Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 2. nóv. 1989 brídge Ég er sannfærður um að ekkert kitlar egó spilarans eins og sögn sögð af óheftu ímyndunarafli sem leiðir til vinnings. Draumastaðan er fyrir hendi og réttlætir bjartsýn- iskastið. Eða man nokkur stundinni leng- ur spil af slíkum toga sem tapast? Spil vikunnar er frá opnu heims- meistaramóti sveita í New Orle- ans, 1978. ♦ ÁDG V ÁK73 ♦ Á63 4* ÁD9 ♦K43 VG9 ♦ KDG87 4*1053 4 9872 V 65 ♦ 10942 4*KG2 4 1065 V D10842 ♦ 5 4* 8764 A gefur, enginn á. Eftir tvö pöss er opnunin 1-tígull í vestur. Norður, Robinson í einni bandarísku sveit- inni, doblaði. Austur lyfti í 2-tígla. Tvö pöss og norður endurvakti með dobli og 2-hjörtu frá félaga. Með talsverðan styrk enn í holu sagði norður nú 3-tígla. Suður hafði engu lofað með sinni fyrri sögn og taldi sig nú eiga fyrir 4-hjörtum. Fáir hefðu látið sig dreyma um næstu sögn norðurs; 6-hjörtu! Skiljanlega fann vestur ekki laufútspilið sem hnekkir slemm- unni, enda væri þá engin saga. Út kom tígulkóngur. Vinningurinn var auðsóttur. Suður, Woolsey, hreinsaði upp tígulinn og spaðann með heppnuðum svíningum og hirti trompin í leiðinni. Spilaði síð- an laufi á blindan og lét níuna, endaspilaði austur sem gat valið milli þess að spila til baka upp í laufgaffalinn eða gefa sagnhafa niðurkast og trompun og 12. slag- inn þar með. Haldið þið að einhverju hefði breytt um sagnir ef laufnía norð- urs væri áttan t.d.? Tæpast, en spilið hefði þá aldrei komið fyrir okkar augu! skálc Skák í Þýskalandi Árið 1803 var stofnað skákfélag i Berlín. Þetta var klúbbur heldri manna og réð yfir eigin húsnæði þar sem félagarnir komu saman tvisvar í viku. Þetta félag tefldi bréfskákir við Breslau á árunum 1829 til 1833 og við Hamborg á ár- unum 1833 til 1836, um svipað leyti og London og París stóðu í sínum bréfskákum. Forystumaður félagsins í þessum skákum var Jul- íus Mendheim sem var kunnur skákdæmahöfundur en einnig öfl- ugur skákmaður. Berlín sigraði Breslau en réð ekki við Hamborg, enda var þar við stýrið Karl Schu- macher, ágætur skákmaður og viðkunnur stjörnufræðingur. Björn Gunnlaugsson, er síðar varð kennari við Bessastaðaskóla og vann afrek við að mæla ísland, var aðstoðarmaður Schumachers um skeið, þó sennilega ekki í skákinni. Hamborg vann aðra skákina en hin varð jafntefli. Aldarfjórðungi síðar var stofnað nýtt skákfélag í Berlín er hafði mun meiri áhrif á þróun skáklistar en hið fyrra. Einn helsti hvatamað- ur að stofnun nýja félagsins var Ludwig Bledow (1795—1846), en hann var stærðfræðingur að mennt og átti ágætt safn skákbóka sem óspart voru notaðar í félag- inu. Bledow safnaði um sig ungum gáfumönnum: von der Lasa (er síðar varð kunnur fræðimaður um skáksögu og getið var í upphafi þessara þátta), von Bilguer, Han- stein og Mayer og málararnir Schorn og Horwitz (sem síðar fluttist til Englands og varð