Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 DYR/PORTAL er heiti myndlistarsýn-ingar sem var opnuð um síðustu helgií Listasafni ASÍ. Um er að ræða sam-sýningu tveggja myndlistarkvenna af ólíku bergi brotinna, Valgerðar Hauksdóttur og Kate Leonard, sem er frá Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Saman sýna þær fjölbreytileg verk unnin á pappír og í blandaða tækni, sem eiga það sameiginlegt að vera unnin út frá reynslu listakvennanna tveggja í þessum ólíku og þó um margt líku heimshlutum, Colorado og Íslandi. Ferðuðust milli Colorado og Íslands Valgerður og Kate hafa unnið saman und- anfarin þrjú ár, á Íslandi sem og í Colorado, við kennslu og myndlist. „Við upplifðum sterka tengingu milli landslagsins á þessum stöðum,“ svarar Kate þegar þær eru spurðar um til- komu samsýningar þeirra. Sýningin í Lista- safni ASÍ mun standa til 28. júlí, en hún verður síðan sett upp í Coburn Gallery Colorado-há- skóla í Colorado Springs haustið 2003. Við- fangsefnið felst í túlkunum listakvennanna tveggja á náttúru og menningu þessara land- svæða, Íslands og Colorado. Valgerður segir að eftir að þær hafi ákveðið að setja upp sam- sýningu, hafi þær ferðast mikið á milli þessara tveggja staða. Þær hafi viljandi ekki ákveðið fyrirfram hvernig þær myndu nálgast við- fangsefnið eða rætt aðferðir á meðan á vinnunni stóð. „Ég ákvað frá byrjun að nálgast það frá sjónarhóli ferðarinnar, þar sem ég leitaði eftir, bæði meðvitað og ómeðvitað, því líka og ólíka á þessum tveimur stöðum,“ segir Valgerður, en hún notast við ljósmyndir, stafræna grafík og stálætingar í verkum sínum á sýningunni. Kate segist greina nýja nálgun í þessum síð- ustu verkum Valgerðar, þar sem hún taki vilj- andi í sundur lögin sem hún hefur oft áður not- að í „collage“-myndum sínum. Hér séu lögin aðskilin. Sín verk, ólíkt Valgerðar, séu mörg hver aftur á móti marglaga, eða „collage“. „Öll þessi lög eru prentuð á þunnan, gegnsæjan japanskan pappír eða silki og „collaged“. Myndirnar eru uppbyggðar af þessum ólíku lögum, á sama hátt og mér finnst jarðlögin í Colorado og á Íslandi vera byggð upp,“ segir hún. Kate bendir á að sýningargestir sjái ef til vill í fyrstu einungis hve tækni myndanna á sýn- ingunni sé ólík, í sumum þeirra sé notast við ljósmyndir, í öðrum við hefbundnar ætingar og í enn öðrum við „collage“. Smám saman upp- götvi fólk þó hið sameiginlega konsept sýning- arinnar. „Þar kemur heiti sýningarinnar, Dyr/ Portal, inn,“ segir hún. „Í íslenska hugtakinu, dyr, felst að maður gangi í gegn um eitthvað, að maður hafi nýja sýn og hafi möguleika á að kanna með því að fara gegn um dyr,“ bætir Valgerður við. „Í verkum okkar felst hugtakið dyr sem inngangur í þessa tvo heima sem við leitumst við að birta á sýningunni, bæði heimur staðanna sjálfra í Colorado og Íslandi, en einn- ig heimar okkar sem ólíkra persóna, á ólíkum tímabilum lífs okkar og svo framvegis.“ Kate segist halda að margir geti séð í sýn- ingunni dyr að landslaginu, án þess að verkin á sýningunni séu myndskreytingar úr nátt- úrunni. Það sé langt í frá. „Myndir okkar beggja leiða áhorfandann smátt og smátt inn í þann stemmningarheim sem við höfum mynd- að okkur, verandi í þessu umhverfi. Til dæmis finn ég mikið fyrir sterku rokinu á Íslandi, og leitast við að láta það koma fram í verkum mín- um, þar sem ég viljandi geri lögin eins og þau séu veðruð af vindinum. Rokið er ekki hlut- bundið, en það er nokkuð sem ég vil engu að síður gera skil í verkum mínum. En hugtakið dyr hefur jafnframt fleiri merkingar í tengslum við sýningu okkar, ekki einungis sem dyr að ólíkum heimum og náttúru, heldur einn- ig sem dyr að vinnuferlinu sem myndlist er.