Pressan - 12.10.1989, Síða 3

Pressan - 12.10.1989, Síða 3
2 Það þarf að hýggja að mörgu áður en ungt sýningarfólk gengur á svið. Hér er verið að rifja upp helstu atriðin. Börn- in sýndu peysur, sem Ásta Bjarna- dóttir og Birna Páls- dóttir hafa hannað. ! ! ! ! ARARIBAT íslenskir fatahönnuðirætla ekki að leggja áraríbát og gefast upp fyrirerlendri fataframleiðslu. Það sýndu þeirá laugardag- inn var er félag fata- og textílhönnuða, FAT, efndi til tiskusýn- ingar áHótel Borg, þar sem sjá mátti nýjustu línurnar í íslenskri fatahönnun. Salarkynni Hótels Borgar voru orðin troðfull á slaginu fjögur síðdegis þegar sýningin átti að byrja, og komust greinilega faerri að en vildu á þessa tískusýningu. íslenskir fatahönnuðir fá ekki mörg verkefni í hendur, og auk þess sem samdráttar hefur orðið vart í fataframleiðslu á síðustu mánuðum hefur samkeppni við innfluttan fatnað aukist. Er því eðlilegt að is- lenskir hönnuðir líti ekki alltof björtum augum til framtíðarinn- ar, en félagarnir í FATætla ekki að gefast svo auðveldlega upp. Meðlimir i FAT-félaginu eru nú um 30 talsins, en félagið var stofnað fyrir réttum þremur árum. Fatahönnuðirnir héldu fyrstu samsýningu sína fyrir tveimur árum, en hyggjast nú mæta andstreyminu með bros á vör og berjast fyrir aukinni ís- lenskri framleiðslu. Það var því ánægjulegt að sjá þann hóp sem fyllti Hótel Borg þetta laugardagssíðdegi; fólk sem greini- lega hefur áhuga á að fylgjast með hvað er að gerast á heima- slóðum og styðja við bakið á löndum sínum. velkomin i heiminn Hún svaf vært dóttir þeirrar Ingi- bjargar Gísladóttur og Magnúsar Karlssonar þegar Ijósmyndarinn mætti á Fæðingarheimilið. Daman fæddist 2. október og var 15 merkur og 52 sm löng við fæö- ingu. „Ég er ekkert sofandi, ég er bara að þykjast!" Arnar Freyrfæddist 2. október og var skírður á sunnu- daginn var, & október. Hann er sonur Rósu Hansen og Sigurðar Samúelssonar, var 15Vi mörk á þyngd og 53 sm langur. „Ætti ég að opna augun eða ekki?" Þessi drengur er sonur Mar- íu Sigurgeirsdóttur og Friðriks Ámundasonar. Hann fæddist 1. október, vó 15 merkur og var 52 sm langur. „Oh hvað mér líður vel!" Dóttir Rósu Morthens og Þrastar Jóns- sonar fæddist 30. september sl. Við fæðingu vó hún 14 merkur og var 50 sm löng. „Ég er líka strákur og ætta sko alls ekki að opna augun, mér líður svo vel!" Sonur Sigríðar Þorbjarnar- dóttur og Þórhalls Ásgeirssonar fæddist 2. október og var stór og myndarlegur. Vó 17 merkur og var 55 sm langur við fæðinguna. „Fyrst að þú horfir á mig, þá horfi ég bara á þig á móti!" gæti þessi dökkhærða dama verið aö hugsa. Hún fæddist 5. október, dóttir Katrínar Einarsdóttur og Gunnars Rafns Erlingssonar. Stúlkan vó 13 merkur við fæðingu og var 50 sm löng. Inga Vigdís Einarsdóttir og Hjálm- ar Jóhannsson eru foreldrar þess- arar fallegu telpu, sem fæddist 5. október. Hún var 14 merkur á þyngd og 51 sm að lengd. Þessi stúlka hefur þegar fengið nafniö Katrín. Hún fæddist 21. septembersl. og var 13 merkurog 49 sm. Foreldrarhennareru Hildur Sigurðardóttir og Steinþór Jóns- son. Þessi drengur fæddist einnig 5. október og var jafnþungur döm- unni hér við hliðina á, 14 merkur. Hann var 50 sm langur. Foreldrar hans heita Hrefna Hermannsdótt- ir og Örn Jóhannsson. „Hei, hei, hvað voruð þið eiginlega að hugsa? Að kalla mig strák... Égi ersko stelpa\" Mynd af þessari stúlku, dóttur Jónu Oddnýjar Njálsdóttur og Einars Ágústsson- ar, birtist í síðustu PRESSU og þar var litla daman sögð vera strákur. Hún fæddist 28. september, vó 17 merkur og var 53 sm löng. STELPA, ekki strákur. Fimmtudagur 12. okt. 1989 3 PRESSU á hefur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra lagt fram frumvarp sitt til fjárlaga fyrir næsta ár. Þetta eru í mörgum efnum niðurskurðarfjárlög, þar sem ber hæst pennastrikin á endurgreiðslu söluskatts í sjávarútvegi, skerðingu uppbóta á lífeyri, skerðingu hjá byggingarsjóðunum, skerðingu út- flutningsuppbóta, afnám jöfnunar- gjalds í iðnaði, skerðingu niður- greiðslna á rafmagni og skerðingu á fjárfestingum og fjárfestingafram- lögum. En skerðing á mörgum litl- um póstum vekur líka athygli. Marg- ir aðilar þurfa að bíta í það súra epli að sjá fjárveitingar minnka í krónu- tölu frá fjárlögum yfirstandandi árs, sem í raun þýðir 30—50% skerð- ingu. Meðal þessara liða í frumvarp- inu eru Búnaðarfélagið, umferð- arráð, Söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar, SÁA, Fasteignamat ríkis- ins og Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins . . . Þótt haustið sé komið er óstæðulaust að loka sig inni og kvarta um kulda. Það vita kapparnir sem sigldu út ffró Seltjarn- arnesi i síðustu viku og Einar Ólason, Ijós- myndari PRESSIINN- AR, rak augun i. Það var að visu nokkuð kalt að detta i sjóinn, — en samt, menn létu sig haffa það og nutu iþróttarinnar, veðurs- ins og lifsins almennt ... ...kjörin leið til sparnaðar er Kjörbók Landsbankans Betri, einfaldari og öruggari leið til ávöxtunar sparifjár er vand- fundin. Háir grunnvextir og vérðtryggingarákvæði tryggja góða ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24 mánuði. Samt er innstæða Kjörbókar alltaf laus. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.