Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 31

Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 10. ágúst 1989 31 sjónvarp FIMMTUDAGUR 10. ágúst Stöð 2 kl. 21.35 ÞVÍLÍKUR DAGUR (So ein Tag) Þýsk kuikmynd. Leikstjóri: Jiirgen Roland. Adalhlutuerk: Klaus Löwitsch og Gunther Ungehauer. Söguþráðurinn í þessari mynd er virkilega skrýtinn, enda hafa Þjóð- verjar alltaf verið svolítið sér á parti í kvikmyndagerð, og sumir þeirra hlotið frægð fyrir, nefnum engin nöfn! En Werner Rolf er lögreglu- maður og á kærustu sem vinnur í pelsaverslun. Einhverra hluta vegna er hann geysilega afbrýðisamur út í hana og eina nóttina skipuleggur hann innbrot í verslunina og fær til starfans valinkunna glæpamenn. Þessi mynd er ekki við hæfi barna og viðkvæmra laganna varða. Stöð 2 kl. 23.30 FLUGGARPAR*** (Sky Riders) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Douglas Hickox. Adalhlutuerk: James Coburn, Sus- annah York og Robert Culp. Flétta þessarar myndar er pólítískt mannrán þar sem farið er með gísl- ana í klaustur eitt sem enginn kemst inn í nema fugiinn fijúgandi. Þá eru góð ráð dýr! Flugatriði myndarinn- ar og hið magnaða griska umhverfi eiga víst stærstan þáttinn í því hversu myndin er góð afþreying. FÖSTUDAGUR 11. ágúst Stöð 2 kl. 21.00 SVINDLARARNIR *** (Let's do it again) Bandarísk gamanmynd. Leikstjóri: Sidney Poitier. Adalhlutuerk: Sidney Poitier, Bill Cosby, Jimmy Walker og John Amos. Árið 1974 komu þessir tveir biökku- snillingar saman og léku í myndinni Uptown Saturday Night, sem varð geysilega vinsæl. Þessa gerðu þeir svo árið eftir og í henni leika þeir vafasama gaura sem dáleiða vin sinn og etja honum út í hnefaleika- keppni eftir að hafa veðjað við mót- herja hans. Á síðari árum hefur Sidney Poitier getið sér gott orð sem leikstjóri og Bill Cosby þekkja allir, þannig að hér er fjörið eiginlega tryggt. Ríkissjónvarpið kl. 21.50 MANNRAUNIR (Donner Pass) Bandarísk sjónuarpskuikmynd. Leikstjóri: James L. Conuay. Adalhlutuerk: Robert Fuller, Diane McBain, Andrew Prine og Michael Callan. Vagnlestir voru hér í eina tíð algeng sjón á bandarísku sléttunum og myndin fjallar einmitt um hóp land- nema sem setja sér það markmið að komast á siíkum farartækjum til Kaliforníu. Aðstæður erp erfiðar í náttúrunni og gera ferðina ekkert sældarlíf, en þó er einnig önnur hindrun í vegi, mannlegur breysk- leiki. Gæði myndarinnar ku vera yfir meðallagi. Aðalhlutverk: Cybill Shepherd, Barry Brown og Mildred Natwick. Aðalsöguhetja kvikmyndarinnar er Daisy Miller, sem er persóna ættuð úr skáldsögu eftir Henry James. Hún er landflótta og býr með móður sinni, algerum furðufugli, og bróður í Evrópu. Stúlkan er eigingjörn mjög og fer óhikað sínar eigin leiðir til að ná fram settum markmiðum, án þess þó að gera sér grein fyrir afleiðing- unum. Myndin gerist undir lok 19. aldarinnar og í henni býður Daisy hefðum og venjum þess tíma birg- inn á frjálslegan hátt. LAUGARDAGUR 12. ágúst Stöð 2 kl. 21.45 REIÐIGUÐANNA (Rage of Angels) Bandarísk spennumynd Leikstjóri: Buzz Kulik. Adalhlutuerk: Jennifer Parker, Adam Warner, Michael Moretti og Ken Bailey. Hér greinir frá nýútskrifuðum laga- nema sem er dóttir dómara nokkurs og fær sitt fyrsta mál í hendurnar. Oafvitandi kemur hún óæskilegri sendingu til lykilvitnisins, allt fer í hund og kött en stelpugreyinu tekst með naumindum að halda málflutn- ingsleyfinu. Óheppnin heldur áfram að elta hana og það tekur hana lang- an tíma að vinna sig upp. Þá kemur reiðarslagið; barn hennar, sem hún átti með giftum manni, hverfur sporlaust og ekkert fyrir móðurina að gera annað en hefja leit þegar í stað. Hver skyldi semja svona sögu nema sjálf skáldkonan Sidney Sheldon. Reiði guðanna er í meðaí- kantinum og ekki nóg með það heldur er hún í tveimur hlutum og verður seinni hluti myndarinnar sýndur sunnudaginn 