Pressan - 12.10.1989, Síða 6
6
Fimmtudagur 12. okt. 1989
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Blað hf.
Hákon Hákonarson
Jónína Leósdóttir
Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími:
68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot:
Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið.
ÓSVÍFNI ÓLAFS RAGNARS
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra boðaði fréttámenn nokkurra
fjölmiðla á leynilegan kynningarfund um fjárlagafrumvarpið sl. mánudags-
kvöld. Hér var ekki um eiginlegan blaðamannafund að ræða heldur svokall-
aðan „off record-fund eins og slíkt er stundum kallað. Þar er tekið loforð
af viðstöddum að þeir greini í engu frá því sem fram kemur á fundinum. í
gær var svo hinn opinberi fréttamannafundur um fjárlagafrumvarpið hald-
inn og eftir þann fund var fréttamönnum fyrst frjálst að greina frá efni fjár-
lagafrumvarpsins.
Trúnaðarfundir á borð við kynningarfund fjármálaráðherra hafa nokkuð
tíðkast í öðrum löndum en verið harkalega gagnrýndir. Trúlega telur Ólafur
Ragnar að hann sé með þessu að innleiða nútímaleg samskipti við blaða-
menn. Það er hróplegur misskilningur. Víða um lönd gengur umræða frétta-
manna mest á þann veg að draga úr möguleikum stjórnmálamanna og emb-
ættismanna til að mata fjölmiðla með upplýsingum undir nafnleynd. Það er
viðurkennt að fjölmiðlar verða oft að vernda heimildarmenn sína en það
er fjölmiðlanna sjálfra að ákveða hvort slíkt er nauðsynlegt. Á mikilli ráð-
stefnu sem haldin var með mörgum helstu ritstjórum og fréttamönnum í
Bandaríkjunum fyrir fáum árum var mikið rætt um trúnaðarfundi stjórn-
valda með fréttamönnum. Enginn mælti slíkum fundum bót og upplýst var
að nokkrir stærstu fjölmiðlarnir sinntu þeim ekki. Það þjónar í engu hag al-
mennings að fréttamenn sitji á trúnaðarfundum með ráðherra. Það er held-
ur ekki hlutverk ráðherra að matreiða skýringar ofan í fréttamenn.
En Ólafur Ragnar gengur enn lengra. Skv. fréttum DV í gær er ráðherra
farinn að velja úr þá fjölmiðla sem honum eru þóknanlegir til að sitja slíka
leynifundi. Til að bæta svo gráu ofan á svart blaðrar hann um það opinber-
lega hvaða fjölmiðlum hann telur treystandi og hverjum ekki. Þetta er ein-
stæð ósvífni manns í ábyrgðarstöðu sem getur aðeins gengið út á að skaða
traust einstakra fjölmiðla meðal almennings. Ólafur Ragnar er í opinberri
ábyrgðarstöðu og er skylt að veita opinberlega upplýsingar án tillits til þess
hvað sá fjölmiðill heitir sem leitar eftir þeim. Fordómar Ólafs Ragnars sem
lýsa sér í athöfnum hans og orðum undanfarið eru til þess fallnir að draga
fréttaumfjöllun áratugi aftur í tímann. Mætti ráðherra minnast þess að upp-
lýsingahlutverk fjölmiðlanna er ekki síður mikilvægt í þroskuðu lýðræði en
embættisverk hans sjálfs úr ráðherrastólnum og fjölmiðlum á ekki að
stjórna úr fjármálaráðuneytinu.
þankabrot
Harkan í fyrirrúmi
Hérna áður fyrr glumdu oft í eyr-
um manns þær fullyrðingar að ,,ís-
lendingar væru eins og ein stór fjöl-
skylda”. Við vorum sögð svo sam-
heldin að það hálfa væri nóg; eng-
inn mátti vita af neinum sem minna
mætti sín, þá væri helmingur þjóð-
arinnar risinn upp til hjálpar. Nú er
öldin önnur. Við þurfum ekki annað
en horfa á stjórnmálamennina, þar
sem hver snýr bakinu í annan um
leið og færi gefst til að sjá hvað það
er sem gildir hér; þeim ruddaieg-
ustu gengur best að komast áfram
og „rýtingsstungurnar" sem fólk
sjokkeraðist yfir fyrir nokkrum ár-
um eru orðnar daglegt brauð.
— ooo —
En það eru fleiri en pólítíkusar
sem beita hörku. Það var til dæmis
hérna í fyrravetur að 87 ára gömul
kona skrapp niður í Kjörgarð að
kaupa jólagjöf. Hún tók strætisvagn
niður Laugaveginn og ætlaði síðan
með vagninum frá Hverfisgötu upp
á Rauðarárstíg til baka. Þegar hún
kom upp í vagninn á heimleið rétti
hún bílstjóranum — sem var kona —
skiptimiðann sinn. Hann hafði
runnið út um það bil tveimur mínút-
um áður. Það skipti engum togum,
strætisvagnsstjórinn skipaði gömlu
konunni annaðhvort að fara út úr
vagninum eða borga fargjaldið.
„Skiptimiðinn gildir ekki lengur.”
