Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. okt. 1989
9
• Þrjár kœrur birtar í dag. Sakborningar eiga yfir höfdi sér allt ad 10 ára fangelsi.
• Lögreglan telur ad bílaleiga hafi verid stofnud til að nota afraksturinn í kókaín-
kaup.
• Margir mánuðir liðu áður en fíkniefnalögreglan fékk spurnir af smyglinu.
• Fundu 350 grömm í bankahólfi.
L% Unnusta sakbornings sett í einangrun. Var hún sett inn til að þrýsta á að hann
játaði? „Kannski, “ svarar lögreglufulltrúi.
Á Geirsnefi við Elliðaár viðra hundeigendur gjarnan gæludýrin. Þarfannst hluti
kókaínsins.
Einangrunarvist í Síðumúlafangelsi
var beitt til hins ýtrasta við rannsókn
málsins. En hvers virði eru jótning-
arnar? Myndin er sviðsett.
fundust áhöld sem notuð eru við
neyslu kókaíns og eitthvað lítið af
efninu sjálfu.
Næsta mánuðinn var Gunnar í
stöðugum yfirheyrslum, en þess á
milli hafður í einangrun í Síðumúla-
fangelsinu. Fíkniefnalögreglan fékk
margar ólíkar frásagnir af því hvern-
ig Gunnar komst yfir kókaínið. í
fyrstu sagðist hann einungis hafa
keypt lítið magn af efninu og sendi
lögregluna á staðinn sem hann
geymdi það. Lögreglan kom tóm-
hent tilbaka.
Þegar á leið jókst magnið sem
Gunnar játaði að hafa smyglað til
landsins. Gunnar gerði svo betur
grein fyrir geymslu efnisins og eftir
hans forsögn fundu lögreglumenn
um 350 grömm af kókaíni í banka-
hóifi í Breiðholtsútibúi Landsbank-
ans. Hann sagði í yfirheyrslu að sam-
tals einu kílói af kókaíni hefði verið
smyglað frá Bandaríkjunum. Sjálfur
hefði hann farið til Bandaríkj-
anna og keypt efnið. Eitrið hefði
verið falið í varadekki bifreiðar sem
hann keypti og flutti inn fyrir kunn-
ingja sinn, Karl (nafni breytt af
ritstj.).
Lögrggjan sannfearist
um sek* Alberts
Þó að nafn Karls hafi borið á
góma þegar í fyrstu yfirheyrslu yfir
Gunnari var Karl ekki yfirheyrður
fyrr en tveim vikum síðar. I stað
þess að rannsaka strax hlutdeild
Karls einbeitti lögreglan sér að
tengslum Gunnars við Albert.
Ein útgáfa af framburði Gunnars
var að hann og Albert hefðu staðið
fyrir smyglinu og væri Albert frum-
kvöðullinn.
Lögreglan fékk Gunnar til að játa
að bílaleiga þeirra félaga hefði verið
stofnuð vorið 1988 og rekin með
það fyrir augum að fjármagna fíkni-
efnakaup.
Þegar kókaínið fannst í banka-
hólfinu sannfærðist fíkniefnalög-
reglan um sekt Aiberts. Hann var
handtekinn í annarri viku maímán-
aðar.
Frá fyrstu stundu neitaði Albert
allri þátttöku í smyglinu. Hann sat í
einangrun í Síðumúlafangelsi frá 12.
maí tii 31. júlí, eða í 80 daga. Síðasta
mánuðinn í einangrun var Albert
aðeins yfirheyrður einu sinni, sem
bendir til að gæsluvarðhaldinu hafi
verið beitt til að þvinga fram játn-
ingu fremur en það hafi verið
nauðsynlegt rannsóknarinnar
vegna.
Reynir Kjartansson lögreglufull-
trúi andmælir því að gæsluvarðhald
hafi verið notað fram úr hófi. „Það
er stefna okkar að halda mönnum
ekki lengur en nauðsyn krefur,"
segir hann. Nauðsyn er teygjanlegt
hugtak í þessu samhengi og litlar
skorður eru reistar í lögum við mis-
beitingu gæsluvarðhalds.