13. Stöð 2 kl. 23.35 DAISY MILLER ★ *V2 Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Peter Bogdanouich. Ríkissjónvarpiö kl. 22.00 ÆVINTÝRIÐ UM DARWIN **/2 (The Darwin Adventure) Bresk bíómynd. Leikstjóri: Jack Couffer. Aöalhlutuerk: Nicholas Clay, Susan McReady og lan Richardson. Forvitnileg mynd um ævi og starf hins þekkta vísindamanns Charles Darwin, sem er þekktastur fyrir kenninguna um þróun tegundanna. Hér er fylgst með kappanum allt frá því að hann siglir til Galapagos-eyja og þar til hann birtir niðurstöður rannsókna sinna, þá á efri árum. Stöð 2 kl. 00.00 BEINT f HJARTASTAÐ (Mitten ins Herz) Þýsk kuikmynd. fjölmiðlapistill Hvunndagsbeckett Fáránleika tilverunnar verða víst seint gerð nógsamleg skil í leikrit- um (af ýmsum ástæðum þykja leik- rit henta afar vel til að gera skil fá- ránleika). Því er vel til fundið af rás 1 ríkisútvarpsins að flytja klukkan hálfellefu á laugardagsmorgnum (alveg fáránlegum tíma!) framhalds- leikrit um gamalkunnugan fárán- leika — þ.e.a.s. fáránleika hvunn- dagslífsins í Þingholtunum. Auðvitað hefur fáránleikinn sá víð- tækari skírskotun, ef vel er að gáð. Ætli Þingholtafáránleiki sé ekki „al- mennur bæði og sérstakur”, svo vitnað sé í Einar Ben. Þeir sem lifa og hrærast á milli tveggja megin- skauta Þingholtanna, sjoppunnar Ciro annars vegar og sjoppunnar Tvistsins hins vegar, ná þessu. Ég veit ekki hvort höfundar Fólksins í Þingholtunum vita að leikrit þeirra er fáránlegt. Vera kann að þær Ingibjörg Hjartardóttir bóka- safnsfræðingur og Sigrún Óskars- dóttir félagsráðgjafi, sem sömdu það að undirlagi Jónasar Jónasson- ar sem leikstýrir því, haldi sjálfar að þarna hafi þær bara brugðið upp dá- lítilli svipmynd af lífi eins og það gæti verið hjá venjulegri fjölskyldu í Reykjavík — búið spil. Ef þetta er álit höfundanna, sem áður hafa — ýmist tvær saman eða í samvinnu við fleira fólk — samið leikrit á borð við Skuggabjörgu, Ó þú, Um hið átakanlega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim og Ingveldi á Iðavöllum, þá er það álit grundvallað á fáránlegri hóg- værð. Fáránlegur veruleiki fertugu hjón- anna Kjartans jarðfræðings og Ás- laugar menntaskóiakennara, barna þeirra Vöku og Sölva, tengdafólks- ins Hersteins heildsala og frú Lauf- eyjar og Gulla tengdasonar, að ógleymdum Sigursteini frænda og vinkonu hans Sesselju, endurspegl- ar á óvæntari hátt en maður leyfir sér að eiga von á fyrir hádegi á laug- ardögum hinstu rök tilverunnar, Þinghyltinga jafnt sem annarra. í orði kveðnu glíma persónurnar við vandamál hvunndagsins, smávægi- leg fremur en fáránleg, en í rauninni er hér tekist á um grundvallarspurn- ingar af taginu: Hvað er hamingja? Er til ást? Á hverju er hjónabandið grundvallað? Er lífshamingjuna að finna í steinsteypu (séríslenskt heimspekivandamál)? Er allt þetta brambolt héöra til einhvers? Þar sem um er að ræða fram- haldsleikrit og enn nokkrir þættir Leikstjóri: Doris Dörre. Adalhlutuerk: Sepp Bierbichler og Beate Jensen. Svo sannarlega germönsk helgi á stöðinni, og hið besta mál að hvíla fólk á „ameríkaníseríngunni". Það kemur stundum fyrir ungt fólk að það er ósjálfstætt og á erfitt með að finna fótfestu í lífinu. Þannig er ástandið hjá henni Önnu þegar hún kynnist manni sem er tuttugu árum eldri en hún sjálf. Hún getur varla meðhöndlað sitt eigið líf, hvað þá staðið í sambandi við mann sem er svo miklu eldri en hún. Því hefur samband þeirra afdrifaríkar afleið- ingar í för með sér, sem að sjálf- sögðu verður ekki gert uppskátt um hér. Ríkissjónvarpið kl. 23.30 VILLIGÆSIR ** (Wild Geese II) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Peter Hunt. Adalhlutuerk: Scott Glenn, Barbara Carrera, Edward Fox og Laurence Oliuier. Eftirlýstur málaliði er fenginn til að aðstoða Rudolf Hess við að flýja Spandau-fangelsið. Svolítil fantasía en margir létu sig dreyma