Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. ágúst .1989 5 EITT ANDLIT = ÞRJÁR KONUR — eða öfugt Hefur þig einhvern tíma langað til að vera allt öðruvísi en þú ert? Til dæmis eins og einhver þekkt leikkona, fyrirsæta í blaði eða íslensk sjónvarpskona? Þú getur hætt að láta þig dreyma! Kristín Stefánsdóttir hjá snyrtistofunni NN sýnir hér hvernig hægt er að breyta útliti á örskammri stundu. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYNDIR: EINAR ÓLASON „Gvuuuð! Ég get ekki farið svona út að borða! LOKSINS þegar hann hringir er ég eins og FÍFL. . . Hvað get ég gert???!‘‘ Þú getur ýmislegt gert góða mín. Langar þig að líta út eins og Marilyn Monroe í kvöld eða kannski Sophia Loren? Eða einhver önnur. Var hann ekki með henni. . . einu sinni? Er það hún sem hann sér svo eftir? Blessuð vertu, láttu þá breyta þér svo þú líkist henni! Þetta er ekkert grín. Þetta er fúlasta alvara. Hver einasta kona getur nú látið drauminn ræt- ast og litið út eins og sú kona sem henni finnst bera af öðrum. Kristín Stefánsdóttir, eigandi snyrtistofunnar NN á Laugavegi 27, og Sigrún Pálsdóttir, hárgreiðslumeistari á Hár-Gallerí, Laugavegi 27, sýndu og sönnuðu að hægt er að búa til þrjár mismunandi manngerðir úr sömu stúlkunni. Kristín Stefánsdóttir lærði við Complexion International Make-Up School á Bretlandi og hefur síðustu fjögur árin rekið snyrtistofuna NN. Hún vinnur eingöngu með bandarísku snyrti- vörurnar No-Name sem hún flytur sjálf inn. Kristín er félagi í Förðunarfélagi íslands, þar sem eru fimmtán förðunarfræðingar, sem Krist- ín segir allar geta breytt andlitum á þennan hátt. Kristín segir ekki algengt að konur biðji um förðun til að líkjast þekktum kvikmyndastjörn- um eða öðrum þekktum konum: ,,Nei, það ger- ist ekki oft!" segir hún. „Hins vegar er hægt að breyta næstum öllum. Það fer þó auðvitað eftir andlitsfalli og því hvernig fyrirsætan er hvernig tekst til með ákveðnar manngerðir. Fyrirsætan sem ég valdi fyrir þessar myndir er til dæmis nokkuð áþekk Marilyn Monroe og er lífleg, þannig að ég náði vel Marilyn-manngerðinni út úr henni sem og Valgerði Matt. og Ritu Hay- worth. Ef ég ætti hins vegar að breyta henni í Marlene Dietrich gæti þurft meiri vinnu. En með réttri förðun og hárkollu á að vera hægt að breyta hverri sem er í hverja sem er.“ Kristín segist nota leikhússmink með venju- legum farða, en mestu máli skipti að litaval sé rétt og að andlitið sé skyggt á réttan hátt. Það tók tvær klukkustundir að breyta fyrirsætunni hér á síðunni í Marilyn Monroe, klukkustund í Valgerði Matthíasdóttur og klukkutíma í Ritu Hayworth: „Sigrún Pálsdóttir greiddi hár fyrir- sætunnar fyrir myndatökurnar af Marilyn, litaði og setti hvítar strípur í til að breyta henni í Val- gerði og notaði hárkollu fyrir Ritu Hayworth- myndirnar." En ekki segir Kristín nóg að förðun og hár séu eins og vera ber: „Til að skapa aðra persónu þarf að fylgja öðrum sérkennum hennar. Við fengum skartgripi lánaða hjá snyrtivöruversluninni Hygeu á Laugavegi 35, því Marilyn varð að vera með semelíufesti og Valgerður með armbönd. Hár og andlitsförðun verða að vinna saman og svo aukahlutirnir, því aðeins þannig nær maður áhrifunum." Fyrirsætan heitir Guðrún Jónsdóttir og starfar hjá Papillu við að setja gervineglur á kon- ur, en Kristín segist hafa valið hana því hún hafi það andlitsfall sem þurfi til að búa til þær þrjár konur sem Kristín vildi skapa: Marilyn Monroe, Valgerði Matthíasdóttur og Ritu Hayworth: „Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem maður gerir í förðunarfræðinni, að breyta manneskju," segir Kristín. Kristín Stefánsdóttir hjó Snyrtistofunni NN segir eitt af því skemmtilegasta i förðunarfræðinni vera að breyta andlit- um. Það tók klukkustund að búa til andlit Ritu Hayworth ... Fyrirsætan heitir Guðrún Jónsdóttir. Hún hefur andlitsfall sem hentar vel til breytinga og það tók ekki langan tíma að búa til þrjár ólíkar persónur úr andliti hennar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.