Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Magnús Sigurð- arson. Til 20.7. Gallerí Reykjavík: Stuttsýning Katr- ínar S. Ágústsdóttur. Til 17.7. Georgieva. Til 17.7. Gallerí Skuggi: Katrín Elvarsdóttir og Matthías Hemstock til 17.7. Gallerí Sævars Karls: Egill Prunner. Til 27.7. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Grafarvogskirkja: Björg Þorsteins- dóttir. Til. 18.8 Hafnarborg: Aðalsalur: David Alex- ander. Sverrissalur: Distill, sjö lista- menn. Til 22.7. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Hönnunarsafn Íslands: Munir í eigu safnsins. i8, Klapparstíg 33: Sabine Funke, Ragna Róbertsdóttir og Beate Ter- floth. Til 17.8. Undir stiganum: Frosti Friðriksson. Til til 26.7. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist II. Samsýning 23 listamanna frá Akureyri. Til 21.7. Listasafn ASÍ: Valgerður Hauksdóttir og Kate Leonard. Til 28.7. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardag og sunnudag kl. 14-17. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað- ir: Maður og borg. Til 25.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin hreinu form. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi: Blaðaljósmyndir. Til 1.9. Mokkakaffi: Marý. Til 14.8. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. List með lyst: Til 25.8. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Myndlist- ar-, gjörninga- og tónlistarverkefnið Converter Project II. Til 13.7. Skaftfell, Seyðisfirði: Peter Frie og Georg Guðni. Til 10.8. Straumur, Hafnarfirði: Norman Brosseau. Til 21.7. Skálholtsskóli: Benedikt Gunnarsson. Til september. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verk- um Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Akureyrarkirkja: Sumartónleikar. Björn Steinar Sól- bergsson. Til heiðurs franska tónskáld- inu Maurice Durflé en 100 ár eru liðin frá fæðingu hans á þessu ári. Kl. 17. Seltjarnarneskirkja: Polyfoni-kórinn, frá Danmörku kl. 20. Hallgrímskirkja: Sumarkvöld við org- elið. Norski orgelleikarinn Halgeir Schiager. Á efnisskrá Schiagers er m.a. tónlist eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben, verk eftir Norðmennina Leif Solberg og Kjell Mørk Karlsen og Þjóðverjann Gustav Adolph Merkel. Kl. 12. Reykholtskirkja: Guðný Einarsdóttir leikur orgelverk eftir Buxtehude, J.S. Bach, César Franck, Jón Nordal og J.P. Sweelinck. Kl. 16. Reykjahlíðarkirkja, Mývatni: Danski blokkflautukvartettinn Sirena flytur tónlist frá barokktíma ásamt norrænni samtímatónlist í Reykjahlíð- arkirkju kl. 21. SUNNUDAGUR Hallgrímskirkja: Sumarkvöld við org- elið. Norski orgelleikarinn Halgeir Schiager. Á efnisskrá er m.a. tónlist eftir Petr Eben, Leif Solberg, Kjell Mørk Karlsen og Gustav Adolph Mer- kel. Kl. 20. Ólafsfjarðarkirkja: Ólöf Sigursveinsdóttir leikur tvö verk á barokkselló eftir Bach og Marcello. ÞRIÐJUDAGUR Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Berglind María Tómasdóttir flautu- leikari og Kristinn H. Árnason gítar- leikari. Verk eftir Toru Takemitsu, Ravi Shankar, Astor Piazzolla, Béla Bartók og frumflutt verður verk eftir Huga Guðmundsson. Kl. 20.30 LEIKLIST Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum: Light nights. Flutt á ensku. Lau., sun., mán., fös. 20.30. Til 31. ágúst. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U JÓN R. Hjálmarsson hefur sent frá sér þriðju bókina þar sem hann tengir saman sögu og staðfræði. Að þessu sinni svipast hann um á vettvangi þar sem vopnuð átök áttu sér stað fyrr á öldum. Haldið er hring- inn um landið og hefst ferðin á Vesturlandi. En tímaröð er ekki fylgt. »Nú kann ein- hverjum að þykja sem frásagnir af bardög- um og manndrápum sem hér birtast séu það ljótar að best væri að þær lægju í þagn- argildi,« segir höfundur í formála. Það má til sanns vegar færa. En málefni hvert hefur fleiri hliðar. Og svo er um vopnuð átök. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr eru styrjaldir nú einu sinni hluti sögunnar. Og meir en svo, því sagnaritarar fyrri alda skýrðu ekki með meiri nákvæmni né alúð frá öðru. Jón R. Hjálmarsson hefur því hvergi skort heimildir til að draga saman efni í þetta ágæta rit sitt. Landnámsmenn voru víkingar, vel vopn- um búnir. Vígaferli héldust alla þjóðveld- isöld. Örlygsstaðabardagi, mesta stórorusta Íslandssögunnar, var háður 1238. Höfundur minnir á að þar hafi þrettán hundruð manna lið barist við sautján hundruð manna her. Fimmtíu og sex lágu í valnum að orustu lok- inni. Betri herstjórn færði Gissuri sigurinn, auk liðsmunar. Vopnaburður, sem talinn var sjálfsagður og óhjákvæmilegur á þjóðveldisöld, gerðist með tímanum fátíðari eftir að Íslendingar höfðu gengið Noregskonungi og síðar Dana- konungi á hönd en var þó ekki úr sögunni fyrr en með siðaskiptum. Þá var það sem »Herra Christian / herskip sendi / tvö í Eyjafjörð / með trú hreina.« Og þá kom á daginn að vopnleysið færði þjóðinni engan frið heldur vanmátt og niðurlægingu. Hrap- allegast máttu Íslendingar gjalda varnar- leysis síns í Tyrkjaráninu 1627. En með þeim atburði endar Jón R. Hjálmarsson sögu sína. Vígvöllur Sturlungaaldar er að sjálfsögðu fyrirferðarmestur í bók þessari. Ættirnar voru þá að reyna með sér til úr- slita. Orustusvæðin minna á hvar átakalínur skárust og valdapólarnir lágu. Af þrjátíu og fjórum þáttum bókarinnar ger- ast fjórir á Vesturlandi, fjórir á Vestfjörðum, þrettán á Norður- landi – þar af fimm í Skagafirði – þrír á Austurlandi og tíu á Suðurlandi. Samkvæmt skipt- ingu þessari mætti ætla að Norðlendingar hafi verið víga- menn mestir en Austfirðingar friðsamastir. Hvort sem sú var nú raunin eður ei er hitt ljóst að Austurland lá lengst frá bisk- upsstólunum og Alþingi og þar með fjarri helstu alfaraleiðum. Skagafjörður, þar sem megin- hluti héraðsins blasir við hvaðan sem horft er, hefur hins vegar verið kjörinn til liðsafn- aðar. Tæpast tilviljun að þar voru háðar minnisstæðustu orusturnar! Og þar í miðju héraði kaus Gissur að velja sér búsetu þeg- ar hann hafði þegið jarlsnafnbót. Mannfjöldi sá, sem teflt var fram í stórorustum, gefur sterka vísbendingu um mátt og megin ís- lenskra höfðingja á þjóðveldisöld. Enginn Noregskonungur lagði í að senda hingað her manns í þeim vændum að vinna landið með vopnum. Þeir beittu því öðrum og kænlegri aðferðum. Athyglisvert er að nær helmingur þátt- anna í bók þessari fjallar um atburði sem gerðust á rösklega hálfrar aldar tímabili, eða nánar til tekið frá 1208 til 1264. Allan þann aldarhelming geisaði hér borgarastyrj- öld, og allt þar til landið gekk undir Nor- egskonung. Gamli sáttmáli, sem var ótví- ræður nauðungarsamningur, varð loks til að færa örmagna þjóð langþráð vopnahlé. Jón R. Hjálmarsson byggir þessa bók sína þannig upp að hver þáttur er í raun sjálfstæður. Þar með var óhægt að komast