Pressan - 12.10.1989, Page 22
22
Fimmtudagur 12. okt. 1989
Nýi Dómkirkjupresturinn í Reykjavík
Jakob Ágúst Hjálmarsson
vildi verða engill
/ október 1972 var madurinn háskólanemi í Reykjavík. Eiginkona hans
var líka við nám þar ogþau áttu engin börn. Ioktóber 1973 — nákvœmlega
ári síðar — voru þau orðin prestshjón á Austfjörðum með þrjá lítil börn!
EFTIR: JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR — MYND: EINAR ÓLASON
Hjónin, sem upplifðu þessa róttæku breytingu
á heimilishögum á einu ári, eru þau Jakob Ágúst
Hjálmarsson, nýskipaður Dómkirkjuprestur, og
Audur Daníelsdóttir, sem er að taka við starfi hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Blaðamaður
PRESSUNNAR mælti sér mót við Jakob fyrir
skemmstu til að fræðast örlítið um þennan unga
mann, sem nú í haust tók við einu besta brauð-
inu innan Þjóðkirkjunnar.
Maðurinn, sem kom til dyra í tvíbýlishúsinu
úti á Seltjarnarnesi, minnti helst á íþróttaþjálf-
ara frá Austur-Evrópu. Hávaxinn og kraftalegur
með rautt hár og stríðnislegt blik í augum. Hann
rétti mér hægri höndina og hún gleypti mína ...
Mikill reynslutimi
Jakob er Vestfirðingur, fæddur á Bíldudal,
sonur þeirra Suanhvítar Ásmundsdóttur og
Hjálmars Ágástssonar. Vegna skólagöngu fór
hann að heiman alla vetur frá sextán ára aldri.
Fyrst á Núp, þar sem hann tók landspróf, og síð-
an í Menntaskólann á Akureyri, en þaðan lauk
hann stúdentsprófi árið 1967.
Jakob kynntist konuefninu sínu Auði Daníels-
dóttur í MA, en fyrstu búskaparárin bjuggu þau
í Reykjavík þar sem hann stundaði nám við guð-
fræðideild háskólans en Auður nam félagsfræði.
En stúdentslífið tekur enda og haustið 1972 tók
líf þeirra Jakobs og Auðar mikilli stökkbreyt-
ingu. Þau eignuðust þá tvo stráka og þann þriðja
haustið á eftir, skömmu áður en Jakob tók við
embætti sóknarprests á Seyðisfirði. í október
1973 var það því fimm manna fjölskylda, sem
fluttist austur á firði.
— Pessi umbylting hefur eflaust reynt heilmik-
iö á ykkur?
„Þetta var auðvitað afskaplega mikil breyting.
Ekki síst ef haft er í huga að námsmaður lifir í
mjög vernduðu umhverfi. Hann keppist við að
leysa huglæg verkefni og getur bætt um betur,
ef illa gengur, en þegar skólanum lýkur er mað-
ur kominn út í raunveruleikann. Alvöru iífsins.
Ég var ekki lengur bara eitt lítið hjól í stórri vél,
heldur einn af áberandi embættismönnum
kaupstaðar, þó ég væri ekki nema 26 ára gamall.
Það segir sig því sjálft að þetta var erfiður tími,
en sem betur fór vorum við hjónin bæði ung og
hraust og fundum því ekki svo mikið fyrir þessu.
Og þó ... Það var auðvitað ýmislegt, sem tók á.
Fyrsta veturinn fengum við t.d. íbúð til bráða-
birgða, þar sem verið var að gera við prestsbú-
staðinn, en það húsnæðið var bæði þröngt og
óhentugt fyrir barnafólk. Maður var líka fjarri
öllum skyldmennum, sem hefðu getað hlaupið
undir bagga, og veðráttan þetta haust var með
eindæmum slæm. Þar að auki var óvenjulega
mikið um dauðsföll á staðnum, því það dóu níu
manns frá miðjum október og fram að áramót-
um — þar á meðal héraðslæknirinn."
