Pressan


Pressan - 12.10.1989, Qupperneq 4

Pressan - 12.10.1989, Qupperneq 4
4 (ii FimmtucJggur 12. okt,..1989 litilrædi af ósonlaginu Það var núna á dögunum að ég var sendur út af örkinni að kaupa ísskáp til heimilisins. — Bara ódýran, stóran og vandaðan ísskáp, sagði konan — með rúmgóðum kæli og frysti. Þetta var nú auðvitað ekki ofverkið mitt, svo ég valhoppaði af stað útí haustblíðuna með kreditkortið í rassvasanum að kaupa ódýran, stóran og vandaðan ísskáp. Mér fannst svona einsog þetta hlyti að vera einfaldasta mál í heimi. Það verður nú að segjast einsog er að þessi för varð þó ekki bara til fagnaðar, því þegar ég var kominn í slaginn varð ég þess fljótlega áskynja að það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að fá ódýran, stóran og vandaðan ísskáp án skilyrða. Það var svo í raftækjadeild eins af stórmörk- uðum borgarinnar að ég fékk augastað á ís- skáp svona einsog ég gat ímyndað mér að hentaði mér og mínum. Þegar ég var svogottsem búinn að festa kaup á þessu glæsilega heimlistæki sagði ég svona einsog í bríaríi: — Hvað kostar hann nú þessi? — Hundraðsextíuogfjögurþúsund svaraði afgreiðslumaðurinn og deplaði ekki auga. Nú, mér einsog svelgdist á, en þegar ég loks- ins fékk málið sagði ég, afar kurteislega: — Hvurn djöfulinn á þetta að þýða, hvuss- konar eiginlega prís er þetta? Það er hægt að fá ágæta ísskápa fyrir fjórum sinnum minna verð. En afgreiðslumaðurinn hafði svar á reiðum höndum. — Þaðsem hleypirverðinu upp á þessum ís- skáp er það að hann er séreinangraður með það fyrir augum að hann eyði ekki ósonlaginu í himinhvolfinu. Og hugsunarlaust rauk ég á dyr. En viti menn. Hér hafði verið sáð í hugskot mitt litlu frjókorni sem sannarlega átti eftir að spíra og skjóta rótum, vaxa og taka hug minn allan. Og síðan hef ég verið undirlagður af nagandi ugg sem stundum nálgast skelfingu eða jafn- vel örvæntingu. Og nú hefur þessi hugsun náð á mér heljar- tökum: — Hugsa íslendingar nærri nógu mikið um ósonlagið? Gera menn sér það nægilega Ijóst að stórir starfshópar í þjóðfélaginu vinna að því leynt og Ijóst að setja gat á sjálft ósonlagið sem verndar Islendinga fyrir útfjólubláum geislum? Þetta sinnulausa fólk úðar og úðar í sífellu úr spreybrúsum útí himinhvolfið einu mólikúli í hvert skipti sem spreyjað er, já mólikúli sem eyðileggurtvö mólikúl uppí ósonlaginu og ger- ir gat á það. Pjattaðir menn í heimahúsum úða á sig svitalyktareyði og stuðla þannig að heimsendi á hverjum morgni, að ekki sé nú talað um ef þeir halda uppteknum hætti á kvöldin. Verri eru þó rakararnir með allt sitt tortím- andi sprey og verstar hárgreiðsludömurnar sem bókstaflega vinna að því dægrin löng að tortíma mannkyninu með því að stækka gatið purkunarlaust og markvisst að því er virðist. Ég fæ ekki betur séð en að íslendingar fljóti sofandi að feigðarósi hvað varðar útvíkkunina á gatinu á ósonlaginu. Menn eru fastir í dægurmálum svosem eins- og því hvort til sé fyrir salti í grautinn, hvort íbúðir fyrir aldraða þurfi að vera stærri heldur en sem svarar plássi fyrir einn bíl á bílastæði, hvort unglingar séu í stórum hópum að dópa sig í hel og lögreglan sé orðin óstarfhæf. Sífellt er verið að mjálma útaf fátækum og minni máttar, misrétti og ranglæti, veiku fólki og farlama og allskonar smávægilegu dægur- böli sem auðvitað er hreinn tittlingaskítur mið- að við útvíkkunina á gatinu á ósonlaginu, sem getur ef fer sem horfir hækkað hitastigið á ís- landi um tvær celcíusgráður á næstu milljón árum. Maður hugsar til þess með skelfingu að ferðamannastraumurinn aukist með hlýnandi loftslagi og auðvitað gæti þetta allt endað með því að við fengjum yfir okkur holskeflu af mongólum, malajum, indíánum og blámönn- um, holskeflu sem skolaði burt íslenskri tungu, menningu og þjóðararfi. Og allt vegna þess að menn eru í tíma og ótíma úðandi á sig svitalyktareyði, konur ræst- andi kokkhús og eldavélar með spreybrúsana á lofti að ógleymdum hárgreiðsludömunum sem eru mesti skaðvaldur samtímans. Þær hafa fjöregg íslendinga og alls mann- kyns í hendi sér. Þær handfjalla tortímingarvopnið — sprey- brúsana — myrkranna á milli og spreyja eyð- andi mólikúlum útí eterinn. En nú er mál að linni. Hættum að einbeita oss að dægurmálum og líðandi stundu. Hugsum til framtíðarinnar og farsældar niðja vorra næstu milljón árin. Hættum að stækka gatið á ósonlaginu. Hættum að nota svitalyktareyði. Svitnum bara minna. Komum þannig í veg fyrir heimsendi, ragna- rök. Sigrumst á dauðanum og lifum hann af. Og að þessu sögðu fer ég svo og kaupi mér ísskáp sem kostar morð fjár, einfaldlega vegna þess að hann er sérstaklega einangraður, með það fyrir augum að stækka ekki gatið á óson- laginu. •' 1 ! > - . NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAIV ÖLL ALMErín EARSEÐLASALA OG SKIPULAOninG EEHÐA PEHSÓnULEG ÞJÓnUSTA NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN HF. LAUGAVEGt 3, REYKJAVÍK | V/FJARÐARGÖTU, SEYÐISFIRÐI , - SÍMI 91-626382 TELEFAX; 91-29460 I SÍMI 87-2t111 TELEFAX: »7-21105

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.