Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002
Í
sjónvarpsþættinum Maður er nefndur
fjallaði Björn Th. Björnsson, listfræð-
ingur, m.a. um gullaldarskeiðið í ís-
lenzkum listum; „þetta dæmalausa og
makalausa tímabil upp úr seinna stríð-
inu; frá 1945,“ og þegar hann svo fór
yfir sviðið, nefndi hann til sögunnar
eiginkonur listamannanna: „Hlutur
þessara kvenna í íslenzkri menningarsögu er
alltof lítill og alveg skammarlega lítill, því í
mörgum tilvikum voru þessar konur hrein-
lega lífsbjörg þessara listamanna … Þær bók-
staflega héldu þessum vonlausu mönnum,
vonlausu í efnahagslegu tilliti, uppi, en þeirra
er aldrei getið í neinu. Þær eiga í sumum til-
vikum miklu meira í listum sinna manna held-
ur en nokkur maður hefur viljað vera láta.“
Í riti sínu um Íslenzka myndlist gerir Björn
að umtalsefni erlend kvonföng íslenskra lista-
manna: „Fyrir hefur komið, að konur þessar
hafi ekki til lengdar unað hinu annarlega um-
hverfi, en eiginmenn þeirra fastrættir í jörð
síns heima. Miklu oftar er þó, að þær hafi
reynzt hinir styrkustu lífsförunautar og lagt
íslenzkri list þannig til ómældan skerf sinn,
því fá hlutskipti krefjast meiri sjálfsfórnar og
skilnings en á einmana vegi listamanns.
Nokkrar eru svo þær konur í þessum hópi,
sem hafa ekki aðeins lagt henni til af kven-
legri prýði sinni, heldur aukið hana nýjum
þáttum eigin verka.“
Ásta og Svavar
„Hvað ætli sé um þetta að segja. Ég reyndi
að vera almennileg. Það var ekkert meira frá
minni hendi,“ segir Ásta Kristín Eiríksdóttir,
þegar ég er setztur hjá henni til spjalls um
listamannskonuna; þá Ástu sem allir lista-
menn vildu átt hafa.
Ásta og Svavar Guðnason kynntust í Kaup-
mannahöfn, þar sem hún saumaði þeim fram-
an af lífsbjörgina og heimkomin vann hún ut-
an heimilis og hann að list sinni í vinnustofu
heima við og þannig allt þar til Svavar veikt-
ist og mátti ekkert lengur án hennar. Og nú
situr hún ein og níræð í íbúðinni þeirra á
fjórðu hæð við Háaleitisbraut; horfir, les og
hlustar af vakandi elju, er reyndar hætt að
hlaupa upp stigann, en fer sinna ferða, sem
hún framast vill.
Ásta Kristín Eiríksdóttir fæddist 28. janúar
1912, yngst átta barna hjónanna Marinar Sig-
urðardóttur og Eiríks Sigfússonar kaup-
manns á Borgarfirði eystra.
Hún segist hafa átt ósköp indæla bernsku.
En ský dró fyrir sólu. Móðir Ástu veiktist og
var flutt suður, þar sem hún andaðist í
sjúkrahúsi í Reykjavík.
„Það er enn greypt í minninguna, þegar
mamma var flutt út í skip á gamlársdag.
Ég fór aldrei út að skemmta mér á gaml-
árskvöld í Kaupmannahöfn og hef ekki
ennþá.“
Það kom í hlut þrettán ára telpunnar að
taka við búsforráðum heima hjá sér. „Ég var
auðvitað eins og hver annar stelpukjáni. En
góðar nágrannakonur kenndu mér heimilis-
störf og þá sér í lagi að baka. Þannig bless-
aðist þetta allt saman.“
Sautján ára hleypti Ásta heimdraganum og
lét ekki staðar numið fyrr en í borginni við
sundið
„Systir mín var þá úti í Kaupmannahöfn og
starfaði í kjólaverzlun. Hún bauð mér að
koma og læra að sníða og sauma.
Það var nú ekki margt í boði svo ég hafði
áhuga fyrir því og dreif mig Svo vann ég við
sauma í nokkur ár.“
Sex árum á eftir Ástu stefnir ungur Horn-
firðingur skónum til Kaupmannahafnar að
verða listmálari.
„Við sáumst fyrst á veitingahúsi. Ég var
þar með vinkonu minni og svo kom frændi
minn, Borgfirðingur, og Svavar var með hon-
um.“
– Og hvernig leizt þér á piltinn?
„Mér leizt vel á hann!“
– Var þetta ást við fyrstu sýn?
„Ekki beinlínis! Það leið nú dálítið þangað
til við fórum að draga okkur saman.“
– Hvað fannst þér um að hann skyldi vera
listmálari?
„Það var ekkert nema gott. Ég hefði ekkert
lagt mig eftir málaralist á þeim tíma. Hann
var geðugur og það gerði útslagið!“
Þetta var árið 1936 og eftir sumarferð til
Íslands hefst búskapur í Kaupmannahöfn.
Þau gengu í hjónaband 1939.
Við rifjum upp samtal Matthíasar Johann-
essen og Svavars, þar sem Kaupmannahafn-
arárin bar á góma:
„Það hefur stundum verið erfitt í Kaup-
mannahöfn?“
„Já, það var stundum erfitt,“ svarar Svav-
ar.
„Og enn erfiðara fyrir Ástu heldur en þig –
að vera gift listamanni í þokkabót.“
„Það hefur gengið á ýmsu,“ skaut Ásta inn
í samtalið á leið sinni í gegnum stofuna.
