Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 9 S JALDAN eða aldrei hefur nokk- urt skáldverk í Þýskalandi hlot- ið jafn mikla athygli meðal fjöl- miðla og nýjasta skáldsaga Martin Walsers, Tod eines Kritikers (Dauði gagnrýnanda), sem út kom fyrir skemmstu. Í rúman mánuð voru menningar- síður dagblaðanna fullar af umfjöllun um bókina og deilt var harkalega um efni hennar. Deil- urnar hófust fjórum vikum áður en skáldsagan kom út og er það einsdæmi í þýsku bókmennta- lífi þar sem bókmenntaþrætur eiga sér þó langa hefð. Skemmst er að minnast deilnanna um nýj- ustu skáldsögu Günter Grass, Im Krebsgang (Krabbagangur), fyrr á árinu. Hinn 29. maí skrifaði Frank Schirrmacher, einn af útgefendum Frankfurter Allgemeine Zeitung, opið bréf til Walsers þar sem hann tjáði honum að dagblaðið myndi ekki birta Dauða gagnrýnanda sem framhaldsskáldsögu. Stuttu áður hafði Walser sent blaðinu handrit af sögunni með ósk um birtingu. En nokkur verk skáldsins hafa birst fyrst á þennan hátt. Í bréf- inu nefnir Schirrmacher skáldsöguna „aftöku“ sem beri beiskan keim af hatursáróðri. Hann segir jafnframt að því miður sé ekki hægt að líta fram hjá þeirri „niðurlægingarþörf“, „neikvæðu öflum“ og „andgyðinglegu klisjum“ sem finna megi í bókinni og sakar Walser um að nota minninguna um fjöldamorð nasista á gyðingum á kostnað fórnarlambanna og því neyðist hann til að hafna handritinu. Lykilskáldsagan Dauði gagnrýnanda segir frá rithöfundinum Hans Lach sem hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt hinn þekkta bókmenntagagnrýnanda André Ehrl- König. Bókin hefst á því, að þeir hittast í boði í villu gagnrýnandans eftir að sá hinn sami hefur rifið nýjustu bók skáldsins niður í sjónvarps- þætti sínum. Hans Lach hefur í morðhótunum við hann og daginn eftir finnst peysa Ehrl-Kön- igs blóði drifin og grunur beinist því strax að rit- höfundinum. Í lok sögunnar kemur þó í ljós að gagnrýnandinn er alls ekki látinn. Hann lét sig einungis hverfa til að geta eytt tíma í friði með ástkonu sinni. Á milli þessara atriða er dregin upp mynd af gagnrýnandanum og lífi hans og skyggnst er bak við tjöldin í hinum óheflaða bókmenntaheimi Þýskalands þar sem fjölmiðlar eru allsráðandi. Fyrirmynd André Ehrl-Königs er enginn annar en „bókmenntapáfi“ Þýskalands, Marcel Reich-Ranicki, en hann og Martin Walser hafa lengi eldað saman grátt silfur. Þó að nokkrum atriðum varðandi líf hans sé breytt, dylst engum sem lítillega hefur fylgst með þýsku bók- menntalífi að við hann er átt. Fjölskylda Reich- Ranicki var myrt af nasistum í Varsjárgettóinu en hann og kona hans sluppu þaðan á ótrúlegan hátt. Ehrl-König fær háðulega útreið í sögunni. Hann er hégómlegur, valdafíkinn, fégráðugur, spilltur, ruddalegur og graður kvenhatari, sem talar bjagaða þýsku og tekið er fram að hann sé gyðingur. Dauði gagnrýnanda er á sinn hátt níð- rit og uppgjör Walsers við Reich-Ranicki, sem svo oft hefur gagnrýnt bækur rithöfundarins harkalega. Þeim hefur verið lýst sem gömlum hjónum er eiga í sífelldum þrætum. Annars veg- ar Walser (74 ára) sem er afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og hins vegar Reich-Ranicki (82 ára) sem þekktur er fyrir að ýkja óhóflega í bóka- dómum sínum. Reich-Ranicki hafði um langt skeið umsjón með bókahluta Frankfurter Allgemeine Zeit- ung