Pressan - 12.10.1989, Blaðsíða 14
14
Rafn Geirdal,
skólastjóri fyrsta nuddskólans á Islandi
FOLK ER
AÐ HAFNA
LÍFSGÆÐA-
KAPPHLAUPINU
Þetta er maðurinn sem þú munt aldrei
hitta á balli. Sénsinn á að hitta hann i
Heiðmörk er lítill en farirðu i vinnuna til
hans geturðu békað að hann er þar. Rafn
Geirdal hefur opnað fyrsta Nuddskólann
á íslandi og það er ærinn starfi að vera
skólastjéri og kennari tæplega 50
manns.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: EINAR ÓLASON
Það er föstudagsmorgunn, um-
ferð mikil í borginni og ég komin í
hina dæmigerðu tímapressu. Þori
ekki annað en anda djúpt að mér
áður en ég hringi bjöllunni hjá þess-
um manni sem mér hefur verið sagt
að sé dæmi um mann sem þekki
ekki streitu. Það virðist ekki alveg
rétt, í það minnsta viðurkennir
hann að hann verði stundum stress-
aður: ,,Ég verð stressaður þegar ég
er á spani í bænum og lendi í tíma-
pressu við að ná hlutunum saman,”
segir hann. Kann hins vegar ráð til
að losa spennuna þegar heim kem-
ur; ráð sem hann segir alla geta nýtt
sér og felist í jóga, öndunaræfingum
og hugleiðslu.
Hefði orðið
góður læknir
Hann ætlaði sér að verða líffræð-
ingur eða læknir. Hafði unnið frá eli-
efu ára aldri við að aðstoða föður
sinn, sem er rafverktaki, en segir að
þótt sér hafi þótt gaman að starfinu
hafi rafiðn ekki heiliað sig: „Þetta
var ágætis aukavinna,” segir hann.
„Ég hjálpaði pabba á sumrin, um jól
og páska frá því ég var ellefu ára
fram að sextán ára aldri. Ég var
nokkurs konar „handlangari” raf-
verktakans, ef slíkt stöðuheiti væri
til.“
Rafn var við nám á náttúrubraut
Menntaskólans við Hamrahlíð,
næstum ákveðinn í að fara í læknis-
fræði eða líffræði, þegar hann rak
augun í grein í tímariti Máls og
menningar. Sú grein breytti ákvörð-
un hans á augabragði: „Þetta var
f'rein rituð af prófessor við Háskóla
slands, þar sem hann fjallaði um að
í rauninni væri raunhyggjan, sem
efnisvisindin byggja svo mikið á,
engar staðreyndir þar sem hún
byggði ekki á nægilega sterkum að-
ferðafræðilegum grunni. Hann hélt
því fram að margt í mannvísindum
væri alveg jafnsterkt. Eftir lestur
þessarar greinar ákvað ég að læra
það sem ég vildi iæra og mér þætti
vert að athuga; manninn sjálfan, fé-
lagslíf hans og menningu.” En held-
urðu að þú hefðir ekki orðið góð-
ur læknir? „Jú — eflaust!" segir
hann og hiær.
Eftir þriggja ára nám í þjóðfélags-
fræði við Hl hélt Rafn til Boulder í
Colorado-fylki í Bandaríkjunum,
þar sem hann fór í fimmtán mánaða
nám við nuddskóla: „Það var alveg
stórkostlegt nám,” segir hann þegar
hann lítur til baka. „Það byggði á
heiidræna heilsulíkaninu sem geng-
ur út á að samræma líkamlega, vits-
munalega og andlega þætti heils-
unnar, þannig að einstaklingurinn
upplifi sig sem eina heild. Sálin hef-
ur yfirleitt lent í „ruslakistunni” og
verið út undan hjá heilbrigðisstétt-
um, því það er svo erfitt að höndla
hana. Það er núna fyrst, með heild-
ræna heilsulíkaninu, sem farið er
að gera ráð fyrir að sálin sé til og að
við höfum andlegar þarfir sem eru
jafnmikilvægar og þær líkamlegu."
Ef manni líkar illa
við sjólfan sig . . .
