Pressan - 12.10.1989, Síða 25

Pressan - 12.10.1989, Síða 25
Fimmtudagur 12. okt. 1989 *s25 spáin 8—16. október (21. mars—20. aprilj Mörgum hrútum finnst að vinnan eða heim- ilisstörfin íþyngi þeim. Það er ástæðulaust að láta svona og um að gera að hugsa já- kvætt. Nú ef það gengur ekki upp þá er bara ekkert við því að gera. Fyrir hina sem ekki líður svona er alveg fyrirtak að heimsækja kunningjana. (21. apríl—20. maí) Nautum kynni að verða hafnaö á einhvern hán þessa dagana. En notiö hæfileika ykkar til að gera gott úr hlutunum. Listafólk í merk- inu er skapandi og víðsýnt. Því er ráölagt að vera það áfram. (21. maí—21. júní) Föstudagurinn 13. er svolítið varasamur fyrir tvíbura, því ekkert virðist ganga upp. Fólk í kringum þig er jafnvel að skipta sér af því hvernig þú átt að eyða peningunum þínum. Þá er bara málið að verjast með kjafti og klóm. Spilaöu í lottóinu á laugardaginn. (22. júní—22. júli) Líf flestra krabba er eins og best verður á kosið um þessar mundir. Hamingja og vel- sæld ríkja. Þess vegna er ástæða fyrir krabba að gera bara alls ekki neitt í málun- um, halda „status quo", eins og þaö er kallað. (23. júli—22. ágúst) Ekki þykjast vita meira en þú gerir. Það er ekkert varið í mont, þó það sé ekki alvont. En notaðu orkuna í eitthvað annað, t.d lestur góðra bóka, heilsugöngur eða bara heimilis- störf. Barnafólk i merkinu ætti að sinna upp- eldisstörfum af kostgæfni. (23. úgúst—23. sept.) Ef meyjur ætla út að skemmta sér á annað borö er þeim bent á að sletta hressilega úr klaufunum því skammdegiö nálgast og þá er fólk almennt ekki eins vel upplagt til slíkra iðkana. Eyddu sunnudeginum fyrir framan sjónvarpið. (23. sept.—24. okl.) Heilsan er eitthvaö aö angra þig og þú ert frekar geövond(ur). Allir í kringum þig verða hræddir þegar þú tekur reiðiköstin en voða- lega fegnir þegar vindinn lægir. En mundu að þolinmæði þrautir vinnur allar. (24. okt.—22. nóu.) Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af föstudeginum þrettánda. Eiginmönnum er bent á að gleðja eiginkonuna með smávinar- gjöf, það gæti kynt undir ástareldinum. Makalausum sem eru með stefnumót í huga er bent á að vanda fatavaliö. (23. nóu.—21. des.) Það sækja á þig óþægilegar minningar úr fortíðinni og þú ert virkilega niðurdreginn. Einhver nákominn gæti þó reynst hjálplegur og ekki vera feiminn við aö þiggja hjálpina. Vinnuvikan kemur þægilega á óvart. (22. des.—20. jan.) Ekki trúa bullinu um föstudaginn þrettánda. Láttu ekkert raska áætlunum þínum i fjár- málum og vertu heiðarlegur gagnvart sjálf- um þér og umhverfinu. Vertu heima á laug- argardagskvöldið og hlúðu aö einkalifinu. (21. janúar—19. íebrúar) Þaö er liklegt aö þú komist í aöstæöur þar sem þú þartf að beita mikilli skynsemi og fyrirhyggju. Þetta eru einmitt þínar sterk- ustu hliöar. Aðrir munu taka þig til fyrir- myndar og þú er ánægöur meö það (20. (ebrúar—20. mars) Reiddu þig ekki um of á vini og kunningja. Innheimtu gamlar skuldir og eyddu pening- unum ekki í vitleysu. Haltu þig innandyra fimmtudaginn 12. en láttu Ijós þitt skína um helgina. Farðu i sund og spriklaðu svolitið i framhjáhlaupi Gróa Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni íslands Ostundvísi fer mest í tðugðrner é mér — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Baldvin Jónsson, auglýs- ingastjóri Morgunblaðsins. Baldvin er í miklum metum hjá mér." — Án hvers gæturðu síst verið? „Mannsins míns, Jóns Axels Ólafssonar, fjölskyldunnar og vinnunnar." — Hvað finnst þór leiðinleg- ast? „Mér finnst leiðinlegast að hafa lítið að gera í vinnunni." — Hvaö er skemmtilegast að gera? „Að vera í góðum vinahópi. Mér líður best með fólk í kring- um mig." — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Óstundvísi." — Manstu eftir neyðarlegri aðstöðu, sem þú hefur lent í? „Já, en ég reyni að gleyma slíkum atvikum." — Manstu eftir einhverri ákvörðun sem breytti miklu fyrir þig? „Já, þegar ég sótti um starfið