Pressan - 01.06.1989, Qupperneq 9
Fimmtudagur 1. júní 1989
9
Færri komast að en vilja með ungfola sína í ;v. ^
Stóðhestastöð rikisins '
KLIKUSKAPUR í
GUNNARSHULTI
• Hestamenn í kynbótanefnd völdu hesta frá
sjálfum sér inn á stóðhestastöðina.
• Aldrei er auglýst eftir hestum sem fá tamn-
ingu og þjálfun í Gunnarsholti.
• Engar reglur gilda um utanaðkomandi stóð-
hesta sem eru dœmdir eða koma fram á sérsýn-
ingum í Gunnarsholti ár hvert.
í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu rekur
Búnaðarfélag íslands Stoðhestastöð ríkisins.
Hrossaræktin í Gunnarsholti er öllum hesta-
mönnum kunn. Að sögn Þorkels Bjarnasonar,
hrossaræktarráðunauts búnaðarfélagsins,
eru það nær undantekningarlaust ungfolar
sem fá þar inni og eru í ræktun til fimm vetra.
Hrossaræktar- og hestamönnum er Ijóst að
stóðhestar frá Gunnarsholti eru milljóna virði.
Að sögn Þorkels eru dæmi þess að stóðhestar
hafi selst á tvær og hálfa milljón króna.
Það er því eftir miklu að slægjast að koma
folum inn á stóðhestastöðina, en hún liggur
undir mikilli gagnrýni margra hestamanna.
Settar hafa verið fram áleitnar spurningar um
starfsemi stöðvarinnar og hvort aljir sitji við
sama borð við val hesta á stöðina. í kynbóta-
nefnd, sem velur fola inn á stöðina, sitja
nokkrir menn sem hafa m.a. valið eigin fola í
stóðhestaræktun í Gunnarsholti.
EFTIR: ÓMAR FRIORIKSSON
Af samtölum við hestamenn má
ráða að gagnrýnt er hve margir fol-
ar eru frá sömu ræktendum og
hvernig dómum á stöðinni er hátt-
háttað. M.a. hefur verið bent á að
meira en 10% ailra stóðhestanna
hafa verið úr ræktun eins einstakl-
ings.
í kynbótanefndinni, sem ræður
vali ungfola inn á stóðhestastöðina,
sitja eftirtaldir menn: Þorkell
Bjarnason, Leifur Kr. Jóhanncs-
son, Sveinn Guðmundsson, Har-
aldur Sveinsson og Skúli Kristjóns-
son. Þann 30. nóvember sl. hittust
þessir ntenn á fundi. Þar var ákveð-
ið hvaða fola skyldi velja í hrossa-
rækt á Gunnarsstöðum þetta árið.
Samþykkt var m.a. að taka inn fol-
ann Hag frá Svignaskarði, sem
fæddur er í eigu Skúla Kristjóns-
sonar, Hrannar frá Sauðárkróki, í
eigu Sveins Guðmundssonar, Dug
frá Mosfellsbæ, í eigu Leifs Kr. Jó-
hannessonar, og Guma frá Laugar-
vatni, sem er i eigu sonar eins
nefndarmanna, Bjarna Þorkels-
sonar. Að þessu sinni var enginn
foli frá Haraldi Sveinssyni tekinn
inn á stöðina, en Haraldur á þar
fyrir einn hest.
Þess má geta að Haraldur er for-
niaður Hrossaræktarsambands
Suðurlands. Sambandið á hesta í
uppvexti í Gunnarsholti. Greinilegt
er því að nefndarmenn velja hesta
frá sjálfum sér inn á stöðina, en skv.
upplýsingum Þorkels eru nálægt
fimmtíu hestar á stöðinni um þessar
mundir. Þetta hefur verið gagnrýnl
og bent á að eðlilegra sé að aðeins
menn sem engra hagsmuna hafa að
gæta fjalli unt þessi mál.
Dæma eigin hesta
1 maí sl. fóru fram dómar á folum
í stóðhestastöðinni. í dómnefnd
sátu eftirtaldir: Haraldur Sveins-
son, Leifur Kr. Jóhannesson,
Sveinn Guðmundsson, Skúli Krist-
jónsson og Sigurður Oddur Ragn-
arsson. Haraldur átti sjálfur hest
sem kom fyrir dóminn og auk þess
var þar dtemdur stóðhestur sem er
í eigu Hrossaræktarsambands Suð-
urlands og var nýverið keyptur fyrir
tvær milljónir króna. Skv. sýning-
arskrá má sjá að fimm þeirra fola
sem dæmdir voru eru fæddir hjá
Sveini og þar af' einn i eigu bróður-
sonar Sveins. Þessi skipan hefur
vakið spurningar unt hvort hér geti
ekki verið ttm beina hagsmuni að
ræða.
Dómar af þessu tagi geta haft
rnikið gildi. Ýmsir telja að þeir hafi
verið of vægir að þessu sinni og að
of margir stóðhestar hafi þar hlotið
hin eftirsóttu fyrstu verðlaun.