Rafn segir að rætt sé um „sjö stig”
andiegra þarfa, sú fyrsta er þörfin
fyrir að upplifa öryggi: „Þegar fólki
líður vel og er öruggt gengur allt
betur. Sú tilfinning að það sé enginn
að ofsækja mann verður til þess að
fólk gengur að verkefnum sínum
með jákvæðu hugarfari. Önnur
þörfin er þörfin fyrir vellíðan, en til
að þjálfa þessa vellíðan þarf að efla
sjálfstraust og koma í veg fyrir
kvíða, minnimáttarkennd og ótta;
þróa vissan viljastyrk. Viljastyrkur-
inn er innri tilfinning, en hann getur
gefið góða endurspeglun í ytra lífi.
Þriðja þörfin er fyrir sjálfstraust.
Eftir að einstaklingurinn hefur
sinnt þremur fyrstu grunnþörfunum
fer hann að hafa tilfinningu fyrir
öðrum. Þá fyrst er hægt að fara að
tala um vináttu og hlýleika í garð
annarra, sem spannar alveg frá góð-
um samskiptum manna á milli dag-
lega til góðra samskipta við aðrar
þjóðir. Það er ekki grundvöllur fyrir
friði í heiminum ef stríð ríkir innra
með fólki. Ef manni líkar illa við
sjálfan sig líkar manni iila við ná-
ungann. Maður þolir ekki Banda-
ríkjamenn, Svíar eru leiðinlegir og
Japanir eru rottur. Þannig breiðir
óánægjan úr sér, allt frá nánum
samskiptum til alþjóðlegra."
Fríður á jörðu:
Hugsjón í hóloftum?
Fjórðu grunnþörfina sem þarf að
hreinsa segir Rafn vera þá að
„hugsa með hjartanu": „Við verð-
um að læra þá list að gefa og þiggja
í mannlegum samskiptum og sýna
almennan hlýleika. Þetta er grunn-
urinn að góðum samskiptum innan
fjölskyldu; grunnurinn að samvinnu
í daglegu starfi; grunnurinn að vin-
samlegum samskiptum á alþjóða-
vettvangi og því sem við getum kall-
að „friður á jörðu”. Friður á jörðu er
algjörlega ómögulegur ef hinar
grunnþarfirnar hafa ekki verið
hreinsaðar og ræktaðar. Þangað til
er þetta hugsjón í háloftunum og
hljómar eins og algjört „húmbúkk”.
Þegar ég spyr hann hvort hann
haldi ekki að langt sé í land með að
allir sinni þessum andlegu þörf-
um, þannig að friður ríki innra með
öllu fólki, svarar hann að bragði:
„Jú, en ísland getur orðið fordæmi.
Við erum — þrátt fyrir allt — frið-
söm þjóð. Hér eru friðsamleg sam-
skipti og nokkuð góður einhugur. ís-
land er líklega eina menningarþjóð
heimsins sem ekki hefur eigin her,
enda er talað um fsland sem kjörinn
stað fyrir alþjóðlegar ráðstefnur um
friðsamleg samskipti þjóðanna."
Vonin um frama
espar upp streitu
Hann hefur afar ákveðnar skoð-
anir á streitunni meðal landa sinna,
streitu sem hann varð aldrei var við
í Bandaríkjunum, enda bendir hann
á að Boulder sé gjörólík Reykjavík:
„Boulder er háskólabær, fyrst og
fremst mennta-, menningar- og
fræðslubær. Streitan á íslandi orsak-
ast að mínu mati fyrst og fremst af
kapphlaupinu sem hér ríkir. Fólk er
haldið einhverju æði að fara eftir
þessu og hinu og það er komið í hart
vinnutempó. Kaffidrykkjan hér or-
sakar að hiuta til þessa streitu; að
hluta til er það vonin um frama sem
espar hana og að hluta til er streitan
fyrir hendi vegna þess að það er bú-
ið að setja alla athyglina út á við, að
ná ytri árangri, en ekki innri. Innri
árangur er yfirvegun, það að vera
sáttur við lífið eins og það er. Ef
maður sinnir innri frumþörfum eins
og þeirri að sofa vel, borða vel
o.s.frv.; haida líkamlegu jafnvægi,
þá eflir maður innri gæði og dregur
verulega úr streitunni. Um leið og
kapphlaup við ytri gæði minnkar
minnkar streitan.”
