Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Side 9
unum. Ég held að við getum átt von á því að fleiri, sem teljast til undirokaðra í heiminum, eigi eftir að bregðast við hrokafullri heimspólitík Banda- ríkjamanna með þessum hætti. Þá er ég ekki endilega að tala um arabaheiminn eða hinn ísl- amska heldur einnig undirokaða innan Banda- ríkjanna sjálfra og þjóðir á borð við Argentínu sem hefur átt í miklum erfiðleikum meðal annars út af efnahagsstefnu Bandaríkjamanna. Ég ótt- ast að 11. september hafi ekki verið endir heldur upphaf.“ Hættulegt hugarfar Bandaríkjamanna Í nýjasta hefti bókmenntatímaritsins Granta eru fjölmargir rithöfundar utan Bandaríkjanna fengnir til að endurmeta afstöðu sína til stórveld- isins eftir 11. september. Margir þeirra eru ákaf- lega gagnrýnir. Hefur afstaða þín breyst? „Þessir atburðir knúðu mann til að endurskoða heimsmálin og stöðu Bandaríkjanna. Ég kann vel að meta margt í bandarísku þjóðfélagi en þar hef ég dvalið við kennslu. Mér þykir hugarfar þeirra hins vegar hættulegt. Mér þótti það til dæmis að- finnsluvert hvernig bandarískir rithöfundar og menntamenn tóku nánast undantekningarlaust undir stefnu stjórnvalda í umræðum um at- burðina 11. september. Það fór nánast engin gagnrýnin umræða fram meðal þjóðarinnar en það er einmitt hlutverk menntamanna og rithöf- unda að spyrja gagnrýninna spurninga. Ég tel það hættulegt ef þjóðernistilfinning verður þess- ari skyldu yfirsterkari eins og gerðist í Banda- ríkjunum síðastliðið haust. Ég held að Noam Chomsky og Susan Sontag hafi verið þau einu sem tóku gagnrýna afstöðu til stefnu stjórnvalda. Það er líka skrýtið en dæmigert fyrir hið þögla samþykki þjóðarinnar um ofbeldisverk stjórn- valda að sjá Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, birtast hvítþveg- inn og strokinn í spjallþáttum á sama tíma og þessi ósköp ganga yfir. Hann ber ábyrgð á mörg- um ákaflega vafasömum hlutum í utanríkisstefnu Bandaríkjamanna eins og morðinu á Allende og völdum Pinochets í Síle sem myrti menntamenn og rithöfunda unnvörpum á sínum tíma.“ Það er auðvitað ekki til nein einföld lausn á deilumálum Ísraela og Palestínumanna en boð- skapur þinn er að við beinum sjónum okkar að einstaklingunum, það sé leið til skilnings. „Já, við verðum að temja okkur að skoða málin út frá einstaklingnum. Alls staðar í heiminum er til ungt fólk sem dreymir um að lifa góðu lífi og láta drauma sína rætast. Ef fólki eru öll sund lok- uð, ef til dæmis palestínsk ungmenni eiga hvorki möguleika á að sækja sér menntun eða fá at- vinnu, ef lífslöngun þeirra er ekki svalað þá getur hún breyst í dauðaþrá eins og við verðum nú vitni að. Við verðum að reyna að skilja þá örvæntingu sem grípur fólk í þessum aðstæðum þótt við meg- um aldrei viðurkenna baráttuaðferðir þeirra, þær eru ekki réttlætanlegar þótt ofbeldi kunni stundum að vera réttlætanlegt.“ Morgunblaðið/Kristinn Alls staðar í heiminum er til ungt fólk sem dreymir um að lifa góðu lífi og láta drauma sína rætast. Ef fólki eru öll sund lokuð, ef til dæmis palest- ínsk ungmenni eiga hvorki möguleika á að sækja sér menntun eða fá atvinnu, ef lífslöngun þeirra er ekki svalað þá getur hún breyst í dauðaþrá eins og við verðum nú vitni að. ur tveggja menningarheima heldur árekstur fá- viskunnar. Hann telur að þótt samúðin sé að aukast með Palestínumönnum sé það ekki nóg. „Þjóðir heims þurfa að gera eitthvað, það er ekki nóg að standa hjá og hneykslast. Stjórn Sharons stendur fyrir aðgerðum gegn Palest- ínumönnum sem jafnast á við þjóðernishreins- anir Mílosevits í Bosníu. Þessar aðgerðir brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna og því hefur stjórn Sharons sagt sig úr lögum við sam- félag þjóðanna. Þessir menn haga sér í raun eins og nýlendukúgarar.