Eldskirn i bókataflegri murkingu
Jakob verður alvarlegur í bragði, þegar hann
rifjar upp atvik frá þessum fyrsta vetri fyrir aust-
an: „I eitt skipti á þessum fyrstu mánuðum dóu
hjón og tvö börn, þegar hús brann nóttina fyrir
Þorláksmessu. Það var eldskírnin mín í prests-
starfinu ...
Síminn hringdi um miðja nótt og í honum var
kona í miklu uppnámi, sem sagði mér að hús eitt
í bænum væri að brenna. Mér fannst þetta af-
skaplega óraunverulegt og ótrúlegt, en klæði
mig þó og fer út í bæ. Þá var verið að slökkva í
rústunum og ekki ráðlegt að fara strax inn, svo
ég fór heim til konunnar sem hafði hringt, en hjá
henni gisti þessa nótt telpa úr húsinu sem brann.
Þegar ég kom frá konunni sá ég hvar slökkvi-
liðsmennirnir stóðu fyrir utan brunarústirnar og
höfðu sig greinilega ekki í að fara inn. Mér
fannst ég þess vegna mega til að ganga fyrstur
inn í húsið — og það var alveg hrœdileg reynsla.
Það var ekki einu sinni vitað hversu margir
hefðu verið í húsinu, því þar höfðu margir verið
saman komnir kvöldið áður, svo við þurftum að
leita um allt að líkum og bera kennsl á þau. Og
ég, sem hafði nýverið séð dána manneskju í
fyrsta sinn!
Við uppgötvuðum það síðar, ég og yfirlög-
regluþjónninn, að við hefðum báðir gert ná-
kvæmlega það sama, þegar heim kom um sjö-
eða áttaleytið um morguninn. Við gengum inn
til barnanna okkar og tókum þau í fangið. Það
var mikil fróun í því að vita þau heil á húfi og
finna þessa huggunarríku andstæðu við óhugn-
aðinn, sem við höfðum orðið vitni að.“
Munur ú AusHirðingum og_________________
VesHirðlngum____________________________
— Var prestsfjölskyldan ekki líka undir tölu-
verdu álagi, þar sem menn œtlast oft til ad hán
sé öörum til fyrirmyndar?
„Auðvitað er prestsfjölskyldan undir nokkurs
konar smásjá og það er álag að lifa lífi sínu svona
opinberlega. Ég geri þó ráð fyrir að þetta hafi
verið miklu erfiðara fyrir Auði og strákana en
fyrir mig. Þetta er starfið mitt, sem ég geng inn
í, en það dregst upp á þau. Ég geri ráð fyrir að
strákarnir hafi nú stundum fundið fyrir því að
vera synir prestsins, þó þeir hafi ekki kvartað
neitt óskaplega undan þessu.“
Eftir fjögurra ára dvöl á Seyðisfirði fékk Jakob
embætti sóknarprests á ísafirði og flutti þangað
með fjölskylduna. En skyldi hann finna ein-
hvern mun á mannfólkinu fyrir austan og vest-
an? Hann þurfti ekki að hugsa sig um, heldur
svaraði að bragði:
„Ég finn greinilegan mun á fólki á Austfjörð-
um og Vestfjörðum, þó þeir, sem búa á fjörðun-
um fyrir austan, eigi að vísu margt sameiginlegt
með Vestfirðingunum. Á Austfjörðum er stöðug-
lyndara veður og fiskislóðin ekki jafnviðsjár-
verð og hún getur verið fyrir vestan. Sjó-
mennskan fyrir austan er því öruggari og takt-
fastari. Þar að auki hefur töluvert af fólki flust frá
Héraði og niður á firði — sveitafólk, sem er stöð-
uglyndið uppmálað.