Fíkniefnalögreglan vildi fram-
lengja einangrunarvist Alberts þeg-
ar hún rann út 31. júlí og fór fram á
að hann yrði hafður í einangrun til
30. september. Dómara sem ætlað
var að samþykkja kröfuna var hins-
vegar nóg boðið og hafnaði kröfu
lögreglu. Ásgeir Friðjónsson saka-
dómari segir gæsluvarðhald Alberts
vera það lengsta sem hann muni eft-
ir frá síðustu árum. Ásgeir breytti
einangruninni í einfalt varðhald. Al-
bert var fluttur í fangelsið á Skóla-
vörðustíg 9, þar sem hann getur um-
gengist aðra fanga og fær heimsókn
einu sinni í viku. Albert verður
geymdur á Skólavörðustíg þangað
til dómur fellur.
Löflfglan tekur
unnustuna wm gi»l
Fíkniefnalögreglan er óvön því að
einstakiingar, sakaðir um fíkniefna-
misferli, standi fastir á sakleysi
sínu. Nokkurra vikna einangrunar-
vist brýtur mótþróa flestra á bak aft-
ur og sakborningar játa til að losna
úr prísundinni. Sannleiksgildi slíkra
játninga er oft takmarkað.
„Það er sjaldgæft að menn neiti,
en þekkist þó," segir Reynir Kjart-
ansson lögreglufulltrúi.
Albert er eitt af þessum sjaldgæfu
filfellum. Þess vegna þurfti hann
sérstaka meðferð.
I byrjun júní var unnusta Alberts
tekin höndum og sett í einangrunar-
vist í Síðumúla. Lögreglan hafði litla
ásíæðu til að ætla að unnustan
tengdist smyglinu. Engu að síður
taldi fíkniefnalögreglan nauðsyn á
að unnustan yrði svipt frelsi. Saka-
dómari féllst á mat lögreglunnar.
Stúlkan sat inni í fimm vikur og
allan tímann í einangrun. Ungu
barni hennar og Alberts var komið
til vandamanna.
Spurningunni um það hvort unn-
ustu Alberts hafi verið haldið í ein-
angrun í fimm vikur til að þrýsta á
að Albert játaði svarar Reynir Kjart-
ansson lögreglufulltrúi með þessu
orði: „Kannski.”
Þrátt fyrir ýtrustu þvinganir gaf
Albert sig ekki og heldur til streitu
sakleysi sínu.
Vitni deyr i meðferd
Húsleit á heimili Aiberts var árang-
urslaus. Rannsókn á fjárreiðum
hans skilaði sömuleiðis litlum ár-
angri. Það eina sem lögreglan hafði
í höndunum var framburður Gunn-
ars og óljós vitnisburður tveggja til
þriggja annarra manna, sem tengd-
ust málinu í gegnum sölu á kókaín-
inu. Söluaðilum bar ekki saman um
hver hefði látið þá fá kókaínið.
Einn þessara aðila, Lárus (nafni
breytt af ritstj.), kvaðst hafa tekið að
sér sölu á litlum hluta efnisins. Lárus
var fíkniefnaneytandi og lést af
völdum neyslunnar rétt eftir að
hann var tekinn inn á meðferðar-
stofnun.
Þegar hér var komið sögu þótti
lögreglunni sýnt að rannsóknin
væri komin í blindgötu. Fyrir utan
þau 350 grömm sem lögreglan fann
í bankahólfinu fundust um 100
grömm á Geirsnefi við Elliðaárnar,
eftir vísbendingu frá sölumanni. Af-
gangurinn hefur ekki komið í leit-
irnar og vantar þá rúmlega helm-
inginn af því magni sem lögreglan
telur að hafi verið smyglað hingað.
