Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
PR&SM
VIKUBLAP Á FIMMTUPÖGUM
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjórar Jónína Leósdóttir
Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 6818 66. Auglýsingasími:
68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot:
Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið.
Hvílíkt lotterí
Víða ríkir nú mikil og innileg gleöi yfir því að verslunarmanna-
helgin skuli vera liðin í ár. Þeir eru nefnilega að ölium líkindum ekki
færri, sem kvíða þessari helgi, en þeir, sem hlakka til hennar. Þar
er átt við foreldra þeirra ungmenna, sem taka stefnuna á svokallað-
ar úti-„hátíðir“. Þeir eru þátttakendur í eins konar lottói, sem snýst
um það hverjir snúa heilir heim úr ferðalaginu og hverjir ekki.
Útisamkomur um verslunarmannahelgi eru á góðri leið með að
verða eins konar helgiathöfn í hugum ungra íslendinga. Nánast eins
og inntökuvígsla í íslenskt samfélag. Það er enginn maður með
mönnum, nema fara á slíka hátíð fyrstu helgina í ágúst. Því er líka
óspart beitt á foreldra, sem tregir eru til að gefa samþykki sinn, að
pabbar og mömmur allra félaganna hafi umyrðalaust sagt já. Og það
er erfitt að neita barni um eitthvað, sem allir aðrir fá, einmitt þegar
það er á þeim aldri þegar engin örlög eru hræðilegri en að skera sig
úr fyrir einhverra hluta sakir. Það er hins vegar ljóst að fjölmargir
sjá á eftir börnum sínum upp í rútu eða einkabíl um þessa ferðaheigi,
án þess að vera sáttir við það.
En hvort sem foreldrarnir eru sáttir eður ei fara tugþúsundir ung-
menna á flakk um verslunarmannahelgi. Á föstudegi sýna fjölmiðl-
ar krakka í ferðahug á Umferðarmiðstöðinni og veifa þeir gjarnan
vínföngum framan í myndatökumenn. Þetta er hin klassíska ímynd
verslunarmannahelgarinnar: unglingar og áfengi. Og ekki dofnar
hún, þegar lengra liður á helgina og sagt er frá vínneyslu táninga í
máli og áhrifaríkum myndum.
Það er hins vegar ekki nóg með að foreldrar, sem heima sitja, hafi
áhyggjur af vímugjöfum og vosbúð. Þeir vita líka að yfirleitt er mikið
um slys fyrstu helgina í ágúst. Ekki síst umferðarslys. Fjöldi nýbak-
aðra ökumanna er á ferð úti á þjóðvegunum, án þess að hafa fengið
mikla þjálfun í akstri. Sumir þeirra freistast líka til að hleypa Bakkusi
með í spilið, en aðrir taka „spyrnu” til þess að láta stelpurnar skríkja
svolítið í aftursætinu. Og þá er ekki að sökum að spyrja...
Nú er heigin yfirstaðin í þetta sinn. Þúsundir voru ofurölvi, fjöl-
margir slösuðust og einn lést. En hvað segja löggæslumenn og aðrir,
sem fylgst hafa með gangi mála? Þeir segja, að allt hafi gengið ljóm-
andi vel „miðað við það, sem búast mátti við”. Þeir sætta sig nánast
við ástandið og eru bara harla ánægðir. Læknir nokkur fyrir norðan
sagði þó í sjónvarpsviðtali að ástandið á einni fjölmennustu „hátíð-
inni" væri fyrir neðan allar hellur og hvatti foreldra til að hleypa
ekki börnum sínum á slíkar samkundur eða fara a.m.k. með þeim.
Þannig ráðleggingar eru því miður ekki mjög raunsæjar. Það vita
væntanlega allir, sem alið hafa upp unglinga á síðustu árum. Þeir
hinir sömu vita hins vegar einnig, að eitthvað róttækt verður að gera
til þess að sporna við þeirri óheillaþróun að tugþúsundir táninga
haldi áfram að æða út í óvissuna um hverja verslunarmannahelgi.
En í augnablikinu anda menn einfaldlega léttar — þ.e.a.s. þeir, sem
fengu börnin sín heil heim úr lotteríinu í þetta sinn — og vona að
krakkaskammirnar verði vaxnar upp úr þessari vitleysu á næsta ári.
hin pressan
„Vil ekki láta skjóta mig niður
ffyrir 75 þúsund á mánuði/#
— Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður í Þjóðviljanum.