og starfar enn fyrir blaðið. Það þarf því ekki að koma á óvart að Schirrmacher hafi neitað að birta bókina – óháð því hvort finna megi í henni andúð á gyðingum. Og í raun má spyrja sig að því hvort Walser hafi nokkurn tímann gert sér vonir um að fá skáldsöguna birta í dagblaðinu. Þó má benda á að Schirrmacher hefur oft stutt við bakið á Walser. Árið 1998 afhenti hann hon- um friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda í Páls- kirkjunni í Frankfurt. Í þakkarræðu sinni minntist Walser á „siðferðikylfuna“ frá Ausch- witz sem þýsku samfélagi væri enn ógnað með þó hálf öld væri liðin frá þeim atburðum er þar áttu sér stað. Ræðan vakti mikinn úlfaþyt og varð tilefni langra deilna milli Walsers og Gyð- ingasamtaka Þýskalands. Schirrmacher studdi dyggilega við bakið á rithöfundinum í þessum hörðu deilum, sem ekki urðu til að auka hróður hans. Íslandsvinurinn Henryk M. Broder hafði þetta um ræðuna að segja: „Ræða Walsers sam- anstóð af margtuggnum, yfirborðslegum klisj- um sem haldið var saman með kjökri og daðri, hún var vitsmunalega misheppnuð og á skilið að vera notuð sem víti til varnaðar á námskeiðum í mælskulist.“ Segja má að Schirrmacher hafi brotið vel- sæmisreglur fjölmiðla með því að birta ítarleg- an dóm um Dauða rithöfundar löngu fyrir áætl- aðan útgáfudag. Þegar opna bréfið birtist höfðu aðeins fáeinir einstaklingar hjá dagblaðinu og hjá útgáfustjórn Suhrkamp-forlagsins, sem gef- ur skáldsöguna út, lesið bókina. Og samt var hún á allra vörum. Fyrstu viðbrögð Walsers komu fram í útvarpi: „Mér hefði aldrei, aldrei nokkurn tíma dottið í hug að bókin yrði sett í samhengi við Helförina því þá hefði ég ekki skrifað hana. Bókin greinir frá baráttu rithöf- undar við valdníðslu í menningargeiranum á tímum sjónvarpsins.“ Einnig sagðist hann ætla íhuga málsókn gegn dagblaðinu. Og í viðtali við die tageszeitung sneri hann dæminu við og sak- aði Schirrmacher um andúð á gyðingum því hann sjálfur túlkaði viss atriði sem gyðingahat- ur, sem væru langt frá því að vera það. Günter Berg, yfirmaður Suhrkamp, neitaði því að bókin væri andgyðingleg og sagði að útgáfu hennar yrði flýtt. Hann sagðist ekki hafa fengið próf- arkalesið eintak af skáldsögunni og að betra hefði verið ef Frankfurter Allgemeine Zeitung hefði beðið með að hefja umræðuna þar til allir hefðu fengið eintak af bókinni. Daginn eftir var haft eftir Reich-Ranicki í Neue Zürcher Zeit- ung að skáldsagan væri „ömurlegar bókmennt- ir“ og að Walser hefði „aldrei skrifað jafnslæm- an texta“. Suhrkamp-forlagið var vissulega komið í klípu því enginn gagnrýnandi gat tekið upp hanskann fyrir Martin Walser. Var því gripið til þess ráðs að senda fjölmörgum gagnrýnendum blaða og tímarita „ófrágengið“ handrit af skáld- sögunni sem viðhengi í tölvupósti. Textinn var ólæstur á Word-skjali þannig að auðvelt var að breyta honum. Þannig gekk hann manna á milli og innan tveggja vikna mátti nálgast skáldsög- una á vefnum. Fyrstu viðbrögð fjölmiðla voru þau að flestir voru sammála um að frekar léleg skáldsaga væri hér á ferðinni. Gagnrýnendur Frankfurter Rundschau og Neue Zürcher Zeitung tóku und- ir orð Schirrmachers að vissa andúð á gyðingum væri að finna í bókinni. Hellmuth Karasek, fyrr- verandi kollegi Reich-Ranicki í sjónvarpsþátt- unum Das literarische Quartett (Bókmennta- kvartetinn), greindi frá „ómanneskjulegu hatri“ í Der Tagesspiegel og sagði einnig að „hin taum- lausa morðfýsn“, sem einkenni bók Walsers, virkaði eins og endurtekning á þeirri morðfýsn sem Reich-Ranicki varð fyrir sem gyðingur er hann var ofsóttur af nasistum. Í Die Zeit hafnaði Ulrich Greiner þeim fullyrðingum að bókin bæri keim af andúð á gyðingum, en tók fram að hún væri full af hefndarþorsta og að „betra hefði verið ef hún hefði aldrei verið skrifuð“. Dag- blaðið die tageszeitung tók í svipaða strengi. Af stóru blöðunum var það aðeins Süd- deutsche Zeitung sem hélt uppi vörnum fyrir Walser. Thomas Steinfeld, bókmenntaritstjóri blaðsins, sakaði Frankfurter Allgemeine Zeit- ung um að vilja gera út af við Walser með því að stimpla hann sem gyðingahatara og benti á að hvergi í bókinni væri að finna tilefni til þess. Jafnframt tók hann fram að dagblaðið notfærði sér skáldverkið og höfund þess til að verða að miðpunkti bókmenntaumræðu fjölmiðla. Og í ritdómi hins kunna gagnrýnanda Joachim Kais- ers, sem er bæði vinur Walsers og Reich-Ran- ickis, segir að bókin sé vel skrifuð, spennandi og að í henni sé að finna hinn „innilega Walser- hljóm“ sem einkennir fyrstu skáldsögur hans. Schirrmacher brást ókvæða við og sagði Stein- feld hefnigjarnan. En ekki er ýkja langt síðan Steinfeld sagði upp störfum hjá Frankfurter Allgemeine Zeitung og flutti sig um set til Süd- deutsche Zeitung eftir að hafa lent í hörðum deilum við Schirrmacher. Síðast en ekki síst ber að minnast ummæla nóbelsskáldsins Günter Grass sem oft hefur fengið það óþvegið í þýsk- um fjölmiðlum. Á blaðamannafundi í Róm lýsti hann yfir hneykslun sinni. Sagði hann að auka- atriði hefðu verið gerð að aðalatriðum og í raun væri þessi umræða ekkert annað en stríð á milli Frankfurter Allgemeine Zeitung og Süd- deutsche Zeitung og bætti við að hann myndi veita Walser allan þann stuðning sem hann gæti. Þegar hér var komið sögu jókst pressan á Suhrkamp. Reich-Ranicki ítrekaði í sjónvarps- þætti sínum að í bókinni væri að finna andúð á gyðingum og hvatti forlagið til að hætta við út- gáfuna. Einnig hótaði Jürgen Habermas, sem farið er háðulegum orðum um í Dauða gagnrýn- anda, úrsögn sinni úr nýrri ráðgjafastjórn for- lagsins ef bókin yrði birt. Ásamt honum eiga sæti í stjórninni rithöfundarnir Hans-Magnus Enzensberger, Alexander Kluge og Adolf Muschg. Ákvörðunar forlagsins var því beðið með töluverðri eftirvæntingu, en henni hafði verið slegið á frest í eitt skipti. Ber að minnast þess að árið 1983 hætti það við að birta leikrit Rainer Werner Fassbinders Der Müll, die Stadt und der Tod (Sorpið, borgin og dauðinn) eftir að samtök gyðinga í Frankfurt höfðu kraf- ist þess. Að kvöldi hins 5. júní tilkynnti Günter Berg loks að bókin yrði gefin út innan skamms og minnti á þá hefð forlagsins, að vera ávallt vettvangur umræðna af svipuðu tagi og nefndi því til stuðnings deilur sem sprottið hafa út af rithöfundunum Peter Handke og Martin Wals- er sem og heimspekingnum Peter Sloterdijk. Reich-Ranicki harmaði ákvörðunina í sjón- varpsviðtali en tók þó fram að ekki væri um neitt hneyksli að ræða. Sigrid Löffler, aðalritstjóri bókmenntatíma- ritsins Literaturen, hefur bent á að það sem Walser fékk að heyra frá fjölmiðlum eftir 29. maí hafi allt staðið í bókinni