um að Hess yrði látinn laus á sínum tíma. Hann er nú farinn á vit síns gamla yfirmanns og hefur það bara eflaust gott, eða hvað? SUNNUDAGUR 13. ágúst Stöð 2 kl. 23.30 FJARSTÝRÐ ÖRLÖG ** (Videodrome) Bandarísk hryllingsmynd. Leikstjóri: Dauid Cronenberg. Adahlutuerk: James Woods og Deborah Harry. Umfjöllunarefni þessarar myndar er svolítið sérstakt. í sjónvarpsþætti nokkrum býr kynngimögnuð vera gædd þeim krafti að geta náð tang- arhaldi á þeim sem koma fram í þættinum. Ekki beint hversdagslegt efni í mynd sem fer vel af stað en dalar því miður eftir því sem á hana líður. James Woods sýnir snilldar- takta í leik sínum á móti ljóskunni Debby Harry, sem er betur þekkt sem söngkona hljómsveitarinnar Blondie, en sleppur þó sæmilega frá hlutverki sínu . eftir hafa höfundarnir auðvitað ekki svarað öllum þessum spurningum. En mig grunar að áður en yfir lýkur verði svarið við síðustu spurning- unni: „Nei, þetta er fáránlegt!" dagbókin hennar dúllu^ Ég dreif mig bara í Þórsmörk, þó ég hefði verið hætt við það á tíma- bili — og það var sko eins gott. Ef ég hefði ekki farið væri ég nefnilega ekki komin á fast núna! Eiginlega fór ég bara af því að ég var næstum alveg pottþétt á að Palli í mínum bekk væri eitthvað spennt- ur fyrir mér. Ég hafði nú aldrei tekið neitt sérstaklega eftir honum fyrr en Belia vinkona byrjaði með Einari vini hans. Þau hafa oft haft okkur Palla með sér í bíó og svoleiðis... Og mér fannst hann horfa alltaf svo rosa stíft á mig með einhverja svona meiningu í augunum, þannig að ég var sjúr á að eiga smá sjéns í hann. Ég var líka búin að redda helling af hvítvíni og bjór og það hefði verið hálf hallærislegt að vera ein eftir með það allt í bænum. Það var algjört æði á föstudags- kvöldið. Við grilluðum pulsur og alls konar og höfðum það ofsa næs. Um miðnætti ákváðu Bella og Einar að fara í rómó göngutúr og ég beið með hjartslátt eftir að Palli styngi upp á einhverju svipuðu við mig. En hann var farinn að finna dáldið á sér og þegar „samlokurnar” (uppnefni á Einari og Bellu) hurfu fór gæinn barasta næstum að grenja! Ég hélt auðvitað að hann væri orðinn veik- ur og dreif hann inn í tjald og í svefn- pokann. Hann var hins vegar ekkert lasinn, heldur að drepast úr ástar- sorg út af Bellu! Bömmerinn, mað- ur. Og ég, sem var svo viss um að þetta augnaráð væri ekki ímyndun- Samt vorkenndi ég ræflinum rosa- lega og reyndi eins og ég gat að hugga hann, en það var mjög erfitt. Hann hætti ekki að væla fyrr en ég skreið inn í svefnpokann til hans. Það var eina ráðið, sem dugði. Ekki gat ég skilið hann einan eftir inni í tjaldi í algjörri rúst?! Hann hefði get- að farið sér að voða eða eitthvað... Ég vildi alla vega ekki taka sénsinn á því. Það gerðist náttúrulega ýmislegt ofan í pokanum. Eiginlega gerðist allt nema eitt: Við sváfum ekki dúr. Samt leið nóttin ofsa hratt og við vorum ekki baun syfjuð um morg- uninn. Þá var Palli líka alveg búinn að gleyma Bellu og sagðist bara orð- inn ansi skotinn í mér. Hann sagðist ekkert fatta hvers vegna hann tók ekki eftir mér áður frekar en ég væri gegnsæ, vegna þess að ég væri bara svo ágætlega sæt, þegar mað- ur pældi í Jdví. (Vááá, honum finnst ég sæt!!! Ég dey. ..) Á laugardagskvöld bað hann mig að koma á fast með sér og ég sagði auðvitað já. Síðan er ég búin að engjast úr magapínu og hef varla getað borðað einn einasta bita. Ást er þægilegasti sársauki, sem ég hef upplifað! Eini gallinn er hvað ég kvíði hryllilega fyrir þegar smokka- pakkinn klárast. Við Bella fórum alla leið upp í Breiðholt til að kaupa hann svo við þekktumst ekki og nú eru bara tvö stykki eftir. Palli þorir ómögulega að kaupa fleiri, þannig að ég neyðist víst til þess. Voðalegt stúss er annars í kringum þetta kyn- líf — og ég sem er ekkert farin að fíla það ennþá.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.