Pressan - 12.10.1989, Síða 5

Pressan - 12.10.1989, Síða 5
5 Fimmtudagur 12. okt. 1989 Enn falla vígin FYRSTI K VENÞIN GVÖRÐUR LANDSINS Hún var ó lýðháskóla i Noregi þegar hún ákvað að verða lögreglukona. Hún sinnti þvi starfi i átta ár, ffram að ffyrsta sept- ember siðastliðnum að hún yffirgaf ffé- laga sina i lögreglunni, reyndar mest ffyrir tilstuðlan gamalreynds lögreglu- manns. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: EINAR ÓLASON Margrét Sigurbjörnsdóttir er 28 ára gamall Reykvíkingur og fyrsta konan sem gegnir starfi þing- varðar. Hún ber á móti því að hún hafi einhvern sérstakan áhuga á að sækja í störf sem karlmenn hafa næstum einokað og segir að sér hafi boðist að prófa þingvarðarstarfið í eitt ár: „Erlendur Sveinsson yfirþing- vörður var aðalvarðstjóri hjá lög- reglunni og ég hafði unnið með honum á aukavöktum. Hann bað mig að koma til starfa sem þing- vörður á Alþingi í eitt ár til reynslu. Það er stefna hans að ráða lögreglu- menn til starfa og hann langaði að prófa konu í þetta starf. Aðstoðaryf- irþingvörður var varðstjóri í lög- reglunni, annar lögregiumaður er hér þingvörður ásamt mér og von er á enn einum lögreglumanni um næstu mánaðamót." Margrét segir starf þingvarðar fel- ast í mörgum hlutum: „Við gerum allt milli himins og jarðar; mikill hluti starfsins felst í að aðstoða þing- menn, en starfið felur einnig í sér ör- yggisgæslu. Þegar þingfundir standa yfir erum við með „pósta". Ég verð fyrir framan þingsalinn; sé um þingsalinn, sameinað þing, efri og neðri deild. Hingað inn kemur fólk alla daga, er á pöllum og annars staðar, og við þurfum að gæta þess að allt fari sómasamlega fram auk þess sem við gætum þess að engir „óæskilegir" komi inn." Margrét var í lögreglunni í átta ár, fyrstu fjögur í almennri deild, síðan í boðunardeild, fangaflutningum og við sektainnheimtu, en í fyrravetur sá hún um umferðarfræðslu barna í skólum og ætlaði sér að vera í því starfi áfram í vetur: „Mér leið mjög vel í lögreglunni og ætlaði mér ekk- ert að hætta!“ segir hún. „Mér fannst hins vegar freistandi að prófa eitthvað annað þar sem mér bauðst tækifæri, en kosturinn er sá að ef mér líkar ekki get ég hætt eftir eitt ár og snúið mér aftur að fyrri störf- um.“ Hún á einn son, Sigurbjörn Inga Guðlaugsson, sem er þriggja ára og hvort hún telji að þetta starf henti betur fyrir móður en lögreglustarfið svarar hún: „Nei, að mörgu leyti ekki. Þingverðir þurfa að vinna á kvöldin þegar þingfundir eru en meðan ég var í umferðarfræðslunni var hvorki kvöld- né helgarvinna. Ég er því ekki að skipta um starf barnsins vegna, enda á hann svo góðar ömmur að það skiptir í raun litlu máli hvernig ég vinn.“ Margrét hóf störf hjá Alþingi 1. september síðastliðinn og segir að sér lítist mjög vel á byrjunina: „Hérna sé ég í rauninni fleiri konur en í fyrra starfi! Mér líkar vel við þingmennina, þeir eru almennilegir og hressir. Ég tek enga ákvörðun strax um hver framtíðin verður, það kemur í Ijós eftir árið hvernig mér líkar við Alþingi — ög ekki síður: hvernig Alþingi líkar við mig . . .“ SVÍAR Í SJOKKl! Síödegisblaö í Stokkhólmi segir Svía- konung hafa sent flugvél eftir þremur ís- lenskum borödömum Fyrir hálfum mánuði, fimmtudaginn 28. september sl., einum mánuði eftir að Svíakonungur hélt ásamt fé- lögum sínum frá íslandi eftir veiðiferð, skýrði sænska síðdegisblaðið Aftonbladet frá því að með í veiðiferð- inni hefðu verið þrjár dömur. í grein síðdegisblaðsins er látið að því liggja að samkvæmt frétt Tímans um sama málefni frá 31. ágúst sé gefið til kynna að um- ræddar stúlkur hafi verið „símavændiskonur". PÝTT OG ENDURSAGT: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR Greinin ber yfirskriftina Hvad gerdu slúlkurnar í veidiferð kon- ungsins? og byggir á frásögn og viðtali við tvo Islendinga, fram- reiðslustúlku og ferðaskrifstofu- forstjóra: „Samkvæmi Karls Gústafs bauð sérstökum borðdömum til veislu í ágústmánuði" eru upphafsorð greinarinnar, sem heldur síðan áfram á þessa leið: „Sænski kon- ungurinn er mjög almennilegur og mikið prúðmenni. Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel," segir Helga, ein af þremur borðdömum konungs. Greinarhöfundur Aftonbladet segir íslenska blaðið Tímann hafa komið með stóran uppslátt 31. ág- úst, sem hafi vakið mikla athygli á íslandi. „í greininni var gefið til kynna að stúlkurnar í samkvæmi konungsins væru símavændiskon- ur,“ segir í grein blaðsins. Ekkert sannað segir í millifyrirsögn sænska síð- degisblaðsins og síðan: „í lok ág- úst fór konungurinn með tíu veiði- félögum sínum til íslands að veiða hreindýr. Birgir Erlendsson, sem rekur ferðaskrifstofuna Islands- sérfrœðinginn, skipulagði ferð konungsins til Islands. Hann held- ur því fram að greinin í Tímanum hafi verið á misskilningi byggð: „Konurnar voru framreiðslustúlk- ur sem hjálpuðu til,“ segir Birgir í samtali við Aftonbladet. „Þetta var ekkert merkilegt." Föstudaginn 25. ágúst hélt kon- ungur ásamt félögum sínum aust- ur á land í tveimur litlum hópum. Konungurinn og veiðifélagar hans gistu á stórbýlinu Skriðuklaustri í nágrenni Egilsstaða. Um tvöleytið á laugardaginn flaug flugvél til Reykjavíkur og sótti stúlkurnar þrjár. „Það voru bara ég og tvær vinkonur mínar sem voru um borð,“ segir Helga. Hverjar eru þœr og við hvað vinna þœr? spyr blaðamaður Aftonblad- et: „Ég bara veit það ekki og man ekki hvað þær heita," er svar Helgu. Sjálf starfar Helga á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur: „Ég er á þrítugsaldri og hef áður starfað sem ljósmyndafyrirsæta." Eftir kvöldverðinn, sem var lok- ið klukkan hálftólf á laugardags- kvöldið, fluttist samkvæmið upp á næstu hæð í stórt herbergi, segir í greininni. „Við fengum okkur nokkur glös,“ segir Birgir Erlends- son. „Ég talaði ekki ýkja mikið við kónginn," segir Helga, en bætir við að sér finnist hann hafa verið „skemmtilegur og spennandi maður. Þetta var reglulega skemmtilegt kvöld og þetta voru óvenjulegir karlmenn”, segir Helga. Klukkan 12.58 daginn eftir flugu konurnar til baka til Reykjavíkur. „Ég hefði gjarnan viljað vera leng- ur, en viö urðum að fara i vinn- una,“ segir Helga. Birgir Erlendsson staðhæfir aö aðeins tvær framreiðslukonur hafi verið með í þessari ferð. Konungurinn bjó einn segir í næstu millifyrirsögn. „Það var ekkert merkilegt við þetta," segir Birgir. „Við vorum boðnir velkomnir og síðan var okkur sýnt hvar við ættum að gista.“ Á býlinu, þar sem þeir sváfu, voru tveir um hvert herbergi: „En konungurinn gisti einn í svítunni," segir Birgir Erlendsson. „Það var mjög mikið talað um þessa ferð þegar við komum heim," segir Helga sem vill gera lít- ið út greininni í Tímanum. „En lætin gengu yfir á tveimur dögum. Eftir það fengu landar mínir ann- að til að tala um.“ PRESSAN náði tali af umræddri Helgu, sem staðfesti að ofangreint viðtal hefði verið haft við sig af blaðamanni Aftonbladet. Hún sagði að flest af því sem eftir henni væri haft í blaðinu væri rangt en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um fréttina: „Ég er búin að fá nóg af umtalinu. Hér er verið að gera úlf- alda úr mýflugu og reyna að láta hlutina líta illa út.“ — Varstu þarna fyrir austan á vegum veitingastaðarins sem þú vinnur á? „Það kemur engum við á hvers vegum ég var," svaraði Helga. Birgir Erlendsson mun starf- rækja áðurnefnda ferðaskrifstofu í Stokkhólmi og veiðiferð konungs var eitt af fyrstu stórverkefnum hans.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.