Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 9
Fimrritudagur 10. ágúst 1989 9 Ópólitísk pólitík gegn pólitíkinni „ÉG ER EKKI LÍTILL HITLER## HAFNFIRSKUR HEILDSALI STOFNAR SAMTÖKIN ÍSLAND Siðustu dagana fyrir verslunarmanna- helgi birtist i tvigang smáauglýsing í DV undir heitinu „Ýmislegt##. Textinn er eft- irfarandi: „Hefur þú ekki fengið nóg af pólitiskri óráðsiu, sóun, sukki og skatt- piningu? Ef svo er þá hafðu samband i sima ... Samtökin lsland.## „Ég hef fengið viðbrögð við auglýs- ingunni og einir 14 hafa skráð sig, þar af niu konur,## segir Gunnar Harðarsen, heildsali i Hafnarfirði, en hann er upp- hafsmaðurinn að Samtökunum islandi. Um helgina verður fyrsti f undurinn hald- inn. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYND EINAR ÓLASON „í íslenskum stjórnmálum er sára- lítill munur á hægri og vinstri. Þetta eru allt saman heimatilbúnir sósíal- demókratar," er það fyrsta sem Gunnar segir þegar blaðamaður kemur inn á skrifstofuna við Reykja- víkurveg 68. Blaðamaður giskar á að Gunnar sé kominn hátt á fimmtugsaldur og skrifstofan ber þess merki að þar starfar heildsali. Uppi á hillu og á gólfum getur að líta lítil rafmagns- tæki, leikföng og hárbindi eins og skokkarar nota og miðaldra konur sem vilja vera sportlegar. Á skrif- borðshiílunni er bók sem heitir „Running your own show" eftir Richard I. Curtin og gefin út af for- laginu Mentor. Gunnar hefur ekki áður starfað í stjórnmálasamtökum, utan hvað hann var sem ungur maður skráður í Heimdall. Hvers vegna þá að stofna Samtökin ísland? „Ofnæmi fyrir pólitík" „Menn rífast heima í stofu og finnst þetta allt ömurlegt en gera ekkert í þessu. Ég vil gera eitthvað og er viss um að ef ég reyndi ekki núna myndi ég seinna naga mig i handarbökin." Markmið samtakanna? „Að skapa betra þjóðfélag fyrir þá sem í því búa.“ Gunnar vill ekki kalla Samtökin ísiand pólitísk. „Allir eru komnir með ofnæmi fyrir pólitík." Hvað þá? Hvað eigum við að kalla þetta? „Góð spurning. Kannski finnum við svar við henni þegar samtökin koma saman." Gunnar segist ekki vilja gefa ákveðnar yfirlýsingar um stefnu samtakanna áður en fyrsti fundur- inn hefur verið haldinn. „Ég er ekki lítill Hitler sem ætlar að segja fólki hvað það á að gera. Hugmyndin er að lítill kjarni komi saman, ræði málin og móti stefn- una. Þetta gætu verið tíu til tuttugu manns." Að hans sögn er ekki tímabært að bollaleggja um framboð. Það verði að koma í ljós hver sé vilji þátttak- endanna. Pólitík óónægjunnar Gunnar dregur ekki dul á að óánægja er drifkrafturinn á bak við þau samtök sem hann hyggst stofna. „Fólk er alltaf undir einhverri hel- vítis pressu og þrátt fyrir mikla vinnu sér það ekki fram á að geta lif- að sæmilegu lífi.“ Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu eru stjórnmálamenn, sem allir eru settir undir einn hatt. Hjá stjórn- málamönnum fara saman, segir Gunnar, sambandsleysi við almenn- ing og tvöfalt siðgæði. „Á hátíðisstundum tala stjórn- málamennirnir um íslensku þjóðina sem fjölskyldu. Þess á milli fara þeir í rándýrar lystireisur. Hvernig getur forsetinn leyft sér að ferðast í einka- þotu til Kanada á meðan allt er í steik hér heima? Embættismenn og stjórnmálamenn