Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 að því, að hann hafði um mörg ár sent henni ríkulega jólagjöf í lausu fé fyrir hver jól er fjárhagurinn vænkaðist. Það var það síðasta sem hann gerði áður en hann lagðist undir hnífinn að senda henni jólaglaðning“ Niels Grönbech andaðist í maí 1991 og Grete Linck rösku ári síðar; 20. júní 1992. Gunnfríður og Ásmundur „Hugsa sér Ásmund Sveinsson, þennan mikla myndhöggvara,“ segir Björn Th. Björnsson. „Hann er í Stokkhólmi hjá Carl Milles og kvænist Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara sem síðar varð. Hún vinnur fyrir honum við sauma nótt og dag, dag og nótt. Síðan flyzt hann til Parísar og hún með honum og strax inn á saumastofu og vinnur þar fyrir honum öll árin fram að Alþing- ishátíð, þegar hann fer heim.“ Gunnfríður Matthildur Jónsdóttir fæddist 26. desember 1889 að Sæunnarstöðum í Hall- árdal, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Einarsdóttir og Jón Jónsson. Gunnfríður bjó við sjúkdómsfár í bernsku og fram á æskuár, en var gædd sterkum lífs- vilja og stóð allt af sér af dugnaði og hörku. Hún tók snemma þann pól í hæðina að verða ekki ellidauð í túninu heima, heldur brjótast sjálf fram til síns hugar; nítján ára fór hún á kvennaskóla á Blönduósi og síðan í klæð- skeranám á Akureyri og í Reykjavík. Og útþráin knúði hana áfram; haustið 1919 sigldi hún með Gullfossi til Kaupmannahafnar, þar sem hún vann sem fyrr að fatasaum. Í samtali við Loft Guðmundsson segir Gunnfríður: „Já, það gerðist ýmislegt þennan fyrri vetur minn í Kapmannahöfn. Meðal ann- ars trúlofaðist ég ungum, íslenzkum lista- manni, sem hafði orðið mér samskipa út um haustið og var við nám í Kaupmannahöfn þennan vetur. Hann fór svo til Stokkhólms til náms haustið eftir, en ég sat um kyrrt við sauma í kóngsins Kaupmannahöfn þennan vetur allan og fram undir haustið. Þá hélt ég líka til Stokkhólms.“ Þessi ungi íslenzki listamaður var Ásmund- ur Sveinsson myndhöggvari. Þau skruppu heim til Íslands sumarið 1924 og voru gefin saman í hjónaband af séra Haraldi Níelssyni. Síðan lá leiðin aftur til Stokkhólms og það- an til Parísar, en þegar þau stefndu skónum heim aftur, taldi útivist Gunnfríðar og Ás- mundar líka tíu ár. Þótt Gunnfríður væri listasaumakona og saumaði allt sem heiti hefur, var ekki eins og hún kúrði lon og don yfir saumaskapnum. Einhver fyrirboði felst í atburði sem varð á hennar öðru kvöldi í Kaupmannahöfn og hún lýsir svo: „Ég var á gangi skammt frá þar sem ég hafði fengið herbergi, og stend þá allt í einu frammi fyrir hinni frægu mynd Rodins, „Borgararnir frá Calais“, sem stendur þar á bletti við götuna. Vitanlega hafði ég ekki hug- mynd um hvaða listaverk þetta væri, eða eftir hvern. En svo sterk áhrif hafði myndin á mig, að þarna stóð ég sem í leiðslu og starði á meistaraverkið – og þegar ég svo loks rankaði við mér, fann ég að ég hafði týnt öllum áttum og var rammvillt orðin.