„Harakiri Borgaraflokksins eða ríkis-
stjórnarinnar."
— Fyrirsögn í Morgunblaðinu.
„Það er stórhættulegt að vera á föstu
um verslunarmannahelgina."
— Víkverji í Morgunblaðinu.
„Einar Hákonarson er einn af meiri-
háttar málurum landsins."
— Garri í Tlmanum.
„Það eru þessir aðalsmenn seinni ára
eins og fjölmiölafólk vill gjarnan líta á
sig og aðrir sem hafa eitthvaö með
upplýsingaflutning og skoðanamót-
un aö gera..."
— Magnús Þórðarson, upplýsingafull-
trúi Nató, um boðsferðir Nató til ís-
lenskra blaðamanna í Þjóðviljanum.
,,Og meb því óvirtu
þeir líka bandarísku
þjóöina, mestu og
bestu vinaþjóö okkar,
sem hefur þab eitt til
sakar unnib ab vera of
fjölmenn, aubug og
örlát til þess, ab öfga-
menn geti látib hana í
fribi.”
— Hannes Hólmsteinn Gissurarson
í DV.
„Sifjaspell er afleiðing af misskipt-
ingu valds."
— Guðrún Jónsdóttir í Þjóðviljanum.
„Smábátaeigendur leystir úr snör-
unni"
— Fyrirsögn í Þjóðviljanum.
„Laugavegurinn allur á útsölu."
— Fyrirsögn í Timanum.
„Verður að flytja lambakjötið út í
ferðatösku."
— Frétt um íslenskan útflytjanda í DV.
„Riðu með prófastinn i broddi fylk-
ingar."
— Fyrirsögn í Tímanum.
„Maður þarf ekki að hafa eins mikið
fyrir lífinu í Ástralíu og hér heima."
— Haft eftir Ástralíufara i Morgunblað-
inu.
„Bendir það til að Jo tamningameist-
ari kunni að hafa rétt fyrir sér, þegar
hún telur að hollt sé að rassskella
ótamda fola. En hjá henni fylgir auð-
vitað meira..."
— Garri í Tlmanum.
„Gróa snýr sér að Kron."
— Fyrirsögn í TTmanum.
*
„Eigendur Arvakurs
mega þakka fyrir
þann heibur, sem eitt
besta skáld þjóbarinn-
ar gerir þeim meb því
ab vera ritstjóri blabs
þeirra... A meban
hann (Matthías
Johannessen) er rit-
stjóri Morgunblabsins
er öllu óhœtt.”
— Hannes Hólmsteinn Gissurarson í
DV.
„Rauðvinspressan nú með ffull-
virðisrétf/'
— Fyrirsögn í Tlmanum um kaup útgefanda DV á jörðinni Leirubakka.
Bréf frá 16 ára stúlku af landsbyggðinni:
Dœmið okkur ekki!
Nú er verslunarmanna-
helgin liðin og þar með
hefðbundinn fréttaflutning-
ur af drykkjuskap unglinga,
slysum og öðru miður
skemmtilegu. Það heyrist
hins vegar lítið frá táning-
unum sjálfum, ef frá eru tal-
in hin klassísku viðtöl og
myndir af þeim með bjór í
hendi við upphaf ferðar eða
Kœra Pressa
Ég er sextán ára og mig langar
til aö tjá mig um þetta svokallada
unglingavandamál. Þaö rísa
stundum upp miklar umrϚur um
unglinga og þeirra mál. Svo þess
á milli hugsar fólk ekkert um
þetta. Þaö sem er oftast rœtt um
er þaö hvaö unglingar eru til
mikilla vandrϚa og svo fram-
vegis. Er þaö furöa? Þaö er nefni-
lega ekki mikiö gert fyrir unglinga
afvelta á áfangastað. Okkur
fannst því tilvalið að birta
eftirfarandi bréf, sem blað-
inu barst í vikunni frá sex-
tán ára stúlku úti á landi,
sem ekki viil láta nafns get-
ið. Hún sér margumrætt
unglingavandamál frá sjón-
arhóli eins úr hópnum, en
bréfið er svohljóðandi:
ef miöaö er viö aöra aldurshópa í
þjóöfélaginu. T.d. eru á mörgum
stööum engir almennilegir
skemmtistaöir fyrir unglinga. Jú,
svo er tíka annaö slagiö talaö um
eiturlyfjavandamáliö og þá eru
unglingar tilgreindir sérstaklega.
