Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. MARS 2002 M ARSHALL McLuhan var geysilegur vinnu- þjarkur. Hann starfaði jafnt að degi sem nóttu en svaf í stuttum lúr- um þegar þreyta sótti á hann. Skipti þá engu hvar hann var staddur. Hann átti jafnvel til að leggjast á gólfið í miðju samtali og sofna í tuttugu mínútur eða svo og taka svo aftur upp þráðinn í spjallinu ef við- mælandi hafði haft eirð til að bíða af sér blund- inn. Hann las ógrynni af bókum eins og hans eigin rit bera vitni um. Hann sagðist sjálfur lesa 35 bækur í viku hverri og þá væru ekki taldir með útdrættir sem aðstoðarmenn hans ynnu. Lestrarvenjur McLuhans voru raunar all- undarlegar. Hann byrjaði ávallt á því að lesa blaðsíðu 69 í hverri bók. Ef hún vakti athygli hans skoðaði hann næstu blaðsíður á undan og eftir og renndi síðan yfir efnisyfirlitið. Ef hann hafði þá ekki fundið neitt frekar sem vakti áhuga hans lagði hann bókina frá sér. Að öðr- um kosti hélt hann áfram að blaða í bókinni og las þá hægri síður hennar og þó aðeins hægri helming þeirra en með þeim hætti kvaðst hann geta náð megininntaki verksins, bækur væru enda iðulega of orðmargar. Hann stærði sig af því að lesa fimmtán hundruð orð á mín- útu eða Paradísarmissi Miltons á fimm mín- útum. Skriftir voru McLuhan hins vegar kvöl. Hann var eigi að síður ætíð með margar bæk- ur í smíðum á hverjum tíma. Allar voru þær unnar með þeim hætti að hann fékk konu sína eða ritara til þess að taka niður eftir sér hug- myndir sínar. Konurnar hreinrituðu þær síðan með aðstoð McLuhans. Þegar því verki var lokið vildi hann sem minnst vita af verkinu, hann hafði óbeit á prófarkalestri og taldi það almennt tímasóun að lesa eigin ritverk. Miðillinn er merkingin eða umhverfi og and-umhverfi Þriðja bók McLuhans, Understanding Media. The Extensions of Man (1964), var að hluta unnin á sama tíma og The Gutenberg Galaxy enda byggjast þær á sömu grunnhug- myndunum. Eiginkona McLuhans, Corine, þurfti að vélrita handritið þrisvar áður en hann varð ánægður en bygging bókarinnar er þó ekki hefðbundin. Bókin hefst á sjö ritgerð- um um eðli miðlunar og í kjölfarið fylgja 26 kaflar um það hvernig skoða megi einstaka miðla sem framlengingu á eiginleikum manns- ins. Hafa glöggir lesendur bent á að trúmað- urinn endurspeglist í hinni heilögu tölu en kaflarnir 26 séu jafn margir stöfunum í staf- rófinu, mikilvægasta miðli sögunnar að mati höfundarins. Meginkenning bókarinnar kem- ur fram í fyrsta kaflanum, „The Medium Is the Message“. Þar heldur McLuhan því fram að miðillinn sjálfur þvingi hugmyndum upp á notendur burt séð frá efninu og inntakinu sem hann miðlar. Í The Gutenberg Galaxy orðaði hann þetta á þá leið að ekkert sem prentað hafi verið væri jafn mikilvægt og prentmiðill- inn sjálfur. Stuttu eftir að Understanding Media kom út færði McLuhan hugmyndina um miðillinn sem merkinguna í nýjan búning. Í grein er nefnist „The Relation of Environment to Anti- Environment“ (1966) hélt hann því fram að öll ný tækni, allar nýjar tæknilegar framleng- ingar á eiginleikum mannsins, gerbreyti um- hverfi hans. Í síðustu Lesbók var því lýst hvernig prenttæknin breytti heiminum. Hið nýja umhverfi hennar kallaði McLuhan stjörnuþoku Gutenbergs. Enn er hins vegar ekki hægt að greina jafn nákvæmlega hvernig sjónvarpið hefur breytt umhverfi okkar (þótt ýmislegt sé ljósara í þeim efnum