hans. Löffler er enginn aukvisi í þessum geira, en hún gat sér frægð fyrir fáeinum árum þegar hún hætti sam- starfi við Reich-Ranicki eftir að hann hafði full- yrt í Das literarische Quartett að hún væri kyn- köld. En umræða þeirra hafði snúist um skáldverk af erótískum toga. Saman stjórnuðu þau þáttunum ásamt Karasek. Í raun var Mart- in Walser orðinn fórnarlamb þeirra afla í fjöl- miðlaheiminum sem hann lýsir svo nákvæmlega í Dauða rithöfundar. Hann tjáði fjölmiðlum meira að segja að hann hygðist yfirgefa Þýska- land og halda í útlegð til Austurríkis. Menn spyrja sig hins vegar að því, hvort hann hafi ekki getað sagt sér sjálfur hver viðbrögð fjöl- miðla yrðu. Og sumir saka hann um að hafa sent handritið til Frankfurter Allgemeine Zeitung til að vekja athygli á bókinni. Einnig hafa menn spurt sig að því hvort Schirrmacher hefði ekki getað sleppt því að birta opna bréfið og þannig komið í veg fyrir þennan skandal. Fáeinir ganga jafnvel svo langt að saka Walser, Schirrmacher og Suhrkamp-forlagið um samsæri til að hleypa lífi í bóka- og blaðaútgáfu Þýskalands sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Hinn 26. júní var stóra stundin runnin upp og almenningur gat loksins nálgast skáldsöguna í bókarformi, rúmum mánuði fyrir áætlaðan út- gáfudag. Fáeinar breytingar höfðu verið unnar á textanum. Þær fólust aðallega í því að minna var gert úr vissum einkennum Ehrl-Königs og sumir staðir sem gátu orkað tvímælis voru strikaðir út. Salan á Dauða gagnrýnanda gekk vonum framar og fyrsta upplag bókarinnar var 50.000 eintök. Talað var um að skáldsagan gæti jafnvel slegið sjálfsævisögu Reich-Ranicki út í vinsældum, en hún trónaði á toppi metsölulist- ans svo mánuðum skipti. Það sýndi sig enn einu sinni að skandalar geta verið hjálplegir þegar kemur að sölu bóka. Í umfjölluninni um skáldverkið varð nú sú breyting á að fleiri starfandi bókmenntafræð- ingar fóru að blanda sér í umræðurnar og minna bar á bókadómum gagnrýnenda. Menn fóru að skoða textann í víðara samhengi og fjalla um hann í sambandi við þróun Walsers sem rithöf- undar. Ásakanirnar um að undirtónn skáldsög- unnar væri andgyðinglegur mögnuðust, en sú skoðun virðist vera mun almennari meðal fræði- manna en hjá gagnrýnendum. Skáldið sjálft er þó ekki sakað beint um gyðingahatur. Það var haft á orði, að Walser tækist ekki einu sinni að lýsa neikvæðum hliðum Reich-Ranicki sem gagnrýnanda. Í stað þess að benda á að dómar hans séu „óvitsmunalegir, væmnir og fullir af barnalegum skarkala“ væri dregin upp mynd af hatursverðum gyðingi og því sé bókin ekkert annað en tilgerðarlegt hnoð, líkt og Jochen Hör- isch komst að orði í Frankfurter Rundschau. Auðkýfingurinn og bókmenntaprófessorinn Jan Philipp Reemtsma skrifaði gríðarlangan dóm um bókina þar sem hann rekur lið fyrir lið þær andgyðinglegu klisjur sem finna megi í skáldverkinu og setur þær um leið í vítt sam- hengi. Að hans skoðun fjallar bókin aðeins að litlu leyti um valdagræðgi í bókmenntaheimin- um. Hún sýni mun frekar „klámfengnar fant- asíur“ rithöfundar um frægan gagnrýnanda. Til að sýna fram á að verkið sé léleg lykilskáldsaga ber hann Ehrl-König saman við sögupersónuna Naptha úr skáldsögunni Töfrafjallið eftir Thomas Mann, en hana smíðaði Mann úr bók- menntafræðingnum þekkta Georg Lukács. Reemtsma segir Naptha vera heilsteypta og fastmótaða persónu og að engin þörf sé fyrir að lesandinn þekki bakgrunn hennar. Síðan bætir hann við: „Sá sem les Dauða gagnrýnanda án þess að þekkja til Reich-Ranickis, mun ekki geta séð neitt annað í persónu Ehrl-Königs en illa gerða fuglahræðu sem býr ekki yfir neinum trúverðugleika.