Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 8
8
PRESSAN
. ...........■■lllllff
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM I
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Auglýsingastjóri
Blað hf.
Hákon Hákonarson
Jónína Leósdóttir
Órnar Friðriksson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími:
68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sfmi 68 18 66. Setning og
umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-
blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakió.
Áfengislager á
heimilum ráðherra
Vitnaleiðslur í dómsmáli ríkisins gegn Magnúsi Tlioroddsen
vegna áfengiskaupa hafa leitt í Ijós að nokkrir ráðherrar hafa einnig
fengið áfengi til veisluhalda utan samkomusala ríkisins á sérkjör-
um. Þannig kom frarn sl. þriðjudag að Steingrímur Hermannsson
fékk t.d. vín í 15 kössum á diplómataverði sem utanríkisráðherra á
síðasta ári. Flutti einkabílstjóri hans vínkassana á heimili Stein-
gríms á sjö mánaða tímabili. Þá kom fram að fleiri ráðherrar fengu
áfengi á síðasta ári vegna veislna sem þeir héldu í tengslum við fundi
eigin stjórnmálaflokka.
Hér er ekki um lítið magn að ræða heldur tugi kassa með mörg-
hundruð vínflöskum. Ráðherrar hafa komið upp áfengislager á
heimilum sínum. Ennfremur kom það fram að tveir ráðherrar
hefðu leitað til ríkisendurskoðunar varðandi það hvort það sam-
ræmdist reglum að þeir keyptu vín vegna afmælisveislna sinna á
kostnaðarverði.
Mál Magnúsar Thoroddsen er öfgafyllsta dæmið sem komið héf-
ur upp um áfengiskaup ráðamanna. Fyrirspurnir og eftirgrennslan
verjanda Magnúsar hafa smám saman leitt í ljós að langtum fleiri
hafa notfært sér þessi fríðindi. Ekkert eftirlit hefur verið haft með
þessum málum. Það hefur til að mynda komið í Ijós að engar upp-
lýsingar eru til um það hversu mikið magn ráðherrar hafa notað til
hverrar veislu og ekkert uppgjör farið fram þegar ráðherrarnir létu
af embætti.
Nú hefur fengist staðfest að ráðamenn á æðstu sviðum dóms-
valds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds hafa notfært sér sér-
fríðindi til áfengiskaupa ýmist til einkanota eða veisluhalda utan
ríkisstofnana og það áfengismagn í stóruin mæli. Þessi mál öll eru
siðlaus og síst til þess fallin að efla virðingu og traust almennings
á valdhöfuni landsins.
Hrossarækt
undir gagnrýni
Á undanförnum árum hefur það vakið töluverða athygli hvernig
vali ungfola á Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti er háttað og
hefur það sætt nokkurri gagnrýni áhugamanna um hrossarækt. í
PRESSUNNI í dag er birt grein um þessi mál og rætt við hrossa-
ræktarráðunaut Búriaðarfélagsins. Þar kemur fram að þeir aðilar
sem starfa við að velja stóðhestaefni inn á Stöðina þurfa að tak-
marka mjög þann fjölda hesta sem komast að í Gunnarsholti, en
stóðhestarnir sem þar eru ræktaðir eru meðal verðmíetustu hrossa
landsins og hafa að undanförnu selst á um eða yfir tvær milljónir
króna. Það er því mikilvægt að vandlega sé staðið að þessum mál-
um og hlutlægt niat látið ráða ferðinni.
í grein PRESSUNNAR kemur frarn að nefndarmenn í svokall-
aðri kynbótanefnd, sem annast val á ungfolum inn á stóðhestastöð-
ina, hafa í nokkrum tilfellum valið eigin fola þar inn. Þá liafa sömu
menn starfað við dóma á folum á stóðhestastöðinni. Ráðunautur
Búnaðarfélagsins upplýsir í PRESSUNNI að til standi að breyta
þessu skipulagi á grundvelli nýrra búfjárræktarlaga sem Alþingi
samþykkti í vor og koma á stofn fagráðum sem annist þessi mál.
Hér er mikilvægt mál á ferðinni og brýnt að þeir sem veljast til trún-
aðarstarfa séu hafnir yfir grunsemdir um að hagsmunir þeirra geti
haft áhrif á opinber störf þeirra fyrir hrossarækt í landinu.
„Hvers vegna hefur engum
nemanda dottið i hug að hefja
skaðabótamál við ríkiö?“
— Árni Thoroddsen. Kjallaragrein i
DV.
„Að öllu samanlögðu sýnist
mér að þessi hervallarhugmynd
sé stórhættulegt fyrirbæri.“
— Friöjón Guömundsson i Timanum.
„Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri
ekki til myndi ég stofna hann.“
— Davið Oddsson borgarstjóri i ræðu.
„Eins og hvert annað grín.“
— Davió Oddsson um sorplosun í
Leirdal. Fyrirsögn i Morgunblaðinu.
„Borgarstjóri er auövitað sjálf-
ráður að þvi hvaða orðaval hann
notar.“
— Heimir Pálsson, forseti bæjar-
stjórnar Kópavogs, i samtali við Morg-
unblaðið.
„Ég veit að margar kaþólskar
konur hafa þjáðst vegna þessarar
afstöðu páfans."
— Séra Auöur Eir I Morgunblaðinu.
í æfingabúðum
„ Við œfum okkur bara svona á hverjum degi ogþá getur enginn sagt
að við séum illa undirbúnir, ef hœttuástand skapast. “
„Ég tek meira mark á þvi sem
þessi ágæti lagaprófessor viö há-
skólann segir."
— Ingólfur A. Þorkelsson, skóla-
meistari MK, í Þjóðviljanum.
„Þegar ég var
staddur þar (í
Ungverjalandi,
innsk.) var einmitt
verið að klippa
niður gaddavírs-
girðingar milli
Ungverja/ands og
Austurríkis. “
— Steingrimur Hermannsson for-
sætisráðherra i Timanum.
„Hún (Madonna) kemur nú fram
í kjólum ... og hefur litaö háriö
dökkt.“
— Tíminn.
„Madonna er oröin Ijóshærð
aftur.“
— Sviðsljós i DV.
„Ég er kannski ekki sú krafta-
verkamanneskja sem ég hafði
vonaö.“
— Silja Aðalsteinsdóttir, fráfarandi rit-
stjóri Þjóðviljans, i samtali vió Morgun-
blaðið.
„Aðalatriðið er að þetta
eru gamlar lummur og mér
finnst hallærislegt að vera
að draga upp svona gömul
plögg.##
— Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í DV.
hin pressan
„Það má þvi segja að sundið sé
mitt dóp!“
— Ragnheiður Runólfsdóttir sund-
kona í Þjóðviljanum.
„Húsvikingar snemma undir
græna torfu."
— Fyrirsögn i Timanum.
„Það á að segja fólki satt, ekki
óvirða það með þvi að slá ryki í
augun á þvi.“
— Árni Björnsson lýtalæknir i Þjóð-
viljanum.
„Flugfreyjurnar hegðuðu sér
að minu mati mjög heimskulega."
— Anna Margrét Bjarnadóttir
spænskunemi i viðtali við Timann.
„Hann var ofsalega stressaður
og mjög mikið vesen á honum.“
— Úr sama viðtali i Tímanum.