nú en þegar McLuhan skrifaði greinina) vegna þess að nýja umhverfið er ávallt „ósýnilegt“, eins og McLuhan orðar það. Að auki er inntak þess alltaf gamla tæknin. Sjónvarpsumhverfið nýja, segir McLuhan í greininni um umhverfi og and-umhverfi, er rafrænt svið sem þiggur inn- tak sitt frá umhverfi fyrirrennara sinna, ljós- myndarinnar og þó einkum kvikmyndarinnar. McLuhan talaði um að við skynjuðum sam- tíma okkar eins og í gegnum baksýnisspegil sökum þessa; við höldum inn í nýtt umhverfi með gamla merkingu í farteskinu. Við gerum okkur með öðrum orðum enga grein fyrir því hvaða áhrif sjónvarpið hefur á hugsun okkar, skynjun og hegðun en við tökum glögglega eftir kvikmyndinni sem er á skjánum. Hið nýja umhverfi er sem sé merking mið- ilsins vegna þess að það breytir skynjun okkar og skilningi á heiminum en það fer algerlega fram hjá okkur hvernig við skynjum og skilj- um öðruvísi. Við erum ómeðvituð um áhrif um- hverfisins nýja rétt eins og útlit einstaklings getur haft áhrif á skoðun okkar á honum án þess við gerum okkur grein fyrir því. Ástæðan fyrir því að hið nýja umhverfi er ósýnilegt er sú að það mettar athyglissvið okkar. Að því leyti sem fólk veitir nýja umhverfinu athygli hneigist það til þess að skynja það á neikvæð- an hátt, eins og þekkt er, fólki þykir hið nýja umhverfi iðulega spillt og til óþurftar. Róm- antísku skáldin litu til dæmis gufuvélarnar illu auga og töldu þær spilla náttúrunni. Vitund- arverðir tuttugustu aldarinnar eyddu og miklu púðri í að vara við vondum áhrifum kvik- mynda, útvarps og sjónvarps sem þeir töldu vera hættuleg áróðurstæki fyrir ráðandi öfl og hafa forheimskandi áhrif á almenning. Sjálfur taldi McLuhan útvarp og sjónvarp hættuleg ungu fólki, eins og sagt var frá í fyrri hluta þessarar greinar. En um leið og nýja umhverfið er ósýnilegt gerir það umhverfi gömlu miðlanna sýnilegri. Iðulega breytir nýja umhverfið gömlu miðl- unum í meinlaust listform. McLuhan tók oft dæmi af því hvernig gömlu bíómyndirnar, sem töldust hættuleg áróðurstæki fyrr á tíð, breyttust í saklaust listform við það að vera settar í nýjar umbúðir í bandarísku sjónvarpi þar sem þær voru sýndar undir heitinu „The Late Show“. Enn skýrara dæmi þessa er vef- stóllinn sem gegndi einu sinni mikilvægu hlut- verki en varð að listformi með rafvæðingunni. And-umhverfið, sem McLuhan talar um í fyrrnefndri grein sinni, er það umhverfi sem listamenn skapa í eða með listaverkum sínum. Ólíkt umhverfi nýrrar tækni vekur and-um- hverfið athygli okkar þegar í stað, við veitum því athygli að einhverju hefur verið breytt og hvernig það hefur áhrif á okkur. Að mati McLuhans gegndu listamenn raunar mikil- vægu hlutverki við að varpa ljósi á nýja tækni og umhverfi hennar. Listamenn eru þeir einu sem geta komið auga á þýðingu hins nýja um- hverfis. McLuhan átti ekki við listamenn sam- kvæmt skilgreiningu rómantíkurinnar eða sem nemendur í listaháskóla heldur listamenn sem raunverulega greinendur samtíðar sinn- ar. Hann vitnaði í orð bandaríska ljóðskáldsins Ezras Pounds um listamanninn sem loftnet mannkyns. McLuhan benti til að mynda á hvernig James Joyce beitti vitundarstreymi (e. „stream-of-conciousness“) til þess að færa í orð þau áhrif sem rafvæðingin hafði á sálarlíf mannsins. Þessi nýja tækni hlóð á manninn gífurlegu magni af upplýsingum sem höfðu enga innbyrðis tengingu og heldur