“ Ben Jelloun gagnrýndi einnig Bandaríkja- menn harðlega fyrir hroka og undraðist að mað- ur sem varla hefði lesið eina einustu bók skyldi vera kjörinn forseti mesta stórveldis heims. Hann telur að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á ástandinu eins og það er nú. „Sem meginbakhjarlar Sharons eiga Banda- ríkjamenn að stuðla að því að koma stjórn hans frá. En Bandaríkjamenn eru haldnir pólitískri nærsýni eða þröngsýni í þessu máli. Þeir virðast líta á Ísrael sem eins konar framlengingu af sjálf- um sér og þess vegna draga þeir lappirnar. Ég tel að Bandaríkjamenn séu í miklum vanda staddir sökum þess hvernig þeir hafa hagað sér í alþjóðamálum jafnt sem heimafyrir á und- anförnum áratugum. Því miður held ég að 11. september geti orðið upphafið að fleiri hryðju- verkum af þessari stærðargráðu í Bandaríkj- FINU throstur@mbl.is LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 9 síst vegna þess að Marteinn er frekar elskulegur náungi. Hann var hálfflóttalegur til augnanna þennan morguninn. Hann virtist hafa eitthvað við okkur að athuga. Samt höfðum við ekki gert neitt af okkur. Félagi minn frá Alsír sagði við mig: „Sérðu, nú er stríðið sannarlega byrjað!“ Við vorum á stjákli allan daginn, orðnir atvinnulausir vegna stríðsins. Ég hélt að stríðið yrði háð fyrir botni Arabaflóa, en nú var skyndilega farið að líta á okkur sem hermenn Saddams og íslams, settir til hliðar, grunaðir um einhvern glæp. Kannski erum við hryðjuverkamenn án þess að vita það. Kannski hefur okkur verið falið verkefni án þess að við vitum af því? Það var á þessari stundu örvæntingar og dep- urðar sem mér varð hugsað heim til þorpsins míns. Ég sá það fyr- ir mér baðað í sólskini, allt í blóma og iðjagrænt. Í raun og veru er þorpið mitt ekkert sérlega fallegt, fremur þurrt og skorpið. Þess vegna fór ég þaðan. En ég hafði gaman af því að sjá það fyrir mér á annan hátt. Allt býr yfir innri fegurð. Jafnvel steinarnir eru fal- legir. Þorpið er langt í burtu. Verkstjórinn horfir á sjónvarpið. Ekkert sést, rödd heyrist segja að nú sé hafið langt stríð milli kristinna manna og múslima. Ég vissi að ég ætti í stríði, en vissi ekki gegn hverjum. Sem betur fer fékk ég að vita það úr sjónvarpinu. Mér er sagt að þetta sé djihad, heilagt stríð, að islam ætli að sigrast á þeim vantrúuðu... Síðan frétti ég að arabar væru að berjast gegn öðr- um Aröbum. Óttalega er þetta flókið allt saman. Ég veit bara er að ég á að vera að hreinsa Montparnasseturninn og að ég er í verklaus af tæknilegum ástæðum. Þá verður mér hugsað til barnanna. Hvað á ég að segja þeim í kvöld? Segja þeim til dæmis að arabar hafi átt sína gullöld, að þeir hafi fundið upp núllið og algebruna, að þeir hafi kynnt gríska heimspeki og miklar uppgötvanir í læknisfræði fyrir hinni kristnu Evrópu... Ég rek fyrir þeim dýrlega sögu okkar, síðan ósigurinn, ósigrana, sjálfstæðisstyrjaldirnar, síðan hvernig okkur hefur verið haldið niðri, og nútímann, þennan ljóta nútíma sem er svo ljótur að þau geta ekki einu sinni látið sig dreyma um hann... Ég er viss um að þau trúa mér ekki. Þau halda eflaust að ég búi til arabíska gullöld þeim til hugarhægðar. En þeim er alveg sama. Börnin mín eru orðin stór. Þau eru þrjú, á aldrinum fimmtán ára til tvítugs. Þegar ég tala við þau á arabísku svara þau á frönsku. Þau eru ekki stolt af föður sínum. Ég skil þau vel. Þau segja ekkert, en ég veit að það er ekkert til að stæra sig af að eiga föður sem er gluggaþvottamaður. Við tölum lítið saman. Á hátíð- isdögum fara þau burt með vinum sínum. Ég sé þau varla. Nú í kvöld hanga þau sennilega fyrir framan sjónvarpið. Það er varla að ég hafi döngun í mér til að fara heim. Þau eru eflaust fúl út í mig fyrir að vera það sem ég er, það sem þau eru. Dag einn sagði Rachid, sá yngsti, mér frá því sem starfsmaður í skólanum hafði sagt eftir að nokkrum arabískum krökkum hafði lent saman: „Við förum bráðum að uppræta rottueðlið úr ykkur!