Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. MARS 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Þri.- fös 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Jóhannes Atli Hin- riksson ljósmyndir. Til 30.3. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Daði Guð- björnsson. Til 24.3. Gallerí Reykjavík: Guðfinna Hjálmars- dóttir. Til 20.3. Gallerí Skuggi: Timo Mähönen og Juha Metso. Til 30.3. Gallerí Sævars Karls: Magnús V. Guð- laugsson. Til 14.4. Gerðarsafn: LÍ og BLÍ. Til 30.3. Gerðuberg: Þetta vil ég sjá – Eva María Jónsdóttir. Til 23.3. Hafnarborg: Svifið seglum þöndum. Sverrissalur: Skipamódel Gríms Karls- sonar. Til 8.4. Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 20.5. Íslensk grafík: Guðný Björk Guðjóns- dóttir. Til 24.3. Listasafn Akureyrar: Sigurjón Ólafsson. Katrín Elvarsd. Til 7.4. Listasafn ASÍ: Hjörtur Marteinsson. Til 31.3. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Finnbogi Pétursson. Til 14.4. Úr eigu safnsins – fjórar sýn- ingar. Til 14.4. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Breiðholt- ið. Úrval aðfanga 1998–2001. Til 5.5. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Hannes Lár- usson. Til 1.4. Hallsteinn Sigurðsson og Þór Vigfússon. Til 1.4. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kynlegir kvistir. Til 5.5. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Ásgeir Lárusson. Til 7.4. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Guðmundur Ingólfsson. Til 24.3. Mokka: Benedikt S. Lafleur. Til 27.4. Norræna húsið: Nútímaverk úr Norræna vatnslitasafninu. Til 24.3. Húðflúr á Álandseyjum. Til 17.3. Nýlistasafnið: Eygló Harðardóttir og Margrét H. Blöndal. Til 14.4. ReykjavíkurAkademían: Hjálmar Stef- ánsson. Til 3.4. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Eydís Franzdóttir. Kl. 15.15. Grafarvogskirkja: Karlakórinn Stefnir. Kl. 16:30. Laugardalshöllin: SÍ og West End-hóp- urinn: Queen. Kl. 17. Neskirkja: Sinfóníuhljómsv. áhuga- manna. Örn Magnússon píanó. Kl. 17. Ýmir: Stefán Höskuldsson, flauta, Eliza- veta Kopelman píanó. Kl. 20. Sunnudagur Fella- og Hólak.: Kór Fella- og Hóla- kirkju og einsöngvarar. Kl. 20. Hjallakirkja: Jón Ólafur Sigurðsson org- anisti. Kl. 17. Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharm- ónía, kammersveit og einsöngvarar. Kl. 20:30. Salurinn: Kammerhópur Salarins. Kl. 16:30. Ýmir: Gerrit Schuil, Guðný Guðmunds- dóttir, Gunnar Kvaran og Helga Þórar- insdóttir. Kl. 16. Þriðjudagur Langholtskirkja: Sjá sun. Kl. 20:30. Miðvikudagur Áskirkja: Kór Áskirkju. Kl. 20. Norræna húsið: Háskólakórinn. Kl. 12:30. Salurinn: Tríó Romance. Kl. 20. Fimmtudagur Íslenska óperan: Hulda Guðrún Geirs- dóttir, Ildikó Varga, Kristín Sigurðard., Iwona Ösp Jagla. Kl. 20. Föstudagur Salurinn: Viðar Gunnarsson bassi og Jónas Ingimundarson píanó. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Anna Karenina, fös. Jón Oddur og Jón Bjarni, lau., sun. Syngj- andi í rign., lau. Með fulla vasa af grjóti, fim. Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, fim., fös. Borgarleikhúsið: Boðorðin 9, lau. Með vífið í lúkunum, fim. Jón Gnarr, lau., þrið. Píkusögur, sun., fim. Gesturinn, lau., fös. Íslenski dansflokkurinn: Through Nana’s eyes, Lore, lau, sun. Vesturport: Lykill um hálsinn, sun., fim. Loftk.: Á sama tíma síðar, lau. Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, sun. Skuggaleikur, fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta, lau., sun. Leikfélag Akureyrar: Prinsessan í Hörp- unni, lau., sun. Slavar, lau. Gullbrúð- kaup, sun. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Í TEXTA undir mynd af áskorunarskjali um stofnun Sögufélags sem fylgdi umfjöllun um hundrað ára afmæli Sögufélags Íslands í síð- ustu Lesbók stóð að Gísli Guðjónsson, sonar- sonur Runólfs Guðjónssonar, hefði gefið „Borgarbókasafni“ skjalið, rétt er að það hafi verið gefið Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. LEIÐRÉTT H VAÐ rís úr djúpinu?“ er yf- irskrift málþings sem hald- ið verður í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar kl. 13.15 í dag. Þar mun hópur skálda, fræðimanna og út- gefenda velta fyrir sér fag- urfræðilegum möguleikum okkar tíma, í stuttum erindum sem spanna vítt svið lífs og listar. Efnt er til málþings í tilefni af sjötugasta afmælisári Guðbergs Bergssonar rithöfundar og verða verk hans meðal umfjöllunarefna á þinginu. Dagskráin stendur til kl. 17.45 og fel- ur í sér sambland erinda, tónlistarflutnings og umræðna. Guðbergur Bergsson verður meðal fyrirlesara og Kvartett Tómasar R. mun leika í upphafi dagskrár og í hléi. Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur hefur um- sjón með dagskrá málþingsins, sem styrkt er af Hafnarfjarðarbæ. Hún segir markmið framtaksins ekki síst þá að efna til umræðu um hlutverk og birtingarmyndir fagurfræði í samfélaginu almennt á afmælisári þess mikla fagurfræðings sem rithöfundurinn Guðbergur Bergsson er. „Í nokkrum erindanna verður fjallað sérstaklega um fagurfræði skáldskap- ar Guðbergs en í öðrum er tekið á fag- urfræðilegum spurningum í mjög víðum skilningi. Erindin verða stutt og verður efnt til umræðna annars vegar fyrir hlé og hins vegar í lok dagskrár.“ Birna segist vonast til þess að málþingið megi verða fólki tilefni til breiðrar og al- mennrar skoðunar á fagurfræði, efni sem eigi mjög erindi við almenna umræðu um samtím- ann, en fáir leiði hugann að. „Við erum öll í okkar lífi að kljást við hugmyndir um hvað okkur finnst fallegt og hvað okkur finnst ljótt. Við ætlum að reyna að komast til botns í hvers vegna fagurfræði er efni sem snertir í raun líf okkar allra með mjög beinum hætti en um leið hvers vegna það er svolítið öðru- vísi. Þingið er ekki hugsað sem strangfræði- leg umræða, heldur er það ætlað hverjum þeim sem áhuga hefur á að kynnast þessu efni og jafnvel leggja eitthvað til málanna. Það er því öllum opið, og er aðgangur ókeyp- is,“ segir Birna. Fjölbreytileg erindi Í fyrsta erindi málþingsins sem heitir „Skrifað á fegurðina: um ábyrgð uppákom- unnar“ mun Oddný Eir Ævarsdóttir velta fyrir sér ábyrgð okkar á því sem við köllum okkar tíma og gildi fagurfræðilegra uppá- komna í því sambandi í samræðu við þá Jacq- ues Derrida, Francoise Proust og Guðberg Bergsson. Í framhaldi skoðar Gauti Krist- mannsson samband orðs og myndar í fag- urfræði 18. aldar og ber það saman við sam- band orðs og myndar síðnútíma í erindinu „Að deyja fallega: hin nýja og gamla fag- urfræði orðanna hjá Gotthold Ephraim Less- ing“. Ármann Jakobsson beinir sjónum að skáld- skap Guðbergs og fjallar um áttunda dul- magnið í skáldævisögunni í erindi sínu „Katt- artungur, sannleikur, inntak og form“. Í erindinu „Fagurfræði séra Péturs í Vallanesi“ ætlar Matthías Viðar Sæmundsson að ræða fagurfræðilega kosti, hluthyggju og goðsagnir á tímum nýstefnu í skáldsagnagerð. Þá ætlar Kristín Ómarsdóttir að tala um afmæli, gamla daga og minnstu staði jarðar í erindi sínu „Gamlir dagar á himnum“. Eftir hlé mun Eiríkur Guðmundsson halda áfram umræðunni um fagurfræðilega mögu- leika okkar tíma í erindinu „Fingur tímans: á ferð um eigin stíga og Guðbergs Bergssonar“. Álfrún Gunnlaugsdóttir mun ræða efnið í all- víðum skilningi og fjalla um frelsi og tak- markanir í listum, þó aðallega skáldskap, sjálfhverfu, en jafnframt skoða lítillega hvort þörf sé á almennum viðmiðunum í erindinu „Eru viðmiðanir af hinu vonda?