“ Með hjálp lögregluþjóns náði Gunnfríður áttum til að komast heim þetta kvöld, en það liðu tólf ár þar til hún náði þeim áttum að leggja sjálf út á listabrautina. Í millitíðinni var hún tíður gestur á listasöfnum og sýn- ingum og lagðist í listræn ferðalög með manni sínum, m.a. til Ítalíu og Grikklands. Til Íslands komu þau í júlílok 1929 og fengu fyrst inni í Holdsveikraspítalanum í Laug- arnesi, en þar um segir Björn Th. Björnsson: „Vegna fækkunar sjúklinga hafði allmikið húsnæði losnað, og beindi dóms- og kirkju- málaráðherra, Jónas Jónsson, þangað ýmsum vegalausum lista- og vísindamönnum, svo lík- ara varð akademíu en opinberu húsaskjóli.“ Það er í þessum húsakynnum, sem Gunn- fríður nær loks áttum til listsköpunarinnar. „Hinn 18. júlí 1931, klukkan hálf tvö, kom ég inn, tók fjöl sem fyrir mér varð, lagði á hana leir og tók að gera lágmynd.“ Þar með varð ekki aftur snúið. Neistinn var orðinn að báli. Gunnfríður lýsir þessu svo í samtali við Steinunni S. Briem: „Þegar ég kom heim frá útlöndum sótti að mér þunglyndi, því að ég sá, að ég hafði látið tækifærin ganga mér úr greipum alltof lengi og notað lífið vitlaust, og þá ákvað ég að byrja heldur strax en bíða eft- ir að ég væri búin að hálfdrepa mig, og um leið og ég var byrjuð fór mér að líða betur.“ Og við Loft Guðmundsson segir Gunnfríð- ur: „Ég gerði eina eða tvær eftirlíkingar og búið. Eftir það tók ég að móta eftir lifandi fyrirmyndum. Önnur tilraun mín varð myndin „Dreymandi drengur“, sem víða hefur farið á sýningar og vakið mikla athygli. Hana hafði ég með mér til Kaupmannahafnar, ásamt mynd af Sigurjóni Péturssyni á Álafossi og Margréti skólameistarafrú á Akureyri, og þessar þrjár myndir dugðu mér til þess að ég fékk inngöngu í myndlistarháskólann, aka- demíuna, sem aukanemandi. Ætli ég hafi ekki verið þar þrjá eða fjóra mánuði. Það var allt mitt eiginlega myndlistarnám.“ Björn Th. Björnsson segir m.a. um verk Gunnfríðar: „Það er enda sannast sagna, að þrátt fyrir kunnáttuskort og margvíslegan klunnaskap, koma fyrir í myndum Gunnfríðar svo furðulega góðir hlutir, að manni verður trúað með henni á upprunalega hæfileika.“ Það stóðst nokkurn veginn á endum, að þegar þau Ásmundur höfðu reist íbúðar- og vinnustofuhús á horni Mímisvegar og Freyju- götu tók að skilja sundur með þeim. Þau slitu samvistir og skiptu húsinu með sér. Þegar Gunnfríður er þar með að fullu orðin sjálfrar sín, færist hún fleira í fang en andlits- myndir og skapar nú eitt sitt þekktasta verk; Landsýn, sem síðar var gjört í granít og stendur við Strandakirkju. Af öðrum verkum má nefna Landnámskonu og Biskup, Síld- arstúlkurnar og Á Heimleið, sem stendur í Tjarnargarðinum. Hún tók þátt í samsýn- ingum hér heima og erlendis. Björn Th. Björnsson segir, að Gunnfríður hafi verið „stórgerð í sýn og lund“. Steinunn S. Briem lýsir henni svo: „Hún situr á gamalli tröppu í vinnustofunni, sérkennileg kona með dökkt slétt hár skipt í miðju, brún augu sem leiftra þegar hún talar, sterkt andlit, dimma rödd. Í baksýn eru tvær háar hvítar styttur: landnámskonan og klerkur á bæn. Hún er mælsk og hefur mikið að segja, hver sagan rekur aðra án tillits til samhengis eða tíma- röðunar. Hún heitir Gunnfríður Jónsdóttir og er ein hinna fáu íslenzku kvenna sem lagt hafa fyrir sig höggmyndalist.