Fyrir vestan eru hins vegar hreinlega villi-
menn, þó ég meini það alls ekki í vondum skiln-
ingi. Okkur leið mjög vel á ísafirði og eignuð-
umst þar ótal vini. Þarna hefur fólk búið í villtri
náttúru, kynslóð fram af kynslóð, og þar er sko
ekki stöðuglyndinu fyrir að fara, nema í úthald-
inu og viðleitninni til að bjarga sér. Vestfirðingar
gera þad sem þarf, burtséð frá því hvort þeir
geta það eða ekki. Þetta er í senn undarlega hart
og blítt fólk. Þeir geta verið'mjög góðir og sannir
vinir og blíðir við sína nánustu. En líka fjári
grimmir, þegar því er að skipta, og þeir láta
heyrast í sér. Meiningin er sögð fullum hálsi.
Maður gæti þess vegna ímyndað sér að þetta
fólk særði hvað annað meira en aðrir, en það
held ég að sé ekki rétt. Þetta er bara talsmáti."
Þurfti ekki uð verq brúðheilagur
Eins og áður sagði er Jakob mjög ólíkur þeirri
ímynd, sem margir hafa óneitanlega af klerkum.
Ekki síst þar sem hann sat í íþróttagalla í stof-
unni heima hjá sér, með kitlandi prakkarasvip á
andlitinu eftir að hafa lýst fyrir mér hinum villi-
mannslegu vestfirsku persónueinkennum. Ég
stóðst ekki mátið og spurði hvað hefði orðið til
þess að hann fór í guðfræðideildina á sínum
tíma. Jakob tók spurninguna greinilega ekkert
illa upp, heldur hló dátt og sagði:
„Ég hélt raunar lengi að einungis rosknir og
virðulegir menn yrðu prestar, svo það hvarflaði
ekki að mér að ég ætti sjálfur eftir að gegna
þessu starfi — a.m.k. ekkert frekar en að ég yrði
engill, sem var draumur minn í æsku. Mér
fannst englar einstaklega fallegir og í svo nánu
sambandi við guðdóminn. Ég var mjög trúað
barn og vildi gjarnan verða einn af þessum vild-
arvinum Guðs.
Á unglingsárunum hætti maður að mestu að
„pæla“ í þessum málum og þegar menntaskól-
anum lauk fór ég í læknisfræði, án þess að langa
þó til að verða læknir. Ég sá það aldrei fyrir mér,
enda hætti ég fljótlega og réð mig sem kennara
vestur í Stadarsveit. A Staðarstað var virðulegur
eldri prestur, séra Þorgrímur Sigurdsson, en
hann var í leyfi þennan vetur og í þjónustu fyrir
hann var bráðungur maður, séra Arni Pálsson.
Og þá rann upp fyrir mér ljós. Ég sá nefnilega að
hægt væri að vera töluvert mikill galgopi, án
þess að vera meiri galgopi en hann! Maður þyrfti
sem sagt ekki endilega að vera alveg bráðheil-
agur til að vera prestur.
Þessi uppgötvun var þó raunar mest í undir-
meðvitundinni. Á yfirborðinu fann ég mikið til
þess að standa á krossgötum og verða að
ákveða hvað ég vildi gera með lífið.“
Guð talaði til min
„Eg ákvað sem sagt að fara í guðfræðina, m.a.
til að fá einhvern botn í tilveruna, en ætlaði mér
ekkert að gerast prestur. Helst bjóst ég við að
verða síðar meir kennari eða skólastjóri. En
deildin mótaði mig og allt í einu áttaði ég mig á
því ég væri búinn að flækja mig inn í samband
við söfnuð austur á fjörðum, sem ég sagðist ætla
að verða prestur hjá! Ég gleymi aldrei hvernig
þessu laust skyndilega niður í mig eins og eld-
ingu — og ég varð svo hræddur að ég gekk bók-
staflega með veggjum í marga daga. Mér fannst
ég ekki hafa nokkra köllun til að sinna þessari
stöðu, sem ég var búinn að lofa að taka að mér.
Ég var í fúlustu alvöru skelfingu lostinn .. . Þetta
lagðist verulega á mig.