Kókaínið var flutt til fslands falið í
varadekki bifreiðar sem Gunnar
sagðist hafa keypt fyrir Karl. Karl
var fyrst tekinn til yfirheyrslu rúmri
viku eftir að Gunnar sagði frá inn-
flutningnum. Karl neitaði allri aðild,
en staðfesti að hafa beðið Gunnar
að kaupa og flytja bíl til íslands frá
Bandaríkjunum haustið 1988. Eftir
þessa yfirheyrslu var Karli sleppt.
Þrem vikum síðar losnaði Gunnar
úr fangelsinu. Karl og Gunnar voru
frjálsir ferða sinna, en Albert lokað-
ur inni.
Karl teklnn qftur
Þegar hvorki gekk né rak með Al-
bert beindi lögreglan sjónum sínum
aftur að þátttöku Karls. Hann var
handtekinn síðari hluta júní og úr-
skurðaður í einangrun.
Nú bar svo við að Karl játaði á sig
hlutdeild í málinu. Hann mun hafa
játað hvorttveggja að hafa lagt til
peninga fyrir fíkniefnakaupum og
bifreiðinni sem smyglið var falið í.
Karl bar að Albert hefði verið að-
alhvatamaður að framtakinu og tók
þar með undir orð Gunnars um
frumkvæði Alberts.
Sá framburður Gunnars sem iög-
reglan tók góðan og gildan gengur
út á það að Albert hafi verið upp-
hafsmaðurinn að smyglinu og
skipulagt það. Gunnar segist ekki
hafa vitað um þátt Karls.
Karl segir svipaða sögu og mun
hafa sagt lögreglu að sér hafi verið
ókunnugt um hlutdeild Gunnars.
Á meðan Albert neitar standa orð
hans á móti hinna tveggja, sem bera
hvor um sig að Albert sé höfuðpaur-
inn. Gunnar og Karl hafa augljósra
hagsmuna að gæta þar sem afbrot
þeirra verður óverulegra ef sakir
sannast á Albert.
Akssruvaldið gHm-nt
i fikniefnqmálum
Fíkniefnalögreglan skilaði af sér
rannsókninni þann 12. september
og saksóknari hóf undirbúning
málshöfðunar sem leiddi til ákæru í
gær.
Hvorttveggja lögregla og ákæru-
vald taka fast á fíkniefnamálum.
Dæmi um það er hve gæsluvarð-
haldi er beitt miskunnarlaust. í lög-
um um meðferð opinberra mála er
sú smuga gefin að manni sem sak-
aður er um brot er varðar tveggja
ára fangelsi eða lengri refsingu má
halda í gæsluvarðhaldi allt þar til
dómur fellur. Vanalega er þessi
möguleiki ekki notaður nema þegar
ofbeldismenn eiga í hlut, menn sem
taldir eru hættulegir umhverfi sínu.
Upp á síðkastið hefur það færst í
vöxt að sakborningar í fíkniefna-
málum fái sömu meðferð og ofbeld-
ismenn og nauðgarar hvað gæslu-
varðhald áhrærir. Einkum gildir það
þegar „hvítu" fíkniefnin (m.a. kóka-
ín og amfetamín) eru tilefnið. Það er
litið mildari augum á kannabisefni
eins og hass og maríjúana.
Dómstólar eru að sama skapi
harðir í horn að taka í fikniefnamál-
um. Almennu hegningarlögin leyfa
allt að 10 ára fangelsisdóm fyrir inn-
flutning og viðskipti. með fíkniefni.
í sumar féll dómur í Hæstarétti í
máli manns sem borinn var þeim
sökum að hafa flutt inn rúm 50
grömm af kókaíni. Maðurinn var
dæmdur í tveggja ára fangelsi.
Egill R. Stephensen saksóknari
fer með málið fyrir hönd ríkissak-
sóknara. Hann segir að þótt aðeins
þrír séu ákærðir núna muni emb-
ættið innan tíðar leggja fram ákæru
á hendur öðrum aðilum sem tengjast
málinu.
Stærstur hluti kókaínsins sem fannst var geymdur í bankahólfi í BreiAholtsúti-
búi Landsbankans.