kunn- ur þar sem höfundur og útgefandi taflloka). Þessi sjö manna hópur kallaði sig Sjöstirnið og varð brátt kunnur, ekki aðeins í Þýskalandi heldur víðar. Félagarnir bundust vináttuböndum og stunduðu rannsóknir á ýmsum þáttum skák- arinnar, tefldu bréfskákir og tefldu saman. Bledow var driffjöðrin í þessu starfi, hann skrifaðist á við áhugamenn um skák í öðrum löndum og ferðaðist um Þýska- land til að vekja áhuga á skák. Ekki er mikið af skákum skrá- sett frá Sjöstirninu frekar en ann- ars staðar á þessum tíma. Við get- um þó virt fyrir okkur tvær skákir þeirra félaga, von der Lasa hefur hvítt í báðum og í báðum er beitt kóngsbragði, sínu afbrigðinu i hvort sinn. Von der Lasa — Bilguer Kóngsbiskupsbragð 1 e4 e5 2 f4 ef4 3 Bc4 Dh4+ 4 Kfl g5 5 Rf3 Dh5 6 d4 h6 7 h4 Bg7 8 Rc3 d6 9 e5 de5 10 Rd5 Kd8 11 de5 Bd7 12 Kgl Dg6 13 hg5 hg5 14 Hxh8 Bxh8 15 Del (Hér var 15 Rxg5 Dxg5 16 Bxf4 meira í anda leiksins. Menn hvíts vinna þá vel saman og hann á ým- is sóknarfæri) 15 — Kc8 16 g3 Rc6 17 Bd2 Bg4 18 Rh2 Bf5 19 Bc3 Bxc2 20 e6 Bxc3 21 ef7 Bxel 22 f8D+ Kd7 23 Dxa8 De4 24 Rg4 Dd4 + 25 Re3 fe3 26 Hxel e2+ 27 Kg2 Be4+ 28 Kh3 Dh8+ og vinnur (Eftir 29 Kg4 lætur svartur sér ekki nægja að vinna drottninguna með Rh6+, heldur mátar í öðrum leik: 29 — Re5+ 30 Kxg5 Dh6 mát). Von der Lasa — Bledow Kóngsbragð I e4 e5 2 f4 ef4 3 Rf3 g5 4 Bc4 Bg7 5 d4 De7 6 0-0 h6 7 Rc3 c6 8 e5 Db4 9 Re4 Bf8 10 De2 g4 II Rd6+ Bxd6 12ed6+ Kd8 13 Re5 Hh7 14 c3 f3 15 De4 Rf6 16 Dxh7 Rxh7 og hvítur mátar í sjötta leik. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan vdgKOP HLiAÍT- V££M- T77 5VEI KAll % á- KRAfT- /rtuM ter UMO/EMS- STAm k— MABB R/tflL OP w UPP- STÓKK þRÆLL $ KUIiT- tlíA /£5 KútAfc. w £ EYTT hLlAG /\ K'AhA útlimuR msTuR JRISPA 1-rTu T0&ADI 0&A&OT D&'ASrf HLA-uP /vi/tðuK SLítMT StT k/ö iT SÖOD SEÐILL RTETJfí JAK/4 n- 13 fOR- fAQíR Plaata LiTLA 'flSAMT 10 ST0EKA ’Kr qjvíkla E0LI M/Í-Ll- £iri/rJ& &L0 (x& uL : ÁL0//V' VA/Ö HAMA- ÍAR&uR 1<0 SAB- LAr/OS K.TTAA- NAfr/ ÍtSALlR DRtKKufL 2.0 Ljoma Fll&l SAMToK KwL PÖSK UMO/tMI T/tKI BJSyTu T 21 FJÓR 13/TA S'AR pÖKK ST/A SP/L D/íLD HAr HREiliu BRÆmR fbl óTuh Ey/tm- H'óFrí 0PKA HAYÐJu. ' T okyaað TALlM 77 12 STAr/Gr iR SP'/PI J- SKEPH& 15 íRyllt Bún 1 2 3 4 5 17 18 19 20 21 10 11 12 13 14 15 16 Verdlaunakrossgáta nr. 58. Skilafrestur krossgátunnar er til 14. nóvember. Utanáskriftin er Pressan, krossgáta nr. 58, Ármúla 36, 108 Reykjavík. í verö- laun er bókin Mannamunur eftir Jón Mýrdal. Er þetta rammís- lensk skáldsaga, reyndar talin vera ein affyrstu tslcnsku skáldsögun- um. Dregiö hefur verið úr lausnum 56. krossgátu. Vinningshafinn er Guðrún Jóhannsdóttir, Bræðraborgarstíg 24, 101 Reykjavík. Hún fœr bókina Skræpótta fuglinn eftirJerzy Kosinsky. Skjald- borg gefur bœkurnar út. fíamir.iFensK skáldsaga mvndskrey«3' Hal/dód petu.-ssyw

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.