Við þessa togstreitu bjó ég um sinn og þá fann
ég til mikillar löngunar til að vita að Guð væri
með í dæminu og að hann ætlaði virkilega nota
mig. Ég bað fyrir þessu, talaði við Guð og bað
hann að fyrirgefa mér þetta frumhlaup. En allt
í einu man ég eftir svokölluðum „mannakorn-
um“, sem voru það eina sem ég átti eftir ömmu
mína. Ég gróf upp þessa miða og setti þá í fallega
krukku, sem við Auður áttum. Síðan horfði ég á
krukkuna í marga daga, án þess að þora að
draga, á meðan ég velti því fyrir mér hvort ég
mœtti biðja Guð um að tala til mín í gegnum
miðana. Að endingu dró ég og þar var kominn
sáttmálinn á milli mín og Guðs. Það var engin
spurning.
Á miðanum stóðu eftirfarandi úr Jesaja:
„En nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig Jakob
og myndaði þig ísrael: Óttast þú eigi, því að ég
frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.
Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér,
gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir
þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna
þig, og loginn skal eigi granda þér. Því að ég,
Drottinn, er Guð þinn. Hinn heilagi í ísrael frels-
ari þinn.“ Þetta var sláandi, því ég var m.a.s.
ávarpaður með nafni!"
Sársaukafull reynsla________________________
„Reynslan hefur líka sýnt að ég hef getað
treyst Guði. Það kom t.d. glögglega í ljós á þessu
ári. Það hefur ýmislegt gerst á þeim sextán ár-
um, sem ég hef verið prestur. Ekkert hef ég þó
tekið jafnmikið nærri mér og það, sem gerðist á
ísafirði eftir að sóknarkirkjan brann. Þá kom allt
í einu í Ijós að fólkið í söfnuðinum var ekki sam-
mála formlegum samþykktum safnaðarins, sem
gerðar höfðu verið á opnum og lýðræðislegum
fundum. En söfnuðurinn hafnaði því, sem unnið
hafði verið að, svo þetta var ónýtt mál.
Þetta reyndist mér ákaflega sársaukafullt. Mér
fannst bókstaflega sem starf mitt þarna væri
runnið út í sandinn. Ég leit ekki bara á þessa af-
stöðu sem höfnun á kirkjubyggingunni, heldur á
þeirri safnaðaruppbyggingu, sem ég hafði stað-
ið fyrir. Ekki svo að skilja að þetta hafi orsakast
af óvandaðri hugsun eða einhverju fúski. Þarna
varð einfaldlega ákveðinn múgæsingur eða
hópefli, sem enginn mannlegur máttur fékk við
ráðið.
Mér hefði hins vegar að mörgu leyti verið erf-
itt að starfa þarna áfram og þess vegna sótti ég
um embætti Dómkirkjuprests. Og það, sem mér
hafði fundist hið versta óefni, snerist upp í
dæmalaust góða niðurstöðu, sem mér finnst
mikil Guðsgjöf — hvernig svo sem hún er til
komin."
Betra að bæta við en breyta
— Hvernig var fyrir ungan og þróttmikinn
mann að koma til starfa í jafnrótgróinni og
íhaldssamri stofnun og kirkjan er?
„Ég viðurkenni, að þetta var oft erfitt til að
byrja með. Ég hafði mikinn hug á að fá ýmsum
hlutum skipað á annan veg innan kirkjunnar. En
það reyndist ekki auðvelt...
Raunar hafa þó orðið töluverðar breytingar á
þeim sextán árum, sem ég hef verið prestur.
Þátttaka safnaðarfólks í kirkjustarfinu er orðin
meiri — þ.e.a.s. kannski ekki almennari, heldur
meiri að magni. Það hefur líka orðið breyting á
guðsþjónustunni og á þjónustu safnaðanna.
Þetta sýnir okkur að það er hægt að breyta
ýmsu, en svo er auðvitað annað sem ekki má
snerta við.