“ Baldur Óskarsson segir, að haustið 1965 hafi hann unnið í hjáverkum fyrir Myndlist- arskólann í Reykjavík, sem þá var til húsa í Ásmundarsal, og þá kynnzt Gunnfríði Jóns- dóttur myndhöggvara. Hún bjó í suðurparti hússins. Gunnfríður gerði boð fyrir Baldur og vildi tala við hann um Ásmund og Einar Ben. „Hún skipaði mér við hlið sér á dívaninum og gaf mér kaffi, reri fram í gráðið, lét móðan mása, og einu sinni sýndi hún mér mynd af sér á yngri árum og hafði þá verið glæsileg. Verkum sínum hélt hún lítt fram. Hún leyfði mér þó einu sinni að skyggnast inn í vinnu- stofuna og kallaði mig svo til sín hálf feimn- islega … Hitt skildist mér í Ásmundarsal að þar hafði ég kynnst við einmanaleikann eins og hann verður sárastur.“ Gunnfríður Jónsdóttir lézt í Reykjavík 28. júlí 1968. Að eigin ósk var hún jarðsett hjá Strandakirkju í Selvogi. Ingrid og Ásmundur „Hún var honum mikil stoð,“ segir Gunn- laugur Þórðarson um Ingrid, seinni konu Ás- mundar Sveinssonar. Ingrid var af sænskum og dönskum ættum; fædd í Lettlandi 20. apríl 1904, þar sem faðir hennar, Hjalmar Håkansson, starfaði um hríð. Hann var sænskur, en flutti ungur til Danmerkur og giftist danskri konu, Mary Nielsen. Ingrid kom til Íslands 1939; þá gift Skúla Þórðarsyni, sagnfræðingi, og átti með honum tvö börn. Þau Skúli skildu og Ingrid hóf sam- búð með Ásmundi Sveinssyni 1940 og varð síðari kona hans. Þau eignuðust tvær dætur; Hallgerði, sem lézt af slysförum barn að aldri, og Ásdísi. „Faðir minn og Skúli voru kunnugir og for- eldrar mínir hittust nokkrum sinnum í Kaup- mannahöfn veturinn 1936–37, þar sem faðir minn vann þar þann vetur. Móðir mín kom svo hingað til lands 1939 með tvö börn þeirra Skúla. Þá er að slitna upp úr hjónabandi þeirra og um líkt leyti slitnar upp úr hjónabandi föður míns og Gunnfríðar Jónsdóttur. Foreldrar mínir hófu sambúð 1940 á Nönnugötunni og svo byggðu þau í Sigtúninu. Mér finnst að móðir mín hafi verið af- skaplega vel gerð kona. Hún hafði búið við mikið öryggi, félagslega og fjárhagslega, en kemur hingað í basl og erfiðleika. Aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún dýrkaði föður minn og hans starf. Hún var hlédræg kona, vel menntuð: talaði meðal annars fimm tungu- mál, sem kom sér vel, þegar útlendinga bar að garði, sem var oft. Þau eignuðust Hallgerði 1941. Sex árum síðar fórst hún í bílslsyi. Það varð mikið áfall fyrir þau bæði. Þá var ég eins árs. Tvö eldri hálfsystkini mín voru hjá þeim meira og minna stríðsárin, en fluttu svo bæði til Kaup- mannahafnar eftir stríð. Ég man ekki til þess að ég væri sérstak- lega ofvernduð sem barn. Samt held ég að dauði Hallgerðar hafi orðið til þess að ég varð seinna ákaflega bílhrædd; má vera að for- eldrar mínir hafi varað mig sérstaklega sterkt við umferðinni. Faðir minn var bæði mikill selskapsmaður og einfari. Hann vildi ekkert fara til útlanda, en móðir mín þurfti auðvitað að fara til Dan- merkur að hitta börn sín og fjölskyldu. Hann hafði skilning á því að