franzdóttur í tónleikaröð-
inni 15:15, hefjast kl. 15.15 í nýja sal Borgarleik-
hússins.
Rafskuggar hjarðpípuleikarans
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Eydís Franzdóttir með óbóið sitt.