Streita er eiturmeín
fyrir líkamann
Þetta er einmitt það sem hann
kennir nemendum sínum við Nudd-
skólann. Hann segir námið fyrst og
fremst byggjast á „hollum lifsstíl.
Inn í það kemur þetta heildræna
heilsulíkan og kennslan gengur
einnig út á sjálfsábyrgð einstaklings-
ins”. Hann segir okkur sjálf geta
gert ýmislegt til að losa um streitu,
til dæmis á vinnustaðnum: „Fólk í
tímapressu kannast við tilfinning-
una þegar maginn spennist upp eða
það missir andann af stressi. Það er
mjög auðvelt að losa um slíka
spennu með æfingum, sem ekki
þarf að eyða nema nokkrum sek-
úndum í. Flestir anda á rangan hátt.
Flestir anda alltof grunnt, draga loft-
ið hægt og varlega að sér en þrýsta
því hratt frá sér; öfugt við það sem
á að gera. Streita er ein aðalástæða
þess að fólk er hætt að anda á réttan
hátt. Streita er eiturmein fyrir lík-
amann vegna þess að hún slær
hann úr jafnvægi. Streitan gerir að
verkum að það er stöðugt verið að
ögra því jafnvægi sem líkaminn hef-
ur komið á.“
Hann segir nuddið ekki aðeins
gegna þeim tilgangi að örva blóð-
rásina og vera góð heilsubót: „Meg-
ingildi hefðbundins nudds er tvennt
þetta fyrrnefnda, en það slakar
einnig á taugakerfinu. Nudd hreins-
ar líkamann því það kemur úr-
gangsefnum úr „millifrumuvökvan-
um” inn í blóðrásina. Fruman skilar
frá sér úrgangi sem fer í millifrumu-
vökvann og til að þessi úrgangur
skiljist út er nudd nauðsynlegt. En
til þess að halda blóðrásinni hreinni
nægir nudd auðvitað ekki eitt og
sér; hver og einn verður að halda
henni hreinni með því að borða
hreint fæði og fá góða hreyfingu.
Sogæðakerfið virkar ekki hjá þeim
sem sitja kyrrir allan daginn og þeir
geta þar af leiðandi ekki hreinsað
vöðvakerfið. Um leið og fólk hreyfir
sig, eða pumpað er á vöðvunum,
kemst úrgangurinn í gegnum sog-
æðakerfið.“
Sjálfur segist hann lifa heilbrigðu
lífi og fylgi því vel eftir sem hann
hefur lært og kennir: „Já, ég geri
það. Ég borða blöndu af hreinu fæði
og þessu venjulega íslenska fæði,
hérlendis, en þegar ég er erlendis
borða ég nær eingöngu hreint fæði.
Úrvalið af hreinu fæði er minna hér
er erlendis, en á móti kemur að hér
höfum við þennan ferska fisk og
kindakjötið. fslensku lömbin eru
uppi á heiði allt sumarið — hér er
ekki hormónabætt kjöt eins og tíðk-
ast í Bandaríkjunum."
Nútímamaðurinn
ekkert nema
augu og eyru
Rafn segir koma skýrt í Ijós að
ekkert hafi gerst í þróun á innri
gæðum og andlegum verðmætum
og það sé það sem hrjái nútíma-
manninn: „Nútímamaðurinn lifir nú
í fyrsta skipti í sögu mannkynsins á
tímabili þar sem stórfelldar ytri
tæknibreytingar eiga sér stað. Jafn-
vel þótt við tölum um nokkra
manr.saldra, eins og frá sextándu,
sautjándu öldinni þegar iðnbylting-
in hófst, þá eru þessi þrjúhundruð ár
ekkert í samanburði við milljón ár í
sögu mannkynsins. Járnöldin varði
í tíu þúsund ár, en allar þessar stór-
felldu breytingar hafa átt sér stað á
þrjú hundruð ára tímabili. Núna þró-
ast hvert stigið á fætur öðru — og sí-