Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 13
MÁLVERK eftir flæmska mál-
arann Peter Paul Rubens, sem
var uppi 1577–1640, seldist í
London fyrir metfé, 6,6 milljarða
króna í vikunni, að sögn uppboðs-
hússins Sotheby’s. Myndin „Slátr-
un sakleysingjanna“, sem seldist
á 49,5 milljónir punda, er dýrasta
mynd er seld hefur verið, í sterl-
ingspundum. Myndin er máluð á
árunum 1609–1611.
Búist var við því að myndin
seldist á 4–6 milljónir punda, eða
500–800 milljónir króna en hún
sló síðan öll met þegar einkasafn-
ari keypti myndina þessu dýra
verði.
Málverkið sýnir stundina þeg-
ar Heródes konungur skipaði svo
fyrir að öllum sveinbörnum
skyldi slátrað til að losna við
Messías. Myndin og 17. aldar
ramminn utan um hana frá Ant-
werpen í Belgíu eru í nærri full-
komnu ástandi, að því er segir á
fréttavef Sky.
Myndin seldist fyrir meira fé
en mynd Vincents van Goghs af
Gachet lækni en hún seldist fyrir
44,37 milljónir punda hjá Christ-
ie’s í New York.
Ekki er gefið upp hverrar þjóð-
ar kaupandinn er.
Tate Modern
opið að nóttu
TATE MODERN-SAFNIÐ í
Lundúnum verður opið í 36
klukkustundir samfellt, frá kl. 10
laugardaginn 17. ágúst næstkom-
andi til kl. 22 daginn eftir. Ástæð-
an er sú að forsvarsmenn safnsins
vilja gera sem flestum kleift að
berja sýninguna Matisse Picasso
augum en henni lýkur þá helgi.
Sýningin hefur slegið í gegn.
250.000 manns hafa þegar séð
hana og búist er við öðrum
150.000 áður en yfir lýkur. Svo
mikil hefur aðsóknin verið að
gestir þurfa að kaupa miða sem
gilda í takmarkaðan tíma til að
unnt sé að hleypa sem flestum að.
Talsmaður safnsins sagði í vik-
unni að aðsóknartölur væru ótrú-
legar. „Allt bendir til að sýningin
komist í hóp fimm vinsælustu
sýninga í sögu Tate.“
Matisse Picasso-sýningin var
opnuð 11. maí síðastliðinn. Á
henni getur, eins og nafnið gefur
til kynna, að líta verk eftir tvo af
dáðustu listamönnum sögunnar,
Pablo Picasso og Henri Matisse.
Haitink kveður
HOLLENSKI hljómsveitarstjór-
inn Bernard Haitink, sem verið
hefur listrænn stjórnandi Kon-
unglegu óperunnar í Covent
Garden í Lundúnum undanfarin
fjórtán ár, er að láta af störfum
og kemur fram á kveðju-
tónleikum í kvöld. Fyrr í vikunni
tók hann við sérstakri viðurkenn-
ingu fyrir framlag sitt til tónlist-
arinnar úr hendi Bretadrottn-
ingar.
„Bernard Haitink er einn af
fremstu hljómsveitarstjórum
samtímans. En þar með er aðeins
hálf sagan sögð. Hollusta hans við
Konunglegu óperuna og stuðn-
ingur við bresk tónskáld og lista-
menn er til fyrirmyndar. Það er
mér sannur heiður að hafa lagt til
að hann hlyti þessi verðlaun,“
segir Jack Straw utanrík-
isráðherra Breta.
Haitink er 73 ára að aldri.
Metfé fyrir
Rubens
Reuters
ERLENT
E
INAR Hákonarson listmálari
opnar sýningu á olíumálverkum
í Húsi málaranna á Eiðistorgi í
dag. „Þetta er fyrsta einkasýn-
ingin mín hér í galleríinu. Verk-
in eru 23, allt saman olíumál-
verk og meirihlutinn er stærri
myndir. Þessar myndir eru allar
fremur nýjar og vonandi safarík málverk,“
segir Einar um sýninguna, sem er sumarsýn-
ing Húss málaranna. Hún stendur til 1. sept-
ember. „Þessar myndir sem ég sýni nú eru all-
ar í expressjónistískum anda. Þær eru að
mörgu leyti andstæða við það sem hefur verið
einskonar opinber ríkjandi liststefna á Íslandi.
Í hinum vestræna heimi hefur myndlistin
þróast í tvær áttir. Annars vegar er það breið-
fylking fólks sem hefur haldið sig við mál-
verkið, hins vegar er það hugmyndalist, sem
svo er kölluð. Málverkið hefur að mörgu leyti
fallið í skuggann af hinu síðarnefnda.“
Einar segist sjá hugmyndalistinni stað í
byggingalist seinni tíma, sem einkennist af
minimalisma. „Byggingalist er gott dæmi um
þessa stefnu vegna þess að hún er áþreifanleg.
Mikið af hugmyndalistinni er bundið í texta og
mjög lítið í sýnilegum hlutum. Að því leyti til
er hún mun skyldari hreinni heimspeki og
litteratúr en málverki, sem spilar fyrst og
fremst á eigindir sjálfs sín, sem er myndmál,“
segir Einar. Hann telur að nú á dögum sé aft-
ur komin upp þörf í mannskepnunni fyrir mál-
verk. „Ég held að það hafi verið rétt sem Pic-
asso sagði, að myndlistin væri manninum
nauðsynleg, rétt eins og matur og drykkur.