En Svavar sagði:
„Þær eru svona þessar kellingar. … Og sá
sem á góða Ástu þarf enga fylgikonu.“
Nú brosir Ásta, þegar ég les henni þessi
orðaskipti. Sjálf hefur hún í samtali við Stein-
unni Sigurðardóttur lýst búskaparháttum á
stríðsárunum:
„Ég bakaði rosakökur úr gerviefnum og
notaði rabarbara í staðinn fyrir rúsínur. Lauf-
in af eplatrjánum voru bæði mulin og notuð
sem píputóbak eða búið til úr þeim te …“
Þau Svavar urðu innlyksa í Danmörku,
þegar styrjöldin brauzt út. Vegur Svavars fór
vaxandi, en þegar heimsfrægðin var að bresta
á þá Cobramenn, settu þau strik í reikning-
inn; tóku sig upp og fluttu heim til Íslands
1951.
„Það stóð aldrei neitt annað til. Mig langaði
alltaf heim og Svavar líka. Frægðin freistaði
ekki til að halda honum föstum.“
Ekkert varð af því að Ásta og vinkonur
hennar settu upp fataverzlun í Reykjavík, en
mál æxluðust svo að hún fór að starfa í spari-
sjóðnum Pundinu og síðar Sparisjóði vél-
stjóra.
„Þar vann ég í uppundir tíu ár, en varð svo
að hætta vegna veikinda Svavars.“
Síðustu árin þjáðist Svavar af Alzheimer.
„Þetta var erfitt. Ég varð að vera með hon-
um. Hann hafði alltaf verið mikið fyrir útivist
og það breyttist ekkert, þótt höfuðið bilaði.“
Síðustu mánuðina var Svavar rúmliggjandi.
Hann lézt í sjúkrahúsi 25. júní 1988.
Það er augljóst að Ástu er þungt að hugsa
til síðustu ára eiginmannsins. „Það er erfitt
að sjá ástvin sinn fara svona.“ En svo réttir
hún úr sér:
„Við áttum svo skemmtileg ár saman. Þau
eru mikið ríkidæmi. Ég kynntist mörgu
skemmtilegu fólki. Svo vorum við líka bara
tvö og frjáls eins og fuglinn. Við ferðuðumst
mikið; Svavar var afskaplega frjór og
skemmtilegur ferðafélagi. Við fórum meira að
segja upp á Vatnajökul.
Ég var vitlaus í að fara upp á fjöll, þegar ég
var ung stúlka. Og það loddi við mig fram eft-
ir ævinni“
Ásta segir, að henni hafi strax fallið vel
landslagsmyndir Svavars og teikningar. En
það tók hana tíma að venjast abstraktinu.
„Ég man þegar við vorum í Frakklandi. Þá
var hann að mála konumynd og alltaf að horfa
á mig. En ekki leizt mér nú á! Hún var öll ein-
hvern veginn svo skrítilega vaxin hjá honum!
Ég var ekki sátt við þá kerlingu. Hvar
skyldi hún nú annars vera niðurkomin?!“
– Ræddi Svavar verk sín við þig?
„Nei, aldrei! Og ég snerti aldrei á pensli.
En ég hjálpaði honum með efni til að mála
á. Þá fékkst nú striginn ekki og það varð að
hafa úti öll spjót.“
Hér stendur Ásta upp; tekur málverk ofan
af vegg og gaukar að mér bakhliðinni.
„Sjáðu. Hér er hálfur strigapoki og hinn
helmingur áklæði af stól, sem við áttum. Ég
jók þetta svo saman í miðjunni.“
Og mikið rétt. Á þetta hefur Svavar málað
myndina Hvar eru fuglar?
Þegar myndin er komin aftur upp á vegg,
spyr ég Ástu um samband þeirra Svavars.
Hún hvarflar augunum um stofuna, þar sem
hann má vera nálægur í verkum sínum. „Okk-
ur kom vel saman. Við rifumst aldrei það ég
man.
Hann var afskaplega dagfarsprúður maður
og nægjusamur; skipti sér lítið af heimilinu.
Ég sá um það allt.“
– Tók lífshlutverk listamannaskonunnar
aldrei í ?
„Það veit ég ekki! Það var mitt hlutskipti
og ég varð að gera það. Ég er nú bara venju-
leg kona. Ég get ekki sagt annað, en ég sé yf-
irleitt sosum sátt við mitt líf. Efalaust hefði
ég getað gert margt öðru vísi hér áður fyrr,
en það skiptir engu máli núna. Ég er búin að
gleyma því öllu, hafi það eitthvað verið.
Meira er ekki um þetta að segja. Ég er
hraust og hvað á níræð kerling að biðja um
annað!“
Í samtalinu við Steinunni Sigurðardóttur
hafði Ásta fleiri orð um lífshlutverk lista-
mannskonunnar:
„Lífið gekk út á vinnuna hans. Ég reyndi
að sjá til þess að hann yrði ekki fyrir of miklu
KONA LISTA
Björn Th. Björnsson, list-
fræðingur, hefur í ræðu
og riti vikið að eiginkonu
listamannsins og m.a.
sagt hlut hennar í ís-
lenzkri listasögu mun
meiri en menn vilja vera
láta. FREYSTEINN
JÓHANNSSON vekur
upp sögur nokkurra
listamannskvenna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ásta Eiríksdóttir, ekkja Svavars Guðnasonar.
Morgunblaðið/Sverrir
Birgitta Spur við Sigurjónssafn