Gamla konan var ekki með buddu
fulla af smáaurum, eins og yngra
fólk gengur gjarnan með, aðeins
1000 króna seðil. En gat strætis-
vagnsstjórinn gefið til baka? O, nei,
ekki aldeilis. Meðan gamla konan
leitaði eftir aurunum sínum hafði
vagninn haldið ferð sinni áfram upp
á næstu stöð á Hverfisgötunni. Þeg-
ar ljóst var að gamla konan hafði
ekki þessa aura sem ellilífeyrisþeg-
um er gert að greiða í strætó opnaði
vagnstjórinn hurðina og vísaði
henni á dyr. Fullorðin frú, farþegi
með vagninum, tók upp smápen-
inga og greiddi fargjaldið.
— ooo —
Þetta er í sjálfu sér engin stórfrétt
og hefði aldrei lent á forsíðu né ver-
ið tekin fyrir í útvarpsfréttum. Það
að kona í vondu skapi sem keyrir
strætó hendi gamalli konu út úr
vagninum þykir ekkert tiltökumál.
Þegar menn borga ekki skuldir sín-
ar á gjalddaga er farið í hart, það er
varla til hugtakið ,,að semja” lengur.
Þegar heiðvirður maður — sem
skipt hefur við sama bankann árum
saman — er ekki búinn að borga
Visa-reikninginn sinn að morgni
sjötta, þegar gjalddaginn var fjórða,
þá hefur útibússtjórinn ekkert ann-
að að gera en hringja í viðkomandi
og skamma hann. Þetta viðhorf „ég
geri eins og mér hentar" sést víðar,
til dæmis þegar sótt er um atvinnu.
Alls konar stjórum berast alls konar
bréf á ári hverju, en fæstir kunna þá
almennu kurteisisreglu að svara.
Þannig hefur skrifstofustjóri við
eina æðstu stofnun landsins til
dæmis engu sinnt umsókn um at-
vinnu sem ég veit að honum var af-
hin pressan
„Ágreiningur hér innanhúss er
bara hluti af okkar lýðræði."
— Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri i Morgunblaðinu.
„Fréttastofan lýtur stjórn fréttastjóra
og yfirstjórn Stöðvar 2 hefur ekkert
með fréttastefnuna að gera."
— Páll Magnússon fréttastjóri í Morgun-
blaðinu.
„Það fæst enginn til að vera þarna."
— Guðjón Magnússon aöstoöarlandlæknir
um læknisskort á Þingeyri í DV.
„Hvað meinar Morgunblaðið?"
Lesendabréf í DV.
„íslendingar hafa, að því er virðist,
mjög takmarkaðan áhuga á „skít-
verkum" ýmiskonar."
— Frétt í Tímanum
„Normaljóninn ræki í hvern roga-
stansinn eftir annan, upp á hvern
dag, væri ekki endaleysan og
dellusíbyljan búin svo að sverfa
til í honum skilningarvitin og sál-
ina að hann er löngu orðinn dof-
ineyröur fyrir henni sem og öðru
— Eyvindur Erlendsson í Þjóðviljanum
„53,7% íslendinga lesa bækur liggj-
andi..."
— Frétt í Morgunblaðinu
hent persónulega fyrir rúmu ári.
Harkan og ókurteisin í fyrirrúmi,
það er hið nýja mottó íslensku þjóð-
arinnar.
Skyldi hún hafa þetta nýja mottó
að leiðarljósi móðirin sem gekk
vestur Ránargötuna nýlega með tvö
börn sín? Sú ágæta móðir í fínni
dragt öskraði svo á eldra barnið, á
að giska fjögurra ára stelpu, að íbú-
ar við götuna ruku út í glugga til að
vita hvað gengi á. Sú fjögurra ára
átti að ganga við hliðina á barna-
vagninum, ekki á undan honum.
Og ef maður hlýðir ekki, hvort sem
maður er fjögurra ára eða fjörutíu
og fjögurra, þá er öskrað á mann.
íslenskan þjóðin þarf á mörgu
öðru að halda en því að menn týni
niður þeirri litlu hlýju sem þó býr
innra með flestum. Kjaftforir stjórn-
málamenn, geðillar kerlingar sem
keyra strætó eða óánægður útibús-
stjóri eru engin fyrirmynd. Þeir sem
eru óánægðir með sjálfa sig breiða
óánægju um allt. Látum þá ekki
komast upp með það!
„Ég hef leitaö mér aö
vinnu, en þaö viröist
enginn vilja ráöa
menn, sem orönir eru
fimmtugir. “
— Hrafn Bachmann í DV.
„Það er með Davíð eins og gæðing,
sem eigandinn lofar og prísar fyrir
kosti og lætur aðeins keppa á hér-
aðsmótum, en hleypir honum ekki í
stóru keppnina á landsmótinu."
— Guömundur Einarsson í Alþýðublaðinu.
„Paö sem ísland hef-
ur fram yfir stórþjóöir
er aö hér vantar lýö-
inn . . .“
— Gunnar Eyþórsson í DV.
„í suðurlöndum er það sem sé út-
breidd venja, þegar karlmaður kemst
í návígi við konu, að hann hafi í
frammi við hana alls kyns graðhesta-
tilburði, þó svo að gervallar aöstæð-
ur séu á þá leið að slíkt sé fullkom-
lega úr takt og með öllu tilgangs-
laust."
— E.M.J. I Þjóðviljanum
„Pepsi kærir kók og kók kærir
pepsí."
— Fyrirsögn í DV.