Manneskjan nærist á þessu öllu. Minimal-
ismann í arkitektúrnum, sem helst í hendur
við tækni nútímans, tölvur og annað slíkt,
vantar allt líf. Þess vegna held ég að í mál-
verkinu með sína lífrænu þætti – það er nefni-
lega lífrænt ræktað beint úr tilfinningum –
renni blóðið örar. Þessi kaldhyggja sem hefur
verið ríkjandi í mörgum listgreinum er sem
betur fer á undanhaldi, einmitt vegna þessarar
þarfar manneskjunnar fyrir hreina myndlist.
Það væri manneskjunni mikill missir ef 20.000
ára hefð – það að tjá tilfinningar sínar í mynd-
list – í hvaða formi sem er væri tekin frá
henni,“ segir Einar.
Myndlistarkennsla á undanhaldi
Einar hefur sterkar skoðanir á þróun mála í
myndlistarmenntun hérlendis. „Það horfir
mjög undarlega fyrir mér, sem gömlum skóla-
manni við Myndlista- og handíðaskóla Íslands,
að einn góðan veðurdag þegar hann er lagður
niður ætla menn að finna upp myndlistina upp
á nýtt. Nú á hún að byggjast á einhverju öðru,
þó að það sé eflaust mjög merkilegt, en hinum
sjónræna hlut,“ segir hann.
Umræða Braga Ásgeirssonar, myndlistar-
manns og gagnrýnanda, og Gunnars Harð-
arsonar listheimspekings hefur vakið athygli
Einars og tekur hann undir viðhorf Braga.
„Bragi er að gráta ákveðna hluti, eðlilega, sem
eru grundvallarþættir í myndlist eins og hún
hefur verið í gegn um árþúsundin. Það mun
gera þetta land mun fátækara ef ekki er til
nein menntastofnun sem sinnir þeim af ein-
hverri alvöru,“ segir Einar.
Hann bætir við að ráðning Roni Horn geti
eflaust sprautað lífi í Listaháskólann að
ákveðnu marki, en hann geti ekki séð að það
sé á sviði myndlistar. „Ekki ef marka má verk
hennar aftan á Lesbók Morgunblaðsins, þar
eru hálftómar síður. Ég kýs að kalla hlutina
sínum réttu nöfnum. Undanfarið er farið að
kalla svo ótalmargt myndlist. Ég er ekki að
segja að hugmyndalist sé ómerkileg list og oft
á tíðum getur hún verið skemmtileg og áhuga-
verð, en margt af henni vil ég ekki kalla
myndlist. Gallinn er að Íslendingar vilja oft
halda að það sé bara eitthvað eitt sem er
ríkjandi og kasta öðru á glæ á kostnað þess,“
segir Einar. Hann hefur þær fregnir að færa
úr galleríum New York-borgar að málverkin
séu þar í brennidepli. „Líklegasta skýringin er
sú, eins og ég lýsti áðan, að fólk sé farið að
þyrsta eftir myndlist, andstæðu við það sem á
hefur verið lögð áhersla undanfarin ár.“
Inntur eftir því að lokum hvort hann telji
sig einn af málsvörum málverksins segir Ein-
ar einfaldlega: „Ég er bara málsvari mann-
eskjunnar.“
Sumarsýning Húss málaranna er opin
fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18.
LÍFRÆNT RÆKTAÐ
BEINT ÚR TILFINNINGUM
Einar Hákonarson verður
seint þekktur fyrir skoð-
analeysi á sviði myndlistar.
INGA MARÍA LEIFSDÓTT-
IR ræddi við hann um
stöðu myndlistar og mynd-
listarnáms á Íslandi, þegar
hún heimsótti sýningu hans
í Húsi málaranna á Eiðis-
torgi sem opnuð er í dag.
Morgunblaðið/Golli
Málverkasýning Einars Hákonarsonar verður opnuð í Húsi málaranna í dag.
ingamaria@mbl.is
ÞJÓÐLEIKHÚSINU hefur verið boðið að
sýna leikrit Hrafnhildar Hagalín Guð-
mundsdóttur Hægan Elektra á norrænum
leiklistardögum í Færeyjum 7.–11. ágúst.
Að sögn Stefáns Baldurssonar þjóðleik-
hússtjóra hefur boðið verið þegið, með
þeim fyrirvara að Þjóðleikhúsinu takist að
afla þess fjár sem upp á vantar til þess að
hægt verði að fara. „Það er verið að vinna
í þeim málum, og ég vonast til að af þessu
verði. Verkið var tilnefnt til Norrænu
leikskáldaverðlaunanna núna, en fékk þau
ekki en Hrafnhildur fékk þau verðlaun
fyrir fyrsta verk sitt, Ég er meistarinn.
Sýningin á Hægan Elektra þótti afbragðs-
góð og fékk frábæra gagnrýni; leikritið er
mjög gott hjá Hrafnhildi en sýningin sjálf
og leikurinn tókst líka mjög vel.“
Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ól-
ína Þorsteinsdóttir fara með hlutverkin í
leikritinu en leikstjóri er Viðar Eggerts-
son.
Elektra til
Færeyja
Morgunblaðið/Golli