enga rök- lega uppbyggingu – ekki frekar en vitund- arstreymi persóna Joyce. Með þessum hætti geta listamenn afhjúpað áhrif nýrrar tækni. Hlutverk þeirra er, að mati McLuhans, hið sama og drengsins í sögunni um nýju fötin keisarans – þeir sjá það sem enginn sér og segja það sem enginn þorir að segja. Fyrir vikið eru þeir stundum taldir andfélagslegir eins og drengstaulinn sem upplýsti að keis- arinn væri ber, nýju fötin voru sannarlega ósýnileg eins og hið nýja umhverfi er æv- inlega, það fattaði það bara engin nema strák- urinn. Sjálfur var McLuhan eitt af þessum loftnetum og einnig andstyggilega glöggur sporgöngumaður hans, franski veruleikaban- inn Jean Baudrillard sem á eftir að koma meira við þessa sögu. McLuhan-æði McLuhan var alltaf með loftnetið uppi. Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Tom Wolfe segir frá því í frægri blaðagrein um McLuhan, er nefnist „What If He Is Right?“, að hann hafi eitt sinn farið ásamt McLuhan og nokkrum blaðamönnum og fræðimönnum inn á klámbúllu í San Franc- isco. Öllum þótti aðstæðurnar frekar vand- ræðalegar – nema McLuhan. Eftir þrjátíu sekúndur var hann búinn að greina ástandið inni á búllunni samkvæmt kenningakerfi sínu, segir Wolfe: Mjög áhugavert, sagði hann. Hvað áttu við, spurðu hinir. Sjáið til, þær klæðast okkur, við erum fötin þeirra, við erum umhverfi þeirra, við erum framlenging húðar þeirra, þær klæðast okkur. Þegar hér var komið sögu um og eftir miðj- an sjöunda áratuginn var McLuhan orðin mjög þekktur í Kanada og Bandaríkjunum og orðstír hans hafði borist til Evrópu. Hápunkti náði frægð hans er hann dvaldi í eitt ár sem gestaprófessor við Fordham University í New York, 1967 til 1968. Um svipað leyti kom sölu- hæsta bókin hans út en í titli hennar er snúið út úr kennisetningu hans um miðilinn sem merkinguna á skemmtilegan hátt: The Med- ium is the Massage: An Inventory of Effects (1967). Bókin seldist í um það bil milljón ein- tökum. Í henni voru meginkenningar McLuh- ans settar fram í stuttum og myndskreyttum textum. Hönnuður bókarinnar var Quentin Fiore og framleiðandi Jerome Agel sem hafði unnið að svipuðum bókum með fræðimönnum á borð við Buckminster Fuller og Carl Sagan. Bókinni var fylgt eftir með útgáfu hljómplötu þar sem McLuhan las upp úr bókinni við und- irspil tónlistar og NBC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum sýndi heimildaþátt um fræði- manninn. McLuhan baðaði sig í sviðsljósinu og reyndi að nýta sér það með því að afla sambanda meðal áhrifamanna með misjöfnum árangri. Hann stundaði menningarlífið í borginni af miklum krafti og var fús til að lýsa skoðunum sínum á öllum sköpuðum hlutum í fjölmiðlum. Eins og hvert annað poppgoð veitti hann jafn- vel tímaritinu Playboy viðtal og vakti fyrir vik- ið gríðarlega eftirtekt. Sumir fylgifiskar frægðarinnar fóru þó í taugarnar á honum. Honum var til að mynda meinilla við að aðrir fræðimenn yrðu einhvers konar framlenging- ar á honum sjálfum, svo hans eigið hugtak sé notað. Hann hafði líka efasemdir um útgáfu myndskreyttra bóka þar sem kenningar hans voru einfaldaðar fyrir almennan markað. Hon- um þótti óþægilegt að verða frægur fyrir „ekki-bækur“ eins og The Medium is the Massage og War and Peace in the Global Vill- age (1968). Afleiðingarnar urðu líka þær að sumir sem höfðu hátt um kenningar hans skildu þær ekki til fulls. Afstraktmálarar, sem