hjá Ólafi Laufdal, sumarið eftir að ég lauk stúdentsprófi. Það var fyrir fjórum árum og þó að mér hafi boðist annað starf sló ég til og hef ekki séð eftir því." — Við hvað ertu hrædd? „Ég er hrædd við eld. Einu sinni var ég nærri búinn að kveikja í heima hjá mér og síðan hef ég verið eldhrædd." — Hvenær hefurðu orðið glöðust? „Ég varð ákaflega glöð yfir því hversu vel tókst með fyrstu feg- urðarsamkeppnina sem ég vann að. Það var keppnin 1988 og um haustið vann Linda Pétursdóttir titilinn Ungfrú alheimur." — Ef þú þyrftir að skipta um starf hvað vildirðu helst taka þér fyrir hendur? „Það er eiginlega sama hvað, bara að vinnan væri skemmti- leg." lófalestur I þessari viku: Þetta er skyldurækin kona. Trú- lega hefur hana langað til að gera ýmislegt, sem hún hefur orðið aö neita sér um vegna þess að þarfir annarra gengu fyrir hennar eigin. Hún hefur að öllum líkindum átt fremur erfitt líf og óstöðugt. ALMENNT: Hún mun hins vegar endurmeta stöðu sína, bæði í starfi og stefnu í lífinu, og henni er líka nauðsyn- legt að byggja sig upp hvað snertir heilsuna. Þá getur hún orðið hraustarí á seinni hluta ævinnar en fram að þessu. Þetta er traust kona, sem hefur til aö bera mikla seiglu. Nú ætti hún hins vegar að hugsa meira um sjálfa sig og lifa eftir eigin höfði. ama áÆ/Mtoi, ENGILBERTS draumar Draumafákar Eins og við minntumst á síðast hafa hestar og kýr og kindur sér- stöðu í draumum því merking þeirra er svo margræð og breytileg, eink- um hestanna. Hestur getur verið mannsfylgja. Þá táknar hann ein- hvern sem er dreymandanum stoð í lífinu, svo sem maka, föður eða vin. Ung kona sagði frá slíkum draumi. Hana dreymdi skömmu áður en hún kynntist mannsefni sinu að hún fyndi hest, svo fallegan og elskuleg- an að hana langaði til að eiga hann i draumnum. Hún þóttist ganga til hans og leggja armana um háls hon- um. Draumur þessi var ráðinn fyrir hana á þá leið að hesturinn táknaði lífsförunaut og gekk það eftir. En oftar er hesturinn tákn heilsu eða afkomu eða jafnvel lífsins sjálfs. Fallegir og ánægðir hestar eru gott og jákvætt draumtákn. En að dreyma hestinn sinn særðan eða dapran, horaðan eða á annan hátt illa til reika er fyrir veikindum eða vonbrigðum og hvers konar erfið- leikum. Að sjá hesta rekna burtu frá sér er fyrir miklu áfalli. En þykist maður hleypa hesti til að hjálpa annarri manneskju þá mun sú bjarg- ast þó illa horfi um tíma. Að dreyma hesti sínum blæða er fyrir sorg. Missa hest ofan í keldu eða kvik- syndi boðar mikla erfiðleika. Einn- ig að sjá hross berja klaka í draumi. Ljóair hestar eru venjulega betra draumtákn en brúnir (svartir). Þó hafa ýmsir illan bifur á bleikum hestum í draumi. Að ríða jörpum hesti eða annast hann í draumi er sagt boða langa og góða lífdaga, en óhöpp hverskonar ef hann heltist eða særist. Tvístjörnóttur hestur getur táknað vináttu eða ástarsam- band. Það er neikvætt fyrir sam- bandið ef dreymandanum þykir hesturinn slasast eða strjúka frá sér. Nokkru skiptir það að sjálfsögðu hvort fólk dreymir hesta sem það þekkir og þykir vænt um. Þá þurfa litir ekki að skipta eins miklu máli. Folöld eru sögð fylgjur barna. Að dreyma folöld í húsi sinu segja sumir boða fjölgun í fjölskyldu. Ekki er tal- inn góður draumur að járna hest. En að þykjast leggja reiðing á hest er fyrir aðdráttum, fyrir því að manni græðist eitthvað. Að dreyma að maður slíti beislistaumana er fyr- ir óláni og vonbrigðum. Það sem hestar og athafnir í kringum þá boða er næstum því óteljandi eins og við sjáum. Ástand og útlit draumafákanna er síst minna um vert en hestanna okkar í vökunni. Sumt fólk hefur sinn sérstaka draumahest eins og aðrir hafa draumamann sem varar þá við háska og segir þeim tíðindi. Máske er lítið eitt erfiðara að lesa úr tákn- máli hinna marglitu og ólíku draumafáka, en það borgar sig að reyna. Sú veröld er sannkölluð ævintýraveröld. Steinunn Eyjólfsdóttir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.