hjá endurtekningum. En þær eiga ekki að koma að sök. Leiðarlýsingar Jóns eru gagn- orðar en ítarlegar; miðast við að ferðamaður geti áttað sig á helstu kennileitum sem fyrir augu ber og þar með ratað rétta leið að áfangastað, jafnvel þótt hann sé annars ókunnugur staðháttum. Víðast hvar er stuðst við eina meginheimild. Elstur er þáttur frá 989, Barist í Böðv- arsdal. Frá þeim atburðum er greint í Vopnfirðinga sögu. Upp úr Íslendinga sögum er annars fátt eitt tekið – með einni undantekningu: Höfund- ur lætur ekki hjá líða að fara um Njáluslóðir þar sem bent er á minnisstæðustu átakastaði sögunnar. Heimildargildi þessa rómaða höfuðrits má að sjálf- sögðu draga í efa. Njála er engin sagnfræði. Eigi að síður hlýtur höfundur sögunnar – hver sem hann nú annars var – að hafa stuðst við fornar arf- sagnir sem rakið hafa slóða til samtímaheimilda. Talið er sannað, svo dæmi sé tekið, að húsbruni hafi orðið á Bergþórshvoli ná- kvæmlega á þeim tíma sem sagan greinir. Sannfræði hennar skiptir þó engu höfuðmáli heldur hitt að fyrir hugskotssjónum okkar standa persónur og atburðir Njálu eins og hver annar ljóslifandi veruleiki. Gunnar, Kári og Skarphéðinn – að ekki sé talað um kvenskörungana, Hallgerði og Bergþóru – eiga sér vísan samastað í sjálfsvitund Ís- lendinga. Svipuðu máli gegnir raunar um fólk og at- burði í öðrum Íslendinga sögum. Hetjan, sem barðist við ofurefli en féll að lokum eft- ir frækilega vörn, varð þjóðinni bæði hjart- fólgin og minnisstæð og á erfiðustu þreng- ingatímum hvatning til að láta ekki bugast. Þar sem þessar fornu hetjusögur tengdust jafnframt gullöld þjóðarinnar hefur löngum gætt tvískinnungs í afstöðu Íslendinga þeg- ar horft er til vopnavalds. Stríð getur verið rétt eða rangt eftir því hver á heldur! Jón R. Hjálmarsson hefur um áratuga skeið fylgt ferðamönnum um landið, að- allega erlendum en einnig íslenskum. Hann veit því manna best hvernig nálgast má efn- ið, tengja land og sögu svo, að í minni fest- ist. Þessi bók hans er því jafnfróðleg sem hún er handhæg. Og raunar ómissandi hverjum þeim sem ferðast í þeim tilgangi að snúa heim fróðari um bakgrunn þeirrar kynslóðar sem nú lifir í landinu. Vettvangur vígslóða BÆKUR Sagnfræði Jón R. Hjálmarsson. 228 bls. Almenna bókafélagið. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2002. ÁTÖK OG ÓFRIÐUR VIÐ ÞJÓÐVEGINN Jón R. Hjálmarsson Erlendur Jónsson AÐ MÖRGU leyti er Colorado draum- urinn, eftir dönsku skáldkonuna Jane Aa- mund, gamaldags bók. Viðfangsefnin eru ástarsambönd, samkennd og það hvernig ör- lagaríkar ákvarðanir geta verið í senn sárs- aukafullar og frelsandi. Það sem þó um fram annað skilgreinir bókina sem gam- aldags eru þau viðhorf höfundar um sam- skipti kynjanna sem þar ráða ríkjum, og birtast einna helst í upphafningu á gam- algrónum kynjahlutverkum og óhagganlegri verkaskiptingu þar sem svæði konunnar er skýrt afmarkað innan heimilisins (aðallega þó í eldhúsinu og svefnherberginu) og er fjarri veröld karlmannanna, en þeir virðast einoka umræður og hugsanir um starfs- frama og peningamál. Segir hér frá Ane, danskri konu á fer- tugsaldri, sem er óhamingjusamlega gift sérlunduðum dýralækni. Samlíf þeirra er staðnað. Það sem helst heldur þeim saman eru börnin, en þegar Ane kynnist banda- ríska dýrafræðingnum Bob er sem veröld hennar taki stakkaskiptum. Ástin kviknar við fyrstu sýn og áður en Ane veit af er hún