eyða úr opinber- um sjóðum af algjöru samviskuleysi. En það er alltaf einhver sem þarf að borga." í annan stað er Gunnar upptekinn af opinberri þjónustu. Hún er alltof þunglamaleg og óhagkvæm að hans áiiti. „Kerfið er algjörlega til- litslaust gagnvart tíma fólks. Maður þarf að endasendast þvers og kruss til að afgreiða smámál." Gunnar segist sannfærður um að fjöldi fólks hugsi á iíkum nótum og hann. Hann byggir það á samtölum við þá sem svöruðu auglýsingunni annarsvegar og hinsvegar tilfinn- ingu sinni. Þegar blaðamaður ber undir hann staðhæfinguna að aldrei hafi almenn velmegun verið meiri á ís- landi en einmitt núna svarar Gunn- ar: „Stjórnmálamenn tala alltaf um meðaltal, en það segir okkur svo lít- ið. Meðaltaiið blekkir; fyrir ofan það eru menn sem hafa það mjög gott og fyrir neðan margir sem hafa það skítt. Stjórnmálamenn vita ekkert hvernig fólkið hefur það í blokkun- um hérna hinum megin," og hnykk- ir höfðinu í áttina að fjölbýlishúsun- um vestan Reykjavíkurvegar. Flokkaandúð á íslandi Það er ekki nýtt að samtök séu stofnuð á íslandi til höfuðs þeim stjórnmálaflokkum sem fyrir eru. Síðast var það Bandalag jafnaðar- manna sem gaf sig út fyrir að vera sér á parti og á móti öllum hinum. Einkunnarorð fyrsta landsfundar BJ voru: Aldrei flokkur. Undirmálin voru þau að flokkakerfið og flokk- arnir sjálfir væru meinsemdin. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann, seg- ir vantraust á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum landlægt hér- lendis. „Það er spurning hvort ís- lendingar hafa nokkurn tíma með- tekið stjórnmálaflokka sem nauð- syniegan þátt í lýðræðisþjóðfélagi." Þaðan af síður eru til hugmyndir um skyldur og ábyrgð stjórnmála- flokka, er skoðun Svans. Það styður álit hans að fáir eru til að taka upp hanskann fyrir flokka- kerfið þegar því er andæft. Menn eru tilbúnir að taka afstöðu með sín- um flokki andspænis öðrum, en ekki með stjórnmálaflokkum i heild, og faliast á að þeir gegni sam- félagslegu hlutverki. Þessar aðstæður eru hagfelldar mönnum sein koma fram á sjónar- sviðið og skera upp herör gegn kerf- inu og krefjast róttækra breytinga. Oft hafa þessir menn frjálsari hend- ur en aðrir stjórnmálmenn, meðal annars af þeirri ástæðu að þeir eiga að baki stuttan feril í stjórnmálum og eru óbundnir öðrum hagsmun- um en sínum eigin. Smáflokkar sækja á Síðustu ár hafa þær breytingar orðið á evrópskum stjórnmálum að stóru flokkarnir eiga undir högg að sækja á meðan smærri stjórnmála- samtök komast til áhrifa. Iðulega er það andóf gegn tilteknu þjófélags- fyrirbæri sem knýr þessa smáflokka áfram og getur það verið gegn út- lendingum, háum sköttum eða um- hverfiseyðingu. Á íslandi verður ekki vart hlið- stæðrar þróunar. Þó hafa verið stofnuð samtök á borð við Flokk mannsins og Græningja. Hefðbundn- ari stjórnmálasamtök eru Þjóðar- flokkurinn og Borgaraflokkurinn. Þrátt fyrir vilja og áhuga stofnenda lætur almenningur sér fátt um finn- ast. Það nýjasta er Samtökin ísland. Gunnar Harðarson er mátulega bjartsýnn á framtíðina. „Kannski þetta fari á fullu af stað og koðni svo niður, eins og oft gerist hjá okkur ís- lendingum."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.