“. Erindi Ástráðs Eysteinssonar heitir „Að bjóða sig fram. Rýnt í mölina í sögu eftir Guðberg Bergsson“. Í erindinu „Fagurfræði brotalínunnar“ sem ætlar Lise Hvarregaard að velta fyrir sér skáldskap og fagurfræði sem losa um viðtekin mörk og skoða í því sambandi hugmyndir Georges Batailles og Juliu Kristevu, og Svaninn eftir Guðbergs Bergsson. Kristján B. Jónasson mun síðan velta fyrir sér veruleikanum í listum samtím- ans í erindinu „Keeping it real“. Að lokum flytur Guðbergur Bergsson erindi sitt „Fag- urfræðin fylgir anda samtímans.“ HUGSAÐ UM FAGURFRÆÐI Morgunblaðið/Einar Falur Í tilefni af sjötugasta afmælisári Guðbergs Bergssonar rithöfundar ætlar hópur rithöfunda og fræðimanna að ræða saman um fagurfræði á málþingi í dag. Guðbergur verður meðal fyrirlesara. TÆKIFÆRI gefst um helgina til að sjástuttmyndasýninguna Blick: í Lista-safni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu.BLICK: er yfirskrift verkefnis sem Moderna Museet í Stokkhólmi stóð fyrir á síð- asta ári. Þar gafst norrænum kvikmyndagerð- armönnum og listamönnum tækifæri til að skila inn nýjum stuttmyndum sem sýna átti á sérstakri frumsýningu vegna málþings á veg- um NIFCA í október síðastliðnum. Safninu bárust á sjötta hundrað mynda og voru 47 þeirra valdar til sýningarinnar. Af fjörutíu listamönnum sem eiga stuttmyndir í BLICK: eru fjórir Íslendingar þau Bjargey Ólafsdótt- ir, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson en tveir hinna síðastnefndu unnu verkefni sitt saman. Heildarsýningartími BLICK: er rúmir þrír tímar en lengd myndanna spannar allt frá 21 sekúndu til 21 mínútu. Stuttmyndirnar verða sýndar í Hafnarhúsinu í dag, á morgun og á laugardaginn eftir viku. Bjargey Ólafsdóttir á tvö verk í sýningunni og er bæði menntuð sem kvikmyndagerðar- maður og myndlistarmaður. „Það er samt mikilvægt að gera sér grein fyrir að þetta eru ekki kvikmyndagerðar- menn heldur myndlistar- menn að gera kvikmyndir. Kvikmynda- og myndbanda- tækni er mikið notuð í nú- tímamyndlist og þá með ýms- um hætti. Myndlistarmenn eru yfirleitt mjög frjóir og beita kvikmyndatækninni á mjög persónulegan hátt. Þar kennir alls konar grasa, allt frá því að sagðar eru leiknar sögur með hefðbundnum hætti yfir í að gerðar eru myndir sem helst mætti kalla hreyfanleg málverk,“ segir Bjargey. Sýningin fer fram eins og hefðbundin kvikmyndasýn- ing að því að leyti að mynd- unum er varpað á stórt tjald fyrir framan áhorfendur. Hver myndin rekur aðra og sýningartíminn er tæpar 3 klukkustundir. Bjargey segir að í rauninni sé þessi sýningarmáti fremur óvenjulegur fyrir kvik- myndaverk myndlistar- manna. „Yfirleitt eru þessar myndir sýndar sér í mynd- listarsýningarsölum og nálg- un áhorfandans verður allt önnur en við venjulega kvik- mynd. Þetta form að sýna þær hverja á eftir annarri er fremur óvenjulegt.“ KVIKMYNDAMYNDLIST Bjargey Ólafsdóttir Stuttmyndasýning í Listasafni Reykjavíkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.