hún þyrfti að hafa sam- band við sitt fólk. En hann fór hvergi. Ég fór oft með henni og við skildum hann þá bara einan eftir í húsinu. Ég held að samband foreldra minna hafi verið ákaflega farsælt. Þau voru bæði sjóuð, þegar þau hófu búskap, og bæði nógu stórar manneskjur til þess að leyfa hinu að njóta sín. En það fór samt aldrei á milli mála, að hann var númer eitt! Það gekk hins vegar alveg þrautalaust fyrir sig, því þótt hann væri á kafi í listsköpun sinni, máttum við alveg vera til líka og leika okkur. Ég man oft eftir mér og vinkonum mínum að leik í vinnustofunni, þar sem hann var að vinna. Ég man eiginlega aldrei eftir, að skort hafi neitt, þótt auðvitað hafi ekki verið bruðlað með hlutina. Og eftir að ég komst á unglings- ár höfðum við það eiginlega ágætt fjárhags- lega. Faðir minn bar oft undir móður mína það sem hann var að gera, ræddi við hana, hvort hann ætti að hafa einn streng hér eða tvo þar. Og hann tók tillit til skoðana hennar. Hún hafði ljúft skap og ríkt jafnaðargeð, en gaf hvorki átakalaust eftir, né lét vaða yfir sig. En hún elskaði föður minn skilyrðislaust. Þó var eitt sem hún vildi ekki gera fyrir hann; hún neitaði að þvo tóbaksklútana hans! Þá varð hann að þvo sjálfur. Nábýli heimilis og vinnustofu fylgdu mikil óhreinindi inn á heimilið og ég upplifði stöð- uga baráttu móður minnar við rykið, skítinn og neftóbakið! En aldrei heyrði ég hana fella eitt einasta styggðaryrði út af þessu stríði.“ Ingrid Sveinsson greindist með sykursýki, en seint og var þá haldin kransæðasjúkdómi. Hún lézt 2. apríl 1976. „Það var föður mínum þungt áfall að missa hana,“ segir Ásdís. „Hann var ellefu árum eldri og hafði alltaf reiknað með að hún lifði hann. En eftir að hún féll frá var hann illa farinn og vann lítið.“ Hafliði Jónsson skrifaði minningarorð um Ingrid Sveinsson, sem birtust í Morgun- blaðinu. Hann segir m.a.: „Í fullan fjórðung aldar átti ég þess kost, að vera tíður gestur á heimili hennar og Ás- mundar og eiga með þeim margar eftirminni- legar samverustundir. Þar var einkum rætt um listir, fornsögurnar, trúfræði og ýmiss konar þjóðlegan fróðleik. Það kom mér oft á óvart hvað Ingrid kunni á mörgu skil í þjóð- legum fræðum og hvað hún hafði mikla inn- sýn í íslensk fræði. Það var mikil gæfa fyrir Ásmund að fá Ingrid fyrir konu. Án samvista við hana hefðu verk hans trúlega orðið færri en raun hefur orðið á og óbeint megum við þakka henni þá miklu auðlegð, sem hann hef- ur skilað þjóð sinni með verkum sínum. Hún var forsjá hans og félagi og gerði aldr- ei kröfur til hversdagslegra hluta. Enga konu vissi ég nægjusamari og aldrei heyrðist hún æðrast þótt búrið væri tómt og klæði tæpast til skiptanna. Allt bjargaðist einhvern veginn og frá morgni til kvölds lét hún það ganga fyrir öllu öðru að hjálpa og hvetja Ásmund til átaka við þau verk, sem hann vann að. Hjá þeim var öllum stundum talað um verkin, sem voru í smíðum, en ekki hvað ætti að hafa í næsta málsverð. Sjálf var Ingrid lærð og leikin í að fara með pensla og liti, en hún leit á eigin verk sem föndur eitt og lagði þau að mestu á hilluna eftir að fundum þeirra Ásmundar bar saman. Hennar lífshamingja var bundin við þau verk, sem hann skóp með sínum högu höndum og allar ábendingar hennar voru honum upp- örvun og nánast nauðsyn til þess að verkum miðaði áfram.