En hvaö er svo gert fyrir þessa
krakka? Þaö er eitthvaö lítiö. Þaö
eru aö vísu nokkrar meöferöar-
stofnanir, unglingaheimili og
unglingageödeild og starfiö sem
unniö er á þessum stööum er
mjög gott. Svo var talaö um í vor
aö ef til vill yröi aö loka ein-
hverjum deildum á Landspítal-
anum. Og hvaöa deild var ein af
þeim sem komu til greina? Aö
sjálfsögöu unglingageödeild. Eina
deildin sinnar tegundar á landinu.
Eg veit aö þaö eru margir krakkar
sem hafa notiö góðs af því aö
vera á þessum stööum og hafa
getaö leyst úr vandamálum sínum
þar. En þaö eru líka dálitlir for-
dómar hjá mörgum gagnvart
þessum stööum. Þaö er oft litiö
niöur á krakka sem hafa veriö á
þessum stööum, álitiö aö þeir
hljóti aö vera algjörlega ktikkaöir
fyrst þeir hafa veriö þar, sem er
auövitaö mikill misskilningur. Þess
vegna reyna margir aö leyna veru
sinni á þessum stööum. En hvaö
er svo lagt í þessa staöi? Ekkert.
Þaö er mikiö reynt aö gera ein-
hverja ímynd af fullkomnu landi
hérna. Á íslandi eru: faUegustu
konurnar, sterkustu karlmennirnir,
besta vatniö, fallegasta náttúran
og aö sjálfsögöu minnstu glœpirn-
ir. Allt er gert til aö fullkomna
þessa tmynd. Kringlan byggö, ráö-
húsiö, rándýrt tónlistarhús og svo
framvegis. Heföi ekki veriö hœgt
aö gera eitthvaö gagnlegra viö
þessa peninga? Aö vísu er tón-
listarhúsiö byggt meö styrk
almennings, fyrirtcekja og
tónlistarmanna, en af hverju er
ekki reynt aö útvega fjármagn til
aö gera eitthvaö — fyrir alla þá
sem standa illa aö vígi í
þjóöfélaginu? Og svo er engin
ástœöa til aö líta niöur á þá sem
eru í dópi og reyna aö fara í
meöferö eöa þá krakka sem hafa
t.d. veriö á unglingageödeild. Þetta
eru krakkar sem hafa átt erfitt og
reyna aö gera eitthvaö í málunum.
Veit fólk hvaö þetta er erfitt, og
hvaö krakkar sem hafa veriö í
eiturlyfjum þurfa aö leggja mikiö
á sig til þess aö hœtta þessu og
reyna aö standa sig í lífinu? Svo
þegar krakkarnir koma úr
meöferö eiga þeir oft erfitt meö aö
fá vinnu, leiguhúsnœöi og svo
framvegis vegna þess aö þeir voru
í dópi. Þessir krakkar fá oft ekki
tœkifœri til aö standa sig og sýna
hvaö í þeim býr. En þeir eiga
viröingu skilda fyrir þaö sem þeir
þurfa aö leggja á sig og fórna til
þess aö geta lifaö eölilegu lífi
aftur. Og hver veit hvaö rekur
krakka til þess aö byrja í
eiturlyfjum? Oft eru þaö slœmar
fjölskylduaöstœöur, félagsskapur-
inn eöa aö þeim þykir þaö töff. En
þaö skiptir í rauninni ekki máli
þegar upp er staöiö. Eg vona aö
þetta veröi birt og aö ég fái þá
einhver viöbrögö út af þessu, því
ég vil reyna aö vekja fólk til um-
hugsunar. Sjálf hef ég ekki
reynsluna af þessu, því ég drekk
ekki og hef ekki veriö í
eiturlyfjum. En ég á vini sem eru
mér mikils viröi sem hafa lent i
þessu og þess vegna er þetta mér
mikilvœgt. Ég vona aö meira veröi
gert í þessum málum héreftir en
áöur hefur veriö gert. Viö erum
nú einu sinni þau sem eiga aö
erfa landiö, eöa hvaö? Og starf
þeirra stofnana sem hafa meö
þessi mál aö gera er mikilvœgt, og
starfsfólkiö hefur mikla þýöingu
því þaö er þaö sem mikiö byggist
á. Eg vona aö þiö sem lesiö þetta
geriö þaö meö jákvœöu hugarfari
og hugsiö um þetta.
Kveöja
Ein ónafngreind.