“ Sú gagnrýni sem Martin Walser kann að hafa sárnað mest kom úr penna hins virta bók- menntafræðings Ruth Klügers, sem gegnir pró- fessorsstöðum í einum þremur háskólum. Þau hafa þekkst í ríflega fimmtíu ár og ávallt verið góðir vinir. Klüger skrifaði honum hjartnæmt opið bréf í Frankfurter Rundschau. Þar segir að sem gyðingur geti hún ekki annað en verið móðguð og að sér þyki leitt að Dauði gagnrýn- anda sé ekki aðeins misheppnuð skáldsaga, heldur einnig hættuleg. Klüger tekur fram að Walser geti ekki afsakað sig með því að það sé tilviljun að Reich-Ranicki sé gyðingur, því „til- viljunin sé að vísu til staðar í raunveruleikanum, en ekki í bókmenntum. Því annars hefðum við enga þörf fyrir bókmenntir.“ Hún telur einnig að Walser hafi ratað inn á hættulega braut í friðarverðlaunaræðu sinni og að í nýjustu skáld- sögu sinni sé hann á sömu braut. Dirk von Petersdorff, ungt skáld og bók- menntafræðingur sem oft hefur verið líkt við Enzensberger á yngri árum, tekur undir þetta en telur Walser hafa ratað inn á þessa braut mun fyrr. Hann segir sjónarhorn hans hafa þrengst jafnt og þétt og að nokkrar ritgerðir eftir hann beri þess skýr dæmi. Þýska þjóðin og skapraunir hennar vegna glæpa nasista hafi orðið honum að þráhyggjuefni með tímanum og Dauði gagnrýnanda sé framlenging á því ferli. Minnir þetta óneitanlega á orð ísraelska sál- greinandann Zvi Rex um að Þjóðverjar eigi aldrei eftir að geta fyrirgefið gyðingum Ausch- witz. Petersdorff gagnrýnir þá sem verja Wals- er með því að skilja á milli fagurfræði og siðferð- is, því báðir séu þættirnir samofnir í hugsun einnar manneskju og því sé ekki hægt að taka einn þeirra úr sambandi eftir þörfum. Síðustu daga hefur minna borið á umræðum um Dauða gagnrýnanda og þessari marg- slungnu bókmenntaþrætu virðist senn vera lok- ið. Á þessu ári hefur mikið verið rætt um andúð á gyðingum í Þýskalandi. Þegar Schirrmacher kunngerði ákvörðun sína um að birta ekki bók Walsers stóðu yfir miklar deilur um hvort Jürg- en Möllemann, varaformaður Frjálslyndra, not- færði sér andgyðinglegar klisjur til að skapa flokknum vinsældir. Ólíklegt verður að teljast að skáldsaga Walsers hefði hlotið alla þessa at- hygli án þeirra deilna og margir hafa bent á að bókin hefði ekki getað komið út á óheppilegri tíma enda þótt bóksalar séu á öðru máli. BÓKMENNTA- HNEYKSLI Á ÞÝSKA VÍSU Nýjasta skáldsaga þýska rithöfundarins Martins Walsers, Tod eines Kritikers (Dauði gagnrýnanda), hefur vakið gríðarlegar deilur í Þýskalandi undan- farnar vikur en í bókinni þykir sumum gæta gyð- ingahaturs. Aðalpersóna bókarinnar þykir líka líkjast hinum þekkta gagnrýnanda Marcel Reich-Ranicki en þeir Walser hafa lengi eldað saman grátt silfur. Með- al annarra sem hafa blandað sér í deilurnar eru Günter Grass, Jürgen Habermas og gagnrýnendur og stjórnendur helstu fjölmiðla Þýskalands. E F T I R J Ó N B J A R N A AT L A S O N Höfundur er þýskufræðingur og búsettur í Berlín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.