ásamt ástmanni sínum komin á framandi slóðir í Ameríku. Bob er mikill útivistar- maður, líður best í klettafjöllum Colorado og eyðimörk Arizona-fylkis og lesendur fylgja Ane, skelfdri og uppveðraðri í senn, í ferð hennar um þessar hrikalegu náttúru- perlur sem og bandaríska smábæjarmenn- ingu. Ýmsir reyna að leggja þránd í götu elskendanna. Má þar helst nefna fyrrverandi maka, en einnig koma við sögu prestur, lögfræðingar og skiln- ingssljóir smáborgarar. Þannig breytist sögusviðið um miðja bók. Horfið er frá dönsku fjöl- skyldulífi til Bandaríkjanna þar sem Ane er sem fiskur á þurru landi; allt er nýtt og hún á í erf- iðleikum með að aðlagast þjóðlíf- inu sem er með öllu frábrugðið því danska. Skemmtilegasti þráður bókar- innar er einmitt viðbrögð Ane við bandarísku menningarlífi, en þar er ýmislegt að finna sem hneykslar, þ.á m. almenn byssueign, skinhelgi sunnu- dagaskólakvennanna, offita og ruslfæði, tepruskapur í kynlífsmálum og landnema- hugsunarháttur sem á orðið meira skylt við kvikmyndir en sögulega hefð. Bestu lýsingu bókarinnar er að finna hér, en það eru við- brögð Ane við risavöxnum, ofkældum stór- mörkuðunum bandarísku: „Bandarískar af- greiðslustúlkur bjuggu í kvennaveröld þar sem þær stóðu eins og bylgjandi skrautlegir sæfílar og sendu tælandi fálmara sína í átt til viðskiptavinanna“. Þarna er frumleg mynd dregin upp af velþekktu umhverfi en því miður er þetta undantekning frekar en regla í bókinni. Af Colorado draumnum að dæma verður Aamund seint talin til þrótt- mikilla höfunda eða myndrænna. Brjóst, t.d. „fylla út í brjóstahaldara“, dýr líkjast þeim sem finnast í „Walt Disney-myndum“, fólk „hrópar“ í símann, kona sem lendir í árekstri „fellur saman eins og dúkka“, eró- tískur kraftur er „frumstæður“ og fólk hlýð- ir „kalli náttúrunnar“ þegar það elskast o.s.frv. Slíkt sam- bland af klisjum og innantóm- um líkingum rennur í gegnum alla söguna. Þegar leitast er við að lýsa atburðum fellur höfundur (a.m.k. í íslenskri þýðingu) gjarnan í einhvers konar póstskeytastíl þar sem stuttum setningum, gjarnan með aðeins einu sagnorði, er raðað saman á afar viðvan- ingslegan hátt svo úr verður mynd sem virðist dregin í tímahraki. Þá jaðra persón- urnar við að vera einfeldnings- legar, sérstaklega þær sem eru karlkyns, en höfundur eyðir mestum tíma með Ane, og segir bróðurhluta sög- unnar frá hennar sjónarhorni, enda er hún þegar upp er staðið eina persónan sem sýnir á sér fleiri eina hlið. Maðurinn hennar, Jó- hannes, er furðufugl sem erfitt er að nálg- ast; Bob virðist nánast skrumskæling á bandarískum þjóðarkarakter; Sue, drykk- felld vinkona Ane, sem á í miklum persónu- legum erfiðleikum, tengist lesendum aldrei sökum þess litla rúms sem henni er gefin í frásögninni. Þá er sagan sem slík heldur ekkert sérstaklega grípandi, vandamál og erfiðleikar steðja vissulega að, persónur deyja og lenda í slysum, börn skilja ekki foreldra sína og fleira í þessum dúr en úr þessum efnisþáttum er einfaldlega ekki búin til neitt sérlega áhugaverð frásögn. Þegar ofantaldir hlutir (óspennandi og heldur bagalega skrifuð) eru lagðir saman er út- koman sannarlega ekki bókinni í vil. Ást í nýja heiminum BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Jane Aamund. Bárður Jónsson íslenskaði. PP Forlag, 2002. 352 bls. COLORADO DRAUMURINN Björn Þór Vilhjálmsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.