Núna hef ég hins vegar sjálfur breytt svolítið
um afstöðu. Ég er hættur að vilja breyta jafn-
miklu og áður. Þess í stað einbeiti ég mér að því,
sem hægt er að bœta við. Það er nefnilega miklu
auðveldara að byggja upp nýja hluti en að um-
bylta þeim, sem fyrir eru. Svo dæmi sé tekið get
ég t.d. nefnt fjölskylduguðsþjónustur, sem við
erum að byrja með í Dómkirkjunni, daglegar
belgistundir um fimmleytið á virkum dögum og
ýmislegt fleira, sem við höfum á prjónunum.“
— Hvaða skoðun hefur þá á sálarrannsókn-
um og lœknamiðlum, Jakob?
„Mér dettur ekki í hug að segja að öll þessi fyr-
irbrigði, sem lýst er af sálarrannsóknarmönn-
um, séu markleysa. Ég veit hins vegar ekkert
um raunveruleikann þarna á bakvið, þó ég gefj
gert ráð fyrir því að hann sé einhver. Ég get
a.m.k. ekki efast um sannfæringu þeirra, sem
upplifa þetta.
Mér finnst, að menn verði að sinna þessum
málum með mjög mikilli gát, enda held ég, að
hér sé um að ræða skilningsform, sem eru al-
gjörlega á mörkum mannlegrar getu. Það liggur
raunar í augum uppi, því það eru einungis fáir,
sem eru þessum hæfileikum búnir . . . Ég get vel
ímyndað mér að maðurinn sé enn að þróast og
með honum sé að eflast einhver hæfileiki, sem
við köllum í dag „yfirskilvitlegan". Hæfileiki,
sem í fjarlægri framtíð gæti átt eftir að verða al-'
mennari og sjálfsagðari. í dag vitum við hins
vegar svo óskaplega lítið um þessi mál. Hver
veit t.d. nema læknamiðlar njóti alls ekki að-
stoðar framliðinna manna, eins og sálarrann-
sóknarmenn halda fram, heldur engla?!“
— En eru englar ekki bara látnir menn?
„Nei, nei. Alls ekki. Samkvæmt Biblíunni eru
englar þjónustubundnir andar hjá Guði.
Hitt er annað mál að englar eru sendiboðar og
það er fullt af englum í mannlífinu."
Mismunandi hjónaskilnaðir
— Er ekki svolítið sárt að gefa saman uppá-
klœdd bráðhjón, þegar þér hlýtur að vera
manna Ijósast hve mörg hjónabönd enda í skiln-
aði eftir nokkur ár?
„Vissulega er það sár tilhugsun. Við þurfum
hins vegar ekki að vera svo hissa á því að hjóna-
bönd gangi illa. Þjóðfélagið er þess eðlis að það
byggir mjög mikið á hverjum einstaklingi og
bæði hjónin eru þess vegna að leita að sjálfum
sér og sinni hillu í lífinu. Það er óhjákvæmilegt
og þar með rekur í ákveðnum tilvikum að því að
þau eiga ekki lengur samleið — nema annar að-
ilinn sé reiðubúinn að fórna sér fyrir hinn. Og
hver getur krafist slíkra fórna?
í slíkum tilfellum segir maður bara „Það var
ekkert við þessu að gerá', enda getur margt af
þessu fólki skilið í vináttu. En í öðrum tilvikum
skilja hjón eingöngu vegna þess að þau eru ekki
tilbúin að halda út, þegar erfiðleikar steðja að.
Þetta eru afleiðingar neysluþjóðfélagsins. Fólk
trúir því að það eigi ávallt heimtingu á galla-
lausri vöru! Það heldur líka að lífið eigi að vera
gallalaust og þegar illa gengur er þessum hluta
lífsins einfaldlega „skilað".
Með þetta veganesti hvarf ég af fundi Jakobs
úti á Seltjarnarnesi. Hann hefur eflaust tekið til
við að semja stólræðu eða rifja upp fræðin sín,
en í huganum sá ég hann samt fyrir mér snúa
sér að lóðalyftingum eða annarri líkamsrækt
um leið og ég væri úr augsýn ...