Boðin lótin berast
Auk hinna eiginlegu stöðvarhesta
sem eru í Gunnarsholti eru þar
nokkrir aukahestar til lengri eða
skemmri tíma og hafa sumir hest-
eigendur getað fengið fola sína
dæmda í Gunnarsholti um leið og
stöðvarhestana. Þorkell Bjarnason
viðurkennir í samtali við PRESS-
UNA að ekki sé auglýst þegar þess-
um „aukahestum“ er veitt rými á
stöðinni til tamningar og þjálfunar.
Boðin væru bara látin berast og
þannig kæmu menn hestum að.
Engar reglur eru heldur um það
hvaða utanaðkomandi stóðhestar
eru dæmdir með stöðvarhestunum
á vorin. Ekkert er auglýst um að
slíkt standi til boða eða hverjir fái
að komast þar að. Þetta staðfesti
Þorkell einnig. „Hvað réð því að
t.d. stóðhestarnir Þokki frá Garði
og Goði frá Saudárkróki voru
dæmdir nú í vor? Hvenær var t.d.
sú ákvörðun tekin, af hverjum og í
hvaða tilgangi?“ spurði hestamaður.
Þá hefur verið gagnrýnt val stóð-
hesta á sérsýningar í Gunnarsholti.
Það er heldur ekkert auglýst eins og
gert er t.d. fyrir sýningar í Reiðhöll-
inni í Reykjavík, þrátt fyrir áhuga
þúsunda áhugamanna um hrossa-
rækt.
Þessi mál og fiéiri til hafa orðið æ
háværari í umræðu hestamanna að
undanförnu. Enginn efast um gildi
hrossaræktarinnar í Gunnarsholti
og mikilvægi hennar. Þess vegna
telja ntenn nú brýnt að farið sé
gætilega viö val þeirra sem veljast
til trúnaðarstarfa þar og að komið
sé i veg l'yrir allt eiginhagsmunapot
og fjölskyldutengsl. Milljónir
króna eru í veði á bak við hvern hest
og því verður krafan um að val og
dómar í Gunnarsholti fari fram fyr-
ir opnum tjöldum sífellt sterkari.
„ Þetta eru bara
áhugasömustu mennirnir"
— segir Þorkell Bjarnason hrossarœkt-
arráðunautur um kynbótanefnd stöðv-
arinnar í Gunnarsholti
„Það eru engar reglur til um að
það þurfi eitthvert visst hlutfall
eða hver maður eigi ekki meira en
svo og svo mikið af liestum í cinu
á Gunnarsstóðum," segir Þorkell
Bjarnason, hrossaræktarráðu-
nautur búnaðarsambandsins.
„Það er bara reynt að velja eftir
útliti og ætt en ekki eftir því hver
er eigandi."
— Er ekki ócðlilcgt að ncfnd-
armcnn í kynhótancfnd velji cigin
hesta þarna inn?
„Það getur vel verið að það sé
óeðlilegt, en einhverra hluta vegna
hafa þessir menn verið áhugasam-
astir og starfað mest í þessum
málum og eru brennandi ræktun-
armenn. Þ.a.l. verður það oft svo
að sömu mennirnir eru kosnir í
svona nefndir og eru hvað mest í
ræktun hrossa. Það gæti orðið
erfitt að koma þessu í kringef það
ætti að leita uppi nienn sem eru
ekkert inni í þessum málum.
Framundir þetta hefur það ekki
verið stór hópur manna sem starf-
ar í þessum málum af lífi og sál.“
Um dóma þar sem dómnefnd-
armenn hafa jafnvel dæmt eigin
fola segir Þorkell að þetta stafi að
hluta til af því að það sé gamall
siður frá upphafi stöðvarinnar
fyrir unt 15 árum að kynbóta-
nefndin sjái um þessi mál öll. „Til
að fylgjast vel með gerðu þeir
hvort tveggja að fylgjast með
livort hestarnir væru hæí'ir til
ræktunar, eins og nefndinni ber,
og eins að dænia hcstana. Á
næstaári verðurdómnefndin hins
vegar eflaust valin öðruvísi en ver-
ið hefur. Það standa til ýmsar
breytingar skv. nýjum búfjár-
ræktarlögum og þá m.a. að stofn-
uð verði sérstök kynbótaráð í
hverri búfjárgrein sem hafi með
öll þessi mál að gera, nokkurs-
konar fagráð,“ segir hann.
„Ástæðan fyrir vali hesta inn á
stóðhestastöðina fyrir utan þessa
stóðhesta er sú að það voru færri
hestar þarna í vetur, þeint hafði
fækkað og það var ákveðið að
nýta plássið. Við vildum líka afla
frekari tekna til húsbyggingar sem
þarna stendur yfir. Og svo til að
iefla stóðhestakyn í landinu."
— Það var ekki auglýst?
„Nei, það var ekki gert opin-
berlega. Það var bara látið berast
að það væri pláss fyrir nokkra
hesta og svo valið úr umsóknum. “
— Nú liljóta hestamenn aó
sækja það fast að koma folum
þarna að. Er ekki eðlilegt að þess
sé krafist að staðið sé að þessum
málum þannig að cnginn efist um
að blutlægni ráði ferðinni?
„Það vita það allir að þessi stöð
starfar og menn sækja hér skrif-
lega um inntöku. Svo eru um-
sóknirnar bara teknar fyrir af
kynbótanefndinni.“