“ Erum við þá rottur? Ég vissi ekki að við værum kallaðir rottur. Það er víst tal- að um „rottuunga“ þegar talað er um araba og „rottuveiðar“ þeg- ar ráðist er er á araba. En hvað í ósköpunum höfum við gert á hlut Guðs og spámanns hans til að verðskulda þetta allt saman? Kannski eru þetta þau örlög sem okkur hafa verið ákveðin. Að flytjast annað. Var spámaðurinn okkar, hann Múhameð, ekki fyrsti landflótta maðurinn í sögu islam? Ég veit að árið 622 varð hann að flýja frá Mekka til Medínu. Hvað verður um okkur nú þegar stríðið er skollið á? Ég veit það: ég verð enn grunsamlegri en áður, það verður leitað á mér oft á dag, ég læt það yfir mig ganga án þess að bregðast við því. Ég geng um götur án þess að líta upp, án þess að trufla nokkurn mann. Ég læt fara enn minna fyrir mér en vanalega, svo lítið að ég verð varla til, sést varla. Herpa sig saman, þegja, éta allt ofan í sig, taka nýjum ósigrum... Ég var niðursokkinn í þessar myrku hugsanir þegar Marteinn bað mig að slást í hópinn sem átti að fara að vinna við Notre- Dame. Fyrirtækið sem við vinnum hjá tekur einu sinni í mánuði að sér að þrífa rúðurnar í Notre-Dame dómkirkjunni. Ég varð hissa. Ég hélt að stríðið væri strax búið. Mig langaði ekkert til að minnast á það. Kristnu mennirnir hafa sennilega unnið. Marteinn lagði hönd á öxlina á mér og sagði: „Þú ert nú aldeilis fínn náungi! Ég get treyst þér, ég þekki þig, þú ert enginn öfgasinni, þú ert ekkert vondur...“ Ég kyngdi þessu ruglingslega og tvíræða hóli og slóst í vinnuhópinn, en ég var eini arabinn þar. Á leiðinni hugsaði ég með mér: „Ég er fínn náungi, fyrst stjórinn segir það. En hvað ef mig langar skyndi- lega að brjóta allt og bramla? Hvað ef ég missi stjórn á mér og verð illur? Hvað er fínn náungi? Er það maður sem lýtur höfði og lætur allt yfir sig ganga?“ Samkvæmt útvarpinu, ég er alltaf með lítið viðtæki á mér, vörpuðu Ameríkanar átján þúsund tonnum af sprengjum á Írak. Hvað gerir það marga dauða, átján þúsund tonn af sprengjum? Þeir minntust ekkert á það í útvarpinu. Sennilega gerir það svo marga að þeir kjósa að þegja yfir því. Ég er ekki frá Írak, en þetta snertir mig einhvern veginn, ég er með hálfgerðan verk eða þyngsli í maganum. Það voru arabar og mús- limir eins og ég sem urðu fyrir sprengjunum. Í útvarpinu og í sjónvarpinu segja þeir að við séum öfgamenn. Þeir eru klárir þessir Kanar: ofan úr flugvélunum sínum miða þeir öfgamennina út og senda þeim kveðjur fullar af sprengjum! Er þetta það sem kallað er siðmenning? Þeir sýna okkur að þeir kunni að heyja stríð, að þeir kunni að drepa. Það var fjöldi fólks í Notre-Dame de Paris þennan dag. Karlar og konur báðust fyrir í litlum hópum. Það baðst fyrir í hljóði, bað Guð um náð og miskunn. Það var hjartnæmt. Mig langaði líka að biðjast fyrir. En nú varð að hefjast handa. Í útvarpinu var mikið fjallað um flugskeyti og Ísrael. Ég baðst fyrir innra með mér þar sem ég var uppi á vinnupall- inum. Ég hugsaði um Allah og spámann hans, Múhameð, og bað þá um frið á jörðu svo við arabarnir yrðum betur liðnir, ekki litnir eins mikið hornauga, ekki endilega elskaðir, en að í það minnsta yrði borin virðing fyrir okkur. Nokkrum dögum síðar, ég held að það hafi verið fyrsta daginn í febrúar, þegar ég var að bera hreinsilög á gullfallegan steindan glugga, þá lagði ég við hlustir og heyrði þessa frétt í útvarpinu: „Fimmtudaginn 31. janúar ræddi François Mitterrand símleiðis við ísraelska bændafjölskyldu á kibbutzinu Kfar Hanassi. Hann lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í landinu og lýsti samstöðu sinni með þeim gyðingum sem áttu við erfiðleika að etja um þess- ar mundir...“ Án þess einu sinni að ljúka við verkið snaraði ég mér niður af vinnupallinum, bað vinnufélaga mína að hafa mig af- sakaðan og hraðaði mér heim til mín. Ég settist niður í stofunni, rétt hjá símanum, og beið hringingar frá forsetanum. Friðrik Rafnsson þýddi Morgunblaðið/Einar Falur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.