Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudaaur 12. okt. 1989 Akureyri Alvarleg óvissa h;ó Slippstöðinni hf. 230 manns vinna hjá Slippstööinni, sem hefur enn ekkert stórverkefni fyrir veturinn. Sitja uppi með óselt skip, 180 milljóna áhvílandi lán pg tug- milljóna fjármagnskostnad á árinu. Stada Slippstödvarinnar hf. á Akureyri er í mikilli óvissu um þessar mundir. Ekkert stórverkefni, nýsmídi eða endurbyggingarsamningur, liggur fyrir í vetur. Slipp- stöðin, sem er eitt af stærstu atvinnufyrirtækjum lands- ins og veitir 230 manns atvinnu, er ad verda verkefna- iaus og gæti þurft að draga saman seglin ef ekki rætist úr á næstunni. Það yrði stórt áfall fyrir atvinnulífið nyrðra. Að sögn Sigurðar G. Ringsted, forstjóra Slippstöðvar- innar, er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið hefur ekkert stórt verkefni í höndunum í byrjun vetrar. „Þó gæti ræst úr þessu þar sem ónefndur kaupandi hefur skrifað undir samning um nýtt skip og er sá samningur til meðferðar hjá lánastofnunum. Fái hann jákvæða umfjöllun erum við búnir að bjarga okkur næstu fjóra mánuðina," segir hann. EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON Stórverkefni Slippstöðvarinnar á síðasta vetri var svokallað nýsmíða- verkefni nr. 70. Lítill skuttogari, sem stjórnvöld veittu Slippstöðinni heimild til erlendrar lántöku út á. í dag hvíla um 180 milljónir á skipinu og fjármagnskostnaður vegna þess reynist fyrirtækinu ákaflega þungur og nemur tugum milljóna á þesssu ári, segir Sigurður. Skipið, sem er nánast tilbúið, fleytti fyrirtækinu yf- ir síðasta vetur. ,,Án þess hefðum við þurft að segja upp starfsfólki. Ef okkur tekst að selja nýja skipið höf- um við verkefni fram yfir áramót og fram til þess tíma ættum við ekki að þurfa að grípa til uppsagna. Það eru góðar vonir til að það takist." Slippfélagið gerði tilboð í smíði Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs og að sögn Sigurðar gæti það orðið stórverkefni á næsta vetri ef því verður tekið. „Það hefur orðið verulega óhag- stæð þróun í gengismálum það sem af er árinu. Það gengur ekki til lengdar að standa í smíði skipa og sitja með það í langan tíma vegna þess að það selst ekki og ekki liggja fyrir fastir samningar. A sama tíma hækka lánin og kostnaður vex.“ Hljööaklettar. Þama skammt frá liggur vegurinn í Vesturdal þar sem ferða- mennirnir sturtuðu úr klósetti þjónustubílsins á veginn. skuggahliðar þióðlífsins ÁFENGIÁ SÉRKJÖRUM „Sá sem þetta skrifar var deildarstjóri vid tollgœsluna á Keflavíkurflugvelli um áratuga skeið. Þar varð maður oft vitni að hvers konar misnotkun embœttis- manna á tollfrjálsu áfengi úr fríhöfninni.” þjóðar sinnar á erlendum vettvangi. Margur mætti nú biðjast afsökun- ar á framferði sínu í þessum efnum eða hreinlega skammast sín. Það var því kaldhæðnislegt við þessar aðstæður, að greinarhöfundur (þá deildarstjóri) fékk áminningarbréf fyrir að reyna að stöðva ólögmætan innflutning á áfengu öli til landsins með farþegum. Allir voru þó sam- mála um að þessi innflutningur væri ólögmætur, enda skýr ákvæði í áfengislögunum um, að óheimilt væri að flytja til landsins áfengt öl með yfir 2'A% vínanda. Áminning- arbréfið var þó dregið til baka nokkrum dögum síðar, enda þá sýnt að til átaka drægi. Ærumeiðandi fróttaflutningur Af fréttum og fréttaskýringum Stöðvar 2 hafa hlustendur getað dregið þá ályktun að þeir Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra og Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra séu þeir einu, sem hafa notfært sér heimildir sérkjara- reglna um áfengi með vafcisömum hætti. Ýmsir hafa þó verið stórtæk- ari í þessum efnum og má þar m.a. tilnefna þrjá af fyrrverandi ráðherr- um Sjálfstæðisflokksins og fyrrver- andi forseta Sameinaðs alþingis. En fréttamenn Stöðvar 2 ákváðu, að því er virðist að undirlagi frjáls- hyggjupostula íhaldsins, að svipta þá Jón Baldvin og Steingrím öllu trausti með ærumeiðandi frétta- flutningi vikum saman með órök- Mönnum verður þessa dagana tiðrœtt um siðgœði ráðherra og embœttismanna vegna notkunar áfengis á sérkjörum. Þœr reglur sem um þetta áfengi hafa gilt hafa verið túlkaðar afar f r jálslega, enda lög og reglur éljés eg villandi eg menn þvi stuðst við ven jur eg hefðir með éskil- greindu frjálsrœði. Ættu að skammast sín Aðferðir sumra ráðuneytismanna til að verða sér úti um tollfrjálst áfengi með þessum hætti voru ekk- ert annað en gróf misnotkun. Jafn- vel ferðir til að kveðja ástvini, sem voru að fara úr landi, þóttu nægjan- legt tilefni til að fá tollfrjáist áfengi úr fríhöfninni. Sumir þessara manna voru illa farnir af áfengissýki og voru því tæpast eða alls ekki meðvitaðir um gjörðir sínar undir áhrifum áfengis. Þeir fengu þó sum- ir stöðuhækkun og eru fulltrúar Sá sem þetta skrifar var deildar- stjóri við tollgæsluna á Keflavíkur- flugvelli um áratuga skeið. Þar varð maður oft vitni að hvers konar mis- notkun embættismanna á tollfrjálsu áfengi úr fríhöfninni. Þetta gekk þannig fyrir sig að fyrirmæli, oftast munnleg, bárust frá lögreglustjóra eða varnarmáladeild um að heimilt væri að flytja tollfrjálst áfengi og tóbak út úr aðalbiðsal (transit) til gestamóttökuherbergja á efri hæð flugstöðvar. Tilefnið var sjaldnast tilgreint, né hverjir væru þátttak- endur i brennivínsþambinu. studdum dylgjum. Gögn voru látin leka út frá óviðkomandi stofnunum með vafasömum eða jafnvel ólög- mætum hætti til að ná markmiðum fram. Þessi siðlausa fréttamennska náði tilgangi sínum; 83% aðspurðra í skoðanakönnun töldu Jón Baldvin siðlausasta stjórnmálamanninn og Steingrímur, sem árum saman hafði samkvæmt könnunum verið kosinn vinsælasti stjórnmálamaðurinn, skipaði nú annað sæti hins siðlausa stjórnmálamanns. Skoðanakönnun- in er því besti mælikvarðinn og staðfestir reyndar ætlunarverk fréttamannanna á Stöð 2 með lið- styrk íhaldsins. Það ætti að vera al- varlegt umhugsunarefni fyrir for- svarsmenn stöðvarinnar hvernig tekist hefur til í þessum efnum, auð- velt er að beita afgerandi mótað- gerðum við slíkum fréttaflutningi með því að greiða ekki afnotagjöld fyrir lykilnotkun í nokkra mánuði. Hvað er til úrlausnar? Misnotkun meðferðar áfengis á sérkjörum er, eins og áður hefur verið lýst, afgerandi, og veldur þar miklu hið háa áfengisverð, en það réttlætir á engan hátt misnotkun að- ila í þessum efnum. Stjórnvöld hefðu fyrir löngu átt að taka á þess- um málum af festu og skynsemi og leiða þau til lykta með lögskipuðum hætti á alþingi. Stjórnvöld eiga ella undir högg að sækja, ef ekki verður ráðin bót á þessu, og óvandaður fréttaflutningur getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir stjórnmála- og embættismenn eins og dæmin sanna. Þá verður almenningur að hafa þann þroska til að bera að kunna að greina á milli pólitískra áróðurs- bragða og óvandaðrar frétta- mennsku annars vegar og þess hvað telst siðlaust eða ólögmætur verkn- aður hins vegar. Kristján Pétursson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.