áttu undir högg að sækja á sjöunda áratugn- um, tóku til að mynda kenningu hans um mið- ilinn sem merkinguna tveimur höndum. Sam- kvæmt henni töldu þeir ekki skipta neinu máli hvað eða hvernig þeir máluðu, málverkið sem slíkt væri inntakið. Málverkið var hins vegar strangt til tekið eldri miðill en svo að hann hefði lengur áhrif á umhverfi mannsins, skynj- un hans og skilning á heiminum. Æði lýkur – og þó Því mætti halda fram að skýringin á vin- sældum McLuhans á sjöunda áratugnum sé að hluta til sú að hann var að vissu leyti misskil- inn og einfaldaður. Hugtök á borð við „heims- þorpið“ og „miðillinn er merkingin“ virtust auðskiljanleg og meðfærileg og varpa sérlega skýru ljósi á ríkjandi ástand. Þessar hug- myndir lýstu ákaflega flókinni heimsmynd í fáum almennum orðum. Þau svöluðu ákveð- inni þörf fyrir heildarsýn í heimi sem var stríðshrjáður og sundurtættur af illskiljan- legum afstæðiskenningum, atómvísindum, gegndarlausri efahyggju og síauknum hraða upplýsingabyltingarinnar. Meginskýringin á vinsældunum er þó sú að McLuhan hitti nagl- ann á höfuðið og í kjölfarið fleygði fram skiln- ingi manna á eðli og áhrifum fjölmiðla og ann- arrar tækni. En McLuhan var ekki jafn vinsæll í öllum kreðsum. Svo virtist sem efasemdir fræða- heimsins ykjust á ágæti kenninga hans eftir því sem þær urðu vinsælli meðal listamanna, fjölmiðla og almennings. Myndabækurnar orkuðu sérstaklega illa á „alvarlega“ fræði- menn sem sögðu McLuhan fúskara og lýð- skrumara. McLuhan hafði reyndar aldrei not- ið mikillar hylli meðal starfsbræðra sinna. Í Toronto-háskóla þótti hann ákaflega erfiður í samstarfi enda fylgdi hann engum reglum eða hefðum í skólastarfinu. Hann sinnti nemend- um sínum illa og þótti óhæfur í doktorsnefndir vegna þess hvað hann væri einstrengingslegur auk þess sem málæði hans væri svo yfirþyrm- andi að nefndarmenn og doktorsefnið kæmust varla að. Framsetning hans og nálgun vöktu samt einna mestar efasemdir meðal fræði- manna. Myndræn hugsun hans þótti ekki vís- indaleg. Að nota orð í yfirfærðri merkingu þótti ekki traustvekjandi. Gagnrýnin kom ekki síst úr herbúðum verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra sem fannst McLuhan vera að seilast yfir á sitt fræðasvið – hvað vill þessi bókmenntafræðingur upp á dekk? Andróðurinn orkaði sterkt á McLuhan sem þótti sem sér væri útskúfað. Honum var því í mun að koma út fleiri „alvöru“ bókum. Þær urðu hins vegar ekki margar. Árið 1968 kom út bókin Through the Vanishing Point: Space in Poetry and Painting en hana hafði McLuh- an haft í smíðum í samvinnu við Harley Park- er frá því á sjötta áratugnum. Bókin fjallaði um rýmin sem ólík skynvit mannsins skapa, McLUHAN ER MERKINGIN Í síðustu Lesbók var sagt frá uppruna fjölmiðla- fræðingsins Marshalls McLuhans, undarlegum kennsluháttum hans og efni tímamótarits hans, The Gutenberg Galaxy, en fjörutíu ár eru liðin frá út- komu hennar. ÞRÖSTUR HELGASON heldur áfram að rekja feril og kenningar McLuhans sem sumir vilja kalla sendiboða sýndarverunnar. „Orðræða síðustu ára um sýndarveruna hefur að vissu leyti lifað sjálfstæðu lífi, hún hefur ekki endilega fjallað um eðli þeirrar tækni sem gerir okkur kleift að upplifa „raunverulega“ sýnd- arveru.“ Verkið heitir Signal Behavior og er eftir Robert Yarber (1992). SÍÐARI HLUTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.