Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 18
VARDVEISLU SPARIFJAR ^TTrTT FRA 1. NOVEMBER ERU VEXTIR Á KJÖRBÓK 21-23% Enn sem fyrr reynist Kjörbókin eigendum sínum hinn mesti kjörgripur. Grunnvextir eru 21%, fyrra vaxtaþ/epiö gefur 22,4% og þaö síðara 23%. Arsávöxtunin er því allt að 24,3%. Jafnframt er geröur samanburöur við ávöxtun bundinna verötryggöra reikninga á 6 mánaða fresti. Sá hluti innstæðu sem staðiö hefur óhreyfður allt tímabilið fær sérstaka verðtryggingaruppbót, reynist ávöxtun bundnu reikninganna hærri. Þar að auki er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Þessar fréttir gleðja áreiðanlega eigendur þeirra 70 þúsund Kjörbóka sem nú ávaxta sparifé í Landsbankanum. Þær eru einnig gleðiefni fyrir þá fjölmörgu sem þessa dagana huga að því hvar og hvernig best sé að ráðstafa sparifé sínu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Stúlkan sagði að Hermann Gunnarsson hefði óbyggilega skroppið upp i kaffi. Það gat ekki verið. Klukkuna vantaði hálfa minútu i þrjú og það bara gat ekki staðist að Hermann væri ekki á sinum stað. Enda passaði það. Það liðu örfáar sekúndur — þá glumdi gamalkunnur hlátur við i ganginum. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: EINAR ÓLASON Það voru án efa margir fegnir þeg- ar það varð aftur Á tali hjá Hemma í gærkvöldi. Þeir sem höfðu reynt að hringja í hann frá miðjum maí- mánuði höfðu nefnilega ekki verið svo lánsamir að lenda á tali, heldur í símsvara. En nú er hann kominn eftir fimm og hálfs mánaðar útivist á Spáni og í Asíu. Hann var varla lentur þegar fjöl- miðlamenn vildu heyra frá honum og á Aðalstöðinni á mánudaginn mátti ekki betur heyra en maðurinn væri orðinn búddisti: Orðinn búddatrúar „Nei, nei!“ segir hann og hlær. „En búddismi er falleg trúarbrögð og ég reyndi svolítið að lesa mér til um þau. Ég er mjög hrifinn af þess- um trúarbrögðum og ber mikla virðingu fyrir þeim, þótt ég sé ekki reiðubúinn að skipta um trú. Búddá- trú virðist virka vel á þá sem henni fylgja; að minnsta kosti er fólk í Asíu virkara í trúnni en við hér í kristinni trú.“ Hann segir sumarið hafa verið eitt eins og hún gerist hvað mögnuðust í heiminum. Síðan heimsótti ég Singapore og Víetnam, enda hafði ég heyrt í áratug um Víetnam í frétt- um og langaði að sjá með eigin aug- um lífið þar og eymdina eins og hún er í dag. Þá fór ég aðeins inn í Kamb- ódíu, þótt ég hafi mest verið á landa- mærum Thailands og Kambódíu. Norður-Kóreu heimsótti ég líka og þetta sumar var eitt allsherjar ævin- týricSem veitti mér tækifæri til að ihuga mína eigin stöðu. — Ég vil helst að íslenska þjóðin verði send í starfskynningu til Asíu — þar gæt- um við lært hvernig á að lifa." 6000 lcr. í mánaðarlaun Asíubúarnir hrifu Hermann á margan hátt: „Einkum fyrir heiðar- leika og þá miklu hamingju sem leynir sér ekki. Vissulega er fátækt víða, en þetta fólk kannast ekkert við lífsgæðakapphlaup eða efnaleg- an rembing. Fólk í þokkalega vel launuðum störfum víða um Asíu er „Þetta fílaði égl" segir Hermann sem hér er að leggja á ráðin með inn fæddum fyrir fílaferð. allsherjar ævintýri: „f fyrra var ég fararstjóri á Ólympíuleikunum í Suður-Kóreu og þaðan fór ég sem fararstjóri til Thailands. Ég hreifst mjög af Kóreu og Thailandi og ákvað að eyða eins miklum tíma og ég gæti í sumar á þeim slóðum. — Ég komst síðan í kynni við ágætan mann sem er forstjóri einnar stærstu ferðaskrifstofunnar í Asíu og hann skipulagði meira og minna fyrir mig tvær ferðir þangað. í aðra fór ég í vor og hina nú í haust." Þar gætu íslendingar lært að nfa Hermann ferðaðist víða: „Ég fór til Thailands og suður fyrir Thailand á eyju sem heitir Phuket, en þar í kring er stórkostleg náttúrufegurð; í smáþorpi í Norður-Thailandi fá gestir höfuðprýði og þá eru allir sáttir. Hermann ásamt thai- lenskri yngismær.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.