“ Björn Th. Björnsson: Maður er nefndur. Alvís kvik- myndagerð fyrir RÚV 2000. Björn Th. Björnsson: Íslenzk myndlist II. Helgafell 1973. Björn Th. Björnsson: Samtöl við greinarhöfund. Ásta Eiríksdóttir: Samtal við greinarhöfund. Steinunn Sigurðardóttir: Ég stillti mig inn á hans per- sónu. Viðtal við Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars Guðna- sonar listmálara. Nýtt líf , nr. 8, 1989. Matthías Johannessen: Svavar sjötugur. Morgunblaðið 18. nóvember 1979. Matthías Johannessen: Svavar Guðnason – Fjöllin eru eins og greinds manns tunga. M Samtöl II. Almenna bókafélagið 1978. Björn Th. Björnsson: Þar sem glugginn veit í norður. Steinar og sterkir litir – svipmyndir 16 myndlistarmanna. Skálholt hf. 1965. Jóhannes Helgi: Hús málarans – Endurminningar Jóns Engilberts. Setberg 1961. Jóhannes Helgi: Minningargrein um Tove Engilberts. Morgunblaðið 13. október 1955. Jónína Michaelsdóttir: Eins manns kona – Minningar Tove Engilberts. Forlagið 1989. Björn Th. Björnsson: Þorvaldur Skúlason – Brautryðj- andi íslenzkrar samtímalistar. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1983. Matthías Johannessen: Þorvaldur Skúlason – Ég vildi að málverkin gætu orðið viðburður út af fyrir sig. M Samtöl IV. Almenna bókafélagið 1982. Aðalsteinn Ingólfsson: Sigurjón Ólafsson – ævi og list I og II. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 1998/99. Kristín Marja Baldursdóttir: Konan í húsinu – samtal við Birgittu Spur. Morgunblaðið 9. júlí 1989. Grete Linck Grönbech: Árin okkar Gunnlaugs. Þýð- andi: Jóhanna Þráinsdóttir. Almenna bókafélagið 1979. Matthías Johannessen: Gunnlaugur Scheving. Helga- fell 1974. Gunnlaugur Þórðarson: Konungur íslenzkrar mynd- listar – minningargrein um Gunnlaug Scheving. Morg- unblaðið 16. desember 1972. Örlygur Sigurðsson: Stórmálari kvaddur – minning- argrein um Gunnlaug Scheving. Morgunblaðið 16. desem- ber 1972. Steingrímur Davíðsson: Listaverk Gunnfríðar Jóns- dóttur. Gunnfríður Jónsdóttir 1966. Loftur Guðmundsson: Frá Sæunnarstöðum í Selvoginn – rætt við Gunnfríði Jónsdóttur, myndhöggvara. Á förn- um vegi – rætt við samferðamenn I. Ægisútgáfan/Guð- mundur Jakobsson 1966. Steinunn S. Briem: Henni héldu engin bönd – Frú Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari. Í svipmyndum 2. Prentsmiðjan Leiftur hf. 1968. Baldur Óskarsson: Gömul kynni við myndlistarmenn. Lesbók Morgunblaðsins 15. maí 1999. Gunnlaugur Þórðarson: Minningargrein um Ásmund Sveinsson. Morgunblaðið 16. desember 1982. Ásdís Ásmundsdóttir: Samtal við greinarhöfund. Hafliði Jónsson: Ingrid Sveinsson – Minningarorð. Morgunblaðið apríl 1976. Weilbach. Dansk Kunstnerleksikon. Munksgaard 1994. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon Ingrid og Ásmundur Sveinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.