“ Sýningin Dyr/Portal stendur opin alla daga nema mánudaga kl. 14–18 til 28. júlí. Aðgangur er ókeypis. DYR MILLI TVEGGJA HEIMA Sýning tveggja myndlist- arkvenna, frá Íslandi og Colorado, stendur nú yfir í Listasafni ASÍ við Freyju- götu. INGA MARÍA LEIFS- DÓTTIR leit þar inn og spjallaði við þær um mynd- listina og hugmyndirnar að baki sýningunni. Morgunblaðið/Golli Myndlistarkonurnar Valgerður Hauksdóttir og Kate Leonard sýna um þessar mundir í Listasafni ASÍ. ingamaria@mbl.is LEIKFÉLAGIÐ Fljúgandi fiskar hélt í leik- ferð til Englands og Finnlands um síðustu helgi. Í farteskinu er sýning á nýrri leikgerð fyrir tvo leikara af Medeu eftir Evrípídes sem frumsýnd var í Iðnó í nóvember 2000. Í sýningunni renna saman í eina heild sviðs- listin og kvikmyndaformið, styrkt af tónlist Bretans Jonathans Cooper, sunginni af Huldu Björk Garðarsdóttur óperusöngkonu og Þóreyju Sigþórsdóttur, en Cooper leikur einnig tónlist af fingrum fram í sýningunni. Leikstjóri er Hilmar Oddsson og leikarar í sýningunni eru Þórey Sigþórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Sýningin var hluti af dagskrá Reykjavíkur menning- arborgar 2000 og var styrkt af Leiklist- arráði Íslands og menningaráætlun Evrópu- sambandsins Culture 2000. Leikið verður á íslensku, en texta sem skýrir aðstæður í hverri senu fyrir sig verður varpað upp fyrir áhorfendur. Markmið að blanda saman listformum Þórey Sigþórsdóttir forsvarsmaður Fljúg- andi fiska segir leiðina að því að samtvinna leikhús og kvikmyndalist hafa verið spenn- andi en ekki stutta og að margt hafi gerst á leiðinni. „Á endanum varð til þessi gerð verksins sem er mjög stílhrein í formi. Markmið okk- ar með þessum hugmyndum um formið var að listgreinarnar blönduðust, en væru ekki bara kvikmynd á sviði og svo leikrit. Það eru þrjú tjöld á sviðinu og kórinn, er til dæmis settur saman af þremur upptökum – ekki bara einni sem er þrefölduð; þannig að þetta þarf allt að vera vandlega samhæft í hljóði. Svo þarf ég að leika á móti kórnum á svið- inu, þannig að tímasetningarnar þurfa að vera mjög nákvæmar. Mér finnst það mjög spennandi hvernig til hefur tekist og þetta er mikil glíma. Þegar maður fer að vinna við svona blöndun miðla, þá skilur maður hvers vegna fleiri eru ekki að gera þetta sama. Þetta eru dýrar tilraunir; við vorum til dæm- is búin að gera eina tilraun sem við hentum alveg, því hún virkaði bara ekki eins og við vildum hafa hana. Það hefur verið mjög spennandi að takast á við þetta og það er þetta sem er óvenjulegast og kannski mest spennandi við þessa sýningu.“ Leikferðin er samvinnuverkefni Fljúgandi fiska, Icelandic Take Away Theatre, New Perspectives í Mansfield og leiklistarháskólans í Tampere í Finnlandi. Fyrsta sýningin var í Nottingham á þriðjudaginn, fimm sýningar verða í ICA, The Mall, SW1 í London um helgina, og loks tvær í Tampere í Finnlandi 6. og 7. ágúst. LISTFORMIN SAMEINAST Í MEDEU Morgunblaðið/Þorkell Nokkrir aðstandenda uppfærslunnar á Medeu hér heima: Þórey Sigþórsdóttir, Jonathan Cooper, höfundur tónlistar, Valdimar Örn Flygenring, Hilm- ar Oddsson leikstjóri og Sonný Þorbjörnsdóttir útlitshönnuður. Sýningin er nú komin